Morgunblaðið - 23.04.1963, Blaðsíða 3
I>riðiudagur 23. apríl 1963
M OR CF* Ttr. 4 Ð 1 Ð
3
STAKSTEINAR
;V **•■* **~y
í GÆR fór fram „dimis-
sion“ í Menntaskólanum í
Reykjavík. 6. bekkingar
kvöddu slcólann og hið langa
og stranga upplestrarfrí fer
í hönd.
Athöfnia hófst á sal kl. 11
f.h. Inspector Scholae, Sigur-
geir Steingrímsson, flutti
ræðu fyrir hönd „dimmitt-
enda“ og afhenti Júniusi Krist
inssyni, sem nú tekur við
starfi inspectors, sprota þann,
sem er tákn embættisins. Síð-
an ávarpaði rektor, Kristinn
Ármannsson, nemendur, þakk
Dimittendi standa fyrir framan skólann sinn og kalla fram kennarana einn af öðrum.
Dimission í
menntaskólum
aði þeim samveruna, óskaði
þeim góðs gengis og gaf heil-
ræði um tilhögun upplestrar-
írísins.
Þessu næst hélt hópurinn
út úr skólanum og tók sér
stöðu á tröppunum gegnt
þeim nemendum, sem eftir
eru, þ.e.a.s. neðri-bekkingum.
Kennararnir eru kallaðir
fram í anddyrið hver af öðr-
um, þar sem þeir fá blóm og
kossa. Síðan tekur hópurinn
að þokast niður tröppurnar
og upphefst þá hnútukast
milli dimmittenda og neðri-
bekkinga. Eftirsitjandi:
Heimskur flýr af hólmL
Dimmittendi: Vægir sá, sem
vitið hefur meira.
Á horni Vonarstrætis og
Lækjargötu standa þrjár djrátt
arvélar með heyvögnum aft-
an í. Eru þetta farkostir 6,-
Sigurkarl Stefánsson, stærðfræðikennari, fær rósir og kossa,
hvorttveggja vel útilátið.
Á Akureyri hafa menntlingar einnig þann sið að aka um í heyvögnum milli heimila kenn-
aranna. Þessa mynd tók Sverrir Pálsson, fréttaritari Mbl.. „á 25 ára gamla belgvél“, eins og
hann komst sjálfur að orði.
bekkinga, en nú er förinn
heitið heim til kennaranna. Er
fyrst haldið vestur á Sól-
vallagötu og staðnæmzt fyrir
framan hús rektors, sem kem-
ur fram á tröppurnar og veif-
ar nemendum sínum, sem
hrópa fyrir honum Mennta-
skólahúrra. Því næst er ferð-
inni haldið áfram um allan
bæinn, og margir kennarsir
sóttir heim. Á undan vagna-
lestinni fór lögregluþjónn á
bifhjóli og á eftir ók lögreglu-
bifreið og í henni tveir lag-
anna verðir.
x-x-x
Dimission fór fram í
Menntaskólanum á Akureyri
á laugardaginn. Fóru þá dim-
ittendar um bæinn á ýmsum
farartækjum, sumir ríðandi,
aðrir á dráttarvögnum og hey
vögnum, og hylltu kennara
sína með söng og húrrahróp-
um fyrir utan heimili þeirra.
Einnig færðu þeir hverjum
kennara eitt blóm.
Togararnir komast ekki
á veiÖar vegna manneklu
Fr. Vinding
Kruse látinn
I.ÁTINN er 1 Kaupmannahöfn
hinn heimskunni fræðimaður,
dr. jur. Frederik Vinding Kruse.
Hann lézt í Kaupmannahöfn 15.
apríl sl., 82 ára að aldri.
Óhætt er að fullyrða, að hann
hafi verið einn mesti lagasmiður
á Norðurlöndum um vora daga;
bæði samdi hann fjölmörg dönsk
lög, og eftir þeim voru mörg lög
sniðin í Svíþjóð, Noregi, íslandi
og Finnlandi. Ahrifa hans gætti
þó ekki hvað sízt á sviði réttar-
heimspeki, þótt ekki gætu allir
fellt sig við skoðanir hans. Ötull
baráttumaður var hann fyrir
hugsjónum sínum, sem sumar
voru ærið stórfelldar. Mikla lög-
bók samdi hann, sem átti að I
TOGARARNIR eiga í miklum
erfiðleikum vegna manneklu og
komast sumir þeirra ekki út á
veiðar af þeim sökum. Bera stöð-
ugar auglýsingar eftir mönnum
gilda um Norðurlödn öll, ef sam-
þykkt yrði á þjóðþingum. Hafði
hann nýsent frá sér aðra útgáfu
endurskkðaða, er hann féll frá.
Ræðumaður var hann bæði harð-
ur og málsnjall. Hafði hann yndi
af móðurmáli sínu.
Vinding Kruse átti marga vini
á íslandi.
á þá í útvarpinu vitni um bve
erfiðlega gengur að manna skip-
in í hverja ferð.
í Reykjav'íkurhöfn lágu í gær
Askur, Uranus, Jupiter og Skúli
Magnússon, sem kominn er í
„Dauðahafið" svokallað, utan við
stóru Grandabryggjuna, þar sem
togarar liggja lengri tíma. Tog-
arinn Haukur fór í gær, en hafði
legið siðan á laugardag. Og Eg-
ill Skallagrímsson átti að fara kl.
11 í gær, en komst ekki út, þar
eð skipverjar sem um borð voru
komnir vildu ætíð hverfa í land
aftur áður en nógur mannskap-
ur var þar kominn.
Segja kunnugir að ákaflega fá-
ir togarar muni nú hafa fullan
mannskap, flestir hafa um 24 í
stað 30. Þess ber þó að gæta að
þetta er versti tíminn hvað
mannahald snertir hjá togurun-
um meðan netavertíðin stend-
ur sem hæst. Og eins er vonast
til að rætist úr þegar skólum
lýkur og skólapiltar fara á sjó-
inn.
Uti á landi gengur ekki vel
heldur, M'bl. fregnaði að fyrir
skömmu hafi einn Akureyrar-
togarinn legið í viku vegna
mannekiu, áður en hann komst
ÚL
Léleg rökfiæði
Öll hin ofsafengnu skrif Fram-
sóknarmanna í upphafi viöreisn-
arinnar eru fallin um sjálf sig.
Fram að þessu hefur málgagn
þeirra þó reynt að halda í eitt
haldreipi, þ.e.a.s. áróðurinn um
„okurvexti“. Þeir segja að at-
vinnuekendum sé gert að greiða
svo háa vexti, að það lami allt
atvinnulíf landsins. Að vísu hef-
ur þeim reynzt erfitt að benda
á, hvar þessa „lömun“ væri að
finna. Og einnig í þessu máli hafa
áróðursmenn Framsóknar fengið
bakþanka. Þeim hefur sem sagt
verið bent á það í mestu vinsemd,
að ekki væri óeðlilegt að spari-
fjáreigendur fengju sæmilega
greiðslu fyir það að sjá þjóðfé-
laginu fyrir fé til framkvæmda,
og þeir hafa orðið þess varir, að
í miðjum móð uhar ð indum er
mikill fjöldi manna, sem á nokk-
urt fé í bönkum og sparisjóðum.
Þessir menn hafa ekki verið sér-
lega hrifnir af því að vera kall-
aðir vaxtaokrarar, þótt þeir
fengju 8% greidd fyrir það að
láta fé sitt liggja á vöxturn.
Gerðir stóreignamenn
Með hliðsjón af því meginboð-
orði, að staðreyndirnar skipti
ekki máli í stjómmáladeilum,
heldur beri að miða allt við öfl-
un fylgis, hafa Framsóknarmenn
nú tekið þá ákvörðun að snúa
við blaðinu, að minnsta kosti ann
an hvorn dag, og í stað þess að
tala um vaxtaokur segja þeir nú,
að „þeir sem mest hefðu skuldað
hefðu verið gerðir stóreignamenn
á sama tíma og sparif járeigendur
hefðu raunverulega verið rændir
hundruðum milljóna króna“, eins
og Tíminn kemst að orðið s.l.
sunnudag. Fram að þessu hefur
því sem sagt verið haldið fram,
að vaxtaokur væri að sliga at-
vinnuvegina. í tíð Viðreisnar-
stjórnarinna hefur mismunur á
innláns- og útlánsvöxtum minnk
að frá því sem áður var. Þannig
getur því ekki verið haldið fram,
að „vaxtaokrið“ sé til hagbóta
fyrir bankana. Það eru sparifjár-
eigendur, sem fengið hafa hina
háu vexti, og þeir hafa vissulega
verið vel að þeim komnir.
Bæði háir og lágir vextir
Nú segir Tíminn, að þeir, sem
skuldi, hafi verið gerðir stóreigna
menn. Fram að þessu hafur blaðið
talið, að það ætti að vera megin
árásarefni á ríkisstjórnina, að hún
hefði leikið þessa menn og at-
vinnurekstur þeira svo grátt að
lægi við stöðvun. En nú er um-
búðalaust sagt, að þeir hafi verið
gerðir stórcignamenn, vegna þess
að þeir hefðu fengið að nota fé
sparifjáreigenda fyrir alltof lítið
endurgjald. Nú er von að menn
spyrji hvort þetta tvennt fái
samrýmzt. Þeirri spurningu er
raunar fljótsvarað, en þá vaknar
hin spurningin: Hvernig getur
það átt sér stað að málgagn ann-
ars stærsta stjórnmálaflokks
landsins skuli sýknt og heilagt
beita augljósum fölsunum og út-
úrsnúningum í málflutningi? Ekk
ert væri athugavert við það að
blaðið legði dóm á það, hvort
sparifjáreigendur fengju nægi-
lega umbun fyrir að léta fé siitt
liggja í banka og hvort lántak-
endur þyrftu að greiða of hátt
gjald fyrir afnot fjárins, en á
þetta hvórt um sig verður ekki
lagður dómur nema hafa hlið-
sjón af áhrifunum á hinn aðil-
ann. Þarna er um matsatriðl að
ræða, og Morgunblaðið telur að
Viðreisnarstjórinin hafi þar nokk-
urn veginn ratað meðalveginn.
En meira en lítið er bogið við rök
fræðina, þegar vextirnir eru sagð
ir í senn smánarlega lágir og allt-
of háir.