Morgunblaðið - 27.04.1963, Qupperneq 6
6
MORCVNBLA9IB
1 fcaugardagur 27. aprfl 1963
Frelsislnigsjónin fylkti íslendingum
saman um Sjálfstæðisflokkimi
Samstarf stéttanna gerði hann
að hinu sameinandi afli i
íslenzkum stjórnmálum
Úr framsöguræðu Sigurðar Bjamasonar
frd Vigur fyrir stjórnmdlayfirlýsingu
LANDSFUNDUR Sjálfstæðis-
flokksins hélt áfram kl. 19 í gær-
morgun. Fundarstjóri á þessum
fundi var kjörinn Baldur Eiríks-
son, forseti bæjarstjórnar Siglu-
fjarðar, en fundarritarar þeir
Friðjón Sigurðsson á Hólmavík
og Gunnar Sigurðsson í Selja-
tungu.
Síðan hafði Sigurður Bjarna-
son, ritstjóri, framsögu um
stjórnmálayfirlýsingu flokksins,
sem vísað var til stjórnmála-
nefndar, er einnig var kosin á
þessum fundi.
Sigurður Bjarnason sagði í
upphafi ræðu sinnar, að þegar
einstaklingur í lýðræðisþjóðfé-
lagi gengi að kjörborði eða skip-
aði sér í stjórnmálaflokk hlyti
hann fyrst og fremst að spyrja
um, hver væru úrræði hinna
ýmsu pólitísku flokka gagnvart
vandamálum þjóðfélags hans og
jafnframt um hitt, hvernig
reynslan væri af starfi þeirra og
þjóðmálabaráttu.
Hann minntist síðan á, að
þégar Sjálfstæðisflokkurinn var
stofnaður árið 1929 hefði kjarni
stefnu hans verið tvíþættur:
Að vinna að því og undirbúa
að ísland tæki að fullu öll mál
i sínar eigin hendur og gæði
landsins til afnota fyrir lands-
menn eina.
í öðru lagi að vinna í innan-
landsmálum að víðsýnni og þjóð-
legri umbótastefnu á grundvelli
einstaklingsfrelsis og athafna-
frelsis með hagsmuni allra stétta
fyrir augum.
í þessari stuttorðu en skýru
yfirlýsingu fælist kjarni þeirrar
stefnu, sem Sjálfstæðisflokkur-
inn hefði lagt til grundvallar bar
áttu sinni frá upphafi. En póli-
tísk afstaða flokksins til ein-
stakra mála og atburða á sviði
þjóðmálanna hefði jafnframt
verið mörkuð með stjórnmála-
yfirlýsingum landsfunda flokks-
ins, sem fara með úrslitavald í
málum hans.
Líítaug og aflvaki
Ræðumaður kvað það enga
tilviljun, að báðir liðir hinnar
fyrstu stefnuskrár Sjálfstæðis-
flokksins mörkuðu fyrst og
fremst afstöðu hans til frelsis-
ins. Þjóðfrelsi og einstaklings-
frelsi var hið háleita markmið,
sem flokkurinn var stofnaður til
þess að vinna að. Þetta tvíþætta
frelsi var sá hyrningarsteinn,
sem Sjálfstæðisstefnan skyldi
byggð á um allan aldur, sagði
Sigurður Bjarnason. Frelsishug-
sjónin í brjósti íslenzku þjóðar-
innar var sú líftaug og aflvaki,
sem skapaði hinn nýja Sjálf-
stæðisflokk fyrir tæpum 34 ár-
um og laðaði fólk úr öllum stétt-
um og starfshópum til samstarfs
og bjartsýnnar baráttu á fram-
tíð lands og þjóðar innan vé-
banda hans.
Um síðara atriðið I hinni
fyrstu stefnuskráryfirlýsingu
Sjálfstæðisflokksins komst Jón
Þorláksson, fyrsti formaður
flokksins, m.a. að orði á þessa
leið í blaðagrein, er hann ritaði
skömmu eftir stofnun flokksins:
„í innanlandsmálum bendir
sjálfstæðisnafnið alveg á þunga-
miðju þess ágreinings, sem skil-
ur milli flokksins og sósíalist-
anna. Flokkurinn vill vinna að
víðsýnni og þjóðlegri umbóta-
stefnu á grundvelli einstaklings-
frelsis og atvinnufrelsis, með
hagsmuni allra stétta fyrir aug-
um. En í þessu felst einmitt að
flokkurinn vill virða og efla
sjálfstæði einstaklinganna innan
þjóðfélagsins, bæði manna, stofn
ana og félaga. Á framtaki ein-
staklinganna og frelsi þeirra til
þess að beita kröftum sínum
innan leyfilegra takmarka, sér
og sínum til hagsbóta, byggir
þessi stefna fyrst og fremst von-
ðivurður Bjarnason
irnar um áframhaldandi um-
bætur á lífskjörum þjóðarinnar".
Þroskavænlegt þjóðfélag
1 samræmi við þetta hefur
barátta Sjálfstæðisflokksins á
liðnum tíma, sagði Sigurður
Bjarnason, beinzt að því að efla
sjálfstæði einstaklinganna í hinu
íslenzka þjóðfélagi. Það hefur
verið grundvallarskoðun flokks-
ins, að til þess að byggja hér
upp þróttmikið og farsælt nú-
tíma þjóðfélag, yrði framtak
einstaklingsins og félagasamtaka
hans að njóta sín sem bezt. Að-
eins sterkir einstakiingar gætu
skapað sterkt og þroskavænlegt
þjóðfélag.
En Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur jafnan gert sér það ljóst, hélt
'ræðumaður áfram, að margvís-
legra ráðstafanna er þörf til
þess að tryggja aðstöðu þeirra,
sem minnimáttar eru eða hafa
orðið fyrir ýmiss konar áföllum
í lífsbaráttunni. Þess vegna hef-
ur hann haft forystu um eða átt
þátt í setningu víðtækrar löggjaf
ar um almannatryggingar og lýð
hjálp.
Flokkur allrar þjóSarinnar
Sigurður Bjarnason benti því
næst á það, að eitt af því, sem
skapað hefur Sjálfstæðisflokkn-
um algjöra sérstöðu meðal ís-
lenzkra stjórnmálaflokka er
það, að hann hefur allt frá upp-
hafi verið flokkur allrar þjóðar-
innar og miðað starf sitt og bar-
áttu við hagsmuni allra stétta.
Af þessu hefur það leitt, að
hann hefur átt fylgi í öllum
byggðarlögum landsins.
Samstarf stéttanna innan Sjálf
stæðisflokksins hefur gert hann
að því sameinandi afli sem hann
er í stjórnmálum og þjóðlífi ís-
lendinga. Sú staðreynd er nú
flestum hugsandi mönnum ljós,
að án atbeina Sjálfstæðisflokks-
ins er ekki hægt að stjórna þessu
landi í samræmi við alþjóðar
• fslenzka og
blaðamenn
Þetta bréf barst Velvakanda
fyrir nokkru:
„Blaðamönnum, sem skrifa 1
dagblöðin, er stundum legið á
hálsi fyrir að vanda ekki mál-
far sitt, og vafalaust má þar
að mörgu finna, ef vel er að
gáð og strangar kröfur gerðar.
Þó ber að gæta, að málið er
ekki rígbundið í fastar skorður,
heldur er það lifandi heild, háð
sínum þróunarlögmálum og
breytingum.
Sumir virðast halda, að málið
sé dauður forngripur, og gera að
sáluhjáiparatriði, að nemendur
læri alls kyns reglur, sem ekki
geti skapað annað en óbeit og
hatur á íslenzku máli og bók-
menntum. Væri í sjálfu sér lítið
um það að segja, ef bókmennt-
irnar væru jafn lágkúrulegar og
þeir kennarar halda, sem nota
Völuspá og Sólarljóð til að
kenna setningarfræði, en sem
betur fer eru þeir kennarar í
miklum minnihluta.
Málið er tæki til að láta í ljós
hugsun sína og tilfinningar, en
ekki þululærdómur og kenni-
setningar. Það er háð breyttum
atvinnuháttum og tíðaranda, ný
orð koma upp og ný orðasam-
bönd myndast. Það er óhjá-
kvæmilegt, meðan mælt er á
lifandi tungu. Ég held, að blaða-
mönnum sé þessi þróun vel Ijós,
og þeir reyni að halda sér opn-
um fyrir nýjum áhrifum, jafn-
framt sem þeir reyna að sporna
við, að sú þróun verði of ör.
Um afstöðu í því máli má enda-
laust deila, en því geri ég þetta
að umtalsefni, að í einu dagblað
anna réðst blaðamaður að öðr-
um blaðamanni við annað blað
og bar honum á brýn, að hann
kynni ekki íslenzku. í fyrsta
lagi veit ég ekki, hvort sá mað-
ur á úr svo háum söðli að detta,
í öðru lagi ættu blaðamenn að
eiga það mikla samstöðu að
gera ekki slík feimnismál að
blaðamat. (Hefði ekki verið við
kunnanlegra fyrir viðkomandi
blaðamann að hringja heldur 1
kollega sinn og tala um þetta
einslega við hann — eða að-
standendur hans?) í þriðja lagi
ættu blaðamenn að forðast eftir
megni að gera geðvonzku sína
að uppistöðu í skrifum sínum.
Það kann aldrei góðri lukku að
stýra.
— Lesandi".
• Því eru allir á móti
setingarfræði?
Velvakandi birtir þetta bréf
og nennir ekki að gera við það
ýtarlegar athugasemdir, þó að
hér sé drepið á margt, sem ræða
þyrfti á almannavettvangi.
Rétt er það það, að þróun
málsins heldur sjálfkrafa áfram
án nokkurrar hjálpar, og tjóar
ekki ,þótt meira eða minna sjálf
skipaðir sérfræðingar hyggist
breyta straumrásinni eða
stöðva. Hitt langar Velvakanda
til þess að leiðrétta, eða a.m.k.
koma sínu sjónarmiði fram, það,
r>> A /lÍSL*'*- Irl
hagsmuni. Það kom greinilegast
í ljós, þegar hin svokallaða
vinstri stjórn fór með völd. Hún
taldi það eitt höfuðmarkmið sitt
að einangra Sjálfstæðisflokkinn
og gera hann áhrifalausan með
öllu. Niðurstaðan varð sú, að
það var vinstri stjórnin, sem
einangraðist frá þjóðinni og
hrökklaðist frá völdum á miðju
kjörtímabili, en Sjálfstæðis-
flokkurinn var á ný kvaddur til
stjórnarforystu við vaxandi
traust og fylgi meðal þjóðarinn-
ar. —
Sú staðreynd, að Sjálfstæðis-
flokkurinn er ekki stéttaflokkur
heldur stjórnmálaflokkur al-
þjóðar leggur honum að sjálf-
sögðu þær skyldur á herðar að
miða baráttu sína og starf við
þarfir og hagsmuni þjóðarinnar
allrar. Þetta hefur flokkurinn
einnig gert. Hann hefur beitt
sér fyrir fjölþættum umbótum á
öllum sviðum þjóðlífsins í strjál-
býli sem þéttbýli, f sveit og
borg. Og forystumenn flokksins
gera sér það ljóst, að því aðeins
getur hann haldið áfram að
ver* flokkur þjóðarinnar allr-
ar, að hann sjái út yfir allt ís-
land og beiti afli sínu m.a. til
þess að styðja starf og baráttu
fólksins í strjálbýlinu, sem vinn-
ur þýðingarmikil framleiðslu-
störf til sjávar og sveita.
Sigurður Bjarnason benti þvl
næst á, að á því tímabili sem
liðið er síðan Sjálfstæðisflokk-
urinn var stofnaður hafi stór-
felldar breytingar orðið á póli-
tískum hugmyndum og stefnu-
skrám margra stjórnmálaflokka.
Jafnaðarmenn í flestum lýð-
ræðislöndum hefðu til dæmis
horfið frá ýmsum veigamestu
kenningum sósíalismans. Þannig
væri til dæmis kenningin um
þjóðnýtingu atvinnutækjanna á
hröðu undanhaldi, og jafnvel
kommúnistar hefðu neyðzt til að
viðurkenna fánýti sumra þeirra
kennisetninga sem lærifeður
þeirra lögðu hvað mesta áherzlu
Framhald á bls. 15.
sem bréfritari segir um setning-
afræðikennslu. Vera má, að til
séu þeir nemendur, sem fá ævi-
langan viðbjóð á Völuspá og
Sólarljóðum, af því að þeir
þurfa að greina þau í setningar-
hluta í skóla, en ekki er Vel-
vakandi í þeirra hópi. Þvert á
móti fannst honum hann öðlast
meiri og dýpri skilning á ís-
lenzku, en hann hefði ella feng-
ið, við það að þurfa að glima
við þessi Ijóð út frá setningar-
fræði. Víst veit Velvakandi vel,
að þessi skoðun er ekki algeng,
en skoðun hans er það engu að
síður. Séu þeir nemendur til, að
þeir láti setningarfræði fæla sig
frá því að njóta jafn yndislegra
kvæða, þá held ég, að þeir hefðu
aldrei ratað á að le<sa þessi
kvæði hvort eð væri.
Það er orðin hálfgerð tízka að
skammast út i þá kennara, sem
upplýsa nemendur um setning-
arfræði. Staðreyndin er þó sú,
að ekkert mál getur lifað án
þess, að ákveðnum reglum sé
hlítt. Þótt einhverjum finnist
slíkt nám leiðingjarnt, þá er
þarflítið að hlusta á þras þeirra,
því að þótt algebra sé leiðinleg,
er ekki hægt að smíða flugvél-
ar, skip og annað, sem heldur
menningu okkar uppi, án henn-
ar, og svipað má segja um lög-
mál tungu okkar.
AEG
RAFMÓTORAR
Sími Bræðumir
11467 Ormsson