Morgunblaðið - 27.04.1963, Síða 8
8
r
MORCVNBLAfílB
liaugrardagur 27. aprfl 1963
Gríma:
Þrír einþátcungar
Höfundur: Oddur
Björnsson
Leikstjórar: Gísli Alfreeðsson
og Helgi Skúlason
I»AÐ VAR greinileg eftirvænt-
ing í Tjarnarbæ á miðvikudags-
kvöld ,þegar Leikklúíbburinn
Gríma frumisýndi þrjá einþátt-
unga eftir Odd Björnsson fyrir
fullu húsi. Kr skemmst frá því
að segja, að Oddur vann fræg-
an sigur í þessari fyrstu sviðs-,
raun isdinni, og Gi'iima skiilaði
sinni langbezitiu leiksýningu til
þessa.
Óhætt mun að fullyrða, að við
höfum hér eignazt leikskáld,
sem mi'kils má af vænta, og ég
fæ ekki betur séð en sýningin
á einþáttungum Odds marki
tímamót í íslenzkri leifciist, bæði
að þvi er snertir efnistök höf-
undar og meðferð leikenda á
verkefnunum sem þeir fengu 1
hendur. Þegar haft er í huga að
meirihluti leikaranna er nýlið-
ar á sviði, er hér um einstæðan
viðburð að ræða. Hlutur leik-
stjóranna, Gísla Alfreðssonar og
HeLga Skúlasonar, í þessum
gleðilega viðburði er ósmár, enda
eru leikþættirnir þannig vaxn-
ir, að langmest veltur á leik-
stjórninni.
Þessir þrír einþáttungar eru
næsta sundurleitir að efni og
byggingu, en eiga það sammerkt,
að í þeiim öllum kemur fram
sama grundivallarviðhorf við
leiksviðinu. f>eir eru leikhúsverk
1 allra ströngustu merkingu,
þ.e.a.s. háð talaða orð skiptir
Sízt meira máli en athöfnin, held-
ur má segja að merking og öll
blæbrigði samtalanna velti á því
aem er að gerast á sviðinu. Þetta
á að sjálflsögðu við í misjafn-
lega ríkum mæli um flest leikrit,
en hér er það leiksviðið eitt sem
drottnar og ræður úrslitum.
heldur eru þetta leikrænar
„myndir" sem bera merkinguna
í sjálfum sér — eitthvað svipað
og leikir bama. Hér er sem sé
leiklhúsið í sinni skírustu mynd
— sjálfistæð reynsla, óbundin
„bókmenn'tuim'*, atburðarás, frá-
sögn, boðskap. Verkin lifa eigin
Mfi sviðinu meðan sýningin
stendur yfir og halda áfram
að Mfa í á/horfandarium að
sýningu lokinni, ekki sem
kenning eða heilabrot, held-
ur sem ákveðin tilfinnng eins
og þegar horft er á málvenk
eða hlustað á tónverk.
Höfundurinn hefur látið þess
getið í blaðaviðtölum, að ein-
þáttungar hans séu „tjáning á
vissu 9álarástandi‘<, og það virð-
ist mér vera kjarni málsims, og
svo hitt, að þeir vekja svipað
sálarástand í áhorfendum —
vekja ákveðna tiifinhingu fyrir
mannlífinu og samtímanum. Að
því leyti eru þeir bæði frumleg-
ir og sannir í tjáningu sinni.
Hvers konar fyrirbæri eru þá
þesuir leikþættir? Höfundur kall-
ar einn þeirra i>aródiiu, og mætti
raunar setja sama stimpil á þá
alla, en það skiptir ekki höfuð-
máli. Þættirnir eru gamanleikir
í þeim skilnimgi, að skop og háð
gegna veigamiklum hlutverkum
í þeim, lyfta þeim, gera þá
skemmtilega, en bak við skopið
er annar tónn, dimmur og hroll-
vekjandi. Það er þetta tvísæi
sem gerir leikþætti Odds Björns-
sonar listaverk, þó eflausit megi
deila um hve stór sú list sé.
Mér virðist Mst hans harla ný-
stárleg og merkileg í islenzkum
leikibókmenntum, einkanlega
vegna þess hve heilsteypt verk-
in eru hvert fyrir sig, og hve
burðarás eða spenna er sama og
engin.
Einhverjir kynnu að vilja
benda á, að við höfum fyrr séð
íslenakar paródíur eða skopleiki
um samtíðina, t.d. „Kjarnorku
og kven,hylM“ eða „Delirum
buboniis", en hér er um alls
óskylda hluti að ræða. Tvö síð-
asttalin verk eru farsar, sem að
vísu draga upp skoplega mynd
af samtímafyrirbrigðum, er skort
ir bæði ‘heildarsvipinn, tilfmn-
inguna og þann upphafna, list-
ræna tón, sem verk Odds Björns-
sonar eiga. Þau eru „ný list“ á
íslandi vegna þess að þar er ekki
aðeins brugðið upp skopmynd
eða deilt á tiltekna hluti,. heldur
fyrst og fremst vakin tilfinning
fyrir þessum hlutum — þeir eru
endurskapaðir á öðru plani og
öðlast tilveru, sem er í senn
speglun á samtíðinni og þó um-
fram allt sjálfstæð í sinni leik-
lænu urngerð, óháð þeim hvers-
dagslegu fyrirbærum sem hún
er sprottin úr.
Fyrsti eihþéttungurinn, „Við
lestur framihaldssögunnar“, er
svipmynd af tveimur kyndurum
í káetu sinni, sem eiga skrýtn-
ar samræður milli þass sem ann-
ar les upphátt kafla úr framhalds
sögu í Morgunblaðinu. Hér er
að sjálfsögðu um skopstælingu
að ræða, enda kallar höfundur
þáttinn paródíu, en það er ekki
fyrst og fremst skopið sem blæs
llífi í þetta stutta verk, heldur
„andrúmsloftið“ sem kyndararn-
ir skapa á sviðinu, tilfinningin
fyrir því mennska undir hrjúfu
yfirborði persónanna. Valdimar
Lárusson og Sveinbjörn Matbhíais
son fara með hlutverk kyndar-
anna og gera þeim kostuleg skil
— ýkjúrnar eru djarfar, en þeir
eru báðir fyliilega samkvæmir
sjálfum sér. Sveinbjöm er ný-
liði og býr greinilega yfir góð-
um leikgáfum, hefur sterkan
„sviðspensónuleik“. Helgi Skúla-
son hefur unnið þetta verkefni
af mikilli alúð og skemmtilegri
hugkvæmni. Eitt felldi ég mig
samt illa við: mér fannst fyrsti
kyndari finna söguþráðinn óeðM-
lega fljótt í hvert sinn sem hann
tók til við upplesturinn.
„Partí“ er mun viðameira verk,
og hefur Gísli Alfreðsson haft
veg og vanda af því. Hann hef-
ur gert talsverðar breytingar á
niðurlaginu, sem eru mjög til bóta
ljá verkinu dýpri tón og máttugri
^tilfinningu. Þátturinn ber glöggt
vitni öruggri leikstjóm, hvert
atriði er hnitmiðað og heildar-
svipurinn sterkur. Leikendur eru.
eltefu talsins, auk glymiskratta
og risaeðlu, Xangflestir nýUðar
á sviði, og er frammistaða þeirra
með eindæmum góð. Ég skal
ekki rekja hlutverk eða afrek ein
stakra leikara, en fullyrði að
sjaldgæft sé að sjá svo samistillt-
an og heilsteyptan leik jafn-
margra persóna á íslenzku leik-
sviði. Sérstök ástæða er til að
geta um beitingu hljóða og ijósa
í þessu verki, en ijósameistari er
Jón Ólafssop
Sumir mundu senniiega telja
„Partí“ ádeilu á samkvæmis-
hætti Reykvíkinga, og má til
sanns vegar færa, en hitt skipt-
ir meira máli, að verkið tjáir
einihvern dýpri mannlegan „sann-
leiki“ eða tilfinningu, sem er óháð
stað og stund. Orðræðurnar eru
einatt skopstæling á því sem við
þekkjum úr dagiegu Mfi, en það
er eins og orðin fái aðra og víð-
tækari merkingu í hinni leik-
rænu umgerð.
Þriðji einlþáittungurinn, „Kóngu
lóin“, er fljótt á litið af allt öðr-
um toga en hinir tveir. Efnið er
sótt alla leið til ítaMu á endur-
reisnartímanum, þegar spiMingin
grasséraði undir handarjaðri
Borgía-ættarinnar, Alexanders
páfa og barna hans. Stíllirin er
líka annar, orðfærið skáldlegra
og hefðbundnara, þó með ný-
tízkulegu ívafi. En grundvallar-
viðhorfið er samt hið sama: sjálf-
stæð tilvera leilosins á sviðinu.
í „Köngulónni" er tilfinningin
ruattugri en í hinuim þáttunum:
meira og minna duidar hvatir
og ástríður blandast ruddalegum
munnsöfnuði og háfleygum vanga
veltum, en það er eins og allir
ihlutir búi yfir tvöfaldri merk-
ingu og skirskoti til nútímans
títoki síður fortíðarinnar. Kald-
hæðnin í þessu verki er nakin.
f en stendur djúpum rótum I
sjálfri „atihöfn“ leikisins, þannig
að hjarta áhorfandans er í þvi
sem gerist á sviðinu, jafnframit
því sem hugurinm glímir við þær
brýnu nútímaspurningax sem
verkið vekur.
Ég er ekki fyllilega sáttur við
málið á „Köngulónni“, finnst það
of laust í reipunum, ekki nægi-
lega samfellt og stílfært, og stund.
um fannst mér gæta ósamræmis
í ávörpum þeirra feðga, þó mér
sé ljós tilagngur höfundar með
þvi að láta þá ýmist þérast eða
þúast. En sMkar aðfinnslur eru
næsta lítilvægar í samanburði
við þá efltirminnilegu reynsliu
sem verkið varð undir ágætri
leikstjórn Helga Skúlasonar.
Haraldur Björnsson lék hinn
gamla bragðaref og nautnamann
ísmeygilega og af mergjuðu fjöri,
Erlingur Gíslason var fyrirmann-
legur og djöfullegur í gervi Ses-
ars Borgía, náði mijög góðum tök-
um á hlutverkinu. Helga Baoh-
mann fór með hlutverk hinnar
siðispiHtu og Mfsþreyttu Lúkrezíu,
var í senn tíguleg, þóttafull og
vonsvikin. Pétur Einarsson lélc
Don Sjúan og dró upp sannfær-
andi mynd aí þessum hæggerða
og skapmikla bókaormi, sem fell-
ur fyrir hendi bróður sins. Pétur
er nýliði og lofar góðu með hluit
verkum sínum í „Partii“ og
„Köngulónni
Steiniþór Sigurðsson gerði leik-
tjöld fyrir einþattungana og
bætti enn við afrekalistann. Tjöld
in eru í senn einíöld og sérlega
áhrifarík, skapa hæfilega stil-
færða umgerð um þessi stílfærðu
verk. Tjöldin í „Köngulónni“ eru
beinlínis snilldairleg í öllum sin-
um rí'kmannlega einfaldleik.
MilM leikiþáttanna lék Bjöm
Guðjónsson á trompet — tóna
frá eigin brjósti — og jók það
enn á hinn sterka og viðkunnan-
lega leikhúsblæ sýningarinnar.
Með þessari sýningu Grimu
var brotið blað i íslenzkri leik-
list, og það var uppörvandi að
sjá hóp lítt reyndra leikara gem
það með svo eftirminnilegum
hætti. Gríima hefur nú tryggt
sér óumdeilanlegan sess í reyk-
visku leikhúsMfi, og hér má aMa
ekki láta staðar numið. Það er
vert alvarlegrar íhugunar, að
einþáttungar Odds Björnssonar
hefðu sennilega aldrei verið sýnd
ir af Þjóðleikihúsinu eða Leik-
félagi Reykjaviiikur, og má af þvi
vera ljóst, að tilraunaleikihús á
borð við Grímu er beinlínis skil
yrði fyrir áframhaldandi grósku
islenzkar leikmenntar.
Sigurður A. Magnússon.
F élagslíi
Frá Farfugladeild Rvíkur
Gengið verður á Botnssúlur
á morgun kl. 9 f. h. Lagt
verður af stað írá Búnaðar-
félagshúsinu og ekið að
Svartagili, gengið þaðan á
Botnssúlurnar. Farmiðar seld-
ir við bílana.
T.B.R. — Valshús
Barnatími kl. 3.30.
Samæfing, allir flokkar,
kl. 4.30.
Þættirnir háfla í sjálfu ser ehgari
tiKekinn boðskap eða „æðri merk sterkum tökum þau ná á áhorf
aam sé óháð leiksviðinu, endum, þrátt fyrir það að at-
Sveinbjörn Matthíasson og Valdimar Lárusson í hlutverkum
kyndaranna.