Morgunblaðið - 16.02.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.02.1963, Blaðsíða 11
Lauffardaenr Irt fpbrúar 1963 MOHCl'MiLAÐIÐ 11 Ólöf BJömsdóttir Ólöf Björnsdóttir andaðist 14. janúar sL Þó hennar. hafi þegar verið minnzt í blöðum, langar mig til þess að bæta við það nokkrum kveðjuorðum. Hún var fædd iEeykjavík 31. júlí 1687, og voru foreldrar hennar Björn Jensson, kennari í lærða skólanum, og kona hans, Louise Svendsen. Björn Jensson var óvenjulegur skapfestu- og mannkostamaður, virtur og elsk- aður af öllum, sem til hans þekktu, og ekki sízt lærisveinum eínum. Hann féll frá á bezta aldri, og er óhætt að segja, að fárra manna hefur verið meira saknað. Frú Louise var sérkenni leg kona, einbeitt og mjög vel gefin, hlédræg og virtist vera fáskiptin, en þó með afbrigðum raungóð. Mér er það minnis- stætt, hversu nærri ég tók mér, ef henni mislíkaði eitthvað við mig, þótt hún léti lítið á því bera. En hvert sinn, sem ég fann, að henni líkaði eitthvað betur, var það mér meira virði en nokkur lofsyrði annarra. Hún bar á sinn hátt ekki minni persónu en hinn svipmikli maður hennar. Ólöf var elzt af sjö glæsilegum systkinum, og mátti segja, að hún hefði hlotið í vöggugjöf eðlis kosti beggja foreldranna. Og hún var mjög falleg stúlka, gædd ó- lýsanlegum yndisþokka og hrein leika í yfirbragði. Ég hef hvorki innanlands né utan séð neina konu, sem mér hefur fundizt bet úr til þess fallin að vera fyrir- mynd listamanns, sem vildi gera mynd af Maríu mey. Þó að ég kynntist Ólöfu lítið á yngri árum mínum, vegna aldurs munar, er mér eitt atvik frá þeim tíma ógleymanlegt. Móðir mín hafði einu sinni boðið henni með sér og okkur systkinunum t'il sumardvalar á prestsetrinu á Þingvöllum. Ég man lítið eftir henni frá góðviðrisdögunum, sem við höfðum getað verið úti. En Svo kom óveðursdagur, sem við urðum að gera svo vel og kúld- ást inni, og það fannst okkur mundu verða allt annað en skemmtilegt. í>á gerðist undrið. Plöf fór að leika við okkur, mál- éðí fyrir okkur alls konar mynd- ir, svani á tjörnum, hesta í hög- um o.s.frv., leiddi okkur inn í einhverja ævintýraheima, svo að dagurinn var liðinn áður en við vissum af. Mér þótti vitanlega gott og blessað, þegar veðrið batnaðL En ég gat efcki að þvi gert, að innst' inni dáuðlangaði mig eftir öðrum rigningardegi með Ólöfu. Ólöf giftist árið 1912 jafnaldra sínum og æskuvini, Pétri Hall- dórssyni, eiganda Bókaverzlunar Sigfúsar Eymundssonar og síðar borgarstjóra Reykjavíkur. Pétur ýar, eins og alkunnugt er, ein- átakt valmenni, mikilhæfur mað- ur og glæsilegur, m.a. frábær söngmaður. Hjónaband þeirra og allt heimilislíf var svo gott og fallegt, að sjaldgæft mátti heita Á þær æskuástir sló aldrei nein- um fölva. En Pétur andaðist árið 1940, eftir ianga og þunga bana- legu. Þó sýndi Ólöf bezt, hvað í hana var spunnið, yfir hverju þreki þessi fíngerða kona bjó. Hún hjúkraði honum með sinni venjulegu ró bg æðruleysi og bar söknuð sinn með sömu stilling- unni, þó að hún harmaði hann alla sína ævi. Hún gældi ekki við eorg sína, heldur beindi athygl- inni að því, sem bún gæti látið gott af sér leiða. Ég þarf ekki að tala um, hvílík móðir hiún alltaf hafði verið og hélt áfram að vera börnum sínum og hversu dósam- leg amma hún var barnabörnun- um, svo næman skilning sem hún hafði á frelsisþörf og athafna þná barna og svo margt sem henni datt í hug og hún kunni til þess að ieiðbeina þeim og láta þau njóta sín. En hún komst þar fyrir utan yfir að veita mörgum öðrum, sem þess þurftu, hjálp ag stuðning. Ef sorg eða veikindi bar að höndum eða aðra erfið- leika, var ekki hægt að hugsa sér betri. gest. Hún kom á sinn rólega og látlausa hátt, eins og hún væri aðeins að hjálpa til að stytta stund úr degi. En henni var það líka gefið að skilja vanda mál annarra næmum og djúpum skilningi og benda á leiðir, hvernig þeir ættu að leysa eða gætu leyst þau sjálfir. Þessi hæfi leiki er svo fágætur, að ég get ekki annað en nvinnzt hans. Ólöf var mjög hlédræg í marg menni, frábitin því að berast á eða láta á sér bera og svo fámál innan um ókunnuga, að sumum þótti nóg um. Samt hlutu allir að finna, að í öllu sinu yfirlætis- leysi var þetta óvenjuleg kona. Og því betur sem ég kynntist henni, því betur fann ég, yfir hve mörgu hún bjó og hversu fjölhæf hún var. Hún bar sér- staklega gott skyn á bókmenntir og tónlist, alla myndlist og list- iðnað. Sjálf var hún mjög hög, gat búið til alls konar frumlega og skrítna hluti og var verulega góður málari, þó að hún flíkaði því ekki fremur en öðru. Hún hafði glöggt auga fyrir öllu, sem var skoplegt og fyndið og gat verið ákaflega skemmtileg í tali, einkum þegar maður var einn með henni. Og eins og áður var FÁLKINN ER KOMINN ÚT EFNI M. A. : Klukknahringingin í Hemro- ulle. Athyglisverð og sönn frásögn úr síðasta stríði eftir John Hanlon. Skálað fyrir Heklu Myna- opna frá oþnun hins nýja húsnæðis heildverzlunarinnar Heklu við Laugaveg. Draumur um son. Framhald hins skemmtilega greina- flokks um konur í lífi Napo- leons. Fótspor í myrkri. Grein og myndir um æfingaleit með sporhundinum Nonna, sem hjálparsveit skáta í Hafnar- ' firði hefur fengið hingað til lands. Kvenfólkið í miklum meiri- hluta. Eitt orð við Jóhann Bjarnason, starfsmann bréfa- skóla S.Í.S. EKkert sérstakt, smásaga eft- ir ungan íslenzkan höfund, Stefán Helga Aðalsteinsson. Myndskreyting eftir Hans Christiansen. Líkkistusmiðurinn, smásaga eftir hinn kunna rússneska ! höfund Alexander Puskjin. ! Myndskreyting eftir Arthur . Ólafsson. FÁLKINN V I K U B L A Ð sagt, hafði hún alveg sérstaikt lag á að vera með börnum. Ég sá hana síðast í sumar sem leið, á 75 ára afmæli hennar, glaða og skemmtilega, í hópi ættingja og vina. Þá var ég að dást að því, hvað hún var falleg og björt og hafði haldið öllum yndisþokka sínum. Og ég þakk- aði forsjóninni í hjarta mínu fyrir, að við höfðum fengið að hafa hana svona lengi hjá okkur. Ég veit, að það eru fleiri en margan grunar, sem sakna henn- ar og eru meira einmana eftir en áður. Guð blessi minningu hennar. Ólöf Nordal. FRAKKAR FRAKKAR POPLIIil FRAKKAR Kr. 865.- TLRYLLl FRAKKAR Kr. 1688.- Garðeigendur Nú er rétti tíminn til klippinga og grisjunar trjá- gróðurs. Útvegum húsdýraáburð í garða. FINNUR ÁRNASON, AGNAR GUNNLAUGSSON, garðyrkjumaður, sími 20078. garðyrkjumaður, sími 37785. BJÖRN KRISTÓFERSSON, garðyrkjumaður, sími 15193. Vé!amenn Vanur krana- og vélskóflumaður ðskast strax á nýtt tæki. VERK H.F. Laugavegi 105 Simar 11380 og 35974. Iðnnám Nemar í rennismíði, bifvélavirkjun og yfirbyggingu bifreiða geta komist að nú þegar. — UppL gefur GUÐMUNDUR Á. BÖÐVARSSON Kaupfél. Arnesinga. Stúlkur — Atvinna Framreiðslustúlku vantar nú þegar við veitingahúsið. HVOL, HVOLSVELLI Upplýsingar gefnar í síma 44 Hvolsvelli. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu SIGLO SILD - - ER SÆLGÆTI Heildsölubirgðir . JOHNSON &KAABER 7r * IJTSALA á teppabútum GOÐ vara lágt verð Axminster Skipholti 21. Sími 24676

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.