Morgunblaðið - 26.02.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.02.1963, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 26. febrúar 1963 M ORCVNBL 4Ð1Ð 15 — Þjóðminjasafnið Framhald af bls. 10 þjóðminjaverði Finnlands. — Hann sagði að það væri gam- all draumur sinn að koma til íslands, en það væri bara svo langt að fara, að aldrei hefði orðið úr því fyrr. — Eru fornminjar ykkar líkar því sem þér hafið séð hér? ■— Nei, ekki mjög líkar. Við höfum t.d. ekkert likt tré- skurðinum ykkar hér. Tré- skurðarlistin stendur á svo háu stigi, kirkjugripirnir eru líka ákaflega fínir og vefn- aðurinn, svo maður tali nú ekki um látunsþynnurnar. Ég held að ekki finnist neitt líkt því á Norðurlöndum. Lengi vorum við búin að leita að prófessor Hilmari Stigum, þegar við komumst að raun um að hann hafði verið að grúska í Þjóðminja- safninu allan morguninn. Hann kvaðst hafa séð nokkra íslenzka hluti, sem hann þekkti frá Noregi. Og oft væri eins og þessir gömlu munir fyndust aðeins í nyrztu lönd- unum, en væru allt öðru vísi þar fyrir sunnan. Eins og t.d. bullustrokkurinn. — Hann mjókkar niður á íslandi og í Noregi, en í Danmörku er lagið á honum alveg öfugt. Próf. Stigum kvaðst hafa veitt því athygli þá um morg- uninn, að tágamunir væru gerðir á alveg sama hátt á ís- landi og gert hefði verið í Noregi um það leyti sem ís- land byggðist. — Það eru oft smáatriðin, sem segja svo mikið, þessi smáatriði, sem almennt er lítil athygli veitt, sagði hann. Við spurðum próf. Stigum sérstaklega um byggðasafnið á Bygdö, sem hann veitir forstöðu. Hann sagði að þetta væri stórt safn, þar sem það næði yfir bæði sveitabyggð- ina og bæjabyggð. Alls eru þar um 150 hús, en ekki eru þau þó öll uppsett. Elzta hús- ið er frá því um 1250. — Við erum mjög stolt af þessu safni, sagði prófessorinn. Því miður er rýmið orðið lítið hjá okkur. Þó kemur fyrir að við flytjum enn þangað hús, ef verið er að rífa hús, sem okk- ur finnst að ekki megi vanta. Auk húsanna sjálfra eigum við um 100 þús. einstaka hluti, svo enginn hefur séð allt safnið. En því er þannig komið fyrir, að fræðimenn geti komið og fundið það sem þeir leita að. — Eru gamlir munir ekki að hverfa? — Það finnast ennþá gaml- ir munir, en þeir eru. óðum að hverfa. Ég er dálítið óró- legur vegna næstu kynslóðar, hvað hún kunni að gerá. Við erfðir skiptast búin, og marg- ir hafa engan áhuga á þessu. En það sem komið er í söfnin glatast þó ekki. Annars eru það fleiri en við, sem geyma gamla muni, mörgum finnst að ættirnar eigi að varðveita þá. En margt fer til forn- gripasalanna. —. Er mikið um byggða- söfn úti á landi í Noregi? — Já, en ekki þó eins mörg ©g í Svíþjóð, þar sem þau eru um þúsund. Úti á landi eru víða stór og góð söfn, og annars staðar lítil. — Eru islenzku torfbæirnir ekki gerólíkir húsunum, sem þið hafið í byggðasöfnunum ykkar? — Jú, við höfum haft nægt timbur í byggingar alveg aft- ur að víkingatímanum. En þegar ísland var byggt, þá hafa verið í Noregi hús með hlöðnum veggjum, þó ekki sé hægt að sjá nákvæmlega hvernig þau hafa verið. Það hefði verið hægt að spjalla um þetta efni við prófessorinn allan daginn og bera saman, en til þess var hvorki tími né rúm í blaðinu, »vo við létum talið niður falla. Fyrir ferm'nguna Hvítar slæður — Hvítir hanzkar — Töskur. Tösku og hanzkabúðiri v/ Skólavörðustíg. Nýtt verzlunarpláss á mjög góðum stað í bænum til leigu. Tilboð merkt: „Verzlunarpláss — 6316“ sendist Morgunbiaðinu. Hafnarfjörður Reglusamur piltur getur komist að sem nemi í hús- gagnasmiði. "Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir föstu dagskvöld merkt: „Húsgagnasmíði — 6313“. Höfum til lesgu dráttarvél með skurðgröfu og ámoksturs- tækjum. — Tíma- og ákvæðisvinna. Uppl. í síma 20763 eftir kl. 8 á kvöldin. TIZKUSKOLI ANDREU Ny namsikeið byrja þ. 4. marz. Kvöld- tímar. Síðdegistímar fyrir frúr. Snyrting innfal. í gjaldinu. Innritun í síma 2-05-65. Skólavörðustíg 23. LaxveiBi Laxaveiði, netaveiði í Hvítá i Borgarfirði fyrir Þingneslandi er til leigu næsta sumar. Nánari uppl. gefur B.TÖRN SVEINBJÖRNSSON Erluhrauni 8, Hafnarfirði sími 50120. Innflytjendur! InnfEytjendur! Nýtt fjölbreytt sýnishorn af bömullarmetravörum hefir borizt oss frá fa. .Cetebe, Lódz. Hagstæð verð, skjót afgreiðsla. Fulltrúi frá Cetebe (bómullarvörudeild) er núkomin til landsins og verður til við- tals á skrifstofum vorum næstu daga. Islenzk- erlenda Verzlunarfélagið, hf. Tjarnargötu 18. Símar 20400 og 15333. saumavélin er einmitf fyrir ungu frúna -fr JANOME er falleg ií JANOME er vönduð •fr JANOME er ódýrust •jr JANOME er seld með afborgun ★ og það sem meira er. — JANOME er sjálfvirk zig-zag saumavél, framleidd í Japan af dverghögum mönnum. JANOME saumavélin er nú seld til 62 landa og allsstaðar orðið vinsælust. — JANOME er saumavélin. sem unga frúin óskar sér helzt. Æskan er hagsvn og veit hvað hún vill — hún velur JANOME. Jfekla Austurstræti 14 sími 11687-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.