Morgunblaðið - 23.04.1963, Blaðsíða 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. aprfl 1963
Dl INKERLEYSJ
L Wm 33
Hann fór að hugsa um, hvort
rödd sín mundi gera henni hverft
við, en svo varð ekki. Hún stóð
upp og hann gat heyrt þegar
tágastóllinn rétti úr sér undan
þunga hennar. Hún stakk rólega
bókmerki í bókina, sem hún
hafði verið að lesa og lagði hana
á borðið hjá lampanum. — Hún
er eins og Hesba. Þetta var það
fyrsta, sem honum kom í hug,
þegar hún nálgaðist rúmið. Og
það var að því leyti rétt, að hún
var lágvaxin og dökk á brún
og brá.
Hún stóð kyrr og leit niður
á hann, lagði síðan hönd á enni
hans. Svo tók hún á slagæðinni.
— Þú ert að komast yfir þetta,
drengur minn, sagði hún. — Það
var nærri því að verða lungna-
bólga.
Talsmáti hennar og fram-
burður kom Alec til að brosa.
— Er ég i Lancashire? spurði
hann.
— Það munar minnstu, svar-
aði hún, stutt. — Ég er frá
Accrington.
— Og ég frá Manchester, sagði
hann.
— Nú, það ertu? sagði Effie.
Þú lítur þó ekki út fyrir það.
S>ú ert miklu likari flegnum
héra.
Hún sneri sér og tók upp lít-
inn skaftpott, sem stóð hjá eld-
inum. — Ég hef veriðL að reyna
að hafa þetta til heitt, þegar þú
vaknaðir, sagði hún, og hann
heyrði að hún var að reyna að
endurvekja og leggja áherzlu á
tnálfar, sem hún hafði löngu
gleymt, aðeins til að þóknast
honum.
— Þakka þér fyrir, telpa mín,
sagði hann.
Hún lyfti honum upp í rúm-
inu, setti kodda undir mjóhrygg-
inn á honum og breiddi sjal yfir
herðarnar. Þegar hann settist
upp, varð hann þess var, að hann
var allt annað en hraustur.
Effie hellti súpu í skál og færði
honum hana á bakka. — Þetta
er bærilegur matartími! sagði
bún og leit á klukkuna, sem stóð
á arinhillunni. Alec sá, að klukk
an var tíu.
— Hvar er ég? spurði hann
aftur. — Og hve lengi hef ég
verið hérnaí
— Komdu þessu niður í þig!
sagði Effie. — Þú færð nógu
enemma að vita það.
Súpan var ágæt og þegar hann
hafði lo£ið henni, sagði Effie:
— Komdu nú og sittu í stólnum
þeim arna, meðan ég bý um
rúmið.
Hún hjálpaði honum fram úr
og fann, að hnén á honum voru
máttlaus og skjálfandi. Effie tók
allt fram úr rúminu með gam-
alli leikni og bjó svo um það
aftur. — Jæja, farðu þá upp í
aftur, sagði hún. — Nú geturðu
sofið vel og það er það, sem þú
þarfnast mest.
Alec skreið upp f rúmið Og
fann til.mikilla þæginda í mjúk-
um rúmfötunum. Effie var á
stjái og lagaði til í herberginu.
Hún hressti eldinn við og setfi
grind fyrir framan hann, og síð-
an slökkti hún á lampanum. Rétt
sem snöggvast fannst honum
vera aldimmt inni, en brátt
sendi eldurinn frá sér þægilega
geisla um allt hvítkalkaða her-
'bergið. Alec gat séð Effie standa
milli sín og eldsins. Hann sá
hana fleygja frá sér sloppnum
og standa í hálfgagnsæjum nátt-
kjólnum. Hann sá sterklega fæt-
urna, og síðan fann hann, að hún
klifraði yfir hann og upp fyrir
hann í rúminu. Hún lá þarna við
hliðina á honum og hann hvarf
í faðm hennar eins og þreytt
harn. Hún hélt fast utan um
'hann og hvíslaði: — Farðu nú
að sofa, drengur minn, þú þarft
að sofa mikið enn. Og hann sofn
aði næstum samstundis, en Effie
lá lengi vakandi, brosti með
sjálfri sér og hugsaði um snjó-
inn. Hún gat næstum heyrt hann
'leggjast yfir heiðina, húsagarð-
inn og þakið.
11.
Þegar Alec vaknaði morgun-
inn eftir, var hann enn nokkuð
ringlaður, en nú mundi hann
samt allt betur en í gær. Hann
var einn í rúminu. Þarna var
ekkert lampaljós, en hann gat
séð daufa morgunbirtuna gegn
um gluggann, sem tjöldin höfðu
verið dregin frá. Það snjóaði
ekki lengur, en samt fann hann,
að snjórinn var enn yfirvofandi
— þetta var bara hlé. Eldurinn
hafði verið kyntur á ný. Alec
leið vel og hann var svangur.
Hundgá fyrir utan gluggann
fyllti loftið skemmtilegum há-
vaða, en gegnum gólfið gat hann
heyrt glamrið af pottum og elda-
mennsku, og kvenrödd sem söng.
Hvað þessi heimilislegu hljóð
gátu verið viðkunnaníeg. Það
var eins og lífið sjálft væri að
koma aftur, eftir langa fjarveru.
Hann fór fram úr og fann, að
nú var hann orðinn styrkari á
fótunum. Hann sá handtöskuna,
sem hann hafði haft dótið sitt í.
standandi á gólfinu, og hann tók
upp úr henni tannburstann sinn
og rakáhöldin. Það suðaði í katli,
rétt við eldinn. Hver sem þessi
kona kynni að vera, þá hafði
hún að minnsta kosti hugsun á
öllu. Hann hellti úr katlinum í
þvottaskálina, bætti við köldu
vatni úr rósóttri könnu og þvoði
sér og rakaði sig. Honum leið
ágætlega. Jæja, hugsaði hann,
það er víst bezt að fara niður.
En þá greip hann samstundis*
óbeit á því að gera neitt þvílíkt.
Hann var of feiminn til að hitta
konuna. Hann mundi, hvernig
hú hafði skriðið upp í rúmið til
hans í gærkvöldi og hve mjög
hann hafði notið hlýjunnar af lík
ama hennar. Þetta var eins og
þegar þeir vorú að koma með
heitar, ungar konur og setja þær
í rúmið hjá Davíð konungi, þeg-
hann var gamall og sjúkur. En
það hafði ekki orðið að neinu
gagni, því að Davíð var þegar
of langt leiddur. En það var ég
ekki, hugsaði Alec. Ég hafði gott
gagn af því og kann.sf?i hefur
það bjargað lífi mínu. Ég þarf
að fara niður og þakka konunni.
En það leið löng stund áður en
hann gat hert sig upp í það.
Þegar Effie heyrði fótatak
hans á berum stigaþrepunum,
leit hún upp frá steikarpönn-
unni, sem var full af eggjum og
svínaketi. Dúkurinn var kominn
á borðið og þar var lagt á borð
fyrir tvo. Auk þess var á borð-
inu fallegt hveitibrauð með
gullslita skorpB, smjör og sulta.
‘Það var nú ekki daglegur við-'
burður, að hún notaði grænrós-
óttu/ postulínsdiskana, sem voru
brúoargjöf frá einum sjúklingn-
um, sem hún hafði stundað. Og
'borðdúkurninn sem var svo
fínn, var lika tækifærisgjöf.
Alec stanzaði í dyrunum og
horfði á öll þessi fínheit og á
roðann, sem kom upp í kinnar
konunnar, sem stóð við eldavél-
ina. Effie leit kring um sig,
hlæjandi, og lagaði lokk, sem
hafði fallið niður á enni hennar.
En það var ekki eldbjarminn
einn, sem kom lífi í andlitssvip
hennar. Hún hafði hlaupið út,
milli hryðja, til að gefa hænsn-
unum og íaka eggin, og kuldinn
úti hafði gefið augum hennar
aukinn bjarma. Stigvélin henn-
ar stóðu enn þarna við dyrnar,
með ofurlitlum snjó á. Nú gekk
hún út að glugganum og dró frá
honum. — Við fáum ekki marg-
ar heimsóknir hérna, sagði hún,
— og núna 'væri gestur álika lik-
legur að koma eins og karlinn
í tunglinu. Þó veit maður aldrei.
Orð hennar og athafnir komu
því til leiðar, að Alec átti enn
erfiðara með að átta sig á öllu.
Hann roðnaði, er hún mældi
hann með augunum, alls ófeimin.
— Ég verð nú að segja það,
drengur minn, að þú lítur ögn
skár út. Það lagar mann til að
raka sig og greiða sér. Þú lítur
hreint ekki svo illa út, þó að þú
sért horaður. Settu þig hiður.
Hann át eins og skarfur. Dá-
lítill litur fór að koma í andlitið
á honum og um leið or honum
fór að líða betur líkamlega, óx
honum hugrekki. Hann fór eitt-
hvað að þakka konunni fyrir það
•sem hún hafði gert fyrir hann,
en hún þaggaði niður í honum.
— Ég hef ekki gert neitt nema
fyrir sjálfa mig, hún. — Ég hef
haft gaman af að fá heimsókn af
pilti frá Lancashire. Hvað heit-
irðu, Manchester?
— Alec.
— Þá skýturðu nú helmningn-
um undan. Jæja, ég ætla að fara
eins að. Ég heiti Effie.
— Þú ættir að segja mér,
Effie, hvar ég er eiginlega, og
hvað langt er til brautarstöðvar.
Ég þarf að fara að koma mér af
•stað.
—• Þú ferð ekki til neinnar
•stöðvar í þessu veðri, sagði hún
einbeittlega. — Þú verður hér
um kyrrt einn eða tvo daga.
Nú tók þessi þrákelkni hennar
að fara í taugarnar á honum.
— Nei, kona góð....
— Og, sleppum því, svaraði
hún hvasst. — Ég er hjúkrunar-
kona, og þú gerir eins og ég
segi þér. Til að byrja með, get-
urðu þvegið upp meðan ég bý
um rúmið.
Hún fyllti tinskál við vaskinn
Og skildi hann eftir við upp-
þvottinn. Þetta var verk, sem
hann var þaulvanur, en engu að
síður hafði Effie vandlega gætur
á honum, fyrst um sinn. — Farðu
varlega með grænu diskana,
sagði hún. — Þeir eru dýrir. Og
meðan hún var á leiðinni upp
stigann og hneppti upp blúss-
unni sinni um leið, fór hún að
______________________________________ iVtr. COSPER.
)píb""
awwjw
— Reyndu attur. feg gleymdi að taka hann úr handbremsu.
hugsa um, að græna postulínið
væri eitt af því, sem hún yrði
að hafa með sér til Cocker-
mouth. Það var ekki nema sjálf-
sagt um slíkan dýrgrip. Andar-
taki síðar kallaði hún niður
stigann: — Komdu hérna, Alec
og hjálpaðu mér með rúmið.
12.
Það hélt áfram að snjóa öðru
hverju allan þann dag, en morg-
uninn eftir var glaða sólskin. En
'þá var Alec hætt að liggja á að
halda áfram för sinni. Síðdegis
þegar hann var einn í kofanum,
stóð hann við gluggann og horfði
út um hann, á sólblikandi snjó-
inn. Frá framdyrunum og út að
hliðinu mátti sjá fótspor Effie og
svo förin eftir ákaft hringsól
hundsins kring um hann. Hve
glæsileg hún hafði verið, þegar
hún fór út — snjóstígvélin á fót-
um hennar og rauði klúturinn,
sem vafinn var um höfuð henni
græna kápan og þessi heljar-
stóra karfa á handleggnum á
henni. Það var þriggja mílna
leið til borgarinnar, að hennar
sögn. Hún hafði lagt af stað
'klukkan ellefu. Hún þurfti að
fara í búðir og auk þess reka
einhver erindi viðvíkjandi sölu
'á lausamunum sínum og flutn-
ing á öðrum til Cockermouth.
Og hún þurfti að senda Jóa
skeyti. Alec kunni nú orðið ut-
anbókar einkalíf hennar í öllum
smáatriðum. Eftir að hún byrj-
aði að tala á annað borð, hafði
hún talað hratt og frjálslega, og
fengið hann til að gera það sama.
Nú þekktu þau hvort annað út
í æsar.
Hann hafði orðið snortinn af
'viðbrögðum hennar, sem líktust
einna mest samvizkubiti, þegar
hún heyrði, að hún var fyrsta
konan, sem hann hafði átt mök
við. En hún var nú búin að
'jafna sig eftir það, og farin að
fihna til hreykni yfir því að hafa
frelsað hann — Þú hefur hingað
til lifað með álfum, drengur,
sagði hún, — en ég hef gert þig
að mennskum manni. Og Alec
fannst nokkuð vera til í þessu.
Hann minntist atviksins á heið-
inni, þegar houm varð ljóst, að
hverskyns skuggar voru of
sleipir til þess að hann gæti fest
hönd á þeim.
KALLI KUREKI
Teiknari; Fred Harman
— Jane, er nokkur skófla í kerr-
unni?
— Já, það held ég.
— Komdu með hana hingað. Martin
lögregluforingi þarf að nota hana.
— Ég skal ná í hana.
— Ertu orðinn eitthvað verri?
Hvað á ég að gera við skóflu?
— Þú átt að jarða manninn sem
þú drapsL
aitltvarpiö
Þríðjudagur 23. apríl.
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „Við vinnuna": Tónleikar.
14.40 „Við, sem heima sitjum": (Dag
rún Kristjánsdóttir).
15.00 Síðdegisútvarp.
18.00 Tónlistartími barnanna (Guð-
rún Sveinsdóttir).
18.30 Þingfréttir. — 18.50 Tilkynn-
ingar. — 19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Elsa Sigfúss syngur. Dr. Páll
sólfsson leikur með á Dóm-
kirkjuorgelið.
20.20 Þriðjudagsleikritið: „Ofurefli"
eftir Einar H. Kvaran. - Ævar
R. Kvaran bjó til flutnings
f leikformi og er jafnframt
leikstjóri. — III. kafli.
21.00 Mozart: Hornkonsert nr. 2 í
Es-dúr K.417.
21.15 Erindi: Þræiahald og hvíldar-
dagar til forna; — síðari hluti
(Hendrik Ottósson).
21.40 Corelli: Concerto grosso nr. 9
í F-dúr.
21.50 Inngangur að fimmtudagstón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar
íslands (Dr. Hallgrímur
Helgason).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lög unga fólksins (GerðuT
Guðmundsdóttir).
23.10 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 24. april.
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp.
18.00 Útvarpssaga barnanna: „Börn*
in í Fögruhlíð" eftir Halvor
Floden; XI. (Sigurðúr Gunn-
arsson).
18.30 Þingfréttir. — 18.50 Tilkynn.
ingar. — 19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Lestur fomrita: Ólafs saga
helga; XXIII. (Óskar Halldórs
son cand. ntag.).
20.20 íslenzk tónlist: Lög eftir Sig-
urð Þórðarson.
20.35 Kvöldvaka Háskólastúdenta:
Umsjónaenn dagskrárinnar:
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir,
Björgúlfur Guðmundsson og
Tryggvi Gíslason.
21.45 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal
Magnússon).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Svarta skýið**
etfir Fred Hoyle; XVI. (Örn-
ólfur Thorlacius).
22.30 a) Mozart: Flautukonsert nr,
2 í D-dúr, K.314. — b) Schu-
bert: Sinfónía nr. 4 í c-moll
— „Tragíska hljómkviðan".
23.25 Dagskrárlok.
S— ÞJÓ'NUSTA
FrÖNSK ÞJÓNUSTa
andlitsböS
fjandsnurting
f]árcjrewsla
CeiSbeint met ual
Snyrtí (/öru.
valhölliSS