Morgunblaðið - 16.02.1963, Side 15

Morgunblaðið - 16.02.1963, Side 15
Lau^ardagur 16. febrúar 196S MORCVNfíT4010 Váino Linna og 2ja ára sonuriians á heimili skáldsins í Tamm erfors í LOK nóvember sl. tók til starfa nýr listaskóli í Dan- mörku og er hann með all- skemmtilegu og nýstárlegu sniði, a.m.k. miðað við skóla á Norðurlöndum. Skólinn er ætlaður nemendum á aldrin- Um 17—25 ára og er hlutverk hans m.a. að gefa þeim færi á að afla sér almennrar þrosk Anna Lærkesen / andi þekkingar í nánum tengslum við skapandi list. Forstöðukona skólans heitir Ulrika Marseen, kunnur mynd höggvari í heimalandi sínu. Hún fékk hugmyndina að þessum skóla fyrir allmörg- um árum, en það tók langan tíma að koma henni á fram- færi og finna rétta aðila er sameinast gætu um að hrinda henni í framkvæmd. Upp- hafið virðist lofa góðu um framhaldið, því að meðal kennara og nemenda skólans ríkir almenn ánægja. Ulrika Marseen er kaup- mannsdóttir, borin og barn- fædd í Brönderslev, skömmu fyrir upphaf heimsstyrjaldar- innar fyrri. Hún hætti stóla- göngu fjórtán ára og vann ýmiss konar störf. Hún var komin yfir þrítugt, er hún byrjaði * að móta í leir og sýndi fyrst eftir heimsstyrj- öldina síðari. Nemendur í listaskólanum nýja eru nú fjörutíu talsins, en skólahúsið er orlofsheimili, byggt fyrir starfsfólk danskr- ar skipasmíðastöðvar og rek- ið sem slíkt á sumrin. Nem- endur búa í skólahúsinu og annast sameiginlega öll heim- ilisstörf. Námið stendur yfir frá kl. 9 á morgnanna fram tilý kl. ú—7 á kvöldin, með dálitlu hléi um hádegisverð- arleytið. Skyldunámsgreinar eru bókmenntasaga, tólistar- saga, almenn listsaga, mynd- igreining, hugmyndafræði, sem tekur til menningarsögu og heimspekl, sálarfræði, heims- mynd nútímans, og trúar- brögð heims. Þess utan geta nemendur valið um frekara nám í músik, téikningu og listmálun, leirmótun, högg- myndagerð, leiklist, dönsku, reikningi, efnafræði, eðlis- fræði og heiztu tungumálun- um, ensku, frönsku og þýzku. Kennarar eru sjö, auk for- stöðukonunnar, og allir vel menntaðir menn, — Asger Langkjær, dr. phil, Morten Slæboe, tónlistarkennari, Ax- el Nielsen, lektor, Volmer Dissing, magister og listmál- ararnir Helge Ernst, Hugo Arne Buch og Ejvind Borg- smidt. Skólinn mun fyrst um sinn starfa sem sjálfstæð stofnun og hlýtur ekki ríkis- styrk, þó fylgist mennta- málaráð með starfseminni og á fulltrúa í stjórn skólans — en formaður stjórnarinnar er Bodil Koch, kirkjumálaráð- herra Danmerkur. Er líklegt, að hugmynd þessari verði komið í framkvæmd víðar í landinu fari svo vel sem horfir. ★ ★ ★ Hinn 6. janúar sl. varð bandaríska skáldið og rithöf- undurinn Carl Sandburg 85 ára, en hann hefur um nær hálfrar aldar skeið verið í hópi öndvegisskálda Banda- ríkjanna, og eru aðeins nok'zr ar vikur frá því út kom síð- asta ljóðabók hans „Honey and Salt“ Stundum er sagt, að Walt Whitmann hafi verið skáld hins bandaríska lýðræðis á nítjándu öld og Sandtourg skáld. þess á tuttugustu öld- inni. Hann heitir fullu nafni Carl August Sandburg og fæddist í Calesburg, lllinois árið 1878, sonur sænskra inn- flytjenda. Að loknu óreglu- legu barnaskólanámi hóf hann störf sem verkamaður, ferðaðist um og vann þar sem hann bar að garði. Hann var sendur til Puerto Rico til að berja á Spánverjum, en þeg- ar þaðan kom hóf hann, samfara vinnu, nám við Lombard College í Galesburg, og útskrifaðist þaðan árið 1902. Eftir það vann hann ýmis störf, starfaði m. a. við blaðamennsku, var skipulags- stjóri Social-demokrataflokks ins í Wisconsin, og var einka- ritari borgarstjórans í Mil- waukee (á árunum 1910—12). Fyrstu Ijóð hans voru prentuð í örlitlu upplagi árið 1904 og hann var óþekktur sem' skáld alLt til 1914, en „Peans“ og varð tilefni hinna líflegustu umræðna, því skoð- anir gagnrýnenda reyndust mjög svo skiptar. Sandburg hlaut þá örugglega sess í fé- lagsskap helztu rithöfunda Chioago-borgar. Sandburg orti mikið í sama stíl og Whitmann og hafði eins og hann mikið dálæti á bandarísku þjóðinni, hinni bandarísku alþýðu og hugs- unarhætti hennar. Hann safn- aði saman bandarískum þjóð- löguih „The American Song- bag“ (1927) og skrifaði bæk- ur fyrir börn, sem mjög báru þessa merki „Rootabaga Stor- ies“ (1922) „Rootabaga Pige- ons“ (1923) og „Potato Face“ (1930) Ljóðabók hans „The People, Yes“, er ennfremur myndræn lýsing á Bandaríkj- unum og anda þjóðarinnar, eins og hann kemur fram í alþýðlegum sögnum og söngv- um. Carl Sandburg Sandburg hlaut Pulitzer verðlaunin tvívegis, í fyrra sinnið 1919 fyrir ljóðatoókina „Cornhuskers“ og síðar 1940 fyrir fjögurra binda ritverk „Abraham Lincoln: The War Years“ en hann vann árum saman að rannsóknum á ævi Lincolns, hafði áður skrifað tveggja binda ritverk „Abra- ham Lincoln: The Prairie Years“ og ásamt Paul M. Angle bókina „Mary Lincoln: Wife and Widow“. Sem fyrr segir er nýkom- in út ljóðabókin „Honey and Salt“, eru þar 77 ljóð, ort á síðustu árum. ★ ★ ★ Danir standa, sem kunnugt- er, í röð fremstu þjóða heims á sviði listdansins og eru allra manna gagnrýnastir í þeim'' efnum. Það hefur því ekki verið af neinu smávegis til- efni,1 sem dönsku blöðin fyrir skömmu birtu langar og nær ótrúlega lofsamlegar greinar um unga listdanskonu, Önnu Lærkesen, er hafði sýnt frá- bæra frammistöðu í ballettin- um „Rómeo og Júlía“ ' eftir Frederich Ashton við tónlist Prokofieffs. Skoruðu blöðin a konunglega ballettinn, að fast ráða listakonuna sem „sóló- ballerinu“, þegar í stað og hika ekki svo, að aðrir fái gripið þennan gimstein. Gagnrýnandí „Politiken" líkti henni við Ulanovu, gagn- rýnandi „Aktuelt“ við Pavl- ovu og lof allra í hástigi. Einn sagði t. d. „Þaðær þetta einsdæmi, sem lifir — og lifir e.t.v. eitt, — þegar ljósin eru tendruð og tónlistin hljómar og þúsund augu eru fest á þessari einu mannveru sem gerir allt, sem hún gerir, öðruvísi en allir aðrir, á svo einstakan, sérstæðan og at- hyglisverðan hátt. Það á ör- ugglega eftir að heyrast meira um listakonu, sem fær slíka dóma „Politiken segir, að hún sé „sólisti allra sól- ista“, þótt enginn hafi enn staðfest það með samningum. Og það er ekki aðeins, að hún hafi dansað „eins og engill", heldur hafi leikurinn og blæbrigðarík túlkunin ver- ið einstök og óvenjuleg. Sú tilhneiging listdansara að taka leiklistina í þjónustu sína, verður æ ríkari og mörkin milli þessara tveggja listgreina er minni en áður. Anna Lærkesen hóf ballett- nám, er hún var á áttunda ári. Hún gekkst undir inn- tökupróf í skóla konunglega ballettsins, en fóll. Eftir það lærði hún hjá Edith Frand- sen. Á þessari sýningu á „Rómeo og Júlíu“ hafði Fredtojörn Björnsson dansað og leikið hlutverk Tybalts og fær sér- lega góða dóma, enda hefur Björnsson verið með beztu mönnum konunglega danska balletsins um árabil, Hann er, sem kunnugt er, af íslenzkum ættum og minnisstæður þeim, er sáu hann á fjölum Þjóð- leikhússins fyrir nokkrum árurx. ★ ★ ★ F i n n s k i rithöfundurinn Váino Linna, sem hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlanda ráðs fyrir nokkrum dögum, er einn hinna mörgu nútímá rithöfunda, sem gera sér þján ingar, eyðileggingar og ógnir styrjalda að yrkisefni. Það var skáldsaga hans „Óþekkti hermaðurinn", sem aflaði hon um skjótrar frægðar, árið 1955 — og það var þríverkið með safniheitinu „Her undir Pólstjörnu", sem nú var verðlaunað svo veglega. Þríverkið — „Finlandia", Uppreisn" og „Synir þjóðar“ fjallar í heild um frelsisbar- áttu Finna og má í raun og veru telja skáldsöguna frá 1955 síðasta þátt verksins, þótt hún væri skrifuð á und- an. í bókunum er fylgzt með lífi finnskrar fjölskyldu frá því í lok síðustu aldar fram yfir heimsstyrjaldarárin. í „Finnlandia" er fjallað um alla þá strauma, sem skapað hafa Finnland nútímans, strauma á sviði trúarbragða, tungumála, þjóðfélags, efna- 'hags — og stjórnmála — og í „Uppreisn" eru það árin 1913—18, sem um er rætt. Linna er nú 42 ára að aldrL Hann er fæddur í Tavaste- land og ólst þar upp til fjór- tán ára aldurs. Þá hætti hann skólagéngu og fór að vinna við landbúnað og skóg- arhögg. Skömmu áöur en heimsstyrjöldin síðari brauzt út vann hann sem vélavið- gerðarmaður í Tammerfors, Framh. á bls. 23. það ár kom út lj óðabók hans í kennslustund — nemendur móia leirker —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.