Alþýðublaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 6
ALÞ ÝÐUBLAÐIÐ Jólakvöld i Alpafjöllunum. Eftir Davíð Þorvaldsson. 6 Hún getur ekki farið i skólann, þvf að hún á enga skó. Hún Bilnnist þess óljóst er hún var kernung, að 'jþá fór mamma stundum með hana út í skóginn, en nú er svo langt síðan. Þau móttu til að flytja, og frá því að þau fluttu finst henni sem jjkldur vetrargustur hafi nætt um heimilið þeirra. Frá þeirri stundu hefir hún aldrei verið ánægð, hún hefir alt af verið svöng. Það er ein mjög þýðingarmikil spurning, sem hún brýtur mjög oft heilann um. Allir hljóta að vera svangir? Hún hefir reynt að venja sig á 'það, en ekki tekist. Hún álítur að hún sé enn of lítil 01 þess að geta verið svöng, Mamrna hennar hlýtur að vita alt, sem lítil böra skilja ekki, Ef hún bara þyrði að spyrja jhana, þá skyldi hún segja: „Heyrðu, elsku mamma mín! Hver er það, sem lætur okkur litlu börnin fæðast og vera svöng og köld ? Her er það, elsku mamma mín! Æ, hvað alt er eitthvað leiðin- iegt núna. Hér er ekkert fallegt. Hún horfir til gluggans og sér hvernig sængurdúkurinn blaktir fyrir næðingnum, veggimir eru gráir og ljótir, allir stólarnir og margt annað, sem var svo fal- legt, er horfið. Henni finst eins og hana hafi dreymt einhvem- tíma um falleg herbergi með fall- (^um, skínandi húsgögnum — og nú lokar hún augunum. Hana langar til að dreyma þennan draum aftur. Og gegn um þunn augnalokin verður birtan frá kertisskarinu að geislandi gull- inljóma, sem hún verður svo hrif- in af. En stormuiinn æðtr og alt í einu kemur bitur gustur frá glugganum og hún fær svo slremt hóstakast, að hún tekur andköf — — og augun standa full af tárum. Áður varð hún alt af hrædd ef hún var skilin eftir alein, en nú stendur henni alveg á sama, en hún skilur ekki hvers vegna henni stendur á sama. Nú hefir iiún ekkert fengið að borða síðan 1 gær. En nú er mamma víst í búðinni aö kaupa brauð. Sú hugsun gerir hana glaða. Já, hún ætlar að skera brauðsneiðina sína i örlitLa bita og borða pá hægt og rólega, hún ætlar að leika sér ®ð brauðinu sínu.-------- Mamma icemur inn og pabbi lætur aftur hurðina. En pegar foreldrarnit mæla ekki orð byrjar hún að kvarta og hún segir: „Ég er svo svöng, ég er svo öaköp söng!“ Faðlrinn, sem stendur í dimmu dkoti, byrgir andlitið í höndum sér. Hann er þjakaður af angist og neyð. Litla stúlkan heyrir að hann stynur 'pungan. Móðirin Keynir að ’þurka burtu tár sín og *egir við litlu stúlkuna, að hún «Sgi að vera góð og reyna að sofna. Hún breiðir yfir hana l#ppana og klappar henni á kinn- Það var á annan í jólum. Ég var á leiðinni frá Grenoble til Parísar. Mér hafði verið sagt að í litlum afdal, neðarlega í ölp- unum, væri gamalt og merkilegt klaustur. Ég ákvað að sjá það, — Ofarlega í Gullhlíðinni skifti ég um lest og fór nú inn í æfa- gamlan og fremur sóðlegan vagn. Það var eina farartækið, sem hægt var að komast með upp að klaustrinu um þetta leyti árs. Hann fór ofurhægt yfir og stans- aði næstum við hvern bóndabæ. Sparibúið, glaðlegt fólk kom með skrínur og pakka inn í vagninn. Það sat þar nokkrar minútur og fór síðan út við næsta bóndabæ. Þegar það fór pá kallaði pað alúðlega: au revoir! til peirra, sem eftir sátu. Andspænis mér sat lítill, feit- ur munkur. Hann var í skósíðri, svartri kápu með feikna viðum ermum. Bók með gyltu sniði lá í kjöltu hans. Hann leit ekki eitt augnablik upp frá henni fyr en hann fór út úr lestinni. Ég horfði út um gluggann. Það var sólskin og bjart yfir fjöllunum. Græn og hávaxin bairtrén mynduðu einkennilega mótsetningu við snjóbreiðumar, Tístandi prestir flugu í löngum boga upp frá þeim, pegar lestin fór framhjá. Svo sigu peir aftur niður með hægu vængjablaki og hurfu inn á milli greinanna. Loksins sá ég stóra, gráa bygg- ingu skamt fram undan. Á stafn- inum var stórt, gylt líkneski. — Mér var sagt að petta væri klaustrið og að líkneskið væri af hinum heilaga Franz af Assisi, pví að klaustrið væri helgað honum. Lestin stansaði í pessu. Munk- urfnn leit snöggvast út, og lagði hægt aftur bókina. Síðan stóð haiin álútur upp, purkaði fram- an úr sér svitann með rauðum vasaklút og fór svo pegjandi út úr lestinni. — Ég klifraði niður á eftir honum. — Þegar ég var búinn að skoða klaustrið og sér- staklega gömlu málverkin inni i borðstofu munkanna, pá var mig farið að langa í einhverja hress- ingu. Það var farið að halla að kveldi. Svalur næðingur blés niður dalinn og pað snjóaði. Vagninn átti ekki að fara fyr en um tíu-leytið, svo að einhvers staðar varð ég að láta fyrirber- ast þangað til. Ekki voru önnur hús parna upp frá en klaustrið og Htið gistihús, rétt hjá pví. ina. Litla stúlkan hriðskelfur, en eldurinn brennur i brjósti henn- ar. Hún tekur fast um hálsinn á mömrnu sinni og spyr: „Segöu mér, mamma! Hvers vegna erum við svöng?“ Það var bygt úr bjálkum og tveir bogadregnir gluggar snértt niður að klaustrinu. Ég kvaddi nú ábótann, ungan og skrafhreyfinn mann, sem fylgdi mér til dyra. Svo flýtti ég mér upp að gistihúsinu. Þar kom ég inn í stóra stofu. Það vur lágt undir loft í henni og notalega hlýtt, pví að eldur skíð- logaði á arni. Gólfið var hvít- skúrað. Ot við veggina stóðu sterkleg, gljáandi eikarborð. Fyrir innan veitingaborðið sat aldraður, gráhærður maður og las í dagblaði. Hann kinkaði kolli, annaTS hugar, pegar ég kastaði á hann kveðju. Miðaldra kona sat við borð, sem stóð dá- lítið til hliðar við hann. Hún var fremur lagleg, dálítið frekn- ótt í andliti og með brúnt þyrk- ingslegt hár. Hún glápti út um gluggann á snjóflyksumar, sem fuku fyrir hann. Það var eins og hún væri líka með hugann ann- ars staðar, eins og aldraði mað- urinn. Þegar ég var seztur, pá stóð hún upp og kom til mín. Ég sá að hún gekk á tréfæti. Ég bað hana að færa mér bolla af vel sterku, svörtu kaffi. Þegar hún var komin með hann og hafði sett hann gætilega á borðið, þá spurði hún mig hvaðan ég kæmi og hvert ferðinni væri heitið. Ég sagði pað. — „París," át hún eftir mér, og það var eins og lifnaði yfir fjörlausa andlitinu, „par hefi ég líka verið, pó að langt sé síðan." — Hún var auð- sjáanlega hreykin af pvi að geta sagt mér þetta. „Það hafa hlotið að vera ljótu viðbrigðin fyrir yður að koma hingað í tilbreytingarleysið úr öllum glaumnum, sem par er,“ sagði ég og dreypti á lútsterku kaffinu. Hún brosti og strauk hendinni fum hárið. „Já, það var hræðilegt. Ég hélt að ég ætlaði að ganga af göflun- um af leiðindum. Einkanlega af pví að ég hefi alist upp í París og pekti ekki annað en stór- borgarlífið. Og þér vitið hvað Parísarbúum þykir vænt um borgina sína. Sú framtíð, sém beið mín par var líka glæsileg. Ég átti að verða danzmær — skiljið pér pað sem ég segi? — ég átti ekki að gera annað en danza, danza, og það ekki i neinni af þessum næturkrám á Montmarte eða Montparnasse, nel, í sjálfri Opérunni, hinni miklu Opéru. Ég átti að fá skrautlega höll til þess að búa L Þar hefði ég haft ótal þjóna í kringum mig og borðað dýrind* isrétti og drukkið kampavin á hverjum degi. Og ég hefði ekið um borgina í stórum, fallegum bíl og við stýrið hefði setið svert- ingi í einkennisbúningi með gylta hnappa. Alt petta var að verða ®ð veruleika. Allir elskuðu mig fyrir pað hvað ég danzaði vel. A hverju kvöldi var leiksviðið pak- ið blómum, sem áhorfendumie köstuðu upp til mín. Hún lækkaði róminn eins og hún ætlaði að fara að segja mésr frá miklu leyndarmáli og and- lit hennar, sem varð skyndilega sviplaust, minti mig á múmíu, sem ég hafði séð í British Mu- seum. — „En,“ sagði hún dræmt, „pað er til en, sem kollvarpai? öllum vonum manns og bolla-* leggingum. Eitt kvöld, þegar ég kom heim til min úr leikhúsinuB þá datt ég í stiganum og fót- braut mig. Ég lá lengi. Það hljóp blóðeitrun í meiðslin, svo að það varð að taka af mér fótinn. All* ít peningar mínir fóru til þess að borga læknishjálpina. Þegar ég komst aftur á fætur, pá var eins og enginn af fyrri vinum mínum pekti mig, pví að nú gekk ég á staurfót og danzaði ekki lengur. Loksins skrifaði ég í neyð- minni til hans frænda míns, sem þér sjáið parna fyrir innan borð* ið, og bað hann um að útvega mér einhverja vinnu. Hann kom sjálfur nokkrum dögum seinna, Þér getið gert yður í hugarlund, hvernig mér hafi orðið innan* brjósts, þegar ég sá þennan durgslega mann, í bættum vað* málsfötum, koma vaðandi inn tii mín. — „Þú kemur pá,“ sagði hann hryssingslega. Hann sagði ekki einu sinni ungfrú! Jæja, ég fór með honum og hann hefir Teynst mér betur en allir hinir."1 Hún stanzaði og blés öndinni mæðulega. — „Ég varð að segja einhverjum petta núna á jólun- um,“ bætti hún við, „og þér eruð fyTsti maðurinn, sem kemur hing* að í dag. En nú verð ég víst að fara að hugsa um matinn, því að gamli maðurinn er farinn að gjóta illilega til mín augunum.'* Svo vaggaði hún í burtu og gólfiö glumdi undir tréfætinum. „Sic transit gloria mundi,'* hugsaði ég með sjálfum mér og kveikti mér í cigarettu. Og ég fyltist meðaúmkun með þessarS ógæfusömu konu og gremju yfis vanþakklæti heimsins. Þegar ég fór út úr gistihúsinu um kvöldið, þá kom aldraði mað>» urinn á eftir mér með blað I hendinni. Hann leit í kringum: sig og hvíslaði síðan að mér: „Þetta er vitleysa, sem hún vas að segja yður um Opéruna og danzinn og alt hitt. Þetta er flækingsstelpa, sem ég hefi alið upp af tómum brjóstgæðum, og síðan hefir hún ílengst hjá mér. Henni skriðkaði einu sinni fótur á appelsínuberki hérna á gólfinu og hún fótbrótnaði. Þannig ean tréfóturinn til komirin, Alt hitt er rugl, þvaður, sem hún segir öllum ókunnugum, sem boma hingað.“ — Karlinn rafe hausiim

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.