Morgunblaðið - 27.04.1963, Side 1

Morgunblaðið - 27.04.1963, Side 1
I 40 síður (I og II) LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Frá setningn Lanðsfundarins. Ljósm. Mbl.: Ól.K.M. Þúsund mannsvið setningu fundarins FIMMTÁNDI Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var sett- ur í Háskólabíói í fyrrakvöld. Við fundarsetningu voru svo margir, sem húsið rúmaði, eða tæplega 1000 manns, þing- fulltrúar og gestir. Fulltrúar á Landsfundi eru um 700 samkvæmt skipulagsreglum. Voru flestir þeirra þá þegar mættir til fundar. Nokkrir komu ekki fyrr en í gær. Meðan fundarmenn gengu til Bæta sinna í Háskólabíói lék iLúðrasveit Reykjavíkur nokkur Hög. Síðan setti formaður flokks- Ins Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra fundinn og nefndi til fundarstjóra Gunnar Thor- oddsen fjármálaráðherra, vara formann flokksins. Fundarstjóri íiefndi þá Einar Halldórsson, bónda á Setbergi og Axel Tul- inius sýslumann á Eskifirði til fundarritara. Þessu næst tók formaður flokksins, Bjarni Benediktsson til máls og að lokinni ræðu hans Ólafur Thors forsætisráð- herra. í fundarlok sungu fundar snenn „ísland ögrum skorið“ Þessi setningarfundur var i •lla staði hinn glæsilegasti og Framhald á bls. 2 Fastmótuð stefna til vift' velfarnaðar reisnar og Ræða Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins við setningu Landsfundarins Aðaiverkefni síðasta lands- fundar var að setja flokknum nýjar skipulagsreglur, Síðan hef ur mikið starf verið unnið til að koma þessum reglum í fram- kvæmd. Fjöldi nýrra flokksfé- laga hefur verið stofnaður víðs vegar um land og fulltrúa. og kjördæmaráð kosin. Enginn efi er á, að skipulag flokksins er nú öruggara og nær til fleiri fylgis- manna hans en nokkru sinni fyrr. Framkvæmdastjóri flokks- ins, Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, hefur unnið ósleitilega að því að treysta á þennan veg ramman um starf okkar. Vil ég hér með þaklca honum dugnað hans og árvekni. Að sjálfsögðu hafa margir fleiri lagt hér hönd að verki, enda er allt undir þvi komið, að flokksmenn láti ekki skipulagsreglurnar verða dauð- an bókstaf, heldur hvatningu til lifandi starfs og sívaxandi á- huga. Þá ræddi Bjami nokkuð fram- kvæmd skipulagsreglnanna og mælti siðan: Frábær forusta Ólafs Thors. Nú er sjálf eldraunin eftir. öll vonum við, að hið nýja skipu lag reynist flokknum sá styrkur í kosningunum, sem því er fyrir- hugaður. Gott flokksskipulag er mikilsvert en það eitt stoðar ekki, ef málefni standa miður en skyldi. Ólafur Thors forsætisráðherra mun nú á eftir gera grein fyrir störfum ríkisstjórnarinnar. Skal ég því ekki rekja þau en að sjálfsögðu verður dómur manna um flokkinn nú mjög háður því, hvernig þeir telja, að ríkisstjórn- inni hafi til tekizt. Þessi ríkis- stjörn er að vísu samsteypustjórn svo sem hér á landi hefur lengst af tíðkast og flokkaskipan þjóð- arinnar hefur leitt til. Sam- starfsflokkarnir nú eru auðvitað ekki sammála um allt. Sjálfstæð- isflokkurinn er fyrst og fremst málsvari einkaframtaks en AI- þýðuflokkurinn ríkisforsjár. En báðir hafa lært af reynslunni. Framhald á bls. 13. BJARNI SETUR BENEDIKTSSON LANDSFUNDINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.