Morgunblaðið - 06.03.1963, Síða 14

Morgunblaðið - 06.03.1963, Síða 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. marz 1963 Eg þakka hjartanlega mér sýnda vinsemd á 70 ára afmæli mínu, 27. f. m. Jón Ólafsson. Öllum, sem glöddu okkur með heimsóknum, ræðum, ljóðaflutningi, skeytum og margskonar gjöfum, þann senduð og færðu mér gjafir, skeyti og kveðjar, á Guð launi þeim. Soffía Jensdóttir, Gunnlaugur Pétur Sigurbjörnsson, Torfustöðum. Hjartanlega þakka ég öllum, sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu með blómum, skeytum og gjöfum. — Guð blessi ykkur vir.áttu ykkar og hlýjan hug. Kagnheiður Snorradóttir. Innilegar þakkir til ykkar allra, sem heimsóttuð mig, senduð og færður mér gjafir, skeyti, og kveðjur, á fimmtugsafmæli mínu. Kær kveðja með þökk fyrir síðast. — Kristinn Ólafsson, Hænuvík. Faðir minn og tengdafaðir, GUÐMLNDUR GUÐMUNDSSON frá Hóli í Hafnarfirði, lézt þriðjudaginn 5. marz. Esther Guðmundsdóttir, Símon Sigurjónsson. Móðurbróðir minn SIGTRYGGUR SIGTRYGGSSON, bakari, Burmeistergade 10, Kaupmannahöfn, andaðist laugardaginn 2. marz sL Sigtryggur Klemenzson. HELGA GUNNLAUGSDÓTTIR, frá Hjalteyri andaðist að sjúkrahúsinu á Akureyri, þriðjudaginn 5. marz. Jarðarförin auglýst síðar. , Umf. Vaka sýnir Ævintýri á gönguför Seljatungu, 1. marz. UNGMENNAFÉLAGIÐ Vaka í Villingaholtshreppi er ungt að árum, stofnað árið 1936. Það hefur að mörgu leyti verið starfsamt félag, ekki sízt í íþróttamálum og hafa úr því fé- lagi m. a. komið tveir mestu glimukappar landsins á sinni tíð. Frjálsíþróttamenn hefur félagið og átt ágæta og hafa þeir víða farið og sótt íþróttafegurð og frama. Að sjálfsögðu er þetta ekki eina viðfangsefnið er fé- lag þetta hefur sinnt á liðnum árum, heldur fjölmörgum verk- efnum, sem hér verða ekki upp talin. Er það og svo um velflest ungmennafélög að þótt þau beini starfi félaga sinna að marghátt- uðum verkefnum, ber jafnan eitt hvert viðfangsefnanna hæzt á hverju tímabili fyrir sig. Leiklistarmál hefur félagið ekki mikið fengizt við. Stafar það þó sízt af því að í því félagi hafi verið skortur hæfra karla og kvenna til þess að takast fang- brögðum við þá list, heldur miklu fremur skortur á félags- heimili þar sem samastaður væri fenginn og aðstaða til þess að reyna getu sína í þeim efnum. Nú hefur högum félags þessa verið svo gjörbreytt, að það á hlutdeild og aðgang að einu vist- legasta félagsheimili hér austan fjalls og er það vel. Ungmenna- félagið Vaka hefur og kunnað að meta þessa breytingu á starfs- aðstöðu sinni og tekið til að sinna þeim þættinum í félags- starfinu, er ég sagði hér að framan að helzt hefði orðið út- undan á liðnum starfstíma þess. Og sannarlega er ekki ómyndar- lega af stað farið með verkefna- val, þar sem félagið hefur í vet- ur æft Ævintýri á gönguför eftir J. C. Hostrup. Frumsýning leiks- ins fór fram í Þjórsárveri hinn 24. febr. sl. og tvær aðrar sýning- ar hafa verið í þessari viku. Sjónleikur þessi er nánast gamall kunningi fólks og er því eigi ástæða að fara um það verk fleiri orðum. Frú Margrét Björns dóttir á Neistastöðum er leik- stjóri og er það vitanlega ómet- anlegur fengur fyrir félagið að hafa átt þess kost að njóta að- stoðar og stjórnar hennar við þetta erfiða viðfangsefni, því frú Margrét hefur ekki einasta nokkra kunnáttu á þessu sviði, heldur er það ekki lítils virði að hún þekkir betur aðstæður allar hjá fólki því, er hún hefur valið í hlutverkin, heldur en stjórn- andi, sem sóttur hefur verið. Auðvitað má að öllu eitthvað finna og mér dettur ekki í -hug að segja að leikstjórn Margrétar sé gallalaus og hlutverkaskipun gæti verið betri, en það breytir ekki því, að í aðalatriðum er svið setning og stjórn leiksins góð. Að öðru leyti ætla ég ekki að setja mig í þessum línum í leik- dómara sess, enda þeim ágalla háður að vera ekki dómbær á söngraddir fólks, en söngur er svo sem allir vita mikill í sjón- leik þessum. Hinsvegar er engin ástæða til þess að,leyna því áliti mínu, að leikendur hafi velflestir sýnt ágætan leik, margir sterka inn- lifun í hlutverk sín og prýðilega raddbeytingu. Með hlutverk í leiknum fara: Sigurður Björg- vinsson leikur Svale ássesor, Börn og barnabörn. Systir mín ÓLÖF JÓNSDÓTTIR frá Yallnatúni andaðist 4. marz að Skógum, Austur-Eyjafjöllum. Kristinn Jónsson, klæðskeri. Konan mín , kristIn stefánsdóttir lézt í gær í Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur. Ágúst Sveinsson, Ásum. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG NIELSEN, andaðist að Elliheimilinu Grund. Jarðarförin ákveðin þann 8. þ. m. kl. 10,30 f.h. frá Fossvogskirkju. Böm, tengdadóttir og sonarbörn. Faðir minn ÓLAFUR GUNNLAUGSSON, fyrrverandi kaupmaður, Ránargötu 15 andaðist í Landakotsspítaia 5. þ.m. —r Jarðarförin auglýst síðar. Halldóra Ólafsdóttir. Litli drengurinn okkar, B A L D U R andaðist fimmtudaginn 28. febr. að hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði. Jarðarförin hefur farið íram. Þökkum auðsýnda samúð. Gunnur og Friðbjöm Hólm. Þökkum samúð og hluttekningu við andlát og útför frænda okkar BJÖRNS GUÐMUNDSSON fyrrverandi skólastjóra að Núpi. Bróðurbörnin. Þökkum ölluin, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við jarðarför móður okkar SIGRÍÐAR ÁRNADÓTTUR Börn, barnabörn og tengdaböm. Starfsstúlka óskast S|úkrahúsið Sólheimar 3-5 herbergía íbúð vantar mig nú þegar. — Uppl. í síma 19861. Egill Benediktsson, veitingamaður. verðnr sérfræðingnr, ungfrú Leroy, frá O R L A N E snyrtivöru-verksmiðjunum í París til viðtals í verzlun okkar. — Jafnframt því að sýna nýjar vörur, þá mun hún einnig gefa Ó K E Y P I S ráð notkun snyrtivara. Bankastræti 3. og leiðbeiningar um Guðbjörg Gestsdóttir leikur Lártl dóttur hans, Sesselja Ólafsdóttir leikur Jóhönnu bróðurdóttur assorsins, Eiríkur Magnússon leikur Krans kammerráð, Mar- grét Björnsdóttir leikur Helenu konu hans. Bjartmar Guðmunds- son leikur Vermund skógfræðing, Gísli G. Magnússon leikur Her- löv stúdent, Ingjaldur Ásmunds- son leikur Ejbek stúdent, Eirík- ur Eiríksson leikur Skrifta-Hans og Ásgeir Gunnlaugsson leikur Pétur bónda. Söngstjóri og píanó- leikari er Ólafur Sigurjónsson. Leiktjöld og búningar eru fengin frá Leikfélagi Vestmannaeyja, svo og hefur Leikfélag Selfoss verið Vöku hjálplegt með xrndir- búning að sýningum. Og svo að síðusu, góðir félagar í Vöku: Ég óska ykkur til ham- ingju með þann sigur er þið hafið öll í sameiningu unnið með því að koma þessu kunna leik- riti á svið og að þið hafið sýnt miklu meiri getu en við að ó- reyndu þorðum að búast við. Vilji ykkar og áræði verður ekki vanmetinn enda þótt nú gjörist fólk kröfuhart um leik- sýningar. Verið getur að fram- tak ykkar verði til þess að sanna nútímanum að í strjálbýlinu get- ur líka lifað list. Allt á sinn vaxtarmöguleika, þegar vel er hlúð að í fyrstu. Gunnar Sigurðsson. — Rv'ikurflugvöílur Framih. af bls. 11. völlur er einn með öruggari og betri fluigvölluan Evrópu hvað lendingar- og flugtaiksskilyrði smertiir. Þar eru staðsett öll öxr- yggistæki fullkomnustu fflug- valla, svo sem bli ndlend i ngar- tæiki og vel þjálfað bruna- og björgunarHð, svo aðeins eittihvað sé nefnt. Sé ihins vegar hægt að telja mönnum trú uan, að vegna fj ar- lægðar frá Reytkjavilk sé ekkl um að ræða að nota völHnn, sem 'þó er beint út í bláinn miðað við fjarlægðiir flugvalla frá stór- borgum nærliggjandi landa, og þó reynt sé að gera lagningu steypts vegar til Keflavíkiur tor- tryggilega, er þó enn ein leið eftir, sem ekki hefur mér vitan- lega verið rædd, en það er að leggja Monorail (rafmagnsloft- brauit) milli Reykjavikur og Keflavíkur. Vegurinn ásairnt mon arail mundi ekki kosta nema iit- inn hluta af þvi sem nýr flug- völlur mundi kosta. Við monorail mundi úr sögunni ísingarfiœtitan, sem verið er að reyrxa að hræða fólk með, en ferðin hins veg- ar taka mun styttri tiíma en aftir veginum við beztu skilyrðL Land undir flugvöll fyri> sjúkrafiuigvélar og smávédar má finna svo til hvar sem er i niá- grenni Reyikj avíkiuir, jafnvel nota part af þeim gamla um stundar- sakir. Ég kem svo að siðustu að jnnl atiriði í íslenzkum flugvllanmál- uon, sem algjörlega hefur verið vanrækt, en það er bygging ör- uggs varaifluigvallar fyrir Kefla- víkurflugvoll au®tan liands eða norðan. Væri hann fyrir hendd hefðum við nú þegar tugmiUjóna •króna gjaldeyristekjur af lend- ingum eriendra véla á Kefla- víkurflugvellii. Þetta er ekki fyr- ir hendi einfaldilega vegna þesa að næstu varavellir Keflavíkiur- flugvallar eru PreSt-wick i Skot- landi og Gander á Newfound- land. Viðkomu stórra miUilanda- véla er ekki unt að áætla 4 Keflavik á meðan enginn vara- völliur er hérlendis. Að vísu hef- ur Pan Aimerican flugfélagið hér áætlun á Keflavik, en fljúga hing að oftaist með hálftómar eða tón> ar vélar. Þarna hafa íslendiingair .mi'sst óþægilega af strætisvagn- ihuim. Ég hef aðeins stiklað á þvl stærsta, af þvií sem fram kom J blaðaviðtali flugmáilastjóra, Margt fleira mæitti nefna, en verður að báða síðari tíima af tilefni gefst. Keflavíkurflugvelli, 14. felbr. 1963 Þóröur E. Uulídorsson,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.