Alþýðublaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 5
Jólablað Alpýðublaðsins 1929. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — , Vinnustoðviin Eftir Emil Zola. Þegar verkamennimir komu sim morguninn niður í vinnustof- Sina, fundu ’þeir hana hráslaga- tega og kalda og sád 'þar enga sálu. í öðrum enda salsins stóð vélin voldug og tignarleg og teygði álmurnar út í loftið. Nú var alt svo þögult og kyrt, næst- jun hræðilega kyrt, hávaði vél- ianna var horfinn, en áður höfðu þær verið eins og titrandi hjarta, íer knúði ólgandi blóðið út um veTksmiðju-líkamann og setti líf S vinnuna. * Atvinnurekandinn kemur út úr skrifstófunni sinni og talar til verkamannanna þungri röddu ■ „Vinir mínir! Hér verður ekki [unnið í dag, Ég fæ engin tilboð, og þeir, sem höfðu gert mér til- boð um kaup á vörum frá verk- smiðjunni, hafa nú afturkallað þau. Vöru-forðabúr okkar er yfir- fult. Ég hafði vonað að í þessum mánuði myndi vera hægt að rétta reksturinn við, því að þessi tmánuður hefir undanfarin ár reynst mér heilladrýgstur. Það er nauðsynlegt að stöðva fram- leiðsluna." — Og þegar hann sér vonbrigðin í andlitum verka- tnannanna, angistina vegna þess að þurfa að fara heim aftur og hræðsluna við atvinnuleysið og hungrið, sem það boðar, bætir hann við mýkri í máli: „Ég full- vissa ykkur um, að ég hugsa ekki eingöngu um sjálfan mig, að- staða mín er jafn-ill, já, ef til vill langt um verri en ykkar. Siðustu ,viku hefi ég tapað um 50 þús- íundum franka. Ég neyðist til að stöðva vinnuna nú til að varna ©nn gífurlegra tapi, og þó á ég ekki eimi eyri til að standa straum af útgjöldum þeim, er mér ber ■ að greiða um miðjan jmánuðinn. Þið hljótið að sjá, að 'ég tala við ykkur eins og vinur við vin og að ég dyl ykkur einsk- is. Ef til vili koma verðir lag- Bnna hingað í fyrra málið. Þetta )er ekki mín sök, eða finst ykkur það? Ég hefi barist til þrautar. 'Ég vildi 'gjarnan að ég gætj hjálpað ykkur yfir erfiðustu tor- .jífærurnar, en mér er það ókleift. Ég er eyðilagður maður, sem ekkert á til að gefa ykkur, ekki einu sinni brauðbita.“ Hann réttir þeim hendina í kveðjuskyni. Verkamennirnir þrýsta hendi hans þegjandi; þeir ístanda augnablik kyrxir og horfa h virtnutækin með þjáningarfull- tun svip. Á hverjuni degi frá sólarupp- frás höfðu meitlarnir sungið og hamrarnir fallið á glöandi jámin f~ en nú, — nú ,var alt sofnað og rykið var byrjað að hylja tækin. Það eru 20—30 fjölskyldur, sem ekkert fá að borða næstu viku. Nokkrar konur, sem höfðu unn- !ð í verksmiðjunni, ganga út með .ióiin í augunuin. Karlmennimir virðast hafa betri kjark og segja- Maður getur varla dáið úr sulti hér í París. En þegaT atvinnurekandinn yf- írgefur þá og þeir sjá hann hverfa, beygðan af viku áhyggj- um og óhamingju, sem í raun og veru er miklu meiri en hann hafði viljað segja þeim og sem gersamkga hafa rúið hann inn að skyrtunni, þá hverfa þeir hver á fætur öðrum, því að þeim finst aö loftið í vinnustofunni sé mett- að af vonleysi og þunga. Það er eins og vinnustofan sé líkhús. Hin volduga vél táknar dauðann. VeTkamaðurinn stendur á göt- unni atvinnulaus og peningalaus. Hann hefir gengið stað frá stað í 8 daga án þess að fá handtak að gera. Hann hefir flækst frá húsi til húss. Hann hefir boðið vinnu- þrek sitt og viljað vinna verstu verk, já, jafnvel hin hættulegustu, og samt votu allar dyr lokaðar. Svo bauðst hann til að vinna fyrir hálfum launum, og enn hef- ir hann enga vinnu fengið. Já, hann vildi gjarnan vinna fyrir fæði að eins. Það er vinnustöðv- unin. Þessi hræðilega vinnustöðv- un, sem hringir dánarklukkum sínum í hverjum kjallara og hverju hanabjálkalofti. Hræðslan hefir stöðvað alla framleiðslu og peningarnir hverfa. Kreppaf! spennir heljargreipum sínum um alt og alla. Og eftir 8 daga eru öll verkamannaheimili bjargar- laus. Verkamaðurinn hefir gert síðustu tilraun. Nú er teflt um líf eða dauða, og með tómar hend- ur þrammar hann heim, niður- beygður og vonsvikinn. Regnið streymir úr loftinu. Það er orðið dimt, og stórborgin Paris er hræðileg í vondu veðri. Hann stikar eftir götunni, án þess að veita regninu athygli, hugur hans er þungur af áhyggjum. Við og við stöðvast hann, því að hann vill ekki koma of fljótt heim. Hann beygir sig yfir grindumar á Seine-brúnni, og starir hugs- andi niður í kolmórauðan strauminn. Hann beygir sig lengra og lengra yfir grindurnar og starir fastar á viltan straum- inn. Straumurinn ólgandi og ægilegur dregur hann að sér — en svo tautar hann fyrir munnj sér: Það er mannleysa, sem gefst upp að svo komnu — og svo heldur hann áfram — heim. Það hefir stytt upp. Gasljósin glitra í gluggum gullsmiðáverzl- ananna. Ef ég bryti eina rúðuna og gripi djásnin úr gluggakist- unni, þá myndi ég geta keypt brauð og klæði til margra ára, hugsar verkamaðurinn. Ilmur af beztu krásum leggur út um glugga. og dyr veitingahúsatina og bak við hvít gluggatjöldin sér hann vel búið fólk sitjandi við matborðin. Hann hraðar göngu sinni heim til sín — inn í fá- tækrahverfið, fram hjá hinurn mörgu kökugerðarhúsum, veit- ingasölum og kjötverzlunum. All- ít gluggar eru fullir af lokkandi vörum! Konan hans og litla stúlkan grétu báðar er hann yfirgaf þær um morguninn, en hann hug- hreysti þær með þvi, að nú skyldi hann áreiðanlega koma með brauðbita handa þeim i kvöld. Hann þorði ekki að koma heim fyr en myrkt var orðið, því að hann varð að viðurkenna, að nú væri hann að svíkja loforð sitt. Nú brýtur hann heilann um hvað hann eigi að segja við þær báðar til hughreystingar, og hvernig hann eigi að fara að svo að þær verði þolinmóðar, Og hversu lengi þola pær þennan sult? Sjálfur getur hann þolað mikið, en þær eru svo veikbygð- ar, sérstaklega litla slrinnið. Honum dettur í hug að reyna að betla. En þegar einhver prúð- búin kona eða heldri maður ganga hratt fram hjá honum og hann ætlar að rétta fram lófann, þá er eins og hendin stirðni og sitji föst í vasanum og hann fær einhvern óþægilegan kökk í háls- inn. Hann stendur eins og negld- ur við gangstéttina, en fólkið flýtir sér fram hjá honum eða gengur á snið við hann. Hann lítur betlaralega út! Kona verkamannsins gengur fram í dyrnar, sem snúa að göt- unni, en litla stúlkan sefur uppi. Konan er tekin til augnanna og mögur. Hún er eitthvað svo ó- segianlega lítil þar sem hún steudur á tröppunum í slitnum baðmullarkjól, sem næðingurinn smýgur í gegn um, og hún skelf- ur , ? kulda. Augun, dimm og soxgbitin, stara út í myrkrið. Nú er alt tapað. Alt hefir hún farið með til veðmangarans. Átta at- vinnuleysisdagar hafa rúið heim- ilið að smáu sem stóru. í gær seldi hún nokkra ullarlagða, sem hún hafði rifið úr undirsænginni. Þannig tæmist undirsængin smátt og smátt og nú er næstum ekk- ert orðið éftir af henni nema dúkurinn. Dúkinn hefir hún breitt 5 fyrjr gluggann til þess að vama gustjnum inngöngu. Hún er hrædd við berkla. Og litla stúlk- an hefir svo slæman hósta. Kon- an hefjr leitað sér atvinnu, en það veit maðurinn hennar ekk- ert um. Vinnustöðvunin hefir næstum komjð harðara niður á konunum en karlmönnunum. Sem betur fer er maðurinn hennar valmenni, og hann drekk- ur ekki áfenga drykki. Þau myndu hafa komist þolanlega af hefði vinnustöðvunin ekki skollið á. Nú viíl enginn lána henni eyr- isvirði. Hún skuldar bakaranum, grænmetissalanum og fisksalan- um, og hún er hrædd við að láta sjá sig í nánd við búðir þeirra. geinni hluta dagsins hefir hún verið hjá systur sínni. Hún hafði ætlað að biðja hana að lána sér einn franka, en þegar hún sá hvað hún var bláfátæk, hætti hún við að bera fram bónina og brast í grát án þess að mæla. Og svo höfðu þær lengi setið saman þegjandi, og tárin runnu niður kinnar þeirra. En þegar hún yfir- gaf systur sína lofaði hún að koma með brauðsneið til hennar í kvöld ef maðurinn hennar hefði fengið vinnu. En maðurinn hennar kemur ekki enn. Regnið streymir úr loftinu. Vesalings konan gengur inn i skot og hýmir þar. Poll- arnir stækka við fætur hennar og regnið drepur gegnum þunnan kjólinn. Við og við herðir hún upp hugann og hleypur alla leið að götuhorninu til að skima eftir manninum. Og þegar hún snýr við rennur vatnið úr hári hennar og hendur hennar titra, og þó bíður hún. Þeir, sem ganga fram hjá henni gefa henni olnbogaskot og hún færir sig fast upp að há- um og gráum veggnum. Karl- mennirnir glápa á hana og stundum finnur hún andardrátt þeirra við andlit sitt. Þegar hún að síðustu sér manninn sinn koma fyrir hornið á götunni, beygðan og rennvotan, hleypur hún við fót til hans og hvíslar: „Kemurðu með brauð?“ Hann svarar ekki, en beygir höfuð sitt, og svo gengur hún upp á undan honum nábleik og sikjálfandi. Litla stúlkan er vöknuð, og nú liggur hún og starir á kertis- skar, sem logar á borðinu. Eng- inn veitir því ef til vill athygli, að andlit hennar er málað til- kenningu og sorg. Andlit hennar likist andliti fullorðinnar sorgbit- innar konu, og þó er hún að eins 7 ára. Nú sest hún framan á koffortið, sem hún svaf á. Nakt- ir fæturnir hanga niður, kaldir og bláir. Litlu hendurnar fálma eftir skyrturæksninu og hún reynir að draga það saman um hálsinn. Sársaukinn er nú meirj en áður. Það er eins og logandi eldur brenni í brjósti hennar. Hún hugsar og hana dreymir. Hún hefir aldrei átt leikföng.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.