Morgunblaðið - 27.04.1963, Side 20
20
MORCUNBLAÐID
DUNKERLEYS
I>á var snert léttilega við hand
leggnum á honum. Hann sá fall-
egan og hlýjan skinnhanzka á
handleggnum á sér. — Góðan
daginn, hr. Dunkerley. Eruð þér
nú orðinn blóðþyrstur eftir ref-
um?
— Æ, góðan daginn, ungfrú
tewison. Nei, ég er bara á labbi.
Hétt að drepa morgunstundina.
Stutta kápan hennar, svo og
hanzkarnir voru úr bifurskinni,
og augun horfðu með málmgljáa
í, undan hatti úr sama efni.
Laurie fann til einhverrar gleði-
legrar upplyftingar við að sjá
hana, svona rólega og með svona
gott vald yfir sjálfri sér. Þau
gengu svo hlið við hlið í áttina
til Piccadilly.
— Getið þér ranglað svona á
morgnana, án þess að fá sam-
vizkubit?
— O, seisei já, svaraði Laurie
hressilega, og hlátur hennar,
hörkulegur Og kaldur, gaf hon-
um enn einu sinni til kynna, að
henni fyndist hann mikill ung-
lingur.
— Það get ég ekki, sagði hún.
— Mitt ímyndunarafl er líklega
aettað úr Gamla-Testamentinu.
Morguninn er minn vinnutimi og
eí ég vinn ekki þá, fae ég grenj-
andi samvizkubit. En stundum
geri ég þó uppreisn. Og ég vil
heldur samvizkubitið heldur en
hitt, að mega ekki einstöku sinn-
um gera það, sem mig langar til.
— Það hlýtur að vera gaman,
Bagði Laurie, — að geta látið
hitt og þetta eftir sér, öðru
hverju. Annars held ég, að þér
gerið alltaf það, sem þér sjálfur
viljið. Það gerið þér áreiðanlega
líka, þegar þér setjist niður að
skrifa.
— Já, víst svo. Ekki er því
að neita. Ég fullvissa yður um,
eð það er mikil ánægja innifal-
in í' mínu starfi. En það krefst
lika aga. Það líður varla sá
morgun, að óg gæti ekki fundið
»nér einhverja átyllu til þess að
fara alls ekki að skrifa.
Kemur þáð enn, hugsaði Laur-
ie. Agi.. þetta orð, sem faðir hans
var sifellt að láta hann heyra.
Svolítill agi, drengur minn....
Svolítil einbéiting að einhverri
fastri fyrirætlun. Þú ættir að
reyna það. Arangurinn getur orð
ið stórkostlegur.
Einhver meðvitund um eigin
ófullkomleika hlýtur að hafa
enyrkvað svip hans, því að Hesba
■agði: — Þér hafið líka alla
•nöguleika á því að gera eins og
yður þóknast sjálfum.
— Það fer nú allt eftir því,
hvað þér kallið að þóknast. Ég
fæ ekki oft tækifæri til að vera
ánægður með sjálfan mig. Ég
virðist ekki vekja neina ánægju
hjá öðrum og þegar maður verð-
tir stöðugt var við það, er ekki
•von, að maður sé sjálfur ánægð-
ur.
Hesba, sem sjálf- lifði reglu-
bundnu og iðjusömu lífi gat ekki
annað en fundið til meðaumk-
unar með óánægjuna, sem svona
sakleysislega var lýst. Ekki svo
að skiija, að hún gæti rist mjög
djúpt, enn sem komið væri. Það
kom ekki allt af sjálfu sér að
vera einkasonur sir Daniels
Dunkerley. En engu að síður gat
Laurie augsýnilega verið alvar-
legur, ef í það færi. Hún taldi
hann vera frekar ósjálfstæðan
ungan mann, sem stæði fyrst og
fremst í skugganum af harðjaxl-
inum, honum föður sínum.
Jæja.. jú.. hugsaði hún með
sjálfri sér.. víst gæti það orðið
alvarlegt. Vinstúlka hennar,
Grace Satterfield hafði nú ekki
oft minnzt á þennan unga
frænda sinn, en kæmi það fyrir,
var það alltaf með svip fullorð-
innar konu, sem væri að tala um
elskulegan krakka. „Ó, hann
Laurie! Jú, hann er indælis
drengur!"
— Við skulum fara þarna inn,
sagði hún.
Laurie varð hrifinn er hann
fann, að hanzkinn var lagður á
arm hans og armurinn kreistur,
þegar hún var að stýra honum
áleiðis að dyrum, sem þar var
skammt frá. Þar inni voru þau
í fullkomnu næði. Jafnvel þarna
innan dyra, var ekki laust við
þoku, en það var hlýtt og rólegt.
- Hvernig kunnið þér við yður
í Merton? spurði Hesba. — Lík-
lega eruð þér þegar farinn að
hlakka til að komast þangað
aftur?
Laurie velti spurningunni
vandlega fyrir sér, meðan hann
'hrærði í kaffibollanum. — Já og
nei, sagði hann loksins og var
sýnilega að reyna að koma sér
niður á spurningunni. — Ég verð
feginn að losna við Manchester-
torgið. Það segir sig sjálft. En
hinsvegar finnst mér ekkert
gaman í Oxford. Það er eins og
maður hafi dottið niður á milli
tveggja stóla. Sumir strákarnir
eru vitlausir 1 íþróttir — og
reyndar kann ég nú ekki sem
verst við það, enda þótt ég sé
enginn sportidíót, en það er þó
eitthvað til að hafa fyrir stafni.
— Ekki mun nú sir Daniel
telja það aðalerindið til Oxford.
— Þar liggur nú einmitt hund-
urinn grafinn. Hann fær mér
ekki nóga peninga, til að halda
þann hópinn — og hvað hinn
hópinn snertir, þá hef ég engari
áhuga á honum.
— Hversvegna ekki?
— Það á bara ekki við mig.
Ég get ekki fylgzt með honum,
í stytztu máli sagt. Ég er ekki
nógu greindur til þess. En ég
lít upp til þessara náunga. Þessi
ungi maður, Felix Boys, sem þér
hittuð heima hjá okkur um dag-
inn, er einn úr þessum hópi. Þér
skuluð bara sjá til. Þegar hann
kemur til Oxford, gleypir hann
allan lærdóminn í stig, eins og
við gleypum morgunmatinn. En
það, sem pabbi vill láta mig gera
í Oxford, get óg einmitt ekki
gert, og hitt, sem ég get, vill
hann ekki lofa mér, — skemmst
frá að se0ja.
— Ég býst við, að fyrr eða
síðar vilji hann láta yður ganga
inn í útgáfufyrirtækið sitt?
— Auðvitað. En J»að er bara
svo fjarlægt enn. Ég verð víst
að ráfa svona um, ein þrjú ár
enn. Þessvegna get ég ekki tekið
þetta svokallaða frí alvarlega.
Hann vill auðvitað, að ég sé að
snudda • um allar skrifstofur og
tína upp einn fróðleiksmolann
hér og annan þar. En það get ég
ekki — ekki frekar en fara að
lesa það, sem kennarinn minn
setti mér fyrir að lesa í fríinu.
Ég vil, að frí sé frí.
En það verður bara ekkert
skemmtilegt frí, hugsaði Hesba
með sjálfri sér og horfði á vand-
ræðahrukkurnar í enninu á hon-
um. — Hafið þér rætt málið við
föður yðar? spurði hún.
— Guð minn almátturgur —
nei! Það mundi nú nokkuð þýða!
Hann mundi springa í loft upp!
— Því hærra sem hann spring-
ur i loft upp, því harðar kemur
hann niður, sagði hún. — Lofið
mér að gefa yður eitt ráð,
Laurie, ef yður finnst það ekki
of nærgöngult.
— Vitanlega ekki, svaraði
hann og gladdist af því, að hún
skyldi nota skírnarnafnið hans.
— Mér er það sönn ánægja að
geta einu sinni rætt þetta hrein-
skilnislega. Mér líður strax bet-
ur.
— Það er nú einmitt allur
verkurinn. — Þér hefðuð átt að
vera búinn að ræða það fyrir
löngu. Um að gera að liggja ekki
svona á hlutunum og fá svo
áhyggjur af þeim. En nú kemur
ráðleggingin. Segið þér föður
yðar, að Oxfordvistin sé ekkert
annað en eyðsla á peningunum
hans og tímanum yðar. Segið
honum, að þér viljið byrja strax
að vinna hjá Dunkerleys, á heil-
hrigðum grundvelii Og fyrir
kaup. Ef hann þýtur upp, þá lof-
ið horium það. Hann er óheimsk-
ur og áttar sig á því með tím-
anum, að þér hafið lög að mæla.
Éo er viss um, að hann verður
stoltur af yður, enda þótt ég sé
jafnviss um, að hann viðurkenn-
ir það aldrei. En umfram allt,
komið þér yður niður á því, að
þetta sé það, sem yður langar
til að gera, og svo þegar þér
eruð byrjaður á því, á haldið
áfram.
Hún brosti ofurlítið til hans:
— Er þetta ekki rétt hjá mér?
— Skilyrðislaust, svaraði
hann með ákafa. — Hesba, það
er dásamlegt að tala við þig. >ú
skilur.. þú..
— O, seisei! tók hún fram í
fyrir honum. Ég tók mér nú frí
í morgun, til þess að kaupa brúð
argjöf handa henni Grace. Viltu
hjálpa mér að velja hana?
— Ég líka. Við skulum aðeins
líta á, hvað til er í þessum búð-
um og verða svo samferða.
Þau völdu svo gjöfina í félagi
og höfðu það þægilega á með-
vitundinni, að þau væru sam-
særismenn. Gjöfin var alvanaleg
en falleg: blómaskál úr kristalli,
sem kastaði frá sér ljósgeisl-
unum í allar áttir. Og þá datt
Laurie það í hug, að hann vildi
ógjarna láta þessari innilegu sam
veru þeirra slitið, og að hann
yrði sjálfur að kaupa gjöf. Og
þannig leið heil klukkustund í
sælu og gleði, svo að klukkan
var orðin hálfeitt, þegar þau
komu aftur út í Piccadilly.
— Hamingjan góða, Hesba!
Þetta er dáfalleg aðferð til að
sýna hughvarfið hjá mér! sagði
Laurie. — Við verðum að flýta
okkur.
Hann benti með stafnum sín-
um og leiguvagn stanzaði við
stéttarbrúnina. Og þegar þau
svo skröltu yfir Piccadillytorgið,
var hann alveg hættur að hugsa
//W'TÍÍ'"/'
’,'///'
"/'/,S.'/A
,// "/ ' // '/"/', /"/// "//', K
■/J> //ÁJ11' //, '// ' // '///
'/////![£'//M/ / "" ' '■ /'
— Veðrið er kannski ekki gott, en við höfum ströndina alveg
lýrir okkirr.
um þessa lukkupanfíla, sem
fengu að vera í Frakklandi eða
Sviss í fríinu sinu. London var
fullgóð handa honum. London
var dásámlegur staður — þar
sem maður gat farið út að
morgni án þess að vita í þennan
heim né annan og eftir tvær
’klukkustundir var maður orðinn
hamingjúsamasti maður í heimi.
Alec Dillworth fann óþolin-
mæði sína fara versnandi.
Titmuss hafði haldið öllu í fræg-
asta lagi, svo að Alec hafði ekk-
ert sérlega mikið að gera, og
þegar hann hafði lokið þvi, tók
hugur hans að reika víða um.
Á borðinu hans var ofurlítil
klukka í leðurhylki — það var
gjöf frá Elsie, þegar hann hafði
fyrst setzt að í þessu hreiðri
sínu út að ánni. Og við hliðina
á klukkunni var leðurumgjöð
með mynd í af Elsie. Alec hafði
komið því þarna fyrir um leið
og klukkunni. Þegar hann nú
leit á þessa tvo minjagripi um
sýstur sína, þessa konu, sem
hafði líf sitt fléttað á svo inni-
legan en jafnframt dramatískan
hátt við hans eigið líf, fann hann
til óþolinmæði við það, sem
hann vissi vera skyldu sína.
Elsie hlaut að hafa órðið hrædd
og áhyggjufull út af þessari
löngu fjarveru, sem harin hafði
enga grein gert fyrir. Hann
hefði átt að fara til hennar áður
en hann fór hingað, oig að
minnsta kosti ætti hann að fara
til hennar þegar.hann hefði lok-
ið verki sínu. En hann langaði
ekkert til þess. Það játaði hann
fyrir sjálfum sér, hreinskilnis-
lega en jafnframt með nokkurri
blygðun. Og hann hefði farið, ef
ekki Dan hefði beðið hann að
fara í hádegisverð með Hesbu
Lewison. En hann gerði sér
ljóst, að þessi sendiför kom
skemmtilega heim við hans eigin
'löngun. Þessi kona á heiðinni,
sem hann hafði hitt af hreinni
tilviljun, hafði algjörlega breytt
skoðun hans á lífinu, sem hingað
til hafði verið sakleysisleg og
'hreinlíf. Það var hægt að dást
að honum eftir sem áður, en nú
var þessi aðdáun orðin allt
öðruvísi og hægt að sýna hana
á fleiri en einn hátt. Hann
KALLI KUREKI
* - *
Teiknari: Fred Harman
/
— Yfir hvað hefur mér sézt?
— Þessi dauði glæpamaður hafði
byssu á sér, og ég náði henni. Ég hef
bara verið að bíða eftir pví að þú
yrðir kærulaus og yggðir ekki að
þér. Kastaðu frá þér byssunni Kalli.
— Eftir hverju ertu að bíða núna?
Þú varst nógu fljótur á þér að skjóta
þennan meðvitundarlausa glæpa-
mann.
— Hafðu engar áhyggjur, það kem-
ur að því. En fyrst hef ég verk handa
£U uivarpiö
Laugardagur 27. april.
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 Óskalög sjúklinga (Ragnheið*
ur Ásta Pétursdóttir).
14.40 Vikan framundan: Kynning
á dagskrárefni útvarpsins.
15.00 Fréttir. — Laugardagslögin.
16.30 Veðurfregnir. — Danskennsla
(Heiðar Ástvaldsson).
17.00 Fréttir. — Æskulýðstónleikar
kynntir af dr. Hallgrími Helga
syni.
18.00 Útvarpssanga barnanna „Böm
in í Fögruhlíð" eftir Halvor
Floden; XII. (Sigurður Gunih
arsson).
18.30 Tómstundaþáttur bama og
unglinga (Jón Pálsson).
19.00 Tilkynningar. -- 19.20 Veð-
urfregnir. — 19.30 Fréttir.
20.00 „Paganini", söngleikur í 3
þáttum, eftir Paul Knepler
og Belt Jenbach. — Tónlist
eftir Franz Lehár. Þýðandi:
Þorsteinn Valdimarsson. Sin-
fóníuhljómsveit íslands leik-
ur með. Einleikari á fiðlu;
Björn Ólafsson. Stjórnandi:
Páll Pampichler Pálsson. —
Leikstjóri: Ævar Kvaran.
Flytendur: Guðmundur Guð-
jónsson, Þuríður Pálsdóttir,
Guðmundur Jónsson, Sigur-
veig Hjaltested, Erlingur Vig-
fússon, Jón Aðils, Gísli Al-
freðsson o.fl. ásamt Þjóðleik-
húskórnum.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.05 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.
VORUHAPPDRÆTTl
SIBS
umna
16250 VINNINGARI
Fjórði hver miði vinnur að meðaliatit
Hæsiu vinningar 1/2 milljón krónur.
Lægstu 1000 krónur.
Dregið 5. hverj mánaðar.
e— ÞJÓhlUSTA
¥RÖNSK ÞjÓNUSfA
andlitsböS
fjandsnuriing
t\árqreiðsla
Ceiíbeint me/ i/al
snyrtií'öru.
valhöll £53%