Morgunblaðið - 15.02.1963, Page 20

Morgunblaðið - 15.02.1963, Page 20
20 MORCVHBLAÐIÐ Föstudagur 15. fafcrúar 1963 PATRICIA WENTWORTH: MAUD LVER KEMUR í HEIMSÓKN aldjei og getur ekki gert. Ég hef þekkt Cyril alla mína ævi, og hann gæti ekki drepið flugu, auk heldur rotað mann með skör ungi. Ef þér segðuð mér, é hann hefði stolið peningum eða slatta af frímerkjum, gæti ég trúað því, en morð eða að fara inn í stofu, þar sem myrtur mað ur er fyrir — ja, það er bein- línis óhugsanlegt og hann hefði aldrei getað gert það. í>au voru nú komin að út jaðrinum á vellinum. Ungfrú Silver þurfti ekki annað en ganga rétt yfir veginn til þess að sjá Ijósbjarmann í stofuglugg anum hjá frú Voycey. Hún stanz aði við endann á stígnum. Alan Grover sleppti handlegg hennar. Eftir að hafa hugsað sig um, andartak, sagði hún: — Þetta er mjög eftirtektarvert, sem þér hafið sagt mér, hr. Grover. Það er mikið til í því og ég skal athuga það mjög gaum g^filega. Góða nótt. XXXIV. Góðri stund síðar en þetta gerðist, var Randal March á leiðinni heim til sín. Hann var feginn, að dagsverki hans var lokið, og sérstaklega feginn að vera laus við Drake fulltrúa. Viðbrögð Drakes við sporin eftir kvenfótinn höfðu farið alveg sérstaklega í taugar hans. Hann vildi halda því fram, að þessi spor hefðu getað verið stigin eiginlega hvenær sem var, og þegar March benti honum á, að það hefði rignt mikið seinni partinn á miðvikudag, og að þau hlyti að hafa verið stigin eftir það, þá varð hann enn móðgað- ur. Vitanlega er ekkert hvim- leiðara fyrir lögreglumann en það, ef einhverri velgrundaðri kenningu hans er splundrað, eða þeir sjá hana riða til falls, án þess að geta veitt henni stuðn- ing. Drake hafði gert sig full- komlega ánægðan með að hafa tvo grunaða, þau Riettu Cray og Cyril Mayhew. Þetta var fyrsta morðmál hans, sem nokkuð kvað að, og hann sá forfrömun sína framundan. Þjóðfélagsstaða hinna gri \ iðu orkaði þægilega & stéttvísi hans. Þegar hr. Hold- erness kom fram með Cyril, sem hugsanlegan grunaðan, var hon- um ekkert vel við það — og eng- inn hefði heldur getað við því búizt — en þó tók hann þessu sem óvilhallur fulltrúi réttvís- innar, sem ekki ætti annað á- hugamál en það að komast að sannleikanum. En þá komu þessi kvenmanns- spor eins og fjandinn úr sauðar- leggnum. Það var alveg nægi- legt til þess að koma manni í vont skap, það því fremur sem hann vissi — og lögreglustjórinn líka — að hann hefði sjálfur átt að finna þau. Þetta hefði nú ekki verið svo slæmt, ef hægt hefði verið að sanna þau upp á ungfrú Cray, en þau voru bara alls ekki hennar fótspor, og ekki hægt að sanna, að þau væru það, og það þurfti ekki einu sinni 40 lögreglustjórinn að benda hon- um á. Hann lét þess getið með nokkurri gremju, að ef hann mætti velja milli máls, án allra kennimerkja og annars, þar sem allt var krökkt af þeim, þá myndi hann kjósa hin fyrr- nefndu, og þakka fyrir. Og þetta var annars fyrsta atriðið í þeirra viðkynningu, þar sem lögreglu- stjórinn var alveg á sama máli. Jæja, þessu var nú lokið í bili. Fótsporin höfðu verið ljósmynd- uð með blossaljósi, gipsi hafði verið hellt í þau. til að fá af- steypur og ábreiða breidd yfir þau, til að verja þau veðri. Randal March var á heimleið. Hann var kominn hai.dan við Melling og tók hægt eftir dimmum og þröngum stíg. Þarna var limgerði til beggja handa, fremur úfið og illa hirt. Þarna var enginn á ferð, ekkert bíl- Ijós sást neinsstaðar, og ekki einu sinni ljós á reiðhjólslukt, og enginn fótgangandi maður forðaði sér út í limgerðið. Hann kunni vel við þetta þögla myrk- ur. Hann var þreyttari líkam- lega en hann minntist að hafa Nú er rétti tíminnia9 panta ara reynsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON «CO HF verið, árum saman, og andlega var hann dauðþreyttur. Hugur hans hafði stikað áfram. brotizt áfram og spyrnt við fótjum, sitt á hvað í tvo daga. Janfvel þegar hann reyndi að koma skipulagi á hugsanir sínar og halda jafn- væginu milli sóknar og varnar og framkvæma verk sitt með ó- hlutdrægni, gat hann aldrei ver- ið viss um, að vogarskálarnar hölluðust ekki. Hann ók áfram eftir björtu röndinni frá ljósunum og óskaði þess af öllu i.jarta, að hann gæti séð veginn í þessu vanda- máli eins vel og hann gat nú séð veginn framundan sér. Þegar hann var kominn svo sem hálfa mílu út fyrir Melling, varð hann var við einhverja kvenveru í Ijósgeislanum fram undan. Svo sem andartaki áður en bíllinn beygði við, stóð hún eins og blinduð af ljósunum, ber- höfðuð og með starandi augu og óeðlilega föl í andliti. Honum varð talsvert hverft við þetta — það var líkast því sem að sjá drukknað andlit. Hann ók bílnum fyrir beygj- una. en fór þá út og sneri til baka gangandi. Konan var á hreyfingu, því að hann heyrði stein losna undan fótum hennar. Hann fann til einhvers léttis, án þess þó að gera sér grein fyrir neinni ástæðu. Hann hefði ekki játað á sig neinn meðvitaðan ótta, en hann varð stórfeginn er hann heyrði þetta glamur í stein inum. Hann sagði: — Rieta! Hvað ert þú að gera hér? Og hann sá hana nálgast eins og skugga. Hún svaraði: — Ég hef verið hér á rangli. Ég þoldi ekki við inni. — Þú ættir ekki að fara hing- að í dimmu. Staðurinn hefur ekki sem bezt órð á sér. En hún svaraði I örvæntingu sinni: — Enginn gæti gert mér neitt. Til þess er ég of ógæfu- söm. — Er nokkur vörn í því? •— Já. Þá nær enginn til manns — maður er svo gjörsam- lega einmana. — Talaðu ekki svona, Rietta. Hún svaraði: — Ég ætla að fara heim aftur. Hún gekk eitt skref frá hon- um, og þá gerðist eitthvað. Hann var maður hófsamur í öllum skilningi orðsins. En hann hafði aldrei verið settur svona mjög út úr jafnvægi. Hann gat ekki látið hana fara svona. Ósjálfrátt reyndi hann að halda henni kyrri. Hendur hans snertu grófa frakkann, sem hún var í og hann fann, að hann hélt henni fastri. — Rietta! — Æ. slepptu mér! — Við ætlum að kvarta undan kossekta varalitnum, sem þér selduð fröken Jónu í gær. — Ég get það ekki. Ég elska þig. Það.veiztu, er það ekki? — Nei, nei! — Hvaða þýðingu hefur það að vera að ljúga. Okkur væri eins gott að segja sannleikann, þó ekki væri nema í þetta eina skipti. Víst veiztu, að ég elska þig! — Nei.... — Hættu að ljúga, Rietta. Ef við getum ekki neitt annað fyrir hvort annað gert, getum við að minnsta kosti sagt satt. Ef þú vissir það ekki, hversvegna varstu þá að ásaka mig með augunum í dag. í hvert sinn sem ég lagði spurningu fyrir þig. á- sakaðirðu mig — og í hvert skipti sem ég sat afskiptalaus og lét þennan leiðindapésa, hann Drake, spyrja þig spjörunum úr, þá ásakaðirðu mig. Ef þú hefur ekki vitað, að ég elskaði þig, þá var það að minnsta kosti óþarfi. Þú vissir það vel. — Já....ég vissi það. Gerir það nokkuð til eða frá Það er rétt eins og að vita um eitthvað, sem er löngu dautt — það er horfið! Hendur hans gripu hana föstu taki og hún fann, hve sterkar þær voru. — Hvað ertu að tala um? Heldurðu. að ég sleppti þér og léti þig fara? Hún svaraði með grátstaf í kverkunum: — Ég er þegar far- in. Hann fann með óróa, að sama tilfinningin greip hann, eins og áðan þegar bílljósin skinu á hana. Röddin var hörkuleg, er hann sagði: — Talaðu ekki svona....þú mátt það ekki. Ég er að biðja þig að giftast mér. — Ertu það, Randal? Og eig- um við að auglýsa það í blöðun- um? Heldurðu ekki, að það yrðu skemmtilegar fyrirsagnir: „Lög- reglustjórinn giftist aðal-sak- borningnum í Lessiter-morðmál- inu! Nei. líklega væri ekki hægt að komast þannig að orði fyrr en búið væri að taka mig fasta. Það væri óvirðing við réttinn, eða hvað það nú heitir, er það ekki? Og ef ég á annað borð væri tekin föst væri ég ákærð. Hversvegna þurfti þetta að koma fyrir okkur, Randal? Við, sem hefðum getað verið svo ham ingjusöm! Sorgin yfirþyrmdi hana. Hún vissi ekki, að þetta mundi verða. Henni gramdist það svo mjög, er hún hugsaði til þess, sem hefði getað orðið. Hún átti ekki leng- ur stolt til og enga- sjálfssjórn heldur. Hún hafði ekki einu sinni sinnu á því að vera fegin. að þarna skyldi vera dimmt. Tárin runnu og það hefðu þau eins gert þó að bjart hefði verið. KALLI KÚREKI Teiknari: Fred Harman , 2,rrru beavez has followep I /ZED'S WAHPEBW& TTZACKS AUP . FOUND H/M NEARIX' PEAD FKOM ' SUNAND THIFST--' ■ Baelynext : ekxmns--- HOW'P YOU ME vmo. I-UM F0* AMD COYCHí I THEY LEAP-UM ME TO WATEE- f (, PLEMTY ðUAIL AN' EABBIT HERE, ] T00 f WE MO SO HUN&RY/ V THAT klLLEfc SURE TURMEP TH'TABLES OH ME! 1F YOU ■ -< HADN’T USED YOUR HEAD, I WOULPN’T, T£ ALIVE MOWf [ YOU OkAY, MOW/ MAkE-UM FIRE, HUH? ME SONNA HUNT-UM «UAIL / Litli Bjór hefur rakið spor Kalla og fann hann nær dauða en lífi vegna •ólarhitans og þorsta. — Það er ekki nema spölkorn eftir. Haltu þér á hestinum. Snemma næsta morgu” — Hvernig fannstu vatnsbólið? — Ég athugaði refina og sléttuúll- ana. Hérna er líka nóg af fuglum og kanínum, svo við þurfum ekki að verða svangir. — Þessi morðingi lék sannarlega á mig. Ef þú hefðir ekki verið væri ég ekki í tölu lifanda núna. — Það er allt í lagi með þig núna. Gerðu bál, ég ætla að ná í fugl eða hænu. aitltvarpiö Föstudagur 15. febrúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við sem heima sitj um“. 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla f esper- anto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan"; Guðmundur M. Þorláksson talar um Hallgrím Pétursson. 18.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Dagskrá Framtíðarinnar, mál fundafélags menntaskólanem enda í Reykjavík: Viðtal við Lárus Sigurjónsson skáld. elzta núlifandi formann fél- agsins, ávarp núverandi for- manns, Svarvars Gestssonar. upplestur, kafli úr Herranótt, þáttur frá málfundi, söngur o. fl. 21.05 í ljóði: Ástir, — þáttur í um sjá Baldurs Pálmasonar. Les- arar: Bryndís Pétursdóttir og Þorsteinn Ö. Stephensen. 21.30 Útvarpssagan: „íslenzkur að- all" eftir Þórberg Þórðarson, VI. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. ; 22.10 Passíusálmar (5). 22.20 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Kans- son). 22.50 Á siðkvöldi: Létt-klassísk tón list. Ungverskir listamenn syngja og leika þjóðlög og önnur slík írá heimalandi Laugardagur 16. febrúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. 16U0 Danskennsla. 17.00 Fréttir. — Æskulýðstónleikar, kynntir af dr. Hallgrími Helgasyni. 18.00 Útvarpssaga barnanna; II, (Helgi Hjörvar). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Reikað um Rómaborg: Ingi- björg Þorbergs bregður upp skyndimyndum frá síðast- liðnu sumri í tali og tónum. 20.40 Leikrit: „Einkennilegur mað- ur“, farsi handa útvarpi eft- ir Odd Björnsson, með elek- tronískri tónlist eftir Magn- ús Bl. Jóhannsson. — Leik- stjóri: Baldvin Halldórsson, Leikendur: Emelía Jónasdótt- ir, Guðbjörg Þorbjarnardótt- ir, Erlingur Gíslasson, Þor- steinn Ö. Stephensen o. ÍL 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passiusálmar (6). 22.20 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.