Morgunblaðið - 06.03.1963, Síða 1
24 síður
0 m MEÍMa
50. árgí^ngur
54, tbl. — Miðvikudagur 6. marz 1963
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Peron
vísað
frá
Spáni?
Orðrómur á
loffi um það
Madrid, 5. marz — (AP) —
SÁ orðrómur hefur komizt á
kreik á Spáni, að stjórn Argen-
tínu hafi farið þess á leit við
epönsku stjórnina, að hún visaði
íyrrv. forseta Argentínu Juan
Peron úr landi. Peron hefur
dvalizt á Spáni sem pólitískur
flóttamaður frá því í janúar 1960.
Ástæðan til tilmæla Argentínu
Btjómar er talin sú, að á Spáni
fékik Peron óáreittur að stjórna
hinum öfluga fkxklki stuðnings-
manna sinna í Argentínu. Talið
er að spánska stjórnin hafi orðið
við tilmælum Argentínustjórn-
ar.
T>j ónustufólk í húsi Peróns í
Madrid skýTði fréttamönnum frá
|>ví í dag, að Peron og kona hans,
Isabel Martines, hefðu farið frá
Madrid 27. febr. s.l. Hefðu þau
eetlað til Parísar og annarra
borga í Evrópu í skemmtiferð.
t>jónustufólkið taldi ólíklegt að
hjónin miyndu verða lengi að
heiman vegna þess að þau höfðu
ekilið eftir fjóra húnda, sem þau
eiga í Madrid.
Leiðtogi verkfallsmanna í Forbach flytur ræðu
VERKFALLSIViEIMN
Í FRAKKLAIMDI
iáta hótanir stjórwiarinnar sem
vindl um eyrun þjóta
París, 5. marz — (AP-NTB)
ÖLL vinna lá niðri í kola-
námum Frakklands í dag
vegna verkfalls námumanna
og þúsundir verkamanna og
verksmiðjufólks gerðu í dag
samúðarverkfall frá stundar-
fjórðungi til tveggja klst. —
Eins og kunnugt er, hefur
Kúba sakar USA u.m
árasarimcUrbúnin.g
Yfirlýsing innanrikisráðherra
Havana, 5. marz (NTB-AP)
KÚBUST JÓJtN sakaði
Bandaríkin í dag um að und-
irbúa árás á Kúbu og stofna
" með því heimsfriðnum í
hættu. Þessi ásökun kom
fram í 4000 orða skýrslu, sem
utanríkisráðherra Kúbu, Raul
Roa, sendi U Thant, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna. Roa fór þess á leit
við U Thant, að hann afhenti
sendinefndum ailra aðildar-
þjóða SÞ eintak af skýrsl-
unni.
í skýrslunni segir auk þess,
«em að ofan getur, að ástandið
Gromyko
lofar gest-
risni IMorð-
manna
OsJó, 5. marz (NTB)
EINS og skýrt hefur verið frá
«r Andrei Gromyko utanríkis-
Framhald á bls. 23.
á Karíbahafi sé enn mjög al-
varlegt og Bandaríkin skirrist
ekki við að fótumtroða alþjóða-
lög í aðgerðum sínum gegn Kúbu
stjórn. Bandaríkjamenn geri út
njósnara til þess að njósna um
Kúbumenn og herstöð þeirra við
Frarhh. á bls. 23
stjórn Frakklands skipað hln-
um 240 þús. kolanámumönn-
um, sem krefjast hærri launa
og styttri vinnutíma að snúa
aftur til vinnu sinnar, en
námumennirnir hafa ekki orð
ið við þeirri skipun.
Samkvæmt lögum frá 1938
hefur franska stjórnin heim-
ild til þess að kalla verkfalls-
menn til vinnu, ef „iífi þjóð-
arinnar er hætta búin af völd-
um vinnustöðvunarinnar“. —
Sinni verkfallsmenn ekki skip
unum stjórnarinnar kveða lög
in svo á, að þeim megi refsa
með sektum og fangelsisvist.
Stjórnin telur, að verkfall
kolanámumanna nú sé hættu-
legt lífi þjóðarinnar, vegna
hins mikla tjóns, sem efna-
hagslíf hennar bíði, ef verk-
fallið standi lengur en tvo sól-
arhringa. Verkfallið hefur nú
staðið fimm daga.
Fréttaritari AP í París sagði
í dag, að ekkert benti til
skjótrar lausnar verkfallsins.
Stjórnin neitaði að hefja við-
ræður við námumenn nema
þeir hæfu vinnu á ný, en
námumenn neituðu að hefja
vinnu fyrr en stjórnin hefði
gengið að kröfum þeirra.
Stjórnin sendi í gær herlið
til allra kolanámusvæðanna,
en hvergi kom til óeirða í dag
Var bæði af hálfu námu
manna og stjórnarinnar skor-
Framhald á bls. 23
10 ár
frá
jdauða
Stalíns
Ekki á það
minnzt
í IJSSR
Moskvu, 5. mdrz — (NTB) —
í D A G voru liðin 10 ár frá
dauða Stalíns, en þess var
ekki minnzt með einu orði,
hvorki í blöðum né útvarpi f
Sovétríkjunum. Einn lítill
mímósuvöndur, sem óþekkt-
ur gefandi lagði á gröf hans
var eina tákn þess að hann
væri ekki alveg gleymdur í
Sovétríkjunum.
í Albaníu var Stalíns aftur
á móti minnzt með mörgum
lofsamlegum greinum í blöð-
um landsins og sttytur af hon-
um voru blómum skrýddar.
Eitt albönsku blaðanna sagði,
að baktjaldamakk og svik Krús-
jeffs og annarra endurskoðunar-
sinna megnaði ekki að spilla vin-
áttu Albana og Rússa.
Málgagn albanska kommúnista
flokksins „Zeri i Popullit" birtir
Framhald á bls. 23
Viðræbur um eftir■
mann Adenauers
hefjast bráft i V-Þýzkalandi
Bonn, 5. marz (NTB—AP).
STJÓRN Kristilega demókrata-
flokksins í Vestur-Þýzkalandi fól
í dag formanni þingflokks Kristi-
legra demókrata, Heinrich von
Brentano, að hefja þegar viðræð
ur við ýmsa meðlimi þingflokks
BIDAIILT EKKI SAGÐ-
UR VERA í BRETLANDI
%
Yfirlýsing innanríkis ráðherrans
London, 5. marz (NTB—AP).
I DAG var viðtalið við Georges
Bidault, fyrrv. forsætisráðherra
Frakka, sem brezka útvarpsstöð-
in (BBC) útvarpaði í gær, til um
ræðu í neðri deild þingsins. Inn-
anríkisráðherra Breta Henry
Brooke svaraði fyrirspumum
stjórnarandstöðunnar og sagði
m. a„ að hann væri þess fullviss
að Bidault væri ekki lengur í
Bretlandi og hefði hann verið
þar, hefði hann komið til lands-
ins á laun.
Brooke sagði að BBC hefði ekki
ráðfært sig við stjórn Bretlands
áður en viðtalinu við Bidault var
sjónvarpað. BBC væri sjálfstætt
fyrirtæki og réði dagskrárefni
sínu þó að stjórnin legði frám
fé ■ til starfsemi þess.
Talsmaður BBC skýrði frá því
í dag, að viðtalið við Bidault
hefði farið fram fyrir skömmu
í London.
Frá Frakklandi bárust þær
fréttir, að franska stjórnin íiefði
sent brezku stjórninni mótmæla-
orðsendingu vegna viðtalsins við
Bidault. Talsmaður franska utan
ríkisráðuneytisins hefur neitað
þessu, en skýrt frá því, að
frönsku stjórninni hafi enn ekki
borizt svar við orðsendingu, sem
hún sendi brezku stjórninni fyrir
tveimur mánuðum. í þeirri orð-
sendingu var því haldið fram, að
Bidault og fleiri fjandmenn de
Gaulles Frakklandsforseta væru
látnir óáreittir í Bretlandi.
Haft var eftir áreiðanlegúm
heimildum í London í dag, að
Bidault hefði komið þangað á
laun um miðjan janúar og dvalist
í borginni í viku undir fölsku
nafni. Segja heimildirnar að á
þessum tíma hafi BBC átt viðtal
við hann.
ins nm hver skuli verða eflir-
maður Adenauers kanzlara.
Brentano var ekki veittur neinn
ákveðinn frestur til þess að kom
ast að niðurstöðu um það hvern
flokksmenn kysu eftirmann Aden
auers, en eins og kunnugt er mnn
I Vdenauer segja af sér næsta
haust.
Stjórn Kristilegra demókrata
kom saman í dag til þess að ræða
ágreining þann, sem ríkt hefur
milli Adenauers kanzlara og Er-
hards, efnahagsmálaráðherra, en
þeim tókst, að sögn að jafna á
fundi í gær. Bæði Adenauer og
Erhard, sem talinn er líklegur
eftirmaður kanzlarans, sam-
þykktu að von Brentano væri
falið að stjórna viðræðum um
hver verði eftirmaður Aden-
auers.
Sex voru
dæmdir
til dauða
París 5. marz (NTB-AP).
HERRÉTTURINN í Vincennes
kvað í gær upp dóm í máli mann
anna 15, sm sakaðir eru um þátt
Framhald á bls. 23.