Morgunblaðið - 24.04.1963, Side 13
Miðvikuaagur 24. apríl 1963
MORCVTSB1 4 ÐIÐ
13
í Ö'LLTJM lýðfrjálsuim lönduim
Ihefur 1. maí um áraraðir verið
igerður að sérstökum baráttu
og hátíðisdegi verkalýðssamtaik-
anna. Þann dag hafa launþegar
Iborið fram kröfur sínar um bætt
Ikjör og aukið öryggi um leið og
minnzt hefur verið þeirra sigra
er verkalýðshreyfingin hefur
unnið með stairfi sínu og skipu-
lagi.
Þessu hefur öðru vísi verið
varið í einræðisríkjunum. Þar
hefur þecsi dagur verið notaður
af valdihöfunum til þess að sýna
launastéttunum á áþreifanlegan
Ihátt, hverjir það eru, sem valdið
hafa. í stað frjálsra hátíðahalda,
frjálsra manna, hafa komið her-
sýningar ríkisvaldsins, sem lagt
hafa áherzlu á að sýna almenn-
ingi, einn.itt þennan dag, þau
segilegusíu drápstæki, sem stjórn
arvöldin hafa haft yfir að ráða.
Og ræðumenn dagsins hafa ekki
verið verkalýðsleiðtogar, heldur
hersihöfðingjar, sem að jafnaði
hafa fyrst og fremst minnt fólk
ó vald vopnanna og ofbeldisins.
hafa kommúnistar aftur á móti
látið sig litlu skipta og þegar
lýðræðissinnar hafa á undan-
fömum árum gert það að til-
lögu sinni, að X. mai ávarpið
yrði aðeins samið á faglegum
grundvelli og ekki minnzt á ut-
anrikismál eða flokkspólitísk mál
hefur allt ætlað um koll að
keyra hjá þessum „vinunt.“ verka-
lýðsins og þeir hafnað slíkri til-
lögu með fyrirlitningu.
FYLGISTAP KOMMÚNISTA
Nú hefur það gerzt, að fylgi
kommúnista á síðustu árum í
verkalýðshreyfingunni hefur far-
ið mjög þverrandi og ljóst mál,
að þau völd sem þeir enn halda
í sarotöfkunum er þeirn fyrst og
fremst gefin af Framsóknarmönn
um, sem á síðustu árum hafa
stutt þá í flestum verkalýðsfé-
lögum af fullum krafti.
Þetta fylgistap kommúnista
kemur eiinna bezt í ljós í Iðju
í Rvík og Bifreiðastjórafélaginu
Frama. Á sínum tírna höfðu
kiommúnistar stjórn þessara fé-
laga og hafa verið mjög sterkir
í 'þeim til skamms tíma, en í síð-
ustu kosningum var svo komið
að kommiúnistar höfðu aðeins um
20% greiddra atkvæða í félög-
unum. Svona er það víðar og
víst er að vart finnst það verka-
lýðsfélag hér á landi, sem komm-
únistar hafa meirihluta í. Völd
þeirra í verkalýðshreyfingunni í
dag byggjast fyrst ■ og fremst á
aðstoð Framsóknarmanna og
sikeytingarleysi lýðræðissinna,
sem á stundum hafa ekki gert
sér nægilega ljósa grein fyrir
því, hve mikil hætta felst í völd-
uro kommúnista í verkalýðssam-
tökunum og hve skaðleg þau
völd eru hagsmunum íslenzkrar
verkalýðssamtaka.
MIKILL MEIRIHLUTI
LÝÐRÆÐISSINNA
Nú þykist þessi tvistraða hjörð
kommúnista vera þess megnug
að leika enn sama leikinn og á
undanflörnum árum í sarobandi
Vígvélar og vopnabrak einkkenna 1. mai í Austur-Þýzkalandi
oig öðrum kommúnistaríkjum.
við 1. mai hátíðahöldin og hafa
ákveðið að skeyta í engu um
einingu verkalýðssamtakanna á
þessum 40 ára afmælisdegi dags-
ins, heldur ætla þeir að draga
að hún, merki húsbændanna í
austri og sýna með því verka-
lýðssamtökunum enn einu sinni
fyrirlitningu sína á vilja þeirra
og hagsmunum.
Þessi afstaða þeirra er enn
furðulegri fyrir þá. sök, að aðal-
fundur Fulltrúaráðsins, er hald-
inn var í vetur, samþykkti sam-
hljóða að stjórn Fulltrúaráðsins
sæi að öllu leyti um hátíðahöld
dagsins. Aðeins íulltrúar 9
verkalýðsfélaga af 38 tóku ekki
þátt í þessari samþykkt og full-
yrðing kommúnista um að aðeins
naumur meirililuti Fulltrúaráðs-
ins hefði staðið að þessari sam-
þykkt eru vísvitandi ósannipdi,
þvi að þeir vita vel, að mikill
minni hluti Fulltrúaráðsins er
þeim fylgjandi.
Verkalýðssinnar hvar sem þeir
annars standa í flokki verða að
sameinast gegn þessum vinnu-
brögðum kommúnista og vinna
að því að gera hátíðahöld verka-
lýðsfélaganna sem glæsilegust 1.
maá. Þann dag ber verkalýðs-
saimtökunum að bera fram kröf-
ur sínar fyrir bættum kjörum og
auikinni velmegun undir merkj-
um samtaika sinna og fána ís-
lenzku þjóðarinnar.
mundsson, varaform., Guðm. H. Garðarsson, formaður, Hannes Þ. Sigurðsson og Ottó J. Ólafs-
son, gjaldkeri. Aftari röð: Markús Stefánsson, Hreinn Halldórsson, Halldór Friðriksson, Helgi
Guðbrandsson, Björn Þórhallsson og Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjórL
Þróttmikil starfsemi V.R.
Frá aðalfundi félagsins
SAMA STEFNA
Þetta hefur átt jafnt við um
einræðisstjórnir fasista og komm
únista. í síðustu heitostyrjöld,
er bostaði tugi milljóna roanna
Uífið var fasisminn að visu að
velli lagður, en enn drottnar hið
rauða merki yfir stórum hlutum
heimsins og heldur verkalýðnum
í fjötrum áþjánar og kú.gunar.
íslenzka þjóðin hefux verið
®vo lánsöixi að geta byggt upp
frjálst ög óháð ríki og hér á
iiandi hefur ríkt mjð.-a frelisi
heldur en meðal flestra annarra
(þjóða. Þess vegna hafa íslenzk
iaunþegasamtök getað frjáls og
óháð barizt fyrir bættum kjör-
um meðlima sinna í áratugi með
góðum árangri og haldið 1. mai
hátíðlegan.
íslendingar hafa að vísu séð
merki einræðisins veifað þenn-
®n dag og heyrt hyllingarræður
formælenda ofbeldisins dásama
þjóðskipulag, sem sviptir verka-
lýðsinnum öllu frelsi, en sem
betur fer hafa þessi öfl ekki
verið það sterk, að þeim hafi
tekizt að svipta þjóðina frelsi
sínu og sjálfstæði.
KOMMÚNISTAR ÓSAMSTARFS
HÆFIR
í áraraðir hafa kommúnistar
reynt að gera 1. mai bátiða-
Ihöldin hér á landi að kommúnist-
iskum hyllingardegi. Þegar þeir
hafa haft aðstöðu til hafa þeir
útilokað r.lla samvinnu við lýð-
ræðissinna í verkalýðshreyfing-
unni um tilhögun hátíðahaldanna
og ávarp dagsins með oflbeldis-
legum kröfum og algerri fyrir-
litningu á skoðunum og stefnu
smnarra aðila.
í 1, maí ávarpi hafa komroún-
Jstar aldrei mátt heyra minnzt
á stuðning við lýðræði og frelsi
Og enn síður á fordæmingu á
einræði og oflbeldi. Þegar komm-
únistar hafa verið spurðir, hvers
vegna mætti ekki mótmæla ó-
frelsi verkalýðsins og kúgun hafa
þeir 'hiklaust sagt, að það væri
vegna þess að allir vissu, að sMk
•amþykkt beindist að þeim sjálf-
um.
Hagsmunamái verkalýðsins
AÐALFUNDUR Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur var
haldinn í húsi félagsins, Vonar-
stræti 4, 12. febrúar sl.
Formaður félagsins, Guðmund-
ur H. Garðarsson, setti fundinn
og minntist í upphafi látinna fé-
lagsmánna.
Fundarstjóri var kjörinn
Hannes Þ. Sigurðsson.
Formaður flutti skýrslu stjórn
arinnar. Kom fram i ræðu hans
að starfsemi félagsins hafði ver-
ið umfangsmikil á árinu.
Félagið samdi um 9% hækk-
un á alla kauptaxta félagsins
þann 1. júní 1962, þá var og
samið um 5% hækkun á alla
kauptaxta frá 1. febrúar sl.
Þá skýrði formaður frá því að
gerður hefði verið nýr samning-
ur við Flugfélag Islands vegna
manna sem vinna vaktavinnu á
Reykjavíkurflugvelli. Dagvinnu-
tími þessara manna var áður ó-
reglulegur, en nú fastákveðinn
og styttur niður í 42 klst. á
viku. Þá er þeim einnig með
samningum tryggður einn frí-
dagur í hverri viku.
Þá sagði formaður að viðræð-
ur hefðu farið fram í haust við
vinnuveitendur um breytingar á
flokkaskipun samninganna, en
þær viðræður hefðu ekki borið
árangur á þessu stigi, en félagið
myndi á þessu ári taka alla
flokkaskipan samninganna til
nákvæmrar endurskoðunar.
Félagið er með lausa samn-
inga þó samið hafi verið um 5%
kauphækkun 1. febrúar.
Þá ræddi formaður um það
mál sem öllum er að vísu kunn-
ugt, þ.e. inngöngu verzlunar-
fólks í A.S.Í. Sagði formaður að
þar hefði verið um ómetanlegt
hagsmunamál launþega í verzl-
unarstétt að ræða.
Formaður greindi frá nýjum
þætti í starfi félagsins, sem það
hóf í haust. Starfsfólki fyrir-
tækja var boðið til kaffifunda
þar sem fróðleg erindi voru flutt
um efni er varðar starf fólksins,
einnig voru fræðslumyndir sýnd-
ar. Töluvert á annað hundrað
manns hafa tekið þátt x þessum
fundum félagsins og allir lýst
ánægju sinni yíir.
Þá skýrði formaður m.a. frá
að félagið hefði tekið þátt í 1.
maí hátíðahöldunum.
Þrjú Félagsblöð V.R. voru
gefin út á árinu. Félagið tók
þátt í hinum almenna starfs-
fræðsludegi.
Félagið gekkst fyrir jólatrés-
skemmtun og árshátíð var hald-
in í * Klúbbnum; tókust þessar
skemmtanir báðar mjög vel.
- »
í Heiðmörk voru groðursettar
1500 trjáplöntur í sumar, en þar
á V.R. afmarkað svæði.
Að lokum sagði formaður að
það færi mjög vaxandi að fólk
leitaði aðstoðar og upplýsingar
hjá skrifstofu félagsins, og fé-
lögum færi alltaf fjölgandi.
Gunnl. J. Briem gaf skýrslu
yfir Lífeyrissjóð verzlunar-
manna. Er afkoma hans mjög
góð. Eignir sjóðsins voru um
síðustu áramót tæpar 42 milljjón
ir og höfðu aukizt á síðasta ári
um rúmar 9,4 milljónir.
Kjör stjórnar
Aðeins einn listi hafði borizt
til kjörs stjórnar og var hann
því sjálfkjörinn. Formaður var
kjörinn Guðm. H. Garðarsson,
viðskiptafræðingur. í aðalstjórn
voru kjörnir til tveggja ára
Eyjólfur Guðmundsson, Hannes
Þ. Sigurðsson og Helgi Guð-
brandsson. Fyiir í aðalstjórn
voru Björn Þórhallsson, Gísli
Gíslason og Ottó J. Ólafsson. í
varastjórn vonx kjörnir Halldór
Friðriksson, Hreinn Halldórs-
son og Markús Stefánsson.
f trúnaðarmannaráð voru
kjörnir, aðalmenn: Andreas
Bergmann, Einar Ingimundar-
son, Einar Birnir, Gunnl. J.
Briem, Gylfi Sigurjónsson,
Haukur Jósepsson, Oddgeir
Bárðarson, Ragnar Guðmunds-
son, Richard Sigurbaldursson,
Stella M. Jónsdóttir og Sverrir
Hermannsson. Varamenn: Björg-
úlfur Sigurðsson, Gísli Einars-
son, Helgi Eysteinsson, Hjörleif-
ur Jónsson, Hörður Felixson,
Lilja Gunnarsdóttir og Sverrir
Jónsson.
Endurskoðendur: Gunnar Zo-
ega og Þorsteinn Bjarnason, til
vara Bjarni Felixson og Páll
Stefánsson.