Morgunblaðið - 23.04.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.04.1963, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 23. aprfl 1963 MORGVVUiLAÐlÐ 13 Landið okkar JARÐHITABLETTIRNIR í sveit um landsins verk'a á fólkið eins og segulstál á málm. >að dregst að þeim og hjúfrar sig í kring- um hlýjuna. Undir fallegu felli með kletbabeltum í Staf- lioltstungum *r einn slíloir stað- ur. Þar heitir á Varmalandi. Og |>ar við jarðhitann hafa verið reistir tveir skólar, myndairlegur húsmæðraskóli «. og fallegur barnaskóli með heimavist fyrir börnin í héraðinu. Auk þess eru þar gróðurhús þeirra garð- yrkjuhændanna Bjarnia og Kristófers Helgasona, þar á meðal 3 nýir skálar fyrir sveppa rækt. Þarna er því yfir veturinn byggð með á annað hundrað íbúa. Alltaf er gotrt að koma í hús- mæðraskóla á ferðalögum og það var mér sérstök ánægja að koma að Varmalandi og fá fréttir af Bkólahaldi í báðum skólumum. Húsmæðraskólinn stækkaður Húsmæðraskólinn er rekinn af Borgarfjarðarsýslu, Mýra- sýslu og ríkissjóði. Hann tekur 42 nemendur og er ætíð fullskip aður. Nú er verið að stækka skóla húsið að mun og er viðbótar- álman að verða tilbúin, þegar flutt inn í hluta af henni. Skólastjórinn, Steinunn Ingi- miundardóttir, gekk með mér urn ekólann og nýju bygginguna. Á efstu hæðinni bætast við fjögur rúmgóð þriggja manna herbergi með stórum skápum, en fram að þessu hafa 4 stúlkur búið þröngt í hverju herbergi í heimavist. Auk þess er þarna eitt gestaher- bergi, það fyrsta í skólanum og lítil íbúð fyrir eina kennslu- konu. Á miðhæðinni er rúmgott anddyri, en þar verður aðalinn- ganguinn í skólann í framtíð- inni. Inn af því eru ein ný kennslustofa og borðstofa fyrir skólann, en borðstofan í gamla 6kólanum verður gerð að setu- stofu. Er þessu svo haganlega fyrir komið að renndar viðar- hurðir mynda vegginn miíli borð stofunnar og andyrisins og einnig kennslustofunnar, þannig að hægt er að opna alla hæðina og fá góðan samkomusal og bregða upp bráðabirgðasviði í kennslustofunni, eí leiksýningar eru. í kjallaranum í nýju álmunni fást kennslustofur fyrir þvott og ræstingu, ásamt þurrkherbergi og straustofu. Verða vinnuskil- yrði mikið bætt með þessu. Veitir ekki af nokkru húsrými fyrir þetta, þar sem 3—4 stúlkur eru daglega í ræstingu og aðrar 3—4 í þvoitbum og frágangi. Hafa stúlkurnar nú fengið þarna í kjallaranum föst strauborð, sem þær geta setið við, strauvél og rafmagnsrúllu. Á gólfinu er kork límdur dúkur, því ekki veitir af að hafa eitthvað mjúkt undir fæti, þegar þarf að standa og teygja kannski 49 dúka og ann- að eftir því. Þarna í nýju bygg- ingunni eru auk þess nýir bað- klefar með 4 steypiböðum og handlaugar. Við þetta rýmkar í gamla húsinu, svo hægt er að bæta þar við vefstólum og þar fá stúlkurnar lítið þvottahús og straustofu til eigin afinoba. — Viðbótarbyggingin hefur gengið ákaflega vel og aldrei orðið nokkur stöðvun á fram- kvæmdum vegna fjárskorts, seg- ir Steinunn. Ríkið greiðir % af kostnaði og sýslurmar á móti, eins og rekstur skólans. Fyrsba árið var ríkisframlagið 250 þús., næsta ár 330 kr. og nú 640 kr. og sýsl- urnar leggja svo fé á móti. Var gífurlegur munur að fá þetba framlag hækkað svona ríflega. Kostnaðurinn er nú kominn á fjórðu milljón, en það vill okkur til að í skólanefndinmi eru svo ákaflega duglegar konur, þær Anna á Gilsbakka, Sigríður á Hurðarbaki, Ragnheiður á Hvít- árbakka, Sigurbjörg í Deildar- tungu og Jóhanna á Svarfhóli. Nú er ætlunin að ljúka viðbótar- álmunni í vor, en þá er eftir að pússa húsið að utam og fá hús- gögn á hæðina. Það verður geysi 'legur rnunar þegar þetta viðbó-t- arhúsnæði er komið. í fyrsta lagi léttir mikið á heimavistinni, svo fáum við þarna kennaraibúð og skrifstofu, þar sem ein kennslu- konan af 4 hefur búið, og ræsti- deild hefur fram að þessu nær ekkert húsrými haft. Við þetta má svo bæta því að nú þegar er búið að koma lóð- inni í samt lag aftur, og þessa daga, sem ég kom þar, var verið að ljúka við að aka í „heimreið- ina“ og gott bílastæði bak við skólann. Var mér sagt á sbaðn- um, að skólastúlkumar hefðu með Steinunni í bróddi fylking- ar oft hamast við að moka og jafna moldinni á grasfletinum fyrir framan í útivistartknanum sínum, sem er frá kl. 1.45 til 2.45 á daginn. Fara námsmeyjar þá í görigu eða í útilaugina. Heimur út af fyrir sig. Þeinnan dag var mikið um að vera í húsmæðraskóllinum, því daginn eftir átti að bjóða skóla- piltum á Hvanneyri í hið árlega hóf. Sumar stúlkurnar voru að baka, aðrar að steikja 20 læri, í borðsbofunni sátu stúlkur við að teikna og lita skeifur á borðkort- in. Þær sögðust verða að draga um herrana, sem þær fengju til borðs. Það verður þannig að vera, bætti Steinunn við. Annars fengju þær frekustu alltaf eftir- sóttustu herrana! Um kvöldið fóru stúlkumar að æfa skemmtiatriðin. Sumar döns uðu þjóðdansa frá ýmsum lönd- um undir stjórn skólastjóra og kennara, aðrar ætluðu að syngja með gítarundirleik og æfðu „í dag kom hann Ingólfur Arnar- son inn, og ég er svo kát“. Stærsti hópurinn tók þátt í fmmsömdum leikþætti úr skólalífinu. Þar vatr sýnd athöfnin á morgnana, kennslukona að útdeila lýsi kl. 7, grínþáttur úr saumastofunni, þar sem stúlkurnar setja ermina í hálsmálið o.s.frv. síðan kom vikt- ardagurínn sem er eimu sinni í mánuði, og þátturinn endaði á göngu í útivistartíma, þegar lúxusbíll (tjaldaður stóll á hjól- um) var að reyna að freista ung- meyjanna, án árangurs auðvitað og loks komu tveir Hvanneyr- ingar á reiðskjótum og voru þær fljótar að bregða sér á bak fyrir aftan þá. Stelpurnar sömdu þetba meira og minna jafnóðum og skemmtu sér konunglega. Hafa áhorfendur vafalaust ekki síður haft gaman af. Það er mjög léttur og skemmti legur bragur á skólalífinu. — Það eru afbragðs námsmeyjar hér í vetur, segir Steinunn. Þær eiru svo góðar og glaðar, námsfúsar og lausar við útsláttarsemi. Ann- ars er mikið rall á okkur um þess ar mundir, því við vorum- svo óheppnar að fá mislingana í skól- ann rétt eftir áramótin og lögð- ust 13 stúlkur í rúmið. Læknir- inn bað okkur um að hafa sem minnst samband við annað fólk, svo við höfum orðið að fresta öllu gamni þangað til núna. Við bjóð- uim nemendum í Bifröst annað hvert ár á bindindisdaginn, og því varð nú að fresta til 14. marz. Svo eigum við tvær fríhelgar á námsárinu, sem er 15. september til 15. júni, og við fórum allar fyrir skömmu til Reykjavíkur um helgi til að fara í leikhús og lyfta okkttr upp. Einu sinni í mánuði höfum við skemmtivöku, íbúar tveggja herbergja sjá um klukkutíma skemmtiþátt, og einu sinni í viku er upplestrarkvöld. f vetur lesum við Kristínu Lavr- ansdóttur. Nú og svo höfum við tvær afmælishelgar og þá búa stúlkurnar til smágjafir hver handa annarri. Aðra daga eru afmæli strikuð út, nema hvað af- mælisbarnið fær klapp. Við erum sem sagt alveg heimur út af fyrir okkur hér, lifum reglubundnu lífi, vinnum mikið og skemimtun okkur sjálfar, sagði Steinunn að lokum. Börnin stöðugt ver undirbúin Skammt frá Húsmæðraskólan- um og nær fellinu stendur fallegt og stílhreinft skólahús. Þar eru böm í Mýrarsýslu, utan Borgar- ness, í heimavistarskóla og standa 7 hreppsfélög að honum. Skóla- skyldan er frá 9 til 14 ára og eru 105 böm ískólonum. Er þeim skipt í tvo aldursflokka, sem eru í skólanum á víxl, hvor flokkur 3 vikur í einu. Skólastjórinn, Ólafur Ingvarsson, átti vakt að sitjá yfir bömunum meðan þau vom að lesa lexíurnar, er við komum þar við. í skólanum eru 3 fastráðnir kennorar og hafa þeir oft langan vinnudag, því þeir skilja ekki við börnin frá því þau em vakin á morgnana kl. 8 og þangað til slökkt er hjá þeim fel. 10. Þeir fara með þeim út 1 leiki og sitja yfir þeim meðan þau lesa. .Ólafur segir okkur að þetta sé níunda starfsár skólans, sem byggður var árið 1954 og var þáð myndarlegt átak. Áður vom að- eins farskólar í öllum hreppum. — Árgangarnir áttu að vera fimm, en það verður óhjákvæmi- legt að hafa aukabekk fyrir þau sem em á eftir, segir Ólafur. Bömin eiga lögum samkvæmt að kunna ákveðið námsefni, þegar þau kóma í skólann. En heimilin em orðin svo fámenn að þau geita ekki annað því að kenna þeim. Fer ástandið síversnandi hvað þetta snertir. Ekki einungis hér, heldur alls staðar. Ég var áður á Strönd í Rangárvallasýslu og þar var sama sagan. — Er ekki hægt að taka böm- in fyrr í skólann? — Það er mjög erfitt að færa aldurstakmarkið niður, því til þess þyrfti meira starfslið en lög og reglur leyfa. Húsrými yrði líka of lítið. Skólinn á að rúma 46 nemendur, en í yngri deildinni em 56, og þurfa sumir að liggja á gólfi. Skólahúsið er sérlega skemmti- legt. í þremur stórum og björtum skólastofum sitja krakkarnir og búa sig undir næsta dag. Á gang- Framhald á bls. 23. Undir fellinu stendur fallegt og stílhreint barnaskólahús. Húsmæðraskólinn. Nýja álman á skólahúsinu er lengst til hægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.