Morgunblaðið - 26.02.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.02.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. febrúar 1963 MORGVlVBLAÐtÐ 3 S i I * i Lanvin-Castillo: Skemmtileg- ur, lítill nethattur. I skálinni er komið fyrir gerviblómum. Fatou: Síðdegisdragt með svörtum leðurbryddingum, tvíhneppt með skásniðnum framstykkjum og skásettum vösum. f DAG er birting ljósmynda fré vortízkusýningunum í París Ityfð, og birtast hér á síðunni fyrstu myndirnar sem hingað hafa borizt. Bohan skákar Saint-Laurent Vortízikusýningarnr í París voru hinar eftirtektarverð- ustu að þessu sinni. Umtals- verðustu sýningarnar voru hjá Marc Bohan, núv. stjórnanda Diors-tízkuhússins, og Yves Saint-Laurent, fyrrv. stjórn- anda sama tízikuhúss, sem nú hefur stofnað sitt eigið. Keppn in milli þeirra fer stöðugt harðnandi, og henni lauik svo þetta árið, að Bohan gekk með sigur af hólmi, en í fyrra féll Saint-Laurent sigurinn í skaut. Föt fyrir styttur Það er almannarómur, að sýninig Saint-Laurent hafi verið ómöguleg, og föt hans séu fremur ætluð styttum en lifandi fólki. Kvöldlkjólar Víð pils eða þröng? Annar frægur' tízkuteikn- ari, Givenchy, er á gagnstæðri skoðun við Bohan. Hann vill sem sé að konur klæðist víð- um pilsum með vorinu. Er nú eftir að sjá, hvoru boðorð- inu tízkukonur víðs vegar í heiminum hlýða. Pierre Balmain: Túnika í dramatískum litum, svörtu og hvítu. Svartur hattur fylg- ir kjóinum, skreyttur slaufu. Jacques Heim: Buxur og kjóll úr bláu flaueli. Kjóllinn er með kögri að neðan. TUheyrandi höfuðbúnaður og skór fylgja. hans voru hlaðnir stórum perlum, sem glömpuðu eins og sápukúlur og fleira glingri; ennfremur hrúgum af appli- keruðum blómum. Kjólarnir voru flestir með V-hálsmáli og mikið flegnir að aftan. Dragtir hans eru mjög karl- mannlegar. Marc Bohan hlaut flesta kossana þetta vorið, og leik- konan Melina Mercuori, sem var heiðursgestur á Diorssýn- inigunni, sagði að hann væri Dior gamli endurborinn, og lík- legur til að stjórna heimstízk- unni í framtíðinni. Föt hans voru öll niðurmjó og fylgdu sömu „línu“, þó þau væru breytileg i smáatriðum. f>að vinsælasta á sýningu Böhans að þessu sinni voru sjaljakk- arnir, en það eru eiginlega ermar með áhngandi sjali, sem er jafnsítt kjólnum. Dessés: Kóngablátt og hvítt eru klassisk litasamsetning, sem Dessés notar við þennan klæðnað. Dragtarjakkinn er hnepptur við blússuna, hatt- urinn kúflaga. Í NA 15 hnútar I / SVSOhnútar H SnjóÁomo * 06 i S7 Skúrir E Þrumur mss KuUetkil ^ HihthH H Hmt 1 Útsynmngur var'í gær um allt í kringum S-Grænland, al/lt Vesturland, él og bjart á en ný og kröftug lægð SV af milli, en hiti aðeins yfir frost Nýfundnalandi var á leið hing markL Grunnar lægðir voru að. T résmi&af él íigið: rramséknarmenn stuildu kemmúnlsta dygg'íega KOSNING fór fram í T-résmiða- félaginu um helgina. Úrslit urðu þau að kommúnistar héldu velli í félaginu með stuðningi fram- sóknarmanna. Báðir listar juku fylgi sitt en lýbræðissinnar þó mun meir. Aðeins 10 atkvæða munur réði úrslitum. A-listi stjórnarinnar hlaut 2i90 atkvæði en B-listi, lýðræðis- sinna 280 atkvæði. Við síðustu kosningar í félaginu hlaut stjórn in 227 atkvæði en lýðræðissinn- ar 197 og var þá 30 atkvæða munur. Framsóknarmenn létu sig hafa það að styðja lista stjórnarinnar þótt uppistaðan í stjórninni væri nú línukommúnist’'r. Khsiján Eldjárn heiðraður HINN 24. febrúar 1963 sæmdi forseti íslaindis dr. Kristján Eid- jám, þjóðminjavörð, stórriddaira krossi hinnar íslenzku fálkaorðu fyrir embættisstörf. (Frá Orðuritara) STAK8TEIMAR Gömul mr ildama í veiðihug Hin gamla Framsóknarmad- dama er nú i miklum veiðihug. Hún hefur gert sér sérstakar von- ir um að geta klófest eitthvað af því fólki, sem undanfarin ár hef- ur kosið kommúnista en er orðið leitt á Moskvudekri þeirra. Þeg- ar Morgunblaðið bendir þessu sama fólki á, að þýðingarlítið sé fyrir það að kjósa Framsóknar- flokkinn vegna þess að hann sé í bandalagi með Moskvumönn- um, þá segir Timinn að Morgun- blaðið sé að ráðleggja mönnum að kjósa kommúnista! Þéssi málflutningur Tíma- manna er i fullkomnu samræml við þá fréttafölsunarstefnu, sem Tíminn hefur að úndanförnu gert að uppstöðu í öllum sínum á- róðri. Allt heilvita fólk gerir sér ljóst, að siðan kommúnistar og Framsókn gengu í þjóðfylkingar- bandalagið þýðir stuðningur við Framsóknarflokkinn stuðning við kommúnista og Moskvu- stefnu þeirra. Þess vegna verð- ur það fólk, sem yfirgefur Moskvumenn hér á landi að stíga skrefið heilt og kjósa þá flokka, sem berjast af heilind- um og festu gegn hinum alþjóð- lega kommúnisma og umboðs- mönnum hans hér á landi. Allar líkur benda einnig til þess, að fólk, sem á annað borð hefur gert sér ljósa Moskvu- þjónkun kommúnista, láti ekki það glapræði henda sig að kasta atkvæði sínu á Framsóknar- menn, sem eiga þá ósk heitasta að komast í ríkisstjórn með kommúnistum og mynda nýja vinstri stjórn. Veiðihugurinn einn mun þess vegna ekki duga hinni gömlu maddömu. Her- mann Jónasson veit að visu, að veiðimönnum ber að klæða sig efíir landslaginu! Einnig sú vitn- esk’a hrekkur skammt, þegar veiðimaðurinn her óafmáanlegan stimpil afturhalds og hentistefnu og þjónustu við Moskvuvaldið. Eins og rjúpan við staurinn Kommúnistablaðið veitir í gær Framsóknarmönnum alvarlega á minningu fyrir að hafa í hyggju að bregðast þjóðfylkingunni gagnvart efnahagssamvinnu Ev- rópu. Kemst kommúnistablaðið m.a. að orði um þetta í forystu- grein sinni sl. sunnudag á þessa leið: „Það stoðar lítt, þó Framsókn rembist nú eins og rjúpan við staurinn ‘að sverja af sér þessa afstöðu foringja sinna. Foringjar Framsóknar hafa áður leikið þann leik fyrir kosningar til þess að blekkja róttæka kjósendur og samið svo við íhaldið eftir kosn- ingar um framkvæmd þeirra mála, sem barizt var hvað harð- ast gegn áður. íhaldið kann vel að meta þessar starfsaðferðir maddömu Framsóknar og styður loddaraleik hennar á allan hátt, vitandi það, að efling Framsókn- arflokksins í kosningunum er að- eins trygging fyrir því, að þessir fiokkar taki höndum saman um ihaldssama stjórnarstefnu eftir kosningar.“ \ Ailir gruna þá um græzku AHir gruna Framsóknarmenn um græzku, jafnvel kommúnist- ar, sem notið hafa einhuga stuðn ings þeirra innan verkalýðssam- takanna, á Alþingi og víðar, fá ekki orða bundizt. Þeir benda á það, að ekkert sé að marka hvað Framsókn segi fyrir kosningar. | Hún sé alltaf reiðubúin til þess i að ganga þvert ofan í yfirlýsta stefnu sína, ef það getur orðið til þess að tryggja henni valda- aðstöðu og ráðherrastóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.