Morgunblaðið - 16.02.1963, Side 13
M ORCV 1S BT 4 1)1 Ð
13
Laugardagur 16. febrúar 1963
GSæsileg
ÞEGAR komið er til Hólma-
víkur af sjó, vekur hvað
mesta atliygli kirkjan, sem er
í smíðum á staðnum og gnæf-
ir yfir hann. Mun leitun á
jafn fallegu kirkjustæði, en
kirkjan stendur hátt á svo-
nefndum Brennuhól, en það
er klif, sem er miðsvæðis í
þorpinu, b.eint upp af höfn-
inni.
Séra Andrés Ólafsson er
sóknarprestur á Hólmavík og
prófastur í Strandaprófasts-
dæmi. Við göngum á hans
fund og leitum frétta af kirkju
og safnaðarlífi á Ströndum.
„Mitt prestakall nær frá
Broddadalsá að Kaldbaksvík
og eru 5 hreppar í því,“ segir
Sr. Andrés, „en auk þess
þjóna ég í Árnesprestaikalli.
>ar hefur ekki verið prestur
nema stuttan tíma í einu á
undanförnum árum. Embætti
hefi ég gegnt hér síðan 1948.
„í mínu prestakalli, Hólma
víkurprestakalli, eru 3 kirkj-
ur, kapella í sambandi við
skólahús á Drangsnesi og
fjórða kirkjan er í smíðum í
Hólmavík. Hólmavíkurhrepp-
ur er tiltölulega nýlega orð-
inn sérstök kirkjusókn. Skrið-
ur komst þá á að reisa kirkju
fyrir sóknina, en Hólmavík
átti áður sókn að Stað í
Steingrímsfirði.“
„Gunnar Ólafsson arkitekt
og skipulagsstjóri var feng-
inn til að gera uppdrátt að
kirkjunni, sem hann gaf söfn-
uðinum. (Gunhar var bróðir
séra Andrésar, en lézt fyrir
aldur fram árið 1959). betta
var eina kirkjan sem hann
teiknaði."
„Framikvæmdir við kirkju-
bygginguna hófust sumarið
1957 og það sumar var steypt
ur grunnur. Næsta sumar var
kirkjan gerð fokheld að
mestu leyti. Sumarið 1960 var
gengið frá þaki og kirkjan
múrhúðuð að utan og mál-
uð. Eftir er þó að reisa turn
kirkja
Landið
okkar
Fagurt kirkjustæði á Hólmavik.
i smíðum á Hdimavík
Samtal við séra Andrés Ölaísson
prófast í Strandasýslu
kirkjunnar, sem verður 9
metra hár.“
Stærð?
Kirkjan er rúmir 200 fer-
metrar að flatarmáli; stein-
steypt krosskirkja með háu
Sr. Andrés Ólafsson.
risi og í útbrotum kirkjunnar
eru skrúðhús annars vegar og
geymsla hins vegar. Kór er
útbyggður og rúmgóður. Söng
loft er stórt og þar verður org
eli komið fyrir. Er áætlað að
kirkjan taki 154 í sæti.“
Er þetta ekki orðið dýrt
mannvirki fyrir lítinn söfnuð?
„Það hefur nú orðið nokkurt
hlé á bygingarframkvæmdum
af fjárhagsörðuleikum, en á-
formað er að hefja fram-
kvæmdir að nýju nú í vor
og reyna þá að ljúka smíði
kirkjunnar. Að sjálfsö>gðu er
slík kirkjusmíði mjög þung-
ur baggi fyrir fámennan söfn-
uð, um 400 manns. En al-
mennur áhugi er innan safn-
aðarins um kirkjusmíðina og
margir safnaðarmeðlimir hafa
gefið vinnu sína og sjómenn
hluta úr róðri. Góðar gjafir
hafa borizt að, sem mikill
styrkur hefur verið að. Yfir
leitt má segja, að í söfnuðin-
um ríki mikill áhugi og sam-
hugur um það, að smíði þess-
arar fögru kirkju verði lokið
hið fyrsta.
„Byggingarkostnaður nem-
ur nú um 500 þús. krónum.
Mikið af því fé er lán úr
kirkjubyggingarsjóði og Al-
mennum kirkjusjóði, en að
sjálfsögðu er þar aðeins um
lán að ræða og söfnuðurinn
þarf sjálfur að bera allan
kostnað af kirkjubyggingunni.
Þá hefur hreppsfélagið laigt
fram nokkra upphæð til kirkj
unnar nokkur undanfarin ár.
„En margt er ógert og erfitt
að segja hvað kostar að ljúka
kirkjunni, en það verður að
minnsta kosti annað eins og
hingað til. Við verðum að
sníða okkur stakk eftir vexti,
og það tekur vafalaust tals-
verðan tíma enn að ljúka
kirkjunni.“
Hvar er messað núna?
„Hér í Hólmavík eru guðs-
þjónustur nú í barnaskólanum
og auk þess hefi ég sunnudaga
skóla hér yfir vetrarmánuðina.
Hér í prestseturhúsinu er lítil
kapella, þar sem ég vinn ýmis
prestsverk, sem annars myndu
verða gerð í kirkju. Þessi kap-
ella er mikið notuð og til
mikils hagræðis á meðan
kirkja er ekki í þorpinu.“
Prestsseturhúsið stendur
rétt fyrir ofan fjöruna innst
í þorpinu í vinalegum
hvammi.
Það er líka teiknað af
Gunnari Ólafssyni og byggt
árið 1953. Áður sátu prest-
ar að Stað í Steingrímsfirði.
Þetta er tvílyft steinhús og
mjög vandað.
„,Auk þess,“ heldur séra
Andrés áfram, „messa ég í
kirkjunni á Kollafjarðarnesi,
Stað í Steingrímsfirði, Kaldr-
ananesi og í kapellunni á
DrangsnesL
„Sú kapella var reist árið
1945. Sóknin er fámenn og
þótti ekki fært að ráðast í
kirkjubyggingu þar, og var
bygging kapellunnar talin
heppilegasta lausnin á þessum
vanda. Þótti þetta mjög á-
kjósanleg lausn og hefir orðið
öðrum til fyrirmyndar, t.d. í
Hnílfsdal. Ég messa hér á
Hólmavík og á annexíunum,
en það fer að sjálfsögðu eftir
færð. Samgöngur eru oft
erfiðar hér í prestakallinu að
vetrinum.“
Hvernig gengur að þjóna
Árneshreppi, nyrzta hreppi
sýslunnar?
„Það er mjög erfitt að þjóna
því prestakalli innan frá
Hólmavík því að samgöngur
eru mjög erfiðar og ferðir
strjálar mestan hluta ársins."
Eins og kemur fram af um
mælum séra Andrésar, er
mikill áhugi fyrir hinni nýju
kirkju á Hólmavík, og safn-
aðarfólk samtaka um að
styðja þær framkvæmdir eftir
megni. Einnig hefur orðið
vart áhuga fyrir kirkjubygg-
unni hjá gömlum Hólrrwíik-
ingum, sem fluttir eru burt
af staðnum. Með sama áfram
haldi verður þess-varla langt
að bíða, að hin fagra kirkja
á Brennuhól verði fullgerð,
og þegar hár turninn er kom-
inn á hana, mun hún setja
enn meiri svip á staðinn en
nú er. Þetta er falleg og tign-
arleg kirkja og þorpsbúum
til mesta sóma.
H. X.
Sinfóníutónieikar
ÞAÐ bar til nýlundu á tónleik-
um Sinfóniuhljómsveitar íslands
fimmtud. 7. þ.m., að á stjórnpall-
inum stóð Ragnar Björnsson,
einn aí þeim heimamönnum,
sem einstöku sinnum konia fram
„sem gestir“ á tónleikuim hljóm
sveitarinnar. Ragnar er vel lærð
ur hljómsveitarstjóri og gáfað-
ur tónlistarmaður. En hann skort
ir því miður að verulegu leyti
þá reynslu, sem aðeins fæst í
löngu samstarfi við hljómsveit-
ir. Þá reynslu verða hljómsveit-
erstjórar að hafa, eins og sjó-
menn verða að hafa að baki á-
kveðinn siglirigatíma, auk til-
skilinna prófa, áður en þeir telj-
ast fullgildir skipstjórnarmenn.
Hér á landi, þar sem aðeins ein
hljómsveit — sem sjálf er í
mótun — heldur takmarkaðan
fjölda tónleika árlega og óperan
er ekki flutt nema með höpp-
um og glöppum, eru ekki upp-
eldisskilyrði fyrir hljómsveitar-
stjóra. fslenzkir menn, sem vilja
leggja það starf fyrir sig, verða
því enn um sinn að vera undir
það búnir að þurfa að dveljast
langdvölum utanlands að námi
loknu og starfa þar sem að-
stoðarmenn og ígripastjórnend-
ur, oft við léleg kjör. Það má
•egja, að þetta séu allharðir kost
ir, en reyndin er sú, að þetta
«r sá ferill, sem fleslir góðir
hljómsveitairstjórar hafa fetað,
nema þeir, sem vaxið hafa upp
í hljómsveitunum sjálfum. — Þó
sýnist að skaðlitlu mundi mega
gefa heimamönnum fleiri tæki-
færi til að reyna sig við hljóm-
sveitarstjórn en verið hefir nú
um sinn. Enda verður að segja
— þótt' það kunni að sýnast í
mótsögn við staðhæfingarnar
hér að ofan — að tónleikar
þeirra, þeir fáu sem verið hafa
undanfarið, hafa yfirleitt í engu
staðið að baki öðrum tónleik-
um hljómsveitarinnar, og sumjr
raunar verið meðal hinna merk
ustu þeirra.
Fyrst á efni9skrá tónleikanna
7. febrúar, voru tvö norræn
verk: Þjóðlag með tilbrigðum
eftir Grieg, op. 51, og Völuspá
fyrir karlakór og hljómsveit, op.
71, eftir J.P.E. Hartmann. Grieg
hefir af flestum verið talinn
merkasta tónskáld Norðurlanda
á síðari hluta 19. aldar, og er
ekki laust við, að hróður hans
hafi stundum verið aukinn á
kostnað samtíðarmanna hans. Á
þá sveif hallast í þeim orðum,
sem höfð eru um Grieg og Hart
mann í efnisskrá tónleikanna,
sem hér um ræðir. En ef verkin,
sem flutt voru, eru borin saman
verður annað ofan á. Tilbrigði
Griegs um hið fagra þjóðlag
„Sjugurd á Trollbrura" eru and
lítil og hversdagsleg, stundum
staiglsöm úr hófi fram, og munu
þó hafa verið talsvert stytt í
þessum flutningi. Enginn hljóm
sveitarstjóri mundi hafa getað
bjargað þessu verki og gert úr
því áheyrilega tónlist. En reynd-
ur hljómsveitarstjóri mundi hafa
bjargað sér, með því að taka
verkið alls ekki á efnisski-á. Og
Grieg er enginn greiði gerður
með því að draga fram I dags-
ljósið þessa sjaldheyrðu og furðu
viðvaningslegu tónsmíð.
Sé þetta verk haft til saman-
burður, sýnist Völuspá Hart-
manns gerðarleg tónsmíð og
karlmannleg, jafnvel „norræn“
að yfirbragði, þótt hinu verði
naumast neitað, samkvæmt ís-
lenzkum skilningi, að þar „komi
hugmóður fornljóðsins lítt í
ljós“, eins og segir í efnisskránni.
En vitanlega kemur aðeins fram
í verkinu danskur 19. aldar skiln
ingur á textanum, og er fásinna
að búast við öðru. Það er svo
sérstakt mál, hvort sá skilningur
er þess verður, að honum sé á
loft hldið. En hvað sem segja
má um samband tónverksins við
textann, þá stendur það fyrir
sínu „sem slíkt“, það er traust-
byggt, blæbrigðaríkt og talsvert
rismikið.
Áður en tónverkið var flutt
las Lárus Pálsson þau erindi
Völuspár, sem tónskáldið hefir
tekið til meðferðar. Hann fór
forkunnarvel m.eð þau, og í ann-
an tíma væri gaman að heyra
hann fara með kvæðið allt, eða
að minnsta kosti heillegri kafla
úr því en hér er um að ræða.
Tónverk Hartmanns er samið
við danska þýðingu á Völuspá
eftir Fr. Winkel Horn. Þar sem
lögin falla ekki við frumtextann,
hafði honum verið vikið við, þar
sem nauðsyn krafði, og var söng
textinn prentaður í efnisskránni.
Upplesturinn missti því marks,
bauð heim ónauðsynlegum texta-
samanburði og var yfirleitt iítt
til þess fallinn að undirbúa hlust
endur undir að hlýða verkinu
með réttu hugarfari.
Karlakórinn Fóstbræður gerði
kórhlutverkinu ágæt skil, og yfir
leitt má segja, að Völuspá væri
það viðfangsefnið, sem að öllu
samanlögðu fór bezt úr hendi á
tónleikunum. Misráðið var, að
láta kórinn stnda til hliðar við
hljómsveitina. Með því var sam-
tökurn hljómsveitar og kórs
stefnt í hættu og kom nokkrum
sinnum áberandi að sök. Það,
sem hefði átt að vinnast í heppi-
legri styrkleikahlutföllum, kom
hins vegar ekkj til skila, því að
kórinn söng fyrir brgðið þvert
á salinn, í átt til stjórnandans.
Og er hér enn ein áminning um,
að ekki er lokið endurskoðun á
hljómiburði í þessu ágæta húsi.
Veigamesta verkefnið og það,
sem að sjálfsögðu reyndi mest
á stjórnandann, var áttunda sin
fónía Beethovens. Mangt var
þar vel gert og ljúfur blær yfir
flutningnum í heild, þótt hinir
stærri drættir verksins hefðu
þurft að vera skýrar mótaðir.
Samband stjórnanda og hljóm-
sveitar virtist í góðu lagi, og
lofar það góðu um samvinnu
þeirra í framtíðinnL
Að öllu smanlögðu voru þess-
ir tónleikar engu síður athyglis-
verðir en margir aðrir tónleik-
ar hljómsveitarinnar í vetur, og
mun Ragnar Björnsson mega
líta á þá sem merkan áfanga á
starfsferli sínum.
Jón Þórarinsson.
Smábátafélag á
Patreksfirði
Patreksfirði, 12. febrúar.
SÍÐASTLIÐINN sunnudag var
s t o f n a ð hér smábátafélagið
Brynja. Tilgangur félagsins er
að vinna að hagsmunamálum
trillubátaeigenda, Félagssvæðið
er Patreks- og Rauðasands-
hreppar.
Stofnendur félagsins eru 17
talsins. Fyrstu stjórnina skipa:
Aðalsteinn Sveinsson, formaður,
Ólafur D. Hansen, ritari, Jón
Sveinsson, gjaldkeri, Erlendur
Hjartarson og Haraldur Guð-
hrandsson meðstjórnendur.
— Trausti.
Haag, 12. febrúar.
— NTB-Reuter —
STJÓRN Hollands kunngjörði
í dag að stofnaðar hafi verið
„friðarsveitir", að bandarískri
fyrirmynd og munu þær
sendar til starfa í Afríku á
þessu ári. Fyrsta sveitin fer
væntanlega seint í sumar.