Morgunblaðið - 26.02.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.1963, Blaðsíða 12
12 MORGViy BL ÁÐIÐ ÞriSSjudagur 26. febrúar 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristínsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að\lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. VIÐREISN EÐA VINSTRI STJÓRN ■SJTenn eiga að vonum erfitt með að átta sig á því, hvert Framsóknarflokkurinn stefnir. Innan hans eru öfl, allt frá hálfkommúnisma til .argasta afturhalds. Sjálfir segja Framsóknarmenn, að þeir mundu ekki mynda stjórn með kommúnistum, þótt þessir tveir flokkar næðu þingmeirihluta saman, og jafniramt lýsa þeir því yfir, að meginbaráttumál þeirra sé að stöðva viðreisnina. Raunar er engin ástæða til að ætla að Framsóknarmenn og kommúnistar geti fengið starfhæfan þingmeirihluta saman. Stjórnarandstaðan hefur ekki verið með þeim hætti, að líklegt sé, að lands- menn vilji veita henni meiri stuðning en áður. Hins vegar hafa viðreisnarráðstafanirnar tekizt betur en þeir bjartsýn- ustu þorðu að vona og þess vegna ættu stjórnarflokkarn- ir vissulega að eflast í kom- andi kosningum. En rétt er, að menn hafi það hugfast, að Framsóknar- menn eru óþreytandi í því að hæla vinstri stjóminni sál- ugu og telja hana beztu stjórn, sem nokurn tíma hafi setið á íslandi. í því efni ganga þeir mun lengra en kommúnistar, sem eru hálf feimnir við að nefna þátttöku sína í aðgerðum þeim, sem einkenndu vinstri stjómina. Framsóknarmenn vilja þannig beinlínis, að um það sé kosið, hvort hér eigi að ríkja viðreisn, eða hvort aftur ei^i að sækja í sama farið og var á tímum uppbótanna, haft- anna og þvingananna. Þeir segjast að vísu ekki munu ná nægilegum stuðningi til þess að mynda vinstri stjórn þegar að loknum kosningum, en þess í stað keppi þeir að því, sem þeir kalla „stöðvunar- vald“. „Stöðvunarvaldið“ hyggjast ast Framsóknarmenn nota til þess að koma í veg fyrir á- framhald viðreisnarinnar. — Niðurstaðan yrði þá væntan- lega sú, að hér ríkti stjórn- leysi í svo og svo langan tíma, gjaldeyrisvarasjóðir mundu þá tæmast og aftur síga á ó- gæfuhliðina í íslenzkum efna- hagsmálum. Upp úr þeim vandræðum kynnu Fram- sóknarmenn síðan að reyna að stofna næstu vinstri sam- fylkinguna. ATKVÆÐIN RÁÐA ¥ þingkosningunum, sem * framundan eru, leggur sérhver borgari sitt lóð á vog- arskálina. Ef hann vill áfram- haldandi viðreisn, traustan fjárhag og miklar framfarir, þá greiðir hann atkvæði Sjálfstæðisflokknum eða Al- þýðuflokknum. Ef hann vill styrkja hin svokölluðu „vinstri" öfl og stuðla að því að hér þróist á ný sá óskapn- aður, sem uppbótakerfið var, þá kýs hann kommúnista eða Framsóknarmenn. Línumar í íslenzkum stjómmálum eru þannig skýr ari en oftast áður. Tveir flokkar lýsa því yfir, að þeir muni standa trúan vörð um viðreisnina og beita sér fyrir því, að hér ríki áfram stjórn- arfar frjálslyndisins, líkt og er með öðrum vestrænum lýð ræðisþjóðum. Aðrir tveir flokkar lýsa því umbúðalaust yfir, að þeir vilji hverfa til baka til þess afturhaldsstjórn arfars, sem hér var, stjórnar- fars haftanna, vöruskortsins, svarta markaðsins og hvers kyns spillingar. Þegar menn hugleiða það, að valdahlutföllin á Alþingi eru þannig, að lítið má út af bera til þess að ógæfan dynji ekki yfir okkur að nýju, þá er líka öruggt, að frjálshuga menn munu einbeita sér að því að treysta fylgi viðreisn- arflokkanna, svo að framfarir og hagsæld ríki áfram og fari vaxandi með hverju árinu sem líður. RÓGUR UM AÐRA F*n það er ekki eingöngu í ^ innanríkismálum, sem skilur á milli viðreisnar- flokkanna og „þjóðfylkingar- flokkanna“. Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn vilja ábyrga stefnu í utanríkismál- um og heilbrigð samskipti við viðveittar þjóðir á jafnréttis- grundvelli. Framsóknarinenn og komm únistar eru hins vegar ó- þreytandi í því að rægja ná- grannaþjóðir okkar. Þannig hefur Tíminn fundið það út, að ekki einungis Bretar held- ur líka Danir séu fjand- menn okkar og þess vegna hljótum við að umgangast þá sem slíka. Jafnframt segja Framsóknarmenn, að við ís- lendingar munum glata frelsi okkar og tilveru, ef við höf- um svipuð skipti við aðrar þjóðir og nú einkennir allan hinn siðmenntaða heim. Af skrifum Tímans virðist ekki unnt að draga aðra álykt un en þá, að Framsóknar- Bandariska geimrannsóknarstofnunin hefur látið gera þessar tvaer teikningar af leiff Mariners 2 til Venusar (til vinstri) og áfram umhverfis sólu (til hægri). Næst sólu var hnötturinn 27. des. sl. í 105,4 milljón km fjarlægff, og var hann þá 4,3 millj. km frá Venusi og 71,1 millj. km frá jörðu. Tölurnar á kortinu til hægri eru dagsetningar, fyrsta talan er mánuffurinn, önnur talan mánaðardagur og þriðja talan áriff. Þannig er t.d. 9/20/63 dagsetningin 20. september 1963. — 150-200 stiga hiti á Venusi Litlar líkur fyrir lifi þar FRÁ því handaríski gerfihnött urinn Mariner 2 fór fram hjá Venusi 14. desember s.l. hefur fjöldi vísindamanna verið að vinna úr upplýsingum þeim, er hnötturinn sendi til jarffar. um ástandið á stjömunni. Hafa þessar rannsóknir m. a. leitt í Ijós að hitinn á Venusi er mun lægri en áður var tal- ið, eða um 150—200 stig. Áður hafði verið talið, samkvæmt mælingum frá jörðu, að á Venusi væri um 325 stiga hiti. Þótt hitinn á Venusi sé þetta mikið lægri en taliff var, úti- lokar hann samt sem áður að til sé nokkurt líf á stjörnunui svipað því sem hér er. Bandarísika geimrannsókn- arstofnunin (NASA) kostaði Mariner tilraunina, og er búizt við að stofnunin boði til blaða mannafundar í næstu viku til að skýra nánar frá árangrm- um. Mariner 2 var skotið á loft frá Canaveralhöfða 27. ágúst og fór fram hjá Venusi í 34.745 kílómetra fjarlægð 14, desember. Þegar hnötturinn var á leið framhjá stjörnunni, gerði hann sérstakar mælingar á geislunum þaðan aúk þess sem tilraun var gerð til að mæla segulsvið umhverfis Venus. Enginn árangur varð af seg- ulsviðsmælingunum, og bend ir það til þess að annaðhvort sé ekkert segulsvið umhverfis Venus, eða þá að það sé svo lítið að það komi ekki fram á þeim mælitækjum, sem í henttinum voru. í síðara dæm- inu væri þá segulsvið Venusar ekki nema 5—10% af segul- sviði jarðar. Þessi uppgötvun er talin afar merkileg, og bend ir hún til þess að Venus snúist mjög hægt og að ekkert geisla- belti sé umhverfis stjörnuna eins og umhvérfis jörðu. Hitamælingarnar, sem vís indamenn hafa verið í tvo mánuði að vinna úr, eru ekki síður athyglisverðar. Fyrri mælingar frá jörðu voru mjög óöruggar, og lögðu vísinda- menn og stjörnufræðingar ekki mikið upp úr þeim. Nú hefur Mariner 2 sent haldbetri upplýsingar, sem benda til þess að hitinn sé mun minni en ætlað var. Ef yfirborðshit- inn á Venusi er 150—200 stig, bendir það til þess að ekkert vatn sé þar, nema ef til vili sem gufa. Allt líf hér á jörðu er háð vatni, og bendir því allt til þess að ekkert líf sé eins og við þekkjum það sé á VenusL Áhöfn norsks skips sleppt úr haldi eftir tvo mánuði Árekstur tveggja skipa olli dauða 14 Japana Yokohama, Tokyo, 20. febr. AP — NTB. SAKSÓKNARINN í Yokohama ákvað í dag, að skipstjóri norska skipsins „Tharald Brovic“ og á- höfn hefffu fengið leyfi til að sigla skipi sínu til Noregs. Hef- ur skipstjórinn eg áhöfnin verið í haldi frá 4. desember s.L Orsökin er sú, að norska skip- iff rakst á japanskt skip, „Muna- kata Maru“, er það var á leið til hafnar í Yokohama í nóvem- ber. Lét 41 Japani lífið i árekstr inum. Við stýri norska skipsins, er áreksturinn varð, var japanskur leiðsögumáður, nokkuð við ald- ur. Þótti japönskum yfirvöld- um margt á huldu með árekstur- inn, og vildu ekki sleppa Norð- mönnunum úr haldi, fyrr en miál- ið væri upplýst, eða skipstjóri og yfirmenn norska skipsins hefðu heitið fullri samvinnu við að upplýsa orsökina. Því hefur nú verið heitið af norskri hálfu, að öll hugsanleg samvinna verði höfð, jafnvel þótt áhöfn „Tharald Brovic“ hverfi á brott frá Japan. Rannsókn málsins heldur enn áfram og beinist hún nú einkum að þætti leiðsögumannsins. Nið- urstaða þeirrar rannsóknar mun verða lögð til grundvallar því, hvort mál verður höfðað á hend ur norska skipstjóranurn. flokkurinn telji, að við íslend ingar eigum að aðhyllast ein- angrunarstefnu, draga sem mest úr samskiptum okkar við aðrar þjóðir og forðast eftir megni samvinnu við þær. í þessari afstöðu kemur fram slík minnimáttarkennd, að með ólíkindum er. Við ís- lendingar höfum haft marg- háttuð samskipti við ná- grannaþjóðirnar. Án þeirrar samvinnu hefðum við auð- vitað ekki getað náð jafn langt, hvorki á efnahagssvið- inu né í menningarmálum. Við höfum sýnt, að við erum hlutgengir í samstarfi þjóð- anna og getum haldið þar á málstað okkar af festu og réttsýni. Sú stefna, að draga eigi úr þessum samskiptum á sama tíma og allar þjóðir aðrar auka skipti sín á milli, er auð- vitað alveg fráleit, og þá menn, sem slíkt boða, er ekki hægt að kjósa til forystu. * * I Arnessýs'u UMBOÐSMENN Morgun- blaðsins í eftirtöldum sex hreppum Árnessýslu eru: Gunnar Sigurðsson Selja- tungu, fyrir Gaulverjabæjar- hrepp. Karl Þórarinsson á Kjartansstöðum fyrir Ilraun- gerðis- og Villingaholts- hreppa. Róbert Róbertsson fyrir Biskupstungur, Jón SigUrðsson í Skollagróf fyrir Hrunamannahrepp og um- boðsmaður fyrir Laugarvatn og Laugardalshrepp er Benja mín Halldórsson á Laugar- vatni. / Umboðsmennirnir hafa um- sjón með dreifingu Morgun- blaðsins í heimahreppum sín- um og til þeirra geta þeir snúið sér er óska eftir að ger ast áiskrifendur að blaðinu og loks annast þeir um inn- heimtu áskriítargjalds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.