Morgunblaðið - 27.04.1963, Side 24

Morgunblaðið - 27.04.1963, Side 24
Jíekls Svipmyndir frá Landsfundi 79 AF STÚÐIIMiMi VEKUR LIMTAI Stefán Jónsson (lengst t.v.) og Aðalsteinn Maack ræða við þrjár konur á Landsfundi. llarsdarískur þingmaður kvarlar UNDANFARNA tvo daga hafa Mbl. borizt fréttaskeyti frá Associated Press, þar sem greint er frá ummælum banda- ríska þingmannsins Frank J. Becker, repúblikana frá New York, vegna dóma um kvikmynd ina „79 af stöðinni“, í blaðinu „Variety“, en það er gefið út í New York. í blaðinu er að því vikið. að myndin sé byrjendaverk, sem einkennist af miklu leyti af viskí drykkju og lauslæti. Becker, þingmaður, hefur kraf izt þess af bandarískum heryfir- völdum, að grafizt verði fyrir um það, hvemig á því standi, að bandarískir hermenn, vamarliðs menn á íslandi, hafi fengið leyfi til þess að leika^í myndinni. Telur þingmaðurinn, að með þessu leyfi hafi verið stuðlað að því, að almenningur í þeim lönd um, þar sem myndin er sýnd, fái rangar hugmyndir um varn- arliðsmenn. Frétt þessi, þ.e. ummæli Beck- ers, hefur vakið talsverða at- hygli vestan hafs,^inkum sú að- ferð, sem hann hefur viðhaft, er hann hefur vakið athygli á af- stöðu sinni. Hefur hann m.a. snúið sér til varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, Roberts McNamara, og til hermálaráðuneytisins — í „Penta gon“. Ljóst er þó af fréttastofuskeyt um, að Becker þingmaður, hefur ekki séð sjálfa kvikmyndina, en byggir á ummælum „Variety", enda tekið fram, að hann hafi borið fram mótmæli við varnar- málaráðherrann, eftir að hann sá greinina í umræddu blaði. Lýsti Becker því m.a. yifir, að „hver einasti maður hlyti að verða skelfdur, þegar hann hefði lesið þessa blaðagrein." Sagði hann ennfremur, að yfirvöld yrðu að taka málið viðeigandi föstum tökum. Þeir menn, sem hluit eiga að að máli, við gerjjS kvikimiyndar- Framh. á bls. 23. lok nior^ meo kolafarm til Reykjavíkur DANSKA skipið Erik Sif ták niðri sl. þriðjudag á svokölluðu Miðgrunni skammt frá Kaup- mannahöfn, en það vax á leið með 805 lestir af kolum frá Stettin til Reykjavíkur. Mbl. leitaði upplýsinga um þetta hjá Kol & Salt, sem er að fá kolafarminn, og fékk þaar frétit ir að þetta hljóti að hafa verið smávægilegt strand og skipið losnað fljótt, því það tafðist að- eins um hálfan sólarhring og er á leið til íslands. Sá hrafnshreiður og hrapaði í Akrafjalli er félagi hans hafði sótt hjálp niður á Akranes vap hann horf- inn af staðnum og átti að fara að hefja leit, er hann fannst. — Fréttaritari blaðsins á Akranesi segir svo frá þessu: Kl. um 5.30 síðdegis í dag kom drengur á 11. ári, Ólafur Karls- son, sem heima á að Brekku- braut 22, á harðahlaupum í bæ- inn, alla leið ofan úr Akrafjalli. Hann hafði sögu að segja og hún kom í gusum út úr honum, því hann hafði vart linað á sprett- inum. Hann sagði að Guðmund- ur Magnússon, til heimilis á Vall« holti 7,_ hefði hrapað í fjallinu, séð hrafnshreiður og ætlað að teygja sig eftir eggjunum, en hrapað niður af kletti. Þeir jafnaldrarnir höfðu farið saman upp i Akrafjall kl. 3 I dag. Þegar Ólafur sá Guðmund litla hrapa, hefur hann orðið hræddur, ekki beðið boðanna og hlaupið alla leið hingað. Ingvi Sigurðsson, 18 ára, og tveir drengir með honum, hlupu upp í fjallið eins og byssu- brenndir. Einnig fór sjúkrabíll og lögregla. En Guðmundur fannst ekki. Var kallað á fleira fólk til að leita og fóru 4 mann- aðir bílar á vettvang. En þá fannst Guðmundur, sem hafði gengið talsvert af leiðinni heim og fann Ingvi Sigurðsson hann. Hann var skrámaður í andlitl og vinstri handleggurinn brot- inn, en hann hafði í fyrstu misst meðvitund við fallið. Guðmundur var fluttur 1 sjúkrahúsið, þar sem gert var að sárum hans. — Oddur, Meðal annarra má þekkja á þessari mynð: Benedikt Guðmundsson, Staðarbakka, Pál Björgvins- son, Efra-Hvoli, Jónas Pétursson, alþingismann, Jón Karlsson, forstjóra Neskaupstað, og Guð- mund Auðbjörnsson, EskifirðL í GÆR hrapaði 10 ára drengur í Akrafjalli og handleggsbrotn- aðL Missti hann meðvitund, en Grjdthrun reif vélarhúsið af híl * undir Olafsvíkurenni Ólafsvík, 26. apríl: — Sl. sunnudag var jeppabifreið á leið frá Sandi til Ólafsvíkur og fór undir Enni. Þegar hann var kominn inn á Klif, eftir að komið er upp úr fjörunni Ólafsvíkur- megin, hrundi grjót úr Enninu. Lenti einn allstór steinn á bíln- um fyrir framan húsið og reif af honum vélarhúsið og annaö brettið og sneri bílnum alveg við á veginum. í bílnum var Jóhannes Jónsson frá Ólafsvík, ásamt föður sínum, en þá sakaði ekki. Hélt steinninn áfram um 30 m. eftir að hann lenti á bílnum og stanzaði þar í túni. Bkki lentu fleiri steinar á bílnum, en einhverjir komu fyrir aftan hann og framan. Hafa mennirnir sloppið naiumlega, því ekki hefðu þeir þurft að vera komnir nema nokkrum sm. lengra til að fá hartn á húsið, þar sem þeir sátu. Oftar hefur komið íyrir að grjót hafi lent á farartækjum undir Enninu, t.d. slapp bíll með börnum í naumlega í hitteðfyrra. í sumar er ráðgert að byggja veginn undir Enninu og búið að bjóða verkið út. — H.G. Vörusýning í Brussel 36. ALÞJÓÐLEGA vörusýningin í Brusssel verður haldin 30. apríl til 12. maí 1963. Nær sýningar- svæðið yfir 122 þús. ferm. svæði og er 15. þús. fermílum stærra en í fyrra. Einkum er það véla- deildin, sem hefur fært út kví- arnar. Einnig stækkar útvarps- og sjónvarpsdeildin að mun, sömuleiðis pökkunardeildin, kera mik- gleor- og krystaldeildin, sjúkratækjadeild, eldhústækja- deild o. fL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.