Morgunblaðið - 06.03.1963, Page 8
8
M ORCV ÍS BL ABIB
Miðvikudagur 6. marz 1963
Lyfsölulög, ríkisábyrgðir
o.fl. rætt á Alþingi í gær
Á FUNDI neðri deildar Alþingis
í gær var frumvarp ríkisstjórn-
arinnar um hámarksþóknun fyrir
verkfræðinga samþykkt við 2.
umræðu með breytingartillögum
meirihluta allsherjarnefndar. Þá
var frumvvörpum um ríkisábyrgð
ir og aðstoð til vatnsveitna vísað
til 2. umræðu, frumvarp um verk
fræðinga samþykkt við 2. um-
ræðu og loks urðu töluverðar um
ræður um frumvarp til lyfsölu-
laga og tókst ekki að ljúka þeim,
áður en fundartimi deildarinnar
rann út.
Heildariöggjöf um lyfsölu
hefur aldrei verið sett
Gísli Jónsson (S) gerði fyrir
hönd heilbrigðis- og félagsmála-
nefndar grein fyrir nokkrum
breytingartillögum, er nefndin
hafði orðið sammála um að bera
fram, auk þess sem hún lagði
til, að frumvarpið yrði sam-
þykkt.
Nefndin sendi
frumvarpið til
umsagnar ýmissa
aðila, og ræddi
alþingismaður-
inn mjög ýtar-
lega þær athuga-
semdir og ábend-
ingar, sem fram
hefðu komið í
umsögnunum.
Heildarlöggjöf um lyfsölu hefur
aldrei verið set,t hér á landi,
°g byggjast allar framkvæmdir
þeirra mála á tilskipun frá 1672
og ýmsum reglugerðum, sem síð-
an hafa verið út gefnar. Er langt
síðan mönnum varð það ljóst, að
við svo búið mátti ekki standa.
Hefur því verið unnið að því á
síðustu tveim áratugum að undir
búa heildarlöggjöf um lyfsölu og
árangur þess mikla starfs er það
frumvarp, sem um ræðir.
í>ó leggur nefndin til, að ýmsar
breytingar verði gerðar á frum-
varpinu, en allar miða þær breyt
ingartillögur svo sem frekast
verður unnt að því, að verða við
þeim óskum, sem nefndinni hafa
borizt, án þess þó að veikja það
öryggi, sem frumvarpið veitir öll
um almenningi, ef að lögum verð
ur.
Hannibal Valdimarsson (K) og
Jón Skaftason (F) mæltu fyrir
breytingartillögum sínum, sem
þeir báru fram hvor í sínu lagi,
og miðuðu m. a. að því, að lyf-
söluleyfi megi veita einstakling-
um, sveitarfélögum, sjúkrasam-
lögum, samvinnufélögum eða fé-
lögum svo og Háskóla íslands.
Hins vegar töldu þeir báðir, að
frumvarpið bæri að samþykkja.
Sammála í aðalatriðum
Bjarni Benediktsson heilbrigð-
ismálaráðherra þakkaði hinar
góðu undirtektir, sem frumvarpið
hefði fengið. Mjög mikil vinna
lægi í samningu þess, sem segja
mætti að innt hefði verið af
hendi í heilan mannsaldur, þar
sem árið 1920 hefðu hafizt at-
huganir í þessu skyni og frá 1940
a. m. k. hefðu öðru hvoru verið
lögð frumvörp
til lyfsölulagg
fyrir Alþingi.
Lengst af hefði
verið ágreining-
ur ýmis höfuð-
atriði, en nú
stæði deildan að
eins um atriði,
er minna skiptu,
og eins og fram
hefði komið væru allir sammála
um, að leggja til, að frumvarpið
yrði samþykkt.
I>á ræddi hann nokkuð þær
FRAMTÍÐARSTARF
Röskur þiltur um tvítugt óskast til afgreiðslustarfa
strax
Upplýsingar kl. G—7 í kvöld.
H ERRADEILD
Vélbátur til sölu
8—12 lesta vélbátar, nýjir og nýlegir með og án
veiðarfæra. Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar.
17 lesta vélbátur, mikið endurnýjaður, vél frá 1960.
18—30 lesta vélbátar með nýlegum vélum og góðum
spilum.
38 lesta vélbátur með nýrri vél.
46 lesta vélbátur í ágætu ástandi.
65 lesta vélbátur með öllum útbúnaði til síldveiða.
85 lesa vélbátur, gjörendurnýjaður og öllum tækjum
til síldveiða.
100—110 lesta eikarbátur með öllum tækjum til síld-
veiða og góðum vélbúnaði.
250-—300 lesta vélskip með 900 ha Deutz-diesel
(nýsmíði) til afhendingar í sept.—okt.
Austurstræti 10. 5. hæð
Símar 24850 og 13428.
TRVGCINDAR
F&STEICNIS
breytingartillögur HV og JS, sem
fyrr er getið, og miða að því, að
lyfsöluleyfi verði ekki eingöngu
bundið við lyfjafræðinga, eins og
gert er í frumvarpinu, þó þau
félagasamtök haldi leyfinu, sem
þegar hafa fengið það. Benti
hann m. a. á, að með því að
heimila félagasamtökum að reka
lyfjabúð yrði miklu flóknara,
hvern ætti að kalla til ábyrgðar,
stjórn fyrirtækisins eða lyfja-
fræðing þess. Auk þess kæmi
þar fleira til, sem hann gerði
nánari grein fyrir. Loks tók hann
svo fram, að ef það sýndi sig,
að einstakir lyfjafræðingar
treystu sér ekki til að stofnsetja
þar lyfjabúð, sem rétt stjórnar-
völd teldu þörf á henni, skyldi
hann vera fyrstur til að taka það
mál upp að nýju.
Skúli Guðmundsson (F) kvað
álíka fráleitt að gefa eingöngu
lyfjafræðingum lyfsöluleyfi og að
heimila eingöngu skipstjórum að
reka útgerð.
Ríkisábyrgðir
Jón Skaftason (F) gerði grein
fyrir frumvarpi um breytingu á
lögum um ríkisábyrgðir. Með
þeim lögum hefði það nýmæli
verið tekið í lög, að þeir, sem
fengu ríkisábyrgðir á lánum,
urðu að gjalda fyrir það 1% af
lánsfjárhæðinni, ef um einfálda
ábyrgð var að ræða, en 1 Vá%, ef
um sjálfskuldaábrygð var að
ræða. Gjald þetta nefnist áhættu-
gjald og rennur í ríkisábyrgðar-
sjóð. Um langt árabil hefðu fé-
lagsmenn í byggingarsamvinnu-
félögum getað fengið ríkisábyrgð
á lánum úr lífeyrissjóðum og
hefði reynslan sýnt, að ríkissjóð
ur hefði ekki orðið fyrir fjár-
hagstjóni af þeim ábyrgðum, þvl
legði hann til, að þær ríkisábyrgð
ir yrðu undanþegnar áhættu-
gj aldinu.
Aðstoð til vatnsveitna
Björn Fr. JJjörnsson (F) gerðl
grein fyrir frumvarpi á lögurn
um aðstoð til vatnsveitna. Komið
hefði í ljós, að sá hængur væri
á þeim lögum, að styrkurinn úr
ríkissjóði gæti orðið æði takmark
aður í því tilfelli, þegar svoköll-
uð stofnæð er aðeins lítill hluti
alls vatnsveitukerfisins. I>á koma
hins vegar aðaldreifiæðar
snemma til og verða höfuðhluti
dreifilinukerisins. Miðast styrk-.
urinn nú einungis við stofnæðina
sjálfa, en með frumvarpinu er
lagt til, að hann nái einnig til
aðaldreifilínukerfisins, enda nauð
synlegt, þegar svo stendur á, sem
fyrr er getið.
NámskeiH tyrir skipstjóra meS
minni iiskimannaprói?
Námskeið fyrir skipstjóra 3
Á FUNDI efri deildar Alþingis í
gær gerði Emil Jónsson sjávar-
útvegsmálaráðherra grein fyrir
frumvarpi ríkisstjórnarinnar um,
a'ff námskeiff fyrir hið minna
fiskimannapróf, er veit skip-
stjórnarréttindi á skipum allt aff
120 brúttólestum, verffi haldin til
ársloka 1967, en frumvarpiff hafði
áffur veriff samþykkt i neffri
deild.
Breytt viffhorf.
Jón Árnason (S) benti á, að á
undanförnum árum hefur sú
breyting átt sér stað um stærð
hinna nýrri fiskibáta að í stað
80—120 lesta báta, sem mest var
um á tímabilinu á eftir stríðsár
unum, hafa nú
einvörðungu ver
ið byggðir vél-
bátar, sem eru
stærri en 120
rúmlestir. Með
þessu nýja við-
horfi hefur að
sjálfsögðu skap-
azt aukin þörf
og meiri eftir-
spurn eftir skipstjórum, sem
hafa réttindi á skipum yfir 120
rúmlestum. Með hliðsjóm af
þessu taldi alþingismaðurinn, að
rétt væri að athuga, hvort ekki
væri nauðsynlegt, að nú yrði
gripið til þess ráðs, sém gert var
undir svipuðum kringumstæð-
um á árunum 1947—1951, er skip
stjórum með hinu minna fiski-
mannaprófi, er gengt höfðu
skipstjórn um nokkur ár, var gef
inn kOstur á því með sérstöku
námskeiði við Stýrimannaskóla
íslands að afla sér aukinnar
menntunar og öðlast með því
réttindi til þess að stjórna fiski-
skipum af hvaða stærð sem er.
Án slíkra ráðstafana taldi al-
þmgismaðurinn. a^vart yrði hjá
því komizt að veita meira og
minna undanþágur til skipstjórn
ar á hinum nýju, stóru vélskip-
um þeim mönnum, sem nú hefðu
aðeins hið minna fiskimannapróf.
Eins vetrar nám.
Emil Jónsson sjávarútvegs-
málaráffherra kvað þá menn, er
mest hafa fjallað um þessi mál,
Verkamenn óskast strax
Byggmgaféiagið Brú hf.
Borgartúni 25. — Símar 16298 og 16784.
IðnaSarhúsnœði
til sölu
Síðla sumars verður til sölu ca. 200—400 ferm.
iðnaðarhúsnæði, á einum allra bezta stað inni í
bænum. Húsna:ðið er í smíðum. Lysthafendur sendi
nöfn, heimilisföng og símanúmer til afgr. Mbl. —
meikt: „Iðnaðarhúsnæði — 6328“.
CASTELLA
Nœlon þvottaefnið
nú aftur fáanlegt.
Bankastræti 6.
ekki telja gerlegt að fá hin nýju
og stóru skip í hendur mönn-
um með hið minna fiskimanna-
próf, enda væri þeim iðulega
siglt milli landa, en námsskeið-
in gæfu alls ekki réttindi til
slíkra siglinga. Hins vegar kvaðst
hann vita, að mál þetta væri
örðugt viðfangs, en hið æski-
lega hlyti að vera það, að skip-
stjórnarmenn sæktu Stýrimanna
skólann og þyrftu þeir, er lok-
ið hefðu hinu minna fiskimanna
prófi ekki að stunda þar nema
eins vetrar nám til að öðlast full
réttindi.
• Byggður úr þykkara body-
stáli en almennt gerist.
• Ryffvarinn — Kvoðaffur.
• Kraftmikil vél — Fríhjóla-
drif — Stór farangurs-
geymsla.
• Bifreiffin er byggff meff
tilliti til aksturs á malar-
vegum, framhjóladrifin.
• Verff kr. 150.000,00.
Meff miðstöff, rúffuspraut-
um, klukku í mælaborði
o. fl.
• Fullkomin viðgerffa-
þjónusta.
• Nægar varahlutabirgffir.
Söluumboff á Akureyri:
Jóhannes Kristjánsson hf.
Sveinn B jornsson & Co.
Hafnarstræti 22 — Reykjavík
Sími 24204.