Morgunblaðið - 06.03.1963, Qupperneq 15
Miðvikudagur 6. marz 1963
MORCVNBLAÐ1Ð
15
VIÐTAL þaS sem hér fer
á eftir er eftir féttaritara
Morgunblaðsins á Akur-
eyri, Sverri Pálsson cand.
mag. Sverrir hefur nýlega
tekið við starfi frétta-
manns blaðsins á Akur-
eyri og býður Morgunblað
ið hann velkomin til starfa.
Ungir fiskræktendur. Ljósm.: Eövarð Sigurgeirsson.
„Við viljum beina orku æskufólk-
sins í þroskavænlegan farveg”
gert áður fyrir unga fólkið hér
í bæ.“
„Já, mikil ósköp. Hér hefur
margt merkilegt verið gert;
bæði hefur æskuXólkið verið á-
hugasamt sjálft um ýmis þörf
verkefni sér og öðrum til hags
og heilla og verið vel sjálf-
bjarga í þeim efnum, og svo
hafa margir úr hópi fullorð-
inna tekið að sér forystu í fé-
lagsmálum þess. A það má til
dæmis benda, að Akureyri
er bæði vagga Góðtemplara-
reglunnar og ungmennafélag-
anna í landinu. — Reglan hef
ur unnið merkilegt starf fyrir
börn og unglinga í bænum á
undanförnum árum, bæði inn-
an barnastúkanna og á öðrum
sviðum. Um margra ára skeið
héit Reglan uppi leikstofu,
skemmtiklúbbum og margs
konar föndurnámskeiðum í
æskulýðsheimili sínu, VarS-
borg. Nú hefir fyrirkomulagi
starfseminnar þar verið breytt
og unglingar geta innritazt í
ýmsa klúibba, sem hver hefir
ákveðið verkefni að vinna
að. Eru nú starfandi frímerkja
klúbbar og flugmjódelklúbb-
ur, og bráðlega mun taka tii
starfa Ijósmyndaklúbbur í sam
ráði vfð Æskulýðsráð. Nýlega
hefur Borgarbíó, sem er eign
templara, gengizt fyrir sér-
stokum kvikmyndasýning-
um fyrir skólafólk, og eru
sumar myndirnar fengnar frá
Sp'alBað við Hermann Sígtryggsson
æskulýðs og íþróttafulltrúa á Akureyri
UTAN I grösugri brekku, sem
rís upp og vestur af fjölsóttu
íþróttasvæði Akureyringa,
blasa við augum áhorfendapall
ar, sem láta lítið yfir sér fljótt-
á litið. Nú eru trébekkirnir,
sem oft eru að sumarlagi þétt
setnir skapheitum knattspyrnu
unnendum, þaktir svellstorknu
©g þunnu snjólagi. Hrópin og
brýningarnar frá sumrinu hafa
löngu hljóðnað, en einmana
og vænglúinn hrafn hefir val
ið. sér áningarstað á einum
bekknum á leið sinni frá
fjöru til fjalls og krunkar nú
spekimgsJega við sjálfan sig.
En pallar þessir eru annað
og meira en þeir virðast vera
úr fjarlægð. Undir þeim er
nefnilega stórt og vandað
hús, sprengt og grafið inn í
brekkuna. Þess húss verður þó
ekki vart, fyrr en að er kom-
ið. í þessum bergkastala, sem
vígður var á aldarafmæli
Akureyrarkaupstaðar síðastlið
ið sumar, er hreiður og höfuð
vígi íþróttastarfsins í bænum,
Þar er einnig skrifstofa hins
nýkjörna æskulýðs- og íþrótta
fulltrúa Akureyrar, Hermanns
Sigtryggssonar íþróttakénn-
ara.
ELnn góðan veðurdag bregð
ég undir mig- betri löppinni og
geng á fund Hermanns í því
skyni að afla frétta af starfi
hans. Ég opna útidyrnar með
hálfum huga, veit ekki glaggt,
hvað við tekur þarna undir
yfinborði jarðar, Jú, mikið
rétt, nógur er ylurinn. Tveir
stigar blasa við, liggur annar
niður, hinn upp, ívið þrengri.
Mér lízt ekki á þann fyrr-
nefnda, en feta mig eftir hin-
um upp á inhanhúss-loftsvalir,
unz étg kem að opnum dyrum.
Mér léttir. Hermann er fund
inn, situr snöggklæddur og
skriifar bxóf, umkringdur bik-
urum, veggskjöldum, borð-
fánum, félagsveifum, upp-
dráttum, bókum og skjölum.
„Nei, sæll og blessaður,
gakktu í bæinn, „segir húsráð
andi, sprettur upp úr sæti sínu
og hristir iiönd mina. — „Ég
verð alltaf að láta standa opið
fram á ganginn vegna hitans,
þó að það sé föst morgunleik-
fimisæfing hjá mér að opna
gluggann þarna,“ segir Her-
mann með glaðlegu brosi og
bendir á vesturvegginn. Ég
keyri höfuðið á bak aftur og
virði fyrir mér gluggann á
veggnum, efst uppi undir hinu
skáhalla lofti, og skilst þegar,
að þann glugga muni ekki
aðrir upp láta en knáir menn
og harðfylgnir, þar sem til
þess þarf að renna upp tveggja
mannhæða vegg, lóðréttan.
„Ætlunin var nú að árna •
þér heilla í hinu nýja starfi
þínu og spyrja af því sönn tíð
indi. Ég þykist vita, að þú
hafir ærið að starfa.“
„Já, satt er það, ekki þarf ég
að kvíða iðjuleysinu. Hér
væru næg verkefni handa
þrem eða fjórum mönnum, ef
fjárráð væru meiri. En svo er
fyrir að þakka, að margir hafa
brennandi áhuga á æskulýðs-
málum og leggja fram mikla
vinnu og tíma án endurgjalds
til velferðarmála æskufólks í
bænum, og er ánægjulegt að
vinna með því fólkL“
„Segðu mér, hver voru til-
drög að því, að embætti þitt
var stofnað?"
„Upphaf þess máls má
rekja til bréfs, er Barnavernd
arnefnd skrifaði bæjarstjórn
Akureyrar í nóvember 1961
xneð tilmælum um, að hún
gengist fyrir stofnun æsku-
lýðsráðs, er hefði á hendi yfir
umsjón með æskulýðsstarf-
semi í bænum, skipulegði hana
og samræmdi. Bæjarstjórn
kaus skömmu síðar nefnd tii
að gera tillögur um skipulag
og verksvið æskulýðsráðs. í
þessari undirbúningsnefnd
áttu sæti 5 kennarar auk sr.
Péturs Sigurgeirssonar, sem
var formaður hennar. Nefnd-
in hélt marga fundi oig samdi
drög að reglugerð fyrir æsku-
lýðsráðið, sem bæjarstjórn
samþykkti á fundi sínum 16.
október 1962. Jafnframt kaus
bæjarstjórn 3 menn í ráðið, -
þá Einar Helgason, Guðmund
f>orsteinsson og Harald Sig-
urðsson. Fjórir menn voru til-
nefndir af ýmsum félagasam-
tökum, þeir Eiríkur Sigurðs-
son af framkvæmdaráði IOGT
Björn Baldursson af íþrótta-
bandalagi Akureyrar, sr. Pét-
ur Sigurgeirsson af Æskulýðs
félagi Akureyrarkirkju og
Tryggvi Þorsteinsson af skáta
félögum. Sr. Pétur var kos-
inn formaður ráðsins. í sam-
vinnu við íþróttaráð, sem er
fastanefnd kosin af bæjar-
stjórn, var ákveðið að ráða
æskulýðs- og íþróttafulltrúa,
er sæi um daglegan rekstur
og framkvæmdastjórn á veg-
um beggja ráðanna. Við þessu
starfi tók ég nú um ái'amót-
in.“
„Nú hefur sitthvað verið
Frá mvndlistarnámskeiðinu.
Hermann Sigtryggsson.
Æskulýðsráði Reykjavíkur.
Enn má nefna, að Bókasafn
templara hefur hafið útlán
barnabóka og opnað lesstofu."
„Ekki hefur kirkjan látið
sitt eftir liggja?"
‘Sannarlega ekki. Æskulýðs
félag Akureyrarkirkju var
stofnað 19. október 1947 og
hefur starfað síðan af miklum
krafti. Teilja má sr. Pétur
Sigurgeirsson „föður“ þess fé-
lagsskapar, en hann og aðrir
sclknarprestar hér, þeir sr.
Kristján Róbertsson og sr.
Birgir Snæbjörnsson, hafa
jafnan vakað yfir félaginu og
verið því öflugir leiðtogar.
Fundir hafa alltaf verið fjöl-
sóttir og félagslíf fjörgugt.
T.d. hefur lengi starfað innan
þess róðrarklúbbur, sem orðið
hefur sigursæll á íslandsmót-
um. Auk þess félags vinna svo
deiLdir úr KFUM og KFUK
Framhald á bls. 16.