Morgunblaðið - 14.03.1963, Síða 17

Morgunblaðið - 14.03.1963, Síða 17
Fimmtudagur 14. marz 1963 MORCVHBLAÐItí 17 — Flugvallarmálið Framhald- aí bls. 13 í kostnað við endurbaetur á hon- um, heldur beri að byggja nýjan flugvöll á Álftanesi, sem yrði varanlegt mannvirki, er gæti þjónað öllu okkar flugi um ó- komna tíma. Hin íslenzka nefnd gat þess að kostnaður við endur- bætur á Reykjavíkurflugvelli, þ.e. m.a. með stefnubreytingu á flugbraut 14—32, stefnubreytingu og lengingu á flugbraut 20—02, ásamt fleiri nauðsynlegum end- urbótum, myndi sennilega fara fram úr kostnaði við byggingu flugvallar á Álftanesi. Ég sé ekki ástæðu til þess að véfengja álit hinnar íslenzku sérfræðinganefnd ar undir forustu eins okkar beztu verkfræðinga. Hið bandaríska fyrirtæki var sammála í öllum megin atriðum þ.e. áður heppi- legasta svæðið fyrir framtíðar- flugvöll Reykjavíkur og nágrenn is sé einmitt Álftanes. f mjög ná kvæmri skýrslu um málið er það sérstaklega tekið fram, að svæð- ið sé frá náttúrunnar hendi hindr analaust, og því ákjósanlegasti staðurinn- Þar er og skýrt tekið fram, að ekki komi til greina fyrir okkur að nota Keflavík fyrir aðalflugvöll. Eðlilegra yrði um töluverðan kostnað að ræða, varðandi kaup á jörðum undir hinn nýja flugvöll á Álftanesi, en er land það, sem Reykjavíkur- flugvöllur bindur, ekki einhvers virði? Ekki þætti mér undarlegt þótt það land, sem Reykjavík fengi til sinna umráða, reyndist meira virði en það sem kaupa þyrfti á Álftanesi. Mér hefir virzt yfirvöld þessarar borgar m#ta það land, sem Reykjavíkurflug- völlur stendur á, til verulegs fjár og séu á engan veg ánægð með þá óvissu, sem ríkir í þessum málum. Hér er byggð stöðugt að kreppa meir og meir að flugvell- inum, og má þar t.d. nefna bæj- arsjúkrahúsið, hið fyrirhugaða ráðhús, í beinni línu fyrir enda aðalflugbrautarinnar, Hallgríms- kirkja o.fl. Vaxandi næturum- ferð flugvéla kemur til með að valda truflunum í öllum sjúkra- húsum hér í borginni fyrir utan allt annað. Ég er sammála Jóhannesi Markússyni í því, er hann segir um sjálfan Reykjavíkurflugvöll, hann er of lítill fyrir okkar ný- keyptu Cloudmasterflugvélar. Möguleikar til stækkunar vallar- ins er raunverulega ekki fyrir hendi, svo að gagni komi, nema með ærnum kostnaði, sbr. álit sérfræðinganefndarinnar, og yrði sá kosturinn valinn, álít ég að þá væri raunverulega verið að tjalda til einnar nætur, þar sem vallarsvæðið er þegar aðkreppt og með ört vaxandi flugumferð stærri og þyngri flugvéla, má gera ráð fyrir að íbúar borgar- innar sætti sig ekki við þá lausn til lengdar. Við þetta bætist svo það, að afar erfitt er að koma hér fyrir aðflugsljósum, sem ég tel veiga- mikið öryggisatriði í næturflugi. Ég er heldur ekki viss um að fegrunarfélagið myndi sam- þykkja stauraraðir eftir endi- langri tjörninni, svo eitthvað sé nefnt. Þá kem ég að þeirri hugmynd Jóhannesar Markússonar, að nægilegt myndi að hafa eina flugbraut norðanlands sem vara- flugvöll fyrir Keflavík- Hversu oft skeður það ekki að flugvellir norðanlands eru lokaðir vegna norðanáttar, sem svo oft fylgir úrkoma og lélegt skyggni? Þegar þannig viðrar, er mjög oft bjart- viðri hér sunnanlands. í þessum tilfellum yrði þá varaflugvöllur- inn að vera í Skotlandi, ef Álfta- nesflugvöllur yrði ekki byggður. Hversu mikið þetta myndi tak- marka hleðslu flugvéla sem væru að koma til landsins, getur Jó- hannes reiknað út sjálfur, en ég álít þetta ekki lítið atriði, þótt ekki sé nema á kostnaðinn litið. Þá getur Jóhannes þess, í grein sinni, að þoturnar, sem hann spá- ir að við munum fljótlega taka í okkar þjónustu, þoli lítinn hlið- arvind í lendingu, þetta er rétt, en má ég þá benda á það, að þeg ar vestan- eða suðvestan-veðrin geisa hér suðvestanlands, og Keflavíkurflugvöllur þá stund- um lokaðúr, þá eru lendingar- skilyrði norðanlands oft afar erfið, einmitt vegna hliðarvinds og ókyrrðar. Flugbrautir norðan lands eru yfirleitt staðsettar frá norðri til suðurs af þeirri ein- földu ástæðu, að þær eru byggðar í fjörðum og jiölum, sem einmitt liggja í þessar áttir. Þar við bæt- ist, að lágmarksskýjahæð fyrir aðflug eftir mælum, er yfirleitt há, vegna nærliggjandi fjalla. Það væri því hæpið að treysta lendingu norðanlands í útsynn- ings veðri, sem oft fylgja él og stundum langvarandi snjókoma hér sunanlands. Oft er það þann- ig að flugvellirnir í Reykjavík og Keflavík eru opnir og lokaðir til skiptis í útsynningsveðrunum, og þótt ekki sé um langvarandi snjókomu að ræða, þá er hver mínúta dýrmæt einkanlega þegar um þoturnar er að ræða, en þær hafa tiltölulega lítið flugþol þótt þær geti flogið langar vegalengd ir vegna hraðans. Það liggur í augum uppi, að tveir flugvellir hér sunnanlands eru nauðsynleg- ir fyrir millilandaflugið, bæði af öryggisástæðum og sökum þess, hve kostnaður yrði gífurlega mikill samfara því áð hafa vara- fiugvöllinn i öðru landi, í hundr- uð mílna fjarlægð, þegar flug- vellirnir norðanlands eru lokaðir vegna veðurs eða vinds. Ég hygg að meginþorri flug- manna séu mér sammála í því að Keflavíkurflugvöllur sé með öllu útilokaður sem aðalflugvöllur fyrir okkur íslendinga. Talið er um Monorail o.s.frv., en hversu mikið myndi það fyrirtætki kosta og myndi það sett upp við hlið- ina á hinum steypta vegi í náinni framtíð- Ég álít að það verði ekki gert. Ofan á allt, sem hér að fram an er um getið, myndi verulegur kostnaður vera því samfara að flytja allt okkar flug til Kefla- víkur, þar þyrfti að byggja skýli, verkstæði o.fl. o.fl., því ekki geri ég ráð fyrir að algert samkrull við herinn þætti heppilegt eða æskilegt. Keflavíkurflugvöllur er góður varaflugvöllur fyrir allt okkar flug, eins og við höfum notað hann um árabil, en ekki meir. Helicopter og VTOL (vertical takeoff and landing) hugleiðing nafna míns er ekki tímabær, enda hefir þfóunin stöðugt færzt í þá átt að lengja flugbrautir fremur en að stytta þær. Helicopter-draumórar eru -gam all kunningi, en ég er ekki sam- mála Jóhannesi, að þar sé að íinna lausn okkar vanda í landi veðra og vinda. Ef til vill koma þeir tímar að slík tæki verða tek in í notkun hér að einhverju leyti, en þau leysa ekki vandann í dag og gera það ekki á næstu árum. Þar sem við erum sammála í því að Reykjavíkurflugvöllur er ekki til frambúðar og ekki rétt að leggja í kostnað við endurbæt ur á honum, svo ekki sé minnzt á öryggishlið málsins og vaxandi truflunar, sem hann veldur borg urum nágrfennisins, þá er ekki í önnur hús að venda með þessi mál en að hefjast strax handa um byggingu flugvallar á Álftanesi. Kostnaður við að steypa eða mal bika flugbrautir er að vísu mik- ill, en ég er þeirrar skoðunar að við gætum hæglega notast við sand eða malarbrautir á Álfta- nesi til að byrja með, og vil ég 1 þvi sambandi minna á, að flug- brautirnar á Akureyri og á ísa- firði eru sandur og möl, eggslétt- ar og harðar. Brautir Reykja- víkurflugvallar eru mestan hluta ársins þaktar sandi og möl, og þar að auki ósléttar og of stuttar. Aðalatriðið er að fá nægilega langar flugbrautir með hindrana lausu að- og brottflugi, ILS, að- flugsljósum o s.frv. Ég ætlast ekki til þess að hundr uð milljóna módelflugvöllur verði byggður í einni svipan á Álftanesi. Höfuðatriðið er að _ marka einhverja stefnu í þessum málum, vita hvað á að gera í framtíðinni, festa landið, sem langflestir eru sammála um að sé það eina, sem völ er á, fara að vinna að framtíðarskipulagningu þessara mála og leggjast þar allir á eitt. Það væri ógæfa að vakna dag einn við þann vonda draum, að þetta svæði er ekki lengur fyrir hendi, verandi þess meðvit- andi, að Reykjavikurflugvöllur er ekki og verður ekki framtíðar flugvöllur fyrir Reykjavík og ná- grenni. Það er bjargföst skoðun mín á þessum málum, að við eig- um að fara að ráðum þeirra sér- fróðu manna, sem til þessara at- hugana hafa verið kvaddir og eru sammála um að nýr flugvöllur á Álftanesi sé skynsamlegasta lausnin, ef við ætlum ekki að stöðva eðlilega framþróun ís- lenzkra flugmála um alla ókomna tíma. Flugið er orðið það snar þáttur í samgöngumálum þjóðar- innar, að það væru hrópleg af- glöp að búa nú svo að þeim mál- um, að óbætanlegt yrði, þegar fram líða stundir. Við eigum enn þá völ á mjög ákjósanlegu svæði fyrir framtíðarflugvöll og meg- um ekki sleppa því. Allt annað er að mínum dómi kák og jafn- vel stórt skref áftur í tímann. Jóhannes R. Snorrason. <gntinental - hinir heimsþekktu þýzku hjólbarðar ÓDÝRBR — STERKIR - ENDIIMGARGÓÐIR Continental ávallt fyrirliggjandi í öllum stærðum. önnumst allar hjólbarðaviðgerðir með fullkomn- um tækjum. — Sendum um allt land. 520x10 —4 ply kr. 481,00 670x15 —6 — Hvít Extra . . — 1.590,00 148x380—4 — ... — 647,00 670x15 —6 — Extra — 1.280,00 165x400—4 — ... — 1.084,00 700x15 —6 — Titan Transp. — 1.899,00 185x400—4 __ . . . • . ... — 1.456,00 710x15 —6 — Extra — 1.420,00 480x12 —4 — 673,00 710x15 —4 — Extra Hvít .. — 1.750,00 520x12 —4 — • ••••• • ... — 740,00 710x15 —6 — Extra Hvít .. — 1.768,00 520x13 —4 . . . ... — 751,00 750x15 —6 — R — 2.065,00 560x13 —4 — Hvít . . . — 1.020,00 760x15 —6 — Extra Nylon — 2.293,00 560x13 —4 — R ... — 830,00 760x15 —6 — Hvít — 2.033,00 590x13 —4 — Hvít — 1.115,00 750x15 —6 — Extra — 1.772,00 590x13 —4 — R — 913,00 820x15 —6 — Hvít Record — 2.758,00 640x1.3 —4 R ... — 1.000,00 820x15 —6 — Record .... — 2.342,00 640x13 —6 — R ... — 1.150,00 550x16 —4 — R — 1.033,00 640x13 —4 — Hvít ... — 1.160,00 500x16 —4 — R — 885,00 670x13 —4 — R ... — 1.032,00 600x16 —6 — R 96 Transp. — 1.328,00 700x13 —4 — Hvít ... — 1.216,00 600x16 —6 — Extra — 1.258,00 700x13 —4 — R ... — 1.014,00 600x16 —6 — R 100 Extra — 1.311,00 725x13 —4 — Rec. Nylon . . — 1.333,00 650x16 —6 — Extra — 1.430,00 725x13 —4 — Rec. Nylon Hvít — 1.627,00 650x16 —6 . R 96 E. Transp. — 1.622,00 520x14 —4 — Hvít .... . . . • — 954,00 650x16 —6 — Titan Transp. — 1.768,00 520x14 —4 — R .... — 850,00 700x16 —6 — Titan TransP. — 1.942,00 560x14 —4 — R . . . . — 867,00 700x16 —6 — R 100 Extra — 1.871,00 590x14 —4 — R .... — 927,00 750x16 —6 — Extra — 1.960,00 640x14 —4 — R .... — 1.056,00 450/475x17-4 — R _ 825,00 700x14 —4 — Rec. slöngulaus — 1.523,00 500/525x17-4 — R ••••••...• 900,00 700x14 —4 — Rec. Hvít .... — 1.860,00 700x17 —6 — R _ 2.170,00 750x14 —6 — Nylon ...» — 1.397,00 750x17 —6 — R 2.985,00 800x14 —6 — Nylon Record — 1.642,00 900x16 —8 — R 100 E.H.D. 5.175,00 425x15 —4 — R — 620,00 650x20 —8 — Extra Transp. — 2.426,00 500x15 —4 — R .... — 911,00 700x20—10 — R 96 E.H.D. . . 3.280,00 550x15 —4 — R — 980,00 750x20—10 — R 96 E.H.D. .. 4.188,00 560x15 —4 — Hvít .... .... — 1.093,00 750x20—12 — R 96 E.H.D. . . 4.637,00 560x15 —4 — R — 915,00 825x20—12 — R 96 E.H.D. . . 4.875,00 590x15 —4 — Hvít .... — 1.225,00 825x20—14 — Titan Nylon 6.090,00 590x15 —4 — R — 973,00 900x20—14 — Titan Nylon 6.580,00 600x15 —4 — Slöngulaus .... — 1.106,00 1000x20-14 — Titan - 8.012,00 640x15 —4 — R t.. — 1.069,00 1100x20-14 — Titan E.H.D. - 9.023,00 640x15 —6 — Extra .... — 1.228,00 1100x20-16 — Titan Super . 9.962,00 670x15 —4 — R — 1.124,00 1200x20-16 — Titan E.H.D. — 12.110,00 GLMIUÍVINNLSIOFAN Ifl.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 18955

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.