Morgunblaðið - 16.02.1963, Side 24

Morgunblaðið - 16.02.1963, Side 24
I JT/7A/17A/Æ, frá JfekJu 14 / «7 Lm Austurstræti Sími 11687 Vandláti’r velja 39. tbl. — Laugardagur 16. febrúar 1963 Oráttarvél hvolfdi yfir bóndann Slapp með biingubeinsbrot Akranesi, 15. febrúar. I fyrradag varð Steinþór Ingj- marsson, bóndi að Miðhúsum í Akraneshreppi, undir dráttarvél, sem hvolfdi yfir hann. Fyrir ein- skæra mildj slapp Steinþór lif- andi frá þessu, en bringubeinið brotnaði. Nánari atvik voru þau, að Stein þór var að aka dráttarvélinni og var jeppakerra aftan í, full af rusli, sem hann ætlaði að fleygja niður fyrir 3 metra háan bakka. >ar bakkaði Steinþór vélinni, en fúllmikið, vegna þess að hjólin runnu til í hálku, svo kerran fór fram af bakkanum og kippti dráttarvélinni á eftir niður. Hvolfdist hún yfir Steinþór, en svö heppilega vildi til, að undir var sandur, þótt víða sé þarna hnullungsgrjót. Steinþór, sem er knár maður og röskur, gat komizt undan dráttarvélinni af sjálfsdáðun. Sv.o hafði og kona hans komið skjótt á vettvang. Steinþóri var ekið í sjúkrahús til rannsóknar og síðan heim til sín. Guðmundur bóndi að Innra- Hólmi dró vélina upp í gærmorg- un. — Oddur. Harður árekstur á Akureyri AKUREYRI, 15. febr. — Mjög harður bifreiðaárekstur varð í eitt í nótt. Rákust þá saman tveir eitt í nótt. Rákúst þá saman tveir sex manna fólksbílar á mótum Lönguhlíðar og Hörgárbrautar, en sú síðarnefnda er aðalbraut. Annar bíllinn sveigði inn á Hörgárbraut í veg fyrir hinn og varð árekstri ekki afstýrt. — Meiðsli urðu ekki á mönnum en bílarnir skemmdust báðir mjög mikið. — Fréttaritari. Skrímslíð sást ekki aftur FRÉTTARITARI Mbl. á Vopnafirði skýrði blaðinu svo frá í gær að skepna sú hin ókennilega, sem þeir bræður Sigurjón og Ágúst Jónssynir sáu 13. febrúar, og Mbl. greindi frá í gær, hefði ekki birtzt sjónum manna aftur og væru menn enn að velta fyrir sér hvaða furðu- fiskur þar hafi verið á ferð. Telja þeir bræður að um brandháf geti ekki hafa ver- ið að ræða, en sú skýring datt fiskifræðingum í hug. — Eftir er þá að vita hvert skrímsl það er, kömbum prýtt. sem heimsótti Austfirði á miðvikudaginn. Mánafoss, hið nýja skip Eimskipafélags íslands, kemur tii landsins í dag. Er skipið væntanlegt til Akureyrar, þar sem það hefur fyrst viðkomu, um kl. 11 f. h. Þaðan heldur skipið til Dalvík- ur, Siglufjarðar, Norðfjarðar, Reyðarf jarðar, Vestmannaeyja, Hafnarf jarðar og kemur til Reykjavíkur um miðja næstu viku. Skipið verður sem kunnugt er mjög mikið í innanlandssigl- ingum. — Myndin var tekin af Mánafossi við bryggju í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum dögum og má gjörla sjá hver vandræði stafa af íshröngli á Norðurlöndum um þessar mundir. \ Datt og lamaðist á báðum fótum Akureyri í gærkvöldi. HULL.TOGARINN St. Alcuen kom liingað kl. hálf tíu í kvöld með slasaðan háseta. Hreppti skipið illt veður og þungan sjó í grennd við Grímsey. Varð hásetanum fótaskortur, féll aft- ur yfir sig, og hlaut meiðsli í baki þannig að hann er lamaður á báðum fótum. Mikil ölvun MIKIL ölvun var í borginni í gærkvöldi að því er lögreglan tjáði Mbl. á ellefta tímanum í gærk'völdi. Var þá hver klefi skipaður í fangageymslunni í Síðumúla. Fiugmálastjórn USA gegn sam- þykkt IATA - nema feróum SAS Beiíir sér gegn fargjaldahækkun á afþjóðaleiðum Einkaskeyti til Morgun- blað<sins, — Washington, 15. febrúar — AP FLUGMÁLASTJÓRN Banda- ríkjanna tilkynnti í gær, að hún gæti ekki fallizt á öll at- riði samkomulags þess, er gert var á fundi Alþjóðasambands flugfélaga (IATA) í október sl. Flugmálastjórnin hefur gef ið IATA 15 daga frest til að endurskoða afstöðu sina til þessara atriða. Fyrst og fremst er hér um að ræða áætlun um að draga úr afslætti á miðum, sem keyptir eru í einu, fyrir báðar leiðir í millilandaflugi. Þá lætur stjórnin í ljós ó- ánægju með fyrirkomulag það, sem fyrirhugað er að verði á flugi SAS með skrúfu vélum. Samkvæmt samþykkt IATA má SAS aðeins taka farþega frá Norðunöndum og Banuarikjunum. Hins vegar mun flugmáiasijoinin eKki leggja stein i götu sliks flugs þar eð i samþykkt IATA mun gert ráð fyrir enuurskoðun þessa máls áður en langt um liður. í skeytinu segir: Flugmóla stjórn Bandax-ÍKjanna hafnaði í gær nýjum fargjölctum á al' þjóðaflugleiðum, þar eð þau yrðu um 5% hærri á mörgum flugleiðum. Þetta hefur í för með sér, að flugfélög þau, er aðild eiga að IATA, verða að taka til endurskoðunar þær fargjaldasamþykktir, er gerð ar voru í Chandler í Arizona í október sl. Samþykkt IATA var á þá leið, að lækkaður yrði 'afslatt ur á farmiðum, sem keyptir eru í einu lagi, til ákvörðun- arstaðar og til baka. Afslátt- urinn hefur verið 10%, en yrði 5% samkvæmt nýju sam þykktinni. Samþykktin átti að ganga í gildi 1. april nk. og gilda í 2 ár. # í tilkynningu flugmóla stjórnarinnar segir, að næði samþykktin fram að ganga, myndi hún leiða til hækkunar fargjalda á flestum flugleiðum í heimi. Slík hækkun fargjalda á flestum flugleiðum í heimi. Slik hækkun er hins vegar tal m ótímabær á leiðum yfir Kyrrahaf, þar eð flugfélög þau, er það flug annist, avaxti fé sitt með 14 af hundraði. Fkigmálastjórnin féllst að visu á það, að ágóði af flugi yfir Atlantshaf sé of litill, en telur orsökina fyrst og fremst vera þá, að hærri fargjöld myndu ekki verða til þess að auka sætanýtingu, heldur yrði hér um aukið ólag á farþega að ræða, þ.e. aukagreiðslu vegna auðu sætanna. Segir ennfremur, að á báð um þessum flugleiðum muni ekki verða leyfð fargjalda- hækkun, og er m.a. á það bent ,að þau félög, sem fljúgi einungis innan Bandaríkjanna ávaxti fé sitt með 10 af hundr aði. Er IATA gefinn 15 daga frestur til að endurskoða af- stöðu sína í þessu máli. Hins vegar er fallizt á þá grein samþykktar október- fundarins, er víkur að far- gjöldum fyrir ferðamanna- hópa. Bent er á það, að fargjöld frá New York til London hafi hækkað úr 300 dölum í 310, en sú hækkun er ekki taiin veruleg, og verði far- gjaldið að teijast lógt. Samþykkt IATA gerir ráð fyrir, að SAS bjóði lág far- gjöld með sKrúfuvélum milli New York og Norðurlanda. Verði anniað hvort um að ræða beint flug frá Stokk- Framhald á bls. 23 Skipstjórinn hafði þegar sam- band við lækni í landi- sem ráð- lagði honum að sigla til Akur- eyrar og koma manninum í sjúkrahús. Hásetinn, sem heitir N.C. Grath frá N-írlandi, liggur nú í sjúkra- húsinu hér en meiðsli hans voru ekki fullkönnuð í kvöld að öðru leyti en því að hann er lamað- ur á báðum fótum. Togarinn hélt þegar aftur út til veiða. —Fréttaritari. Kópavogur STJÓRNMÁLANÁMSKEIÐ Týs heldur áfram sunnudaginn 17. febrúar kl. 15.00. Fundarefni: Sjálfstæðisstefnan og stjórn- málaflokkarnir (Árni Grétar Finnsson lögfræðingur). Bæjarmál Kópavogs (Kristinn Wium, bæjarfulltr.). Umræður. Týr. 11. ÞING hefst á Þing IMorð- urlanda- ráðs hefst í dag Oslo, 15. febr. NTB. Norðurlandaráðs morgun. Kl. 11 f.h., eftir norskum tíma (9 f.h. ísl. tíma), setur núverandi for- seti, K.A. Fagerholm, frá Finnlandi, þingið. >á verður kosinn nýr for- seti og varaforseti, en auk þess verður kjörið í fasta- nefndir, fjórar talsins. Er fundur hefst aftur kl. 15, eftir n. tíma. er gert ráð fyrir, að forsætisráðherrar allra Norðurlandanna taki til máls. í>á mun Vainö Linna, er nýlega hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs, veita þeim viðtöku. Þetta er í þriðja sinn, sem Norðurlandaráð kemur sam- an í Osló. Listi lýðræðíssinna í Tre- smiðafélagi Reykjavikur LÝÐRÆÐISSINNAR í Trésmiðafélagi Reykjavíkur lögðu fram Iista sinn til stjórnarkjörs sl. fimmtudag, en þá var útrunniun framboðsfrestur í fclaginu. Listi lýðræðissinna er þannig skipaður: Aðalstjórn: Þorleifur Sigurðsson, form., Ólafur Ólafs- son, varaform., Magnús Þor- valdsson, vararitari, og Haraldur Sumarliðason, gjaldkerL Vara- stjórn: Kári Ingvarsson, Jóhann Walderhaug og Jónas G. Sig- urðsson. Endurskoðendur: Ás- mundur Þorkelsson og Böðvar Drengur fyrir bíl KL. 15:10 í gær varð sex ára drengur, Hreinbjörn Halldórs- son. Skálagerði 7, fyrir bíl fyrir framan Lækjagötu 6. Var hann fluttur í slysavarðstofuna en meiðslin munu ekki hafa verið alvarleg. Böðvarsson. Varaendurskoðend ur: Þórir Thorlacius og Þorkell Ásmundsson. Trúnaðarmannaráð: Guðmundur Sigfússon, Jón H. Gunnarsson, Jón Þorsteinsson, Þorvaldur Ó. Karlsson, Eggert Ólafsson, Erlingur Guðmunds. son, Haraldur Agústsson, Magn» ús Karlsson, Ragnar Bjarnason. Viktor Heiðdal Aðalbergsson, Tómas Ó. Tómasson og Úlfar Gunnar Jónsson. Varamenn í trúnaðarráði: Kjartan Tómasson, Erlingur Vigfússon, Sævar Örn Kristbjörnsson, Karl Þorvalds- son, Magnús Stephensen og Knut Helland. Ekki er enn ákveðið hvenær kosningar fara fram í félaginu, en það verður á næstunni. ;1 Sjálfstœðisfólk! munið Varðarkaffið í ValhöU í dag kl. 3—5 e. h.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.