Morgunblaðið - 15.02.1963, Page 6

Morgunblaðið - 15.02.1963, Page 6
6 r MORcnvnr. a ðið Föstudagur 15. febrúar 1963 Fjórir dómar í fjársvikamálum MORGUNBLAÐINU hefur bor izt skýrsla frá sakadómi: Nýlega hafa verið kveðnir upp í sakadómi Reykjavíkur af Þórði Björnssyni sakadómara dómar í eftirtöldum málum: 1. Máli ákaeruvaldsins gegn Sigurði Arnbjörnssyni, Týsgötu 5, hér í borg. Sannað var með játn ingu ákærða að í desember mán uði sl. framdi hann fjársvik í 9 skipti bæði hér í borg og á Akra- nesi. Sveik hann út peninga og önnur verðmæti, sem námu um kr. 8.800,00. Aðferð ákærða var einkum sú að knýja á dyr heima hjá fólki, sem hann þekkti ekki, og látast vera ýmist flugstjóri, flugmaður, skipstjóri eða stýri- maður, og fá það til að lána hon- um fé gegn loforði haixs um end- urgreiðslu sama eða næsta dag, en peningunum eyddi hann síð an í áfengiskaup og bifreiðaakst ur. Einnig falsaði hann í eitt skipti framsal manns á tékka. Ákærði, sem hefir áður hlotið 14 refsidóma fyrir auðgunarbrot, var dæmdur í 20 mánaða fang- elsi fyrir atferli sitt en gæzlu- varðhaldsvist hans síðan 17. des. sl. skal koma til frádráttar refs- ingunni. Jafnframt var honum gert að greiða fébætur til þess fólks, sem hann hafði beitt fjár- svikum svo og greiða kostnað sakarinnar. 2. Máli ákæruvaldsins gegn Jóni Breiðfjörð Bjarnasyni, bif- vélavirkja, hér í borg. Sannað var með tátningu ákærða að á tímabilinu frá janúar til marz sl. ár, falsaði hann nöfn og fjár- hæðir á 6 tékkum og seldi þá siðan og fékk með því móti sam- tals kr. 6.200,00, sem hann eyddi í eigin þágu. Ákærði, sem hefir áður sætt refsidómum fyrir auðg- unarbrot hlaut fangelsi í 6 mán- uði. 3. Máli, sem af ákæruvaldsins hálfu var höfðað á hendur manni Neita auka- kennslu MBL. HEFUR frétt, að Kenn- arafélag Barna- og Gagnfræða- skólans í Vestmannaeyjum hafi ákveðið á fundi sl. þriðjudag að leggja niður alla aukakennslu frá og með 1. marz. í byrjun skólaárs fengust ekki nógu margir kennarar til skól- anna, og bættist því aukakennsla við kennarana. Hver tími í auka- kennslu mun greiddur með 73 kr. Síðan fóru kennarar fram á staðaruppbót ofan á laun sín, en fengu synjun hjá bæjarstjórn. Á- kváðu þeir þá að neita að kenna aukakennslu, eins og fyrr segir. Talið er, að málið leysist með því, að ráðnir verði kennarar að skólunum, og aukakennslan legg ist þá sjálfkrafa niður. einum hér í borg, fyrir fjársvik. Sannað var að á tímabilinu frá desember 1981 til apríl 1962 gaf hann út 20 innstæðulausa tékka, samtals að fjárhæð kr. 32.330,00 og seldi þá flesta í vínveitinga- stöðum borgarinnar. Maður þessi sem hefir ekki áður sætt refsi- dómi fyrir hegningarlagabrot, var dæmdur í fangelsi í 6 mán- uði skilorðsbundið í 3 ár. 4. Máli ákæruvaldsins gegn öðrum manni, hér í borg, sem á tímabilinu frá desember 1961 til janúar 1982 gaf út 13 innstæðu- lausa tékka og greiddi með flest um þeirra verð veitinga í vín- veitingahúsum borgarinnar. Var maður þessi, sem hefir ekki áður sætt refsidómi, dæmdur í fang- elsi í 4 mánuði skilorðsbundið í 3 ár. Ennfremur var ákærður í þrem ur seinasttöldu málunum gert að greiða kaupendum hinna fölsuðu og innstæðulausu tékka fjárha.ð- ir þeirra svo og gert að greiða allan sakakostnað. ' ■ i Aurskriður hggju grísk þorp í eyði Aþena, 9. febr. — NTB — í nðtt féll aurskriða á þorpið Nyr iophyllon undir austurhlíðum Pindonsfjalls í Grakklandi. Skrið an gróf öll hús þorpsins, en íbú- ar þess, 800 menn, voru fluttir til nærliggjandi þorps í byrjun vikunnar, en þá sáust merki þess að skriða myndi falla á þorpið. Nyriophyllon er þriðja þorpið í Grikklandi, sem hefur lagzt í eyði á þennan hátt frá miðjum janúar. Ekkert manntjón hefur orðið í skriðunum, því að íbúar þorpanna höfðu verið fluttir á brott. Hull-togarinn „Stella Procyon H 184“ strandaður í sandinum i Bolungarvík. Óshyrna og Ósbær í baksýn. (Ljósm.: Guðm. Bjarni Jónsson) Borgarstjórn ræðir póstmál Á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag, komu póstmál borg- arinnar nokkuð til umræðu og þá einkum nauðsyn þess, að póstkassar væru í hverju fjöl- býlishúsi til að auðvelda útburð pósts og tryggja betur en nú er, að hann kæmist til réttra við- takenda.. Tilefni þessara umræðna var tillaga, er Ásgeir Höskuldsson (K) flutti um þetta efni. Gísli Halldórsson (S) taldi þetta vera mikið nauðsynjamál, en hins vegar vafamál, hvort borgarstjórn hefði heimild til að gera það skilyrði fyrir veitingu byggingaleyfa, að póstkassi væri í hverju húsi, en tillaga Ásgeirs hafði gert ráð fyrir þvi. Flutti Gísli eftirfarandi tillögu: „Borgarstjórn telur heimild bresta til að gera það að skilyrði fyrir veitingu byggingaleyfa, að séð sé fyrir póstkassa eða bréfa- rifu á fjölbýlishúsum, enda vald til að ákveða slíkt í höndum póst meistara skv. reglugerð nr. 81 1956. Hins vegar felur hún borgar- ráði að athuga, hvort rétt sé að bæta ákvæðum um slíkt í frum- varp að byggingarsamþykkt, er fyrir liggur og þá sérstaklega, hvort ekki sé rétt, að slík skylda ef til kemur, verði látin ná til allra nýbygginga og vísar því til- lögu Ásgeirs Höskuldssonar til borgarráðs.“ Þórir Kr. Þórðarson (S) gerði póstmál borgarinnar almennt að umtalsefni. Taldi hann póstþjón- ustuna yfirleitt góða, þrátt fyrir erfið vinnuskilyrði. Ræðumaður benti m.a. á nauðsyn þess að fleiri og stærri póstkössum yrði fyrir komið víðs vegar um borg- ina, svo að sendendur pósts þyrftu . ekki að boðsenda póst sinn niður á pósthús. Tillaga Gxsla Halldórssonar var síðan samþykkt samhljóða af öllum borgarfulltrúum. Veski stolið • Ekki ánæ^ður með „Spurt og spjallað“ Velvakandi hefir fengið bréf út af útvarpsþættinum „Spurt og spjallað“ og er þar fundið að því að spyrjandinn Sigurður Magnússon grípi of mikið fram í fyrir þeim sem hann ræðir við. Því miður missti Velvak- andi af síðasta þætti, þeim sem vitnað er til í bréfinu, og getur því ekki um málið dæmt. Hins vegar leitaði hann sér upplýs- inga um þetta efni hjá þeim, sem hlustuðu, og eru þeir ekki sammála bréfritara. Við viljum láta þessa gagnrýni bréfritara koma fram. Hins vegar er bréfið ekki það prúðmannlega orðað að það teljist hæft til birtingar. • Vill fá fuglafóður Sólskr ík j us j óðs Kona ein hringdi til Velvak- anda á dögunum og bað að því yrði komið á framfæri, að ekki væri lengur fáanlegt í búðum fuglafóður það sem til skamms tíma hefir fengizt fyrir spör- fugla. Konan kvað þetta malaða fóður hafa verið handhægt í notkun og margir myndu þeir, sem gefa vildu blessuðum fugl- unum. Hún taldi fóður þetta til komið fyrir aðgerðir Sólskríkju sjóðs. Við vonum að þetta berist réttum aðilum. • „Long and lanky“ Velvakanda barst nýlega haustheftið af ritinu „The Ice- landic Canadian“. Þar er skemmtilegt viðtal við fegurð- ardrottninguna Maríu Guð- mundsdóttur, sem nú vekur at- hygli svo víða um heim. Við- talið er eftir Rhunu Emery. Þar segir að María hafi verið hæst kepþenda ásamt ungfrú Noregi. Síðan er María látin segja í við- talinu: „Ég var vön að gráta mig í svefn af þvi ég var svo löng og rengluleg“, játaði hinn fagri full trúi frá landi „íss og elds“. Við tökum þetta hér upp til gamans og eins ef það gseti orðið einhverri ungri stúlku, SÍÐDEGIS á þriðjudag var stx>l ið veski með rúmlega 5000 kr. í Kjörgarði. Lá veskið á eldthús borðinu í kaffistofunni á þriðju hæð. Konan, sem veskið átti var að vinna þar við kaffiveitingar og brá sér frá í síma á tí.manum milli kl. 4 og 6 og telur að pen- ingarnir hafi horfið á meðan. Var þetta svart seðlaveski með rúm lega 5000 kr. í seðlum af ýmsum stærðum .Þeir sem kynnu að hafa orðið varir við börn eða fullorðna sem grunur gæti legið á að hefðu tekið þetta, eru þeir beðnir um að tilkynna >að rannsóknarlög- regilunni. sem er „löng og renglu- leg“, til nokkurrar huggunar. • Hjálpaðu okkur! Meðal bréfa sem mér baio. 1 hendur fyrir nokkrum dögum, er bréf frá krökkum, sem bera Morgunblaðið til kaupenda 1 einu úthverfanna. Þau biðja Vel vakanda, að koma til liðs við sig, og við vitum um fleiri krakka, segja þau, sem sömu eða svipaða sögu hafa að segja, en hún er í stuttu máli þessi: Þegar við framvísum reikn- ingum, segir fólkið okkur að koma á morgun. Þegar við svo komum á morgun, þá# er okkur sagt, að koma aftur á morgun. Svona gengur þetta, koll af kolli, og stundum er krökkun- um sagt að fara niður í bæ og rukka blaðið hjá heimilisföðurn um, sem vinnur þar. Allt veld- ur þetta okkur sárum vonbrigð- um og við, sem héldum að full- orðna fólkið segði ekki annað, en það sem satt væri og rétt, segja krakkarnir. — Ja, við yrðum látin sitja eftir í skólan- um eða þaðan af verra, ef við segðum kennaranum, að við myndum vilja koma upp að töflu á morgun. Allt þetta rukk- unarumstang, sem til allrar ham ingju er aðeins í kringum fáa, tefur okkur frá námi, sem svo hlýtur að verða til þess, að við getum ekki unnið okkur ina dálitla vasaaura með náminu. Velvakandi! Við biðjum þig að hvetja fólk til þess að hjálpa okkur í okkar starfi, eins og þú hvetur svo oft til þess að öðrum sé hjálpað, og við Vitum að það mu.i hafa góð áhrif. Tveir blaðakrakkar Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.