Alþýðublaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 9
ALÞÝÐÖBLAÐI® „Á okkar dögum hefði maðuT •kki búist við slíku,“ sagði öld- ongur einn, sem hafðí arnarnef pg tottaði svartan vindil, er hann íiafði milli tannanna. „Og 'pó er þetta svo alþýðlegt!“ „Já, svo alþýðlegt og skynsam- iegt!“ Öldungurinn tekur vindilinn út ftr sér, skoðar hann gaumgæfi- lega og blæs af honum öskuna með andvarpi. í þvi sér hann tvo drengi frá Parma; 'þeir eru augsýnilega bræður. Peir standa hlið við hlið. öldungurinn grettir sig, dregur hattinn niður á am- arnefið og baðar út hðndunum. Drengirnir horfa fyrst alvarlega á hann. FæTa sig svo fast hvor að öðrum og draga sig í hlé auðsjáanlega hálfhræddir. Gamli maðurinn beygir sig skyndilega niður og byrjar að gala eins og hani. Drengirnir fara að skelli- hlæja og hoppa á tánum á gang- stéttinni. öldungurinn réttir sig app, lagar hattinn á höfði sínu og fjarlægist riðandi. Hann er nugsýnilega viss um þaö að hafa gert skyldu sina. Svarthærð Genúa-stúlka geng- ur fram hjá. Göngulag hennar minnir á dillandi danz. Við hlið hennar trítlar sjö ára gamall drenghnokki. Hann hefir tréskó á fótum, og hatturinn á höfðinu er alt of stór og slútir þvi yfir augun. Litla skinnið hristír kollinn og reynir að koma hattinum aftur á (Erfðaskrá Gottskálks grimma, hjónaefni þessi væru skyld í for- boðna liðu. Og hann stagaðist svo lengi á þessu með sjálfum sér, að hann áður en staðar- prestur vakti hann til tíða um morguninn var orðinn fullviss um að svo væri, en var þó til frekari fullvissu búinn að heita verndardýrlingi sínum, hinum blessaða Petro postula tveggja punda vaxkerti grænu, ef svo reyndist, og hann var þá orðinn lastráðinn f þvi, að vera við brúðkaupið á Hofi, en f>ó með allri varkárni, svo að hann stæði ekki sjálfur að verkinu. Meðan þau Helga og Arngrím- nr voru gefin saman fyrir kirkju- dyrnum á Hofi, stóð séra Pétur g sáluhliði, allfjarri gestaskaran- um, og þegar kennimaður mælti |>au orð til brúðhjóna, að þau myndu hafa um það hugsaö „að I þessu sambandi megi engi sá falutur vera, er guös lög mega lyrirbjóða, hvorki að frændsemi sté sifskap," glotti séra Pétur. En npr prestur bætti við: „En ef þér faafið þetta fundið eða reflað, svo log heyrt, heldur síðar en áður én þetta réðst, þá segið til svo *em þér vitið fyrir guði sannast Og þér viljið svara á dómsdegi," þá gekk séra Pétur ur sáluhliði fog til bæjar, en það barst eftir Sfconum ómurinn, er Arngrimur hnakkann, en það tekst ekki. HattuTinn sækir jafnt og þétt nið- ur á nefiö. Stúlkan þrífur loks hattinn af kolli hans og veifar honum hlæjandi, um leið og hún raular gleðilag. Drengurinn lítur upp. Andlit hans er eitt breitt bros. Hlæjandi lítur hann fram- an í stúlkuna, hoppar svo upp í loftið til að grípa hattinn — og bæði hverfa. Hár og sterklegur maður með miklar herðar og kraftalega handleggi, berhöfðaður og með leðursvuntu hefir sex ára stúlku- barn ríðandi á háhesti. Hann tal- ar við konu sína, sem hleypur við fót víð hlið hans og leiðir rauðhærban dreng: „Skilur þú það, góða mín, að e! þessu heldur áfram, þá verð- ur ekki auðvelt að kúga okkur.“ Og hann hlær sigrihrósandi um leið og hann lyftir byrði sinni hærra upp í blámann: „Ewiva Parma-a!“ Fólkið hverfur inn i langar göturnar með börnin. Á torginu er ekkert eftir nema nokkur sundurkramin blóm, sælgætisum- búðir, hópur bláklæddra þjóna og uppi yfir þeim gnæfir hug- sjónamaðurinn, sem opnaði mannkyninu leið inn í nýjan heim. En um alla borgina óma gleðióp mannanna, sem eru að skapa sér nýtt lif og nýja menn- ingu. frh. af 4. síðu.) festi sér konuna og gaf henni morgungjöfina: „Helga! Meður þessu "íingurgulli festi ég þig, og þetta silfur gef ég þér, og með méT sjálfum sæmi ég þig, og svo lengi sem við lifum, 9kal ég þig halda með guðs hjálp og misk- un.“ Þegar hjónavigslunni var lokið var séra Pétur búinn að láta söðla hest sinn og kominn á bak. Þar eð officíalis gekk næstur biskupi að vriðingum, getur nærri að Ljóti bónda hafi þótt þáð hin hin mesta prýði, ef hann hefði viljað sitja brúðkaupið, og gengu þeir Ljótur og Arngrímur til hests séra Péturs og báðu hann að syngja pússunarmessuna og sitja veizluna. Séra Pétur keyrðj hestinn og reið úr hlaði, en sagði þó að hvorki væri hann fastandi sem skyldi, né heldur teldi hann það sálubót að leggja hendur að þessu verki. Þeim hnykti við þetta feðgun- um, og nú veittu þeir fyrst hátt- erni officialis meðan á hjóna- vígslunni stóð eftirtekt, og það íór að svifa á þá illur grunur; þeir þektu handbragð heilagrar kirkju og Gottskálks biskups. Svo gengu þeir þungt hugsandi til skála. En séra Pétur reið alt hvað af fcók heim til Hóla, og stóö strút- urinn beinl aftur af höfði hans. I prestabúri á Hólum sátu þeir séra Þorbjörn Jónsspn á Bægisá, ráðsmaður Hólakirkju, og séra Pétur officialis, og hjá þeim tveir gamlir menn, Halldór Kolbeins- son fjármaður á Hólum og Run- ólfur Narfason gustukamaður biskups, báðir ættaðir úr Vestur- dal, og var séra Pétur að taka af ‘þeim vitnisburð. Séra Pétur dýfði stýlnum í blekhornið og skrifaði: „Öllum mönnum þeim, sem þetta bréf sjá eða heyra, senda Halldór Kolbeinsson og Runólfur Narfa- son kveðju guðs og sína kunnugt geTandi, að við höfum í æsku vorri, en nú erum við báðir um áttrætt, þrálega heyrt og vitum fyrir full sannindi . . ." Það stóð ekki í körlunum hvað þeir hefðu heyrt, og hvað þeir hefðu séð til Álfs, föður Ljóts bónda, og Ásu, móður Jóns í Víðinesi, og þeir vottuðu að það væri áreiðanlega satt, að Eyjólf- ur faðir Jóns hefði verið keyptur til þess að ganga að eiga Ásu, sem þá hefði verið þunguö af völdum Álfs, og hefði það barn verið faðir Helgu, svo að þau Arngrímur væru þremenningar að réttu. Séra Pétur var himin- lifandi þegar hann dýfði stýlnum í í síðasta sinni og skrifaði nið- urlag bréfsins: „Og til sanninda hér um settum vér fyrnefndir menn vor innsigli fyrir þetta vitnisburðarbréf, er skrifað var á Hólum í Hjaitadal þriðjudag- inn næstan fyrir octavan Martini, árum eftir guðs burð eitt þúsund fímm hundruð og nítján." Forboðnir liðir, það var ekki um að villast. Séra Pétur var allur á hjólum, þvi þetta var sérstaklega góður fengur, af því að það hlaut að verða varanleg tekjugrein fyrir heilaga kirkju, þar sem engar voru líkur til að Arngrímur og Helga, sem unn- ust hugástum, mundu vilja skilja samvistum. Og hann hljóp eins og fætur toguðu til biskupsstofu til þess að segja Gottskálk bisk- upi tíðindin, og strúturinn stóð beint aftur af höfðinu á honum, er hann hljóp. Gunnar lokusveinn hneigðj herra officialis er hann gekk I stofuna, en séra Pétur féll þegar fram fyrir herra biskup og kysti hönd hans. „Virðulegur herra og andlegur faðir! Sonur Ljóts bónda á Hofj i Goðdölum, sem er nýkominn heim úr utanferð, hefir gengið að eiga Helgu dóttur Jóns landseta yðar herradæmis í Víðinesi, og sá ég sjálfur er þau voru gefin saman fyrir kirkjudyrum á Hofi, Nú eru hér vitnisburðir skel- eggra manna um það, að þau séu þremenningar að skyldléika," sagði officialis og rétti biiskupi vitnisburðinn hróðugur. Biskup tók við honum, en á þvl rah séra Pétur í rogastanz, að biskup lét skjalið síga í skaut sér og starði eins og viðutan fram undan sér. Biskupi hafði brugðið við ey hann heyrði nafn Helgu; það hafði vaknað hjá honum endur- minning nokkurra ára gömul, er, hann var að biskupa börn á hvítasunnudag í Hóladómkirkju. Hann mundi eftir hinu fagra barni, er kraup að fótum hans með andlitið ljómandi af mann- kostum, hreinleika og trú. Það var eins og biskupi hrysi hugur við að eiga að þurfa að trufla gæfu þessarar fögru stúlku, sem hann hafði rétt kinnhestinn^ svo> mjúklega í heilagri biskupan. Séra Pétur var hissa á sinnu- leysi biskups. En biskup var engu siður hissa á sjálfum sér. Var hann Gottskálk — Gottskálk grimmi, sem allra manna bezt hafði varið rétt heilagrar kirkju, orðinn svona deigur stríðsmaður hennar. „Það er ellin,“ hugsaðj biskup. „Nei, ég skal glaður falla fyrir dauðans sigð, en elli skaj ekki buga mig.“ Og biskup reis upp meö leiftrandi augum og hinu gamla, harða fasi sínu, og nú kannaðist séra Pétur við hann. „Haf þökk, sonur!“ sagði bisk- up, „fyrir árvekni þína. Aldrei skal óvinum guðs haldast uppí, að sitja yfir rétti heilagrar kirkju og vorum, meðan mín nýtur við„ Stefn Arngrími þessum að koma fyrir oss tafarlaust." Séra Pétur reis upp og gekk hratt úr biskupsstofu, en Gunnar lokusveinn hallaði dyrum aö staf á eftir honum. Tveim dögum síðar stóð Arn- grímur Ljótsson í biskupsstofu. Biskup sat í sæti sínu og leit á hann hvössum augum. „Þú hefir gengið að eiga konu, sem er þremenningur við þig. Ég hefi vitnisburð skeleggra manna um það,“ sagði biskup. „Yðar náð!“ sagði Arngrimur með festu, „ókunnugt er mér hversu skeleggir þeir menn eru, sem það votta. En hitt veit ég, að aldrei hefi ég heyrt það né vitað.“ „Sonur minn!" anzaði biskup, „þeir menn, sem vottað hafa, eru hér undir vorum handarjaðri, og vitum vér full deili á þeim. Hitt vitum vér ekki, hvort þér er þetta kunnugt, en það skiftir hvergj máli, því aldrei myndi heilög kirkja eða vér koma fram réttj vorum, ef fara skyldi eftir því, hvort þeir, er fótum troða guðs lög, gera það vitandi vits eða ekki. Væri eftir því farið, mynda allir sverja og sárt við leggja um ökunnugleika sinn. Munt þú nú verða að gjalda oss 10 hund- ruð í útlegð þína og skilja síðan samvistum við konuna, og mun- um vér síðan setja þér sáluhjálp- legar skriftir.“ Arngrímur þagði um stund og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.