Morgunblaðið - 24.04.1963, Síða 24
HIBYLAPRYDI HF
Hallarmúla slml 38IT7
^ERUÓSSIAFlt
92. tbl. — Miðvikudagur 24. apríl 1963
MIKLtJM snjó kinjdi niður á Akureyri í áhlaupinu í dymbilviku, en þar hefir annars verið
snjólaust að kalla í allan vetur. Víða ðró í allmikla skafla, og seinlegt reyndist að ryðja göt-
urnar. — Myndin sýnir tvo glaða drengi, hegar ein gatan hafði nýlega verið rudd.
— Ljósm. Sv. P.
Austur-þýzki hásetiim, sem strauk:
Fékk fyrirskipun um s3 skjóta
flóttamenn til Vestur - Beriiar
í TILEFNI fréttar í blaðinu í
gær, þar sem segir frá að
ungur austur-þýzkur piltur
hafi leitað á náðir vestur-
þýzka sendiráðsins í Reykja-
vík og beðið um aðstoð þess
til að komast til Vestur-
Þýzkalands, sendi Morgun-
blaðið skipstjóranum á Sel-
fossi skeyti og bað um frek-
ari persónuupplýsingar um
manninn, en hann er nú þar
um borð á leið til Hamborg-
ar. Skeyti skipstjórans fer
hér á eftir:
„Wolski er 22ja ára að aldri.
Hann er fæddur í sveit, en varð
18 ára starfandi eftirlitsmaður
við járnbrautirnar. 2Í árs að
aldri hóf hann starf í Austur-
Berlín. Fékk hann þá fyrirskip-
un um að skjóta flóttamenn til
Vestur-Berlínar, ef ekki væri
hægt að stöðva þá á annan hátt.
Fór hann þá að undirbúa
flótta. Hann sá enga leið til að
Sjálfsteeðiskonur
FULLTRÚAR á þingi Landssambands Sjálfstæðiskvenna,
mæti í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 25. apríl kl. 3 síð-
degis. — Aðrar konur á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins eru
velkomnar að sitja þingið, sem áheyrnarfulltrúar.
Stjórnin.
Skálholtssöfnunin í
IMoregi nær 1 millj. ísl. kr.
í einkaskeyti til Morgunblaðs
ins frá Skúla Skúlasyni frétta-
manni Mbl. í Noregi í gær segir,
að þar í landi hafi verið safnað
175.000 krónum, norskum — eða
Háskólafyrir-
lestur
DR. Christian Jonassen, pró-
fessor frá ríkisháskóla Ohioríkis
í Columbia, flytur fyrirlestur við
Háskóla íslands um félagsfræði-
legt efni í dag miðv.dag, kl. 5.30
í I. kennslustofu. Fyririesturinn
verður fluttur á ensku og nefn-
ist: „Er fjölskyldan úrelt fyrir-
bæri?“ Ölluna er heimill aðgang-
ur. —
Prófessor Jonassen er af
norsku bergi brotinn. Hann er
kunnur fræðimaður í fræði-
grein sinni og starfar þetta há-
skólaár sem gistiprófessor við
Óslóarháskóla. Hann dvelst hér
á landi með styrk frá Fulbright-
stofnuninni.
rúmlega einni milljón kr. ísl. —
til lýðháskóla í Skálholti.
Umsjón með fjársöfnuninni
hefur séra Harald Hope á Ytre
Arna. Er hann meðal erlendra
gesta, sem boðnir hafa verið til
þess að vera við vígslu Skál-
holtskirkju 21. júlí í sumar, en
þá er jafnframt fyrirhugað að
bornsteinn skólans verði lagður.
25 ár síðan Stefán
söng fyrst við
Konunglega
Einkaskeyti til Mbl. frá
Kaupmannahöfn: —
Þann 20. apríl sl. voru liðin 25
ár frá því að Stefán íslandi söng
fyrst í Konunglega leikhúsinu í
Kaupmonnahöfn. Stefán söng
fyrst sem gestur, en 1941 var
hann fastráðinn við leikbsúið. —
Árið 1949 var Stefán svo skipað-
ur konunglegur kammersöngvari.
— Rytgaard.
komast á fiskiskip. Hann komst
fyrst á móðurskip, en þar voru
engir möguleikar til flótta. Þá
komst hann á togara. Radar
skipsins bilaði og þurfti það að
fara til _ Reykjavíkur tdl við-
gerðar. Vegabréf hans og sjó-
ferðabók var geymt hjá skip-
stjóra. Wolski hafði falið fæð-
ingarvottorð sitt og lítið eitt af
peningum í fötum sínum og
þóttist ætla í land til að verzla.
Þá komst hann í sendiráðið.
Skipstjóri“.
Færeyskur línu-
veiðari kaupir
beitu á Akranesi
Akranesi, 23. apríl: —
Færeyskur línuveiðari, Norðing-
ur 270 brúttólestir frá umbrota-
bænum Klakksvík (tæpl. 4000
íbúar) kom hingað í morgun að
taka 8 tonn af beitusíld til viðbót
ar beitubirgðum sinum. Héðan
heldur hann til V estur-Græn-
lands í 10 vikna veiðiför. Norð-
ingur var byggður í Bratvaag í
suðvestur Noregi fyrir Noreyja-
samvinnufélagið, en forstjóri þess
er Daniel Nilsen. Norðingur hefir
23 manna áhöfn og skipstjóri er
Hans Eile Johansen. — Oddur.
ítvarpið annast sjálft
dagskrána 1.
ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á
fundi sínum í gær með þrem-
ur atkvæðum gegn tveimur,
að dagskrárstjóm Útvarpsins
skyldi annast undirbúning og
framkvæmd kvölddagskrár 1.
maí n.k. Mun þess þá sérstak-
lega verða minnzt, að 40 ár
eru nú liðin síðan 1. maí var
hér fyrst hátíðlegur haldinn.
Það bar til tíðinda á þessum
fimdi útvarpsráðs, sem er eins
dæmi í allri sögu þess, að einn
útvarpsráðsmanna, Bjöm Th.
Bjömsson, fulltrúi kommún-
ista, gekk af fundi.
Undanfarin ár hefur útvarp
ið annazt 1. maí dagskrá sína
sjálft, að öðru leyti en því,
að útvarpað hefur verið ávörp
um félagsmálaráðherra, for-
seta Alþýðusambands íslands
og formamis B.S.R.B. Nú er
hins vegar gert ráð fyrir því,
að eingöngu verði útvarpað
fjölbreyttri dagskrá, sem dag
skrárstjóm útvarpsins undir-
býr sjálf þennan dag.
Engin ósk lá fyrir frá stjóm
Alþýðusambands íslands um
að því yrði veitt aðstaða til
þess að annast hátíðardagskrá
í útvarpinu hinn 1. maí n.k.
Hinsvegar Xá fyrir þréf frá
stjóm fulltvúaráðs verkalýðs-
félaganna í Reykjavík, þar
sem þess var óskað að fulltrúa
ráðinu yrði falið að annast út
varpsdagskrá þennan dag. Nið
urstaðan varð sú, eins og áður
er sagt, að ákveðið var að út-
varpið annaðist sjálft dag-
skrána 1. maí.
Ferðastyrkir til USA
DR. BO ÁKERRÉN, læknir í Vis-
by á Gotlandi, og kona hans til-
kynntu íslenzkum stjórnarvöldum
á sínum tíma, að þau hefðu í
hyggju að bjóða árlega fram
nokkra fjárhæð sem ferðastyrk
handa íslendingi, er óskaði að
fara til náms á Norðurlöndum.
Var styrkurinn veittur í fyrsta
skipti vorið 1962.
Ákerrén-ferðastyrkurinn nem-
ur að þessu sinni eitt þúsund
sænskum krónum. Þeir, sem
kynnu að vilja sækja um hann.
Akranessbátar
f á góða síld
Akranesi, 23. apríl: —
í nótt veiddist stór og falleg síld
27 sjómílur norðvestur héðan. —
Var 1700 tunnum landað hér í dag
af tveimur bátum. Höfrungur II.
fékk 1100 tunnur og Skírnir 600.
Meirihluti síldarinnar er hrað-
frystur, hitt flakað og súrsað.
Á 9 þorskanetja- og línubátum,
sem lönduðu í gær var heildarafl
inn 140 tonn. Aflahæstir voru
Keilir 24 tonn, Sigrún 21 og Sig
urður og Ólafur Magnússon 17,3
tonn hvor. — Oddur.
Hafnarfjörður
SÍÐASTA spilakvöld Sjúlfstæðis
félaganna að þessu sinni verður
í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og
hefst kl. 8,30. Þá verða heildar-
verðlaunin veitt, sem er ferð með
Gullfossi til Kaupmannahafnar.
skulu senda umsó-kn til men'.rta
málráðuneytisins, Stjórnarráðs-
húsinu við Lækjartorg, fyrir 20.
maí n. k. í umsókn skal tekið
fram, hvaða nám umsækjandi
hyggst stunda og hvar á Norður
löndum. Upplýsingar um náms-
og starfsferil skulu fylgja, svo
og staðfest afrit prófskírteina og
meðmæla. Umsóknareyðublöð
fást í menntamálaráðuneytinu.
(Frá Menntamálaráðuneytinu),
Kussogerðin
vonn mnlið
gegn
Dngsbrnn
f FYRRADAG var kveðinn
upp í bæjarþingi Reykjavíkur
dómur í máli Kassagerðar
Reykjavíkur gegn Verka-
mannafélaginu Dagsbrún, sem
höfðað var eftir verkfallið í
júní 1961 til staðfestingar áj
lögbanni, sem borgarfógetinn
í Reykjavík lagði við „verk-
fallsvörzlu“ stjómar Dagsbrún
ar, er leiddi til hindrunar flutn
inga að og frá Kassagerðinni.
Blaðið hefir frétt að Kassa
gerðin muni liafa unnið málið
og lögbannið verið staðfest.
Nánar mun síðar sagt frá
niðurstöðu dómsins og málsat-
vik rakin.
Sigurður aflahæsti togarinn
Aflaverðmæti 13 milljdnir á 7 mánuðum
TOGARINN Sigurður kom
af veiðum í gærkvöldi með
um 350 lestir af karfa og
þorski af Nýfundnalands-
miðum. Hann var fyrsti ís-
lenzki togarinn, sem fór á
þessi fjarlægu mið að þessu
sinnL
Afli var ágætur fyrstu dag-
ana, en svo dró úr honum, enda
hamlaði veður nokkuð. Þegar
fréttist, að Sigurður væri að afla
á þessum miðum, fóru strax
nokkur skip þangað vestur, og
hefur verið reytingsafli hjá
þeim.
Sigurður mua nú vera afla-
hæsta skipið í togaraflotanum.
Hefur hann aflað sl. 7 mánuði
1825 lestir af fiski. Öllum aflan-
um hefur verið landað erlendis
nema úr þessari veiðiferð. —
Heildarverðmæti þessa afla nem
ur tæpum 13 milljónum krona.
Auk þess sigldi skipið með ís-
aða síld, sem seldist fyrir 1,8
milljónir króna. Nemur því
söluverðmæti, eigin afla og sild-
ar, 14,8 milljónum króna, eða
sem svarar rúmum 2 milljónum
króna á mánuði.
Hásetahlutur þessa 7 mánuði
hefur numið kr. 105.000,00.
Skipstjóri á Sigurði er Auð-
unn Auðunsson.