Morgunblaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐIO Laugardagur 27. apríl 1963 Þanni; gekk það í leik KR og Vals. Allt bjargaðist fyrir Val á siðustu stund og jafnvel á siðasta hæl. Gunnar Felixson sækir að, en Björgvin fær krækt í knöttinn. Lið Fram og Vals frá 1947 keppa á sunnudag Og 1. deildarlið KR og Fram ALLAR horfur eru á því, að mönnum gefist kostur á að sjá góða knattspyrnu á sunnu daginn er old boys Fram og Vals frá árinu 1947 — þegar menn virkilegu kunnu knatt- spyrnu — þreyta kappleik á Melavellinum. Leikurinn er liður í afmælisdagsskrá Fram, sem á 55 ára afmæli um þess- ar mundir. í>að væri kannski fjarri lagi að tala um old boys í orðsins fyllstu merk- ingu, en margir þeirra knatt- spyrnukappa, serri gerðu garð •inn frægann árið 1947 og þar Þróttur meistara vaar Fram Isl- 4-0 Bceð/ //ð komu á óvart: Þróttur fyrir ájœti en Fram fy/ir linan leik ÞAÐ DATT andlitið af mörgum á fyrstu mínútum leiks íslands- meistara Fram og 2. deildar liðs Þróétar er þau mættust í 2. leik Reykjavíkúrmótsins 1. sumardag. Ef ókunnugir hefðu átt að segja um hvort liðanna væri íslands- meistarar hefðu .allir bent á Þróttarliðið. Þróttarliðið bókstaf- lega tók leikinn t sínar hendur og Framarar — einkum vörnin — vorú eins og ,rstatistar“ á leik- sviði. ' ? 1. | • ’Mðrk Þróttar. Burtséð frá byrjunairupp- hlaúpi Frath og góðu færi Hall- gríifis þá átti Þróttur leikinn frarfi undir íok hálfieiksins. Fram náðí örstuttri sókri með 2 færum, sera' mistókust, -4 en þá lenti knöttúrirtn; tvívegis í stöng Þrótt armgrksins. Strax á jt. míri. tók Þróttur forystiu. Axel lék í, gegn á vinsbri kanjti — þar var veik vörn Fram allra veikust. Eftjr að knöttur- inrn-þarst inn undir mark lyfti Ólafur Björgvinsson hpnum fal- iega yfir ^Jla varnarkös og í net ið. I^aglega gert. v Sama sagan endurtpk sig eftir 17. mín. Þá var leíkið í gegn á vinátri kantí og gefið fyrir. Hauk ur miðherji átti tokasendingu í *naik "íslandsmeistaranna. Tæpri mínútu. síðar máttu Fraínarar ’enn sækia knöttinn í net sitt. Þróttarar gerðu skyndi upphlaup á miðju, léku gegnurn statistavörn Fram og Jens Karls- son skoraði (sjá mynd). Á 21. mín. skoraði svo Axel útherji. Hann lék í gegn á v. kanti að marki. Geir markverði tókst ekki að stöðva hann með út- hlaupi, og Axel lék knettinum ró- lega yfir marklínu eins og nauta bani, sem fagnar sigri. • Liðin. Mörkin urðu ekki fleiri en ótalmörg tækifæri áttu Þróttarar eftir þetta, góð skot og sköpuðu hættuleg færi. Geir markvörður fékk nóg að gera en talan hækkaði ekki. — Framliðið var allan tímann í varnarstöðu, náði aldrei sókn sem skapaði hættu, sundurslitið lið og svifaseinir leikmenn eins og Framarar voru í þetta sinn, megna slíkt ekki gegn liði eins og Þróttar nú, sem lék hratt, af ákveðni og gaf mótherjum aldrei tækifæri til neins. Þetta var svaatur dagur í sögu Fram, því ætla má að þeir eigi mun betra lið en þetta var. Þetta var bjartur dagur hjá Þrótti, því framfarir eru miklar frá því í fyrra. Kenna má spor Gabors þjálfara liðsias í leik þess, hlaupa hraði og stefna að réttu marki. Þróttur verður án efa skeinuhætt lið í þessu móti — með sama áframhaldi. — A. St. Skíðamót í Jósefsdal SKÉÐADEILD Ármanns gekkst fyrir innanfélagsmóti um síðustu helgi í Bláfjöllum. Að vanda var fjölmennt í skíðaskála Ármanns í Jósefsdal um helgina, en þaðan er skammt í nægan snjó og gott skíðafæri í Bláfjöllum. Úrslit urðu, sen» hér segir: Karlaflokkur: 1. Bjarni Einarsson, 58,6 sek. 2. Þorgeir Ólafsson, 64,3 sek. 3. Halldór Sigfússon, 69,7 seik. Kvennaflokkur: 1.—2. Guðrún Björnsdóttir, 69,3. 1.—2. Sesselja Guðmundsd., 69,3. Unglingaflokkur: 1. Kjartan Mogensen, 66,4 sek. 2. Örn Ingvarsson, 74,5 sek. Drengjaflokkur: 1. Georg Guðjónsson, 40,3 sek. 2. Páll Ragnarsson, 52,3 sek. 3. Örn Kærnested, 52,7 sek. Keppt var um silfurbikara í öllum flokkum. Belgrad — Tottenham vann O.F.K. Belgrad í fyrri leik lið anna í undanúrslitum i keppn inni um Evrópubikarinn. — Leikurinn frá fram í Belgrad. 1 hálfleik var staðan 1:1.. — Úrslit leiksins urðu 2:1. Þriðja mark Þróttar kom á sömu minútu og 2. mark þelrra. LeiKio var nran upp uuujuua og : Jens Karlsson (2. frá hægri) skoraði af stuttu færi. — Myndir Sv. Þorm. um, hafa haldið sér í æfingu og einn þeirra, Ríkharður Jónsson, sem þá var liðsmað- ur með Fram, keppir enn þann dag í dag við góðan orð- stír og á sæti í landsliðinu. Valsmenn eiga líka sína kappa og er ekki ólíklegt, að Albert Guðmundsson leiki með Val á sunnudaginn. Ann ars gefst mönnum færi á að sjá tvo knattspyrnuleiki — hinn leikurinn verður alvöru leikur milli meistaraflokks Fram og KR og verður það fyrsti leikur þessara aðila á árinu. Bæði félögin hafa leik- ið einn leik í Reykjavíkur- mótinu, sem hafa tapazt og má því reikna með einhverj- um breytingum á liðunum á sunnudaginn. Annars má búast við,' að old boys-leikurinn milli Fram og Vals veki mesta athygli og er vitað um aðeins örfá forföll í liðunum frá 1947. Með liði Fram leika eftirtald- ir menn: Adam Jóhannsson, markvörður, Karl Guðmunds- son, Haukur Antonsson, Sæ- mundur Gíslason, Haukur Bjarnason, Valtýr Guðmunds- son, Sigurður Jónsson, núver- andi formaður Fram, Rík- harður Jónsson, Magnús Ágústsson, Hermann Guð- mundsson og Gísli Benjamínj son. Frá liði Vals hefur ekki verið gengið endanlega, en vitað er að Hermann Her- mannsson, Frímann Helga- son, Sigurður Ólafsson, Ellert Sölvason (Lolli), Halldór Halldórsson og að öllum iík- indum Albert Guðmundsson verði með. Fyrri leikurinn verður milli Fram og KR og hefst hann kl. 4, en strax á eftir leika svo gömlu mennirnirl Drengjahlaup DRENGJAHLÁUP Ármanns fer fram sunnudaginn 28. þ.m. kl. 2 e.h. Hlaupið hefst i Hljómsikála- garðinum og lýkur þar. Leiðin verður gengin í dag (laugardag) kl. 6 e.h. frá Hljómskálanum. —. Keppendur og starfsmenn eru beðnir að mæta á Melavellinum ■kl. 1,15 e.h. á sunnudag. Uppstillingin í Víðavangs- hlaupinu, sveit KR. Það eru ekki áreynslumerki í svip þeirra Halldórs, Kristleifs og Agnars. Sumir gætu haldið að þeir væru að leggja af stað. Þrir óþreyttir jafnir í Víðavangshlaupi ÍR Einstæð hlaupakeppni kunnra hlaupara VÍÐAVANGSHLAUP ÍR fór fram fyrsta sumardag, hófst í Hljómskálagarðinum og lauk þar. Margt manna kom að venju að horfa á hlauparana en hurfu frá heldur vonsviknir því keppni varð engin í lokin, þó þrír fyrstu menn hlypu á sama tima. KR-sveitin hljóp samsíða í mark án átaka og keppni. Hlaupaleiðin var svipuð og vant er. Lengst af voru hlaup- ararnir nokkuð þétt í hóp, en undir lokin skáru Kristleifur Guðbjörnsson og Agnar Leví sig nokkuð úr. í 3. sæti fór Halldór Jóhannesson KR. Er inn í Hljóm skálagarðinn kom, hægðu þeir Kristleifur og Agnar ferðina, unz Halldór kom í hópinn og samsíða hlupu þeir í mark, KR-ingarnir þrír án sýnilegra átaka eins og myndin sýnir. Þetta er nokkuð gróft brot á eðli sannrar íþrótta- keppni og lítilsvirðing við þá sem ennþá koma til að sjá frjáls- íþróttamenn í keppmi. Úrslit hlaupsins urðu þessi: 1. Kristleifur Guðbjörnsson KR, 11.33.9. 2. Halldór Jóhannesson, KR, 11.33.9. 3. Agnar Leví, KR, 11.33.9. 4. Jón Gunnlaugsson, UMFBisk. 12.42.0. 5. Vilhjálmur Björnsson, UMSE, 12.47.6. 6. Kristján Guðmumdsson, ísaf, 13.55.0. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.