Alþýðublaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 10
4 alí*ýðublaðið íjorfði á biskup. Það var ekki ofsögum sagt af pví, að svipur biskups væri harður, en Árn- grímur hafði á ferðum sínum séð marga menn og margan harðan svip, og honum sýndist skína í geig undir grimdarhulunni fyrir andliti biskups. „Nei, virðulegi faðir!“ anzaði hann, „ég geri hvorugt, pví ekkj veit ég á mig neina sök, er ég þurfi að taka skriftir fyrir, og ekki pykir mér heldur vitnisburð- Srnir um skyldleika okkar Helgu mógu skeleggir." „Sonur minn!“ sagði biskup og reis upp með þjósti, „ekki skal þér haldast uppi óhlýðni víð biskuplegt vald, og hafir pú ekki gengið til sátta við oss og bætt ■við oss svo oss vel ánægji nú á Þorláksvöku, skalt pú vera í forboði af sjálfu verkinu upp frá því, og skalt pú ef svo fer standa berfættur á bjarnfeldi, sem aðrir útistöðumenn fyrir Hóladóm- kirkjudyrum nóttina he’gu, og upp þaðan unz vér leysum pig. Og far nú, sonur minn!“ Arngrimur var mjög hugsi eftir samtal sitt við herra biskup. Hann hafði að vísú oft séð hann áður, en aldrei veitt honum veru- lega eftirtekt fyrri en nú. Þegar hann hugsaði til viðumefnis bisk- ups gat hann ekki annað en furð- að sig á geignum, sem hann hafði séð undir hörkusvip hans. Og geigur var það, pess var hann fullviss. Hann hugsaði nú ráð sitt vel og lengi, og var þá búinn að ráða við sig hvemig hann skyldi snúast við málinu. Biskupi varð og samtal peirra Amgrims mikið umhugsunarefni, og pað nagaði hann og beit, hvað hann hafði purft að taka mikið á til þess að gugná ekki. Honum sveið pað, er hann hugsaði til þess, af hve miklum manni hann hafði áður haft að má. Og marg- sinnis er hann var einn og gat hvílt sig, tautaði hann: „Elli, ClIL'* Systir Helgu konu Amgríms hét Signý, og var hún engu minni ftvenkostur en Helga, fögur og fönguleg sem hún, og urðu marg- ir heldri manna synir til pess að draga sig eftir henni, en það þótti undram sæta að hún, fá- tæk stúlkan, skyldi við engum peirra vilja líta, Það gat auð- vitað enginn vitað að hún væri búin að ráða hag sínum til hlunns. Gunnar, lokusveinn bisk- úps, var hinn föngulegasti mað- ur, en kiknaði ekki undir klyfjum gults. Höfðu pau Signý og hann oft hizt og sézt, og um síðir bundiö með sér trygðir, en létu enga af vita, pví ekki hagaðj svo éfnum peirra, að pau myndu geta áttst í bráö. Þó vissi Helga systir hennar um pað og Arn- grímur maður hennar. Einn dag skömmu eftir sam- tal sitt við biskup kom Amgrím- ur eftir nónið í Víðines. Gerði hann boð fyrir Signýju mágkonu sína, og sátu páu lengi á hljóð- tali, og sendi hún síðan smala- mann föður síns til Hóla eftir Gunnari lokusveini. Brá Gunnar pegar við og reið í Víðines, og settust pau nú öll prjú á tal, og voru á pví langt fram á nótt. Bar par margt á góma, en pvi lauk svo, að Amgrímur hét að gefa peim Gunnari og Signýju 10 hundraða jörð, svo að pau gætu áttst Reið síðan hvor heim til sín. Prestur var‘ einn sá á Hólum, er Þorsteinn hét, hann var hafður til að gæta skrúða, var sakrista sem kallað var, og svaf hann þvj í kirkju. Hafði hann áður verið þingaprestur í Eyjafirði, en hafði aldrei tollað við kirkju sina, heldur hafst mest við úti á Gás- um við drykk eða annar staðar þar sem einhver teiti var að hafa. Hafði biskup þvi orðið að taka af honum kirkju hans, en fyrir guðs sakir hafði hann tekið hann heim á stólinn og fengið honum pennan starfa. Þótti séra Þor- steini vistin par heldur daufleg, pví par kom hnífur hans sjaldan í feitt. Eitt kvöld var pað að aflokn- um aftansöng, sem séra Þor- steinn ætlaði að fara að ganga tU hvílu í Önnustúku, að Gunnar lokusveinn gekk á tal við prest, og 'sagði honum að sér hefði áskotnast áttungur Rostokkaröls, og bauð presti að neyta péss með sér. Séra Þorsteimi var ekki seinn að piggja pað boð, pví jafnvel pegar hann var og hét, var pað fátítt, að hann hefði komist í jafn dýran drykk. Sátu peir lengi yfir skáluro séra Þorsteinn og Gunnar loku- sveinn og töluðu margt; var Þor- steinn prestur hinn reifasti, og lauk þeim samfundum svo að Gunnár lagði prest sofandi upp í bekkinn í Önnustúku, og hraut klerkur karlmannlega. Laust eftir miðnættið sást mað- ur læðast frá kirkju til biskups- stofu með pinkil undir hendi. Biskup lá í rekkju sinni og svaf hinum létta svefni gamalla manna. Tunglið skein inn um gluggann og dró eins og silfur- síöður eftir gólfinu. Gegnum svefninn fanst biskupj bann heyra eitthvert smáprask eins og hurð gengi á járnum. Hann bylti sér til og hálfopnaöj augun, og honum virtist hann sjá veru í tunglsljósinu, og hann reis upp. Þaö var rétt, í bjarm- anúm stóö maður biskupsbúinn mieð mítúr og bagal. Hann stóð grafkyr og mændi á biskup gal- opnúm augum, og biskupi virtist lrann vera risavaxinn. Því lengur sem biskup horföi á hann, pví kunnuglegar kom hann honum fyrir sjónir. Hann pekti bæði mitrið og bagalinn, hann Aafði margséð pað í almaríunni í skrúðhúsinu, pað var gamalt dót og slitið, sem sagt var að Guð- mundur hinn góði hefði borið. En nú hóf' veran að tala: „Biskup Gottskálk bróðÍT minn!“ sagði hún, „því ofsækir pú kristinn lýð, pvi sundrar pú þar sem pú ættir að sameina, og pvi uppsker pú par sem enginn sáði, og pví leiðir pú falsvitnj gegn náunga þínum? Bætir pú ekki ráð pitt mun ég vitja píh aftur.“ Með pað pagnaði veran, en biskup horfði á hana enn um stund par sem hún stóð í tungl- bjarmanum. Svo hallaðist hann upp við hægindið og lét aftur augun, þvi að petta hlaut að vera pfsjón og ofheym; hann hafði aldrei verið ófreskur. Biskup heyrði hægan nið í kyrðinni og leit upp aftur, en þá var enginn maður í herberginu nema hann einn. Nú reis biskup alveg upp í rekkju og kallaðj fram til Gunnars loitusveins, er gætti dyranna. „Yðar náð kallaði til mín,“ sagði Gunnar um leið og hann vatt sér inn úr dyrunum. „Hefir pú séð nokkum mann koma inn í stofu vora, eða heyrt hér mannamál ? Eða hefiT pú ekkj vakað eins og þér var skylt?" spurði biskup. „Engan hefi ég mann séð og engan hejrt, og ekki hefi ég sofið. Eða hefir yðar náð orðið nokkurs var?“ svaraði sveinninn. „Nei,“ anzaði biskup og snéri sér til veggjar og tautaði lágt: „EIli, elli, ellin er sterk." Ekki talaði biskup við neinn mann um pennan atburð, en pað skildi hann, að veran hefði átt við viðureign hans og Arngríms, og varð petta honum alt á- hyggjuefni um hríð, en ekkert hafðist hann að í málinu. Nokkrum kvöldum síðar, er enn var glaða tunglsljós, fór Gunnar lokusveinri að hitta hinn nýja vin sinn, séra Þorstein sa- krista, og settust peir aftur aö öláttungnum, og var hið mesta bróðerni með peim. Fóra enn leikar sem fyrr, að Gunnar lagöi hinn preytta kennimann sofandi upp í rekkju sína í stúkunni. Og skömmu eftir miðnættið læddist aftur maður með pinkil úr kirkj- unni til biskupsstofu. Biskup svaf sem fyrr léttunj gamals manns svefni, en pö ''at eins og hann væri órórri síðustu nætunjar. Biskup spratt upp, hann hafðj toeyrt prusk. Og par stóð í tunglsgeislunum maðurinn, sem hafði vitjað hans um nóttina, og starði á hann. Hann hafði efnt heitið og var kominn aftur. Bisk- úp muldraði með sjálfum sér: '„Elli, elli, ekki láta bugast.“ Bisk- up pekti föt verunnár sem fyrr, og var með sjálfum sér sann- færður um *ð gesturinn værj Guðmundur biskup góði, værj pað nokkur. Veran hóf enn rödd sína: „Biskup Gottskálk bróðir minn!“ kvað hún, „ég vitja pín enn, sem ég hefi heitið. Halt pú frið við menn og reyndu svo að sættast við guð, pví bráðum' kemur að skuldadögum pínum. Ég mun enn vitja þín.“ Biskup andaði pungt. Hann vildi að pessi sýn öll væri vit- leysa. Hann lokaði augunum til pess að vita hvort hún hyrfi ekki, og er hann opnaði pau aftur var enginn maður. Nú kallaði biskup ekki á Gunn- ar lokusvein, heldur settist haim upp og rendi augum yfir liðna æfi. Það var satt, hann hafði ver- ið ómildur, en var það ekki að vera trúr pjónn kirkjunnar og Krists; qg hann sá í anda Jón lögmann Slgmundsson og aðra menri, er orðið höfðu fyrir refsi- vendi hans. En pað fór að svífa á hann grunur, sem honum pótti illur. Hann vissi pað, að hann hafði pjónað guðs lögum dyggi- lega, en frekar í anda réttlætis við sitTifaðan stafinn en í anda vizku og skilnings á lifandi líf- inu. Hafði pað verið rétt? Hann sá pað, að honum myndi veröa svarafátt um þetta, er hann innan skamms kæmi að dóminum mikla. Og þó smaug alt af upp í huga hans viljinn til pess að láta ekki ellina buga sig. Þetta hlaut að vera af hennar völdum, pví svona hafði hann ekki hugs- að fyr. „Ekki bugast, ekki bug- ast,“ hljómaði sí og æ í eyrum hans. Næstu dagana þóttust menn, er á stólnum voru, í fyrsta sinnj sjá veraleg ellimörk á Gottskálk biskupi. Á Þorláksvöku var biskup jmjög órólegur og svo að flestir prðu varir við, sem hann sáu, Reyndu peir allir að forða sér, pvi að peir áttu pess von, að biskup myndi láta eitthvað bitna á einhverjum, eins og hann var kunnur að. En pað varð ekki, pvi biskup var að bíða. Hann var að bíða eftir Arngrími. Hann var að vona pð hann myndi koma og ganga 'til sætta við sig, pví að pá var jhánn viss um að Guðmundur biskup myndi ekki birtast hon- ,um aftur. Þó að hann kendi ellj sinni um sýnirnar, stóð honum geigur af þeim. Ef Arngrímur léti undan síga, pá var hann bú- inn að sigra, og hvað gæti Guð- ínundur pá viljað honum. Og pað lá við að biskup hefði viljað gefa fé til þess að Arngrímur kæmi, Svo var óróinn mikiíl, að biskup ifeldi í fyrsta sinni á æfinni niður tíðir sínar. E.i er hringt var frái háttsöngstíð var biskup úrkula vonar og gekk til rekkju sínnatv Þetta ss'.aia kvöld hitti Gunnar Vokusveinn séra Þorstein gaml»

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.