Morgunblaðið - 16.02.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.1963, Blaðsíða 14
14 nr «»cnvBt 4 ÐiÐ Laugardagur 1C. fébriíar 196S BOSCH © Loftnetsstangir fyrirliggjandi í 5 stærðum. Lengd 1,5—2,5 m. r f L. I V ! I. | j Bræ5urnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Reykjavík áími: 11467. i Móðir okkar og tengdamóðir KRISTÍN GKÓA GUÐMUNDSDÓTTJr* frá Stóru-Hvalsá, andaðist að heimili dóttur sinnar Þórólfsgötu 3, nafnar- firði, föstudaginn 15. febrúar. Börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær dóttir okkar R U T H lézt 14. þ. m. eftir langa sjúkralegu. Sigurbjörg og Adam Hoffritz, SelfossL Móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEINUNN GÍSLADÓTTIR Nóatúni 26, andaðist í Borgarspítaianum 15. þ.m. — Jarðarförin aug- lýst síðar. Börn, tengdaböm og bamaböm. Jarðarför systur minnar GUÐRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR fyrrum kennara Mýrarholti v/Bakkastíg, fer fram frá Dómkirkjunrú mánudaginn 18. febr. kl. 1,80. Evlalía Ólafsdóttir. Jarðarför JAKOBS GUÐMUNDSSONAR Húsafelli, fer fram mánudaginn 18. febr. kl. 2 e.h. Jarðarförin fer fram að Húsafelli. Þeir, sem vilja heiðra minningu hans vinsamlega styrki kapelluna að Húsafelli. Aðstandendur. Leifur Sveinsson, lögfræðingnr: Hvernig verður bætt úr húsnæðisskortinum? Samkvaemt útreikningi hag- fræðings Reykjavikurborgar, er byggingarþörfin í Reykjavík 660 íbúðir á ári fyrir tímabilið 1960—70. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur hins vegar upp- iýst, að aðeins 598 ibúðir hafi verið fullgerðar hér í borg árið 1961. Af þessum tölum er því aug- ljóst, að mikið vantar enn á, að unnt sé að fullnægja eftirspurn eftir húsnæði í Reykjavík, ef áframhald verður á slíkri þróun. I ýmsum dagblaðanna hafa hús- næðismálin verið rædd allmikið að undanförnu, án þess þó, að þar væri gerð nein tilraun til þess að kryfja til mergjar þær orsakir, sem til þess liggja, að eigi er byggt nóg af íbúðarhús- næði í Reykjavík. Mun ég því leitast við í grein þessari að skýra orsakir þessar, en benda síðan á leið til úrbóta. I. Allir virðast geta verið sam- mála um það, að æskilegast sé, að sem flestir borgarar komi sér upp húsnæði sjálfir, eigi það og reki. Hinum, sem ekki hafa fjá- hagslegt bolmagn til þess að koma sér upp húsnæði sjálfir, -'erður að útvega leiguhúsnæði. En þá vaknar spurningin, hverjir eiga að reisa slíkar leiguíbúðir, einstaklingarnir eða bæjarfélag- ið? í Alþýðublðinu 19. des. sl. er skýrt frá tillögu borgarfull- trúa Alþýðuflokksins um bygg- ingu 150. leiguíbúða á vegum Reykjavíkurborgar 1963. Reykja víkurborg átti í árslok 1961 ca. 400 íbúðir í 130 fasteignum, árs- leiga af þeim árið 1961 nam kr. 1.255.517,62, viðhaldskostn. þeirra varð kx. 2.487.397,89 árið 1961. Lærdómsríkt er einnig í þessu sambandi að skyggnaSt nokkur ár aftur í tímann og athuga í- búðarbyggingar Reykjavikurborg ar. Fyrir ca 15 árum reisti Reykja- víkurbær fjölbýlishús við Löngu- hlíð 21—25 og seldi síðan íbúð- irnar þeim umsækjendum, sem kilyrði bæjarins uppfylltu. Næstu ár á undan hafði íbúðar- verð verið viðráðanlegt og marg- ir efnaminni borgarar getað eignazt húsnæði vegna hins til- tölulega lága verðs, sem þá var á íbúðum. Verð Lönguhlíðarhúsanna varð aftur á móti svo hátt, að í kjöl- far sölu þeirra hækkaði all.t I- búðarverð í Rvík um 25—-30%. í byrjun stríðsins hafði svipað átt sér stað við sölu bæjarhús- anna að Hringbraut 37—47. Af framansögðu virðist auð- sætt, að mjög óráðlegt sé fyrir bæjarfélög að fást við byggingu íbúðarhúsnæðis, hvort heldur til sölu eða leigu, heldur sé miklu réttara að styðja einstaklingana til þess að byggja leiguíbúðir. En nú kann einhver að spyrja: Hvers vegna hafa einstaklingarn- ir eigi reist nægjanlega margar leiguíbúðir til þess að fullnægja eftirspurn eftir leiguhúsnæði hér í Rvík? Í>ví er til að svara, að á undanförnum áratugum hafa rík isvaldið og borgaryfirvöld eigi séð húsbyggjendum fyrir þeim lágmarksskilyrðum, sem nauð- synleg eru til þess, að leiguíbúð- ir verði yfirleitt reistar. Skilyrði þessi eru: 1. Fullkomið skipulag þeirra borgarhluta, sem endur- byggja þarf. 2. Nægilegt framboð aif bygg- ingarheefum lóðum í nýjum hverfum. 3. Algerlega frjáls innflutning ur bygigingarvara. 4. Fullnægjandi fasteignalána- kerfi. 5. Frjáls húsaleigumarkaður. 6. Trygging fyrir lægstu brunabótaiðgjöldum. II. Telja verður það höfuðnauð- syn að gera það að eftirsóttum at vinnuvegi að byggja og leigja út húsnæði til íbúðar. Einkafram takið er hæfast til þess að leysa þann vanda, en til þess að svo megi verða, þarf að uppfylla þau lágmarksskilyrði, sem nefnd eru í I. hér að framan. Þessar tel ég helztu leiðir til að ná því marki: A) Hraða heildarskipulagn- ingu Rvíkurborgar, þannig að eigi þurfi að dragast uppbygging eldri borgarhluta af þeim sökum. B) Bætt verði vinnubrögð við lóðaúthlutanir og tekinn upp sá háttur, er Aukureyrarbær hefur komið á, að auglýsa í blöðum allar láðir, sem tilbúnar eru til úthlutunar, og óska eftir umsókn um fyrir ákveðinn tíma. Nauð- synlegt er einnig, að umsækj- endum gefist kos'tur á að kynna sér jarðvegskort og skipulaig ailt af svæði því, sem úthluta á, og lóðarhöfum sé síðan gefinn næg- ur tími til að skipuleggja fram- kvæmdir sínar, áður en bygging- ar hefjast. C) Nauðsynlegt er að gefa inn- flutning byggingarvara alger- lega frjálsan. Það mætti lækka byggingarkostnaðinn ótrúlega mikið, ef unnt væri að halda jafn- an á boðstólum það bezta og ó- dýrasta byggingarefni, sem völ er á á heimsmarkaðnum hverju sinni. Mikill hluti innflutnings- ins hefur verið gefinn frjáls á undanförnum árum, en þar virð- ist hafa verið byrjað á öfugum enda. Fyrst er alls kyns miður nauðsynlegur varningur gefinn frjáls, en þær vörur, sem hvað mest er um vert, látnar mæta af- gangi, þ.e. byggingarvörurnar. Einkabifreiðin ryðgar á 4—5 ár- um, en íbúðarhúsið, sem hús- byggjandinn er neyddur til að byggja með ónýtum vatnsleiðsl- um, á að standa í 100 ár. — f innflutningsmálunum hafa auð- sjáanlega ráðið mestu tolltekju- sjónarmið ríkissjóðs, en eigi hagsmunir hins almenna hús- byggjanda. Því hefur verið haldið fram, að ekki mætti segja upp sarnn- ingum við A-Evrópuþjóðirnar um innflutning byggingarefnis, því þá væri öll útgerð lands- manna í voða. utgerðarmenn flytja inn skip og útgerðarvörur fyrir nokkur húndruð milljónir á ári. Öll fiskiskip og megnið af út- gerðarvörunum mætti kaupa frá A-Evrópu, en eigi er vitað, að út- gerðarmenn hafi keypt neitt slíkt á sl. ári frá þessum löndum. Þeir ætla bara öðrum að hirða austanruslið, en halda sér sjálfir við V-Evrópuviðskiptin. Fyrr- greind röksemd um nauðsyn A- viðskiptanna verður þvi eigi tek- in hátíðlega, og dregst vonandi eigi lengur en til vors að gera alvöru úr því mikla nauðsynja- máli, að gefa alfrjálsan innflutn- ing byggingarefnis. D) Við siðustu úthlutun á í- búðum í Byggingarfélagi Verka- manna í Rvík var áætlað kostn- aðarverð á 84 fermetra, 3ja her- bergja íbúð kr. 420.000,00. — Lán var á 1. veðrétti kr. 220.000,00 til 42 ára, en ef íbúðareigandinn var jafnframt meðlimur í Lífeyris- sjóði Togarasjómanna, gat hann með vissum skilyrðum fengið kr. 60.000,00 út á 2. veðrétt, þannig að heildarlánsupphæðin nam % hlutum byggingarkostnaðarins. Því miður eru þetta einu aðilarn- ir, sem svo góð kjör geta boðið, og njóta þeirra mjög fámennur hópur húsbyggjenda. En slík lánskjör ættu að standa til boða hverjum þeim, sem reisa viidi sjálfum sér íbúð, eða byggja til að leigja út. í þessu sambandi má benda & lö'g nr. 51 frá 1932, um 2. veðrétt- ar fasteignalánafélög. Nefnast slik félög Hypotekforeninger á Norðurlöndum og hafa gegnt þar mjög þýðingarmiklu hlutverkL Nauðsyniegt er, að athugun fari fram á því sem allra fyrst, hvort eigi sé tím.abært að stofna slík fé- lög hér á landi, eða ef hentugra þykir, Hypotekbanka. Hugsan- legt væri að afla stofnfjár til slíkra félaga erlendis, og yrðu þá lánin að vera með gengislækk- unarfyrirvara. Yrðu slík lán al- menn, gætu þau orðið til þess að draga úr verðbólguhættunni, menn myndu sameinast um að viðhalda gengi krónunnar, og firra sig þar með skaða af geng- isiækkunum. Slíkt mætti þó aldr. ei verða til þess að freistast yrði til að skrá gengið rangt, eins og tíðkaðist hér fram á síðustu ár. Ennfremur þarf að taka fast- eiignalánamálin til heildarenduií* skoðunar með það höfuðsjónar- mið, að lána % af byggingar- kostnaði út á íburðarlausar í- búðir af hóflegri stærð, og koma upp kauphöll fyrir verðbréfa- markað, svo sem Seðlabankinn mun hafa í undirbúningi. E) f gildi eru enn lög um há- mark húsaleigu, nr. 30 frá 1952. Þar er í engu tilfelli leyfð svo há leiga að nægi fyrir viðhaldí, gjöldum og fyrningu, sbr. rekst- ur íbúða Rvíkurborgar, sem getiS er hér að framan. Húseigendafélag Rvikur hefur bæði leitað til Félagsmálaráð- herra og Félagsmálanefndar Efri-Deildar Alþingis um afnám þessara úreltu laga. Vitað er einnig, að margir op- inberir starfsmenn, svo sem prest ar, læknar og sýslumenn, búa í húsnæði hins opinbera fyrir þessa leigu, og er ólíklegt að við hina nýju kjarasamninga við op- inbera starfsmenn verði það lát- ið viðgangast, að tveim mönnurh í sama launaflokki sé mismunað svo herfilega, að annar búi í svo til frirri leigu, en hinn verði að útvega sér húsnæði sjálfur. F) Sú sjálfsagða regla var lengi vel tíðkuð hjá Rvíkurborg, að bjóða út bfunatryggingar húsa í Rvík. Fyrir nokkrum áruxn þótti, af einhverjum ástæðum, hagkvæmara um skeið, að bær- inn tæki þessar tryggingar að sér til reynslu. Iðgjöld hafa þó verið með ríf- legasta móti, því nú mun vera á þriðja tug milljóna í Húsatrygg. ingarsjóði Reykjavíkur. Virðist nú vera kominn tími til þess að bjóða tryggingar þessar út að nýju. Komi hins vegar í ljós að loknu slíku útboði, að Hústrygg- ingar Reykjavíkur hafi orðið lægstbjóðendur, er ekikert við því að segja, að þeim sé haldið áfram. Með því að koma þannig á móts við húsbyggjendur, sem lýst er í A—F-liðum hér að framan, ætti að vera auðvelt með hinni öru þróun í byggingartæknL að fullnægja algerlega eftirspurn- inni eftir íbúðarhúsnæði í Rvilc á næstu árum. , Reyikjavík, 1. febrúar 1963. f Leifui Sveinsson. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.