Morgunblaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 16
16
MORCVNBLAÐIB
Miðvikudagur 6. marz 1963
— Akureyri
Framh. af bls. 15
hér Pbæ að kristilegu ung-
mennastarfi.“
„Hvað um íþróttalífið?"
„Síðan um aldamót hefur
verið mikill og almennur í-
þróttaáhugi á Akureyri og
æskumenn og konur stundað
margvíslegar íþróttagreinar,
enda hafa Akureyringar oft
náð langt í ýmsum greinum,
einkum vetraríþróttum. Nú
eru ekki færri en 6 íþrótta-
félög starfandi í bænum og
hafa hvert um sig á stefnu-
skrá sinni eina eða fleiri grein
ar íþrótta. Sameinginlega
mynda þau iþróttabandalag
Akureyrar. — Bæjarfélagið
hefur verið örlátt á fé til
íþróttamannvirkja, miðað við
það, sem víða annars staðar
gerist, og sýnt með því skiln-
ing á gildi líkamsræktar fyrir
vaxandi kynslóð. Við eigum
nú ágætan grasvöll fyrir knatt
spyrnu ásamt stökk- og hlaupa
brautum og litlum æfinga-
velli, sem notaður er undir
skautasvell að vetrinum, og
það kunna ungir og gamlir
sannarlega vel að meta.
Iþróttahús með tveimur fim-
leikasölum var reist árið 1942
og ágæt sundlaug, reypdar
bæði útilaug og litil innilaug
ásamt gufubaðstofu, er við
hlið þess. Svo má nefna skíða
hótelið í Hlíðarfjalli, sem nú
er bráðum fullbúið, að ó-
gleymdu þessu húsi, sem við
erum nú í.“
„Bkki má gleyma skátun-
um.“
„Nei, enda hef ég ekki
gleymt þeim, það ættu þeir
sízt af öllu skilið. Skátaregl-
an hefur starfað hér lengst
af síðan 1917 og verið mjög
virk. — Enn mætti nefna
ýmislegt fleira í þessu sam-
bandi auk alls þess, sem skól-
arnir gera fyrir unga fólkið í
bænum utan dagkrár."
„En svo að við víkjum nú
aftur að Æskulýðsráði, hvert
er hlutverk þess?“
„Aðalverkefnið er að vinna
að eflingu félagslifs meðal
æskulýðs á Akureyri og hafa
um það samvinnu við þá að-
ilja, sem um þau mál fjalla.
Ég vil sérstaklega taka það
fram til þess að koma í veg
fyrir hugsanlegan misskiln-
ing„ að við viljum ekki grípa
inn á þau svið æskulýðsstarfs,
*em fýrir eru í bænum, eða
stunda neins konar samkeppni
við einstök félög .heldur sam
ræma störf þeirra og styðja
að þeim af fremsta megni.
Hins vegar höfum við brotið
upp á ýmsu nýju og munum
væntanlega gera það í rikari
mæli framvegis til þess að
fylla í ýmis skörð tómstunda-
starfsins og koma til móts við
óskir sem flestra um fjöl-
breytileg viðfangsefni. — Auk
þess er það í verkahring Æsku
lýðsráðs að hafa umsjón með
rekstri tómstunda- og félags-
heimila og semja starfsreglur
fyrir þau, gera tillögur um
fjárveitingar úr bæjarsjóði til
æskulýðsmála og leitast við
að ná til þess æskufólks, sem
vegna áhugaleysis eða af öðr-
um ástæðum tekur ekki þátt
í heilbrigðum viðfangsefnum
í tómstundum sínum, og beina
orku þess í þroskavænlegan
farveg.“
„Hvað hefur svo verið gert
fram til þessa?“
„Eitt fyrsta verk Æskulýðs
ráðs var að efna til skoðana-
könnunar meðal unglinga,
bæði í Gagnfræðaskólum og
á ýmsum vinnustöðum, til þess
að fá vitneskju um óskir
þeirra um skemmtanir og tóm
stundaverkefni og eins hitt,
hve mikinn tíma unglingar
hafa afgangs frá námi og
vinnu. Á niðurstöðum þessar-
ar könnunar höfum við svo
reist áætlanir okkar og fram-
kvæmdir. — Annars má ekki
minnast svo á undirbúnings-
stöx-f ráðsins, að þess sé ekki
getið með þakklæti, að Jón
Pálsson, tómstundaráðunaut-
ur Reykjavíkur, kom hingað
norður eftir áramótin og var
okkur til ráðuneytis um þessi
efni. Leiðbeiningar hans urðu
okkur ómetanlegar, enda er
Jón gagnkunnugur starfi sem
þessum í smáatriðum, holl-
ráður og góðviljaður.“
„Og síðan hafa hendxxr stað-
ið fram úr ermum.“
„Ójá, ég held mér sé óhætt
að segja það. Við vorum svo
heppnir að fá þetta ágæta
hús til umráða í vetur, enda
hefði það annars staðið ónot-
að Hér eru haldin námskeið,
og iiér halda ýmsir klúbbar
fundi sína. — Og svo hef ég
bækistöð hér.‘
„Námskeið, sagðirðu?1*
„Nú þegar hafa 3 námskeið
tekið til starfa, þar af tvö hér
í húsinu. Á öðru segir Einar
Helgason, kennari og knatt-
spyrnukappi, ungu fólki til
í teikningu og meðferð olíu-
lita. Þátttakendur eru um 40,
10—15 saman í flokki. Á hinu
kenna þeir Guðmundur og
Tryggvi Þorsteinssynir hjálp
í viðlögum, þ.á.m. blástursað-
ferðina við lífgun úr dauða-
dái. Það námskeið sækja um
70 manns í þremur flokkum.
— Þriðja námskeiðið er svo
haldið á tveim stöðum, í
Bjargd, félagsheimili Sjáifs-
bjargar, og Alþýðuhúsinu.
Þar kennir frú Margrét Rögn
valdsdóttir þjóðdansa og sam
kvæmisdansa. Upphaflega var
ætlunin, að ekki yrðú nema 15
1 flokki, en aðsóknin var svo
mikil, að hafa verður ca. 25 í
hverjum fremur en að vísa
frá, því að flokkarnir geta af
ýmsum ástæðum ekki orðið
fleiri en 6. Þú sérð á þessu, að
þessi viðleitni fellur í góðan
jarðveg.“
„Eru fleiri námskeið á prjón
unum?“
„Já, Já. Um næstu mánaða-
mót eða í marzbyrjun tekur til
starfa sjóvinnunámskeið, sem
sérstök sjóvinnunefnd mun sjá
um. Þeirri nefnd var komið á
laggirnar fyrir atbeina Æsku-
lýðsráðs, og skipa hana fulltrú
ar frá sjómanna- og útgerðar-
mannasamtökum í bænum,
Fiskifélagi íslands og Gagn-
fræðaskóla Akureyrar. Mikils-
vert er, að menn með þekk-
ingu á þörfum einstakra at-
vinnugreina fyrir verkkunn
áttu hafi hönd í bagga með
námskeiðum sem þessum
og annist framkvæmd þeiirra.
í fyrra gekkst skólastjóri
Gagnfræðaskólans, Jóhann Frí
mann, fyrir sjóvinnunám-
skeiði í samvinnu við Útgerð-
arfélagið. Tókst það með ágæt
um, og piltarnir þaðan hafa
síðan verið eftirsóttir í skip-
rúm. — Svo er í ráði að hefja
námskeið í hjúkrun um miðj-
an marz. Það verður ætlað
stúlkum, og aðalleiðbeinandi
verður Ingibjörg Magnúsdóttir
yfirhjúkrunarkona. Kunnátta
í hjúkrun sjúkra getur orðið
ómetanleg á hverju heimiii,
ef veikindi eða slys ber að
höndum. — Svo má nefna
námskeið í flugmódelsmíði og
ljósmyndun í samvinnu við
templara."
„Svo eru það klúbbarnir.“
„Fyrirferðamestur er eflaust
dansklúbburinn Sjöstjarnan,
en kjarni hans eru 7 piltar,
sem gangast fyrir dansleikjum
á tveggja eða þriggja vikna
fresti undir handleiðslu Guð-
mundar Þorsteinssonar, kenn-
ara. Dansleikir þessir eru fyrir
15—18 ára unglinga og eru
vitanlega tóbaks- og vinlaus-
ir. — Tveir fiskiræktarklúbb-
ar starfa að smáfiskarækt og
heita „Neon“ og „Uggi“. Með
limirnir eru flestir um og inn
an við fermingu, en búa yfir
furðulegri þekkingu á tegunda
heitum, jafnvel á latínu, og
lifnaðar- og hollustuháttum
skjólstæðinga sinna. Leiðbein-
andi er Trausti Sveinsson,
verzlunarstjóri. ■*— Og úr því
að við fórum að tala um
klúbbana, langar mig að minn
ast á tvo enn, sem ráðgert er
að stofna. Maður er nefndur-
Dúi Eðvaldsson, hinn mesti
hugvits- . og hagleiksmaður.
Hann er nú að undirbúa stofn
un þessara tveggja klúbba,
vélhjólaklúbbs og siglinga-
klúbbs. Akureyrarpollur get-
ur verið Paradis sgilinga-
manna, enda eru hér til
nokkrir stórir og vandaðir
seglbátar, auk húðkeipa og
ýmissa smábáta. Grunnsævið
inni á Leirunni «r ágætt fyrir
byrjendur, en frjálsræði og
nægt svigrúm úti á dýpinu
fyrir þá vönu. Búið er að
útvega uppdrætti að litlum
eins manns seglbátum, sem
auðvelt er að smiða og strák-
arnir geta jafnvel smíðað sjálf
ir með tilsögn. Vonir standa
til, að við fáum afnot af
gamla flugskýlinu við innri
bryggjurnar fýrir þessa starf-
semi, og þar er einstök að-
staða, jafnvel rennibraut og
spil til að setja báta á flot
óg draga þá á land og inn í
skýlið. Þar má koma upp
verkstæði, búningsklefum og
geymslum og halda námskeið
að vetrinum. Þarna hefur róðr
arklúbbur ÆFAK haft bæki-
stöð að undanförnu.“
„Eruð þið ekkert smeykir
um, að þið teygið unglingana
um of út út af heimilunum
með þessu márgbreytilega
tómstunda. og félagsstarfi?“
„Bkki tel ég ástæðu til að
óttast það, enda væri þá illa
farið. Barátta okkar miðast
einkum við það að hamla á
móti áhrifum götunnar eða
þess, sem oft er nefnt „sollur“
eða „óhollur félagsskapur".
Vitanlega tel ég æsiklegt, að
unglingar uni innan veggja
heimilisins við holl viðfangs-
efni, en við vitum, að þeir
búa því ærð misjafna aðstöðu
á heimilunum, víðast góða, en
því miður ekki allstaðar, og
langar oft til að fást við ýmis
legt, sem ekki er auðvelt að
vinna að á einkaheimilum. —
En einmitt núna er Æskulýðs-
ráð að undirbúa heimiliskvöld
vökur og aðstoð og leiðbein-
ingar við tilhögun þeirra. Ég
er hérna hálfnaður við að
skrifa Útvarpsráði bréf með
tilmælum um að fá afnot af
Skjaldarvlkurstöðinni eina
kvöldstund í því skyni.“
„En eiga unglingar svo
ríkulegar tómstundir, að þeir
geti sinnt þessum aukastörf-
um að marki án þess að nám
eða atvinna gjaldi þess?“
„Það er náttúrulega afar
misjafnt. Fæstir taka þátt í
fleirum en einu eða tveimur
tómstundaviðfangsefnum, og
ætti fáum að vera það ofraun.
Annars er þetta alveg frjálst,
Við vitum líka báðir, að sum-
ir hafa alltaf nægan tíma og
koma miklu í verk, aðrir hafa
aldrei tíma til neins, en af-
kasta þó litlu, þetta fer eftir
eðli manna. En skoðun mín er
sú, að nauðsynlegt sé að veita
unglingum tækifæri til að
spreyta sig á hollum og þroska
vænlegum viðfangsefnum, —
í því felst líka menntun og
uppeldi, — efla í dag félags-
‘kennd og ekki síður ábyrgðar
kennd hins vaxandi manns,
sem verður virkur þjóðfélags-
borgari á morgun. Eg trúi því,
að þetta starf bjargi mörgum
frá ærslum og óknyttum, slæp
ingjahætti og lífsleiða, — geri
einhvei'ja að meiri hamingju-
mönnum en þeir hefðu ella
orðið.“
„Og þú hlakkar til fang-
bragðanna við viðfangsefni
f ramtíðarinnar ? “
„Því máttu trúa. Áhuginn á
þessurn málum og íþróttunum
er búinn að endast mér svo
lengi ófölskvaður, að ham»
fer varla að dvína á næst-
unni, þegar ég hef fengið
svona mörg verkefni að minu
skapi við að fást.“
Ég stend upp og kveð þen«
an vaska og snarlega bjart-
sýnismann. Hann réttir mér
hlýja hönd í kveðjuskyni, og
hýrlegur glampi skín úr aug-
um hans, er hann fylgir mér
til dyra.
fiv. P.
(ítsala! (Jtsala!
Mikil verðlækkun á margskonar vefnaðarvöru,
nærfatnaði o. fl. o. fl.
ÚTSALAN stendur aðeins 2 daga.
Vesturgötu 21.
Skrifstoa ustúlka
Heiídverzlun óskar að ráða til sín stúlku til vélrit-
unar og símavörzlu strax eða sem fyrst. — Um-
sóknir sendist Mbl. fyrir 7. þ. m. merktar: —
„Stundvís — 6261“.