Morgunblaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIB
Laugardagur 27. apríl 1963
— Ræða Ólafs
Thors
Frarráiald af bls. 1
ingu viðurkennt sannvirði vinstri
krónunnar, gerði hún veigamikl-
ar ráðstafanir til að létta byrði
þeirra, er bágast voru staddir, og
>á fyrst og fremst með stóraukn-
um bótum almannatrygginganna.
Horféllu
í móðuharðindunum
Andstæðingarnir hófu strax
árásir á viðreisnina og ekki stóð
á hrakspánum.
Er löngu þjóðfrægt, að mestu
menn andstæðinganna sögðu
strax í öndverðu, að viðreisnin
væri farin út um þúfur, síðan að
hún væri að fara út um þúfur
og loks, að hún myndi fara út
um þúfur. Allar vesluðust þes3ar
hrakspár upp og horfélilu loks í
pólitískum móðuharðindum
Framsóknarflokksins.
Reyndin varð sú, að þrátt fyrir
aflabrest og geysimikið verðfall
á mjöli og lýsi, sem skaðaði þjóð-
arbúið um a.m.k. 500 milljónir
króna á fyrsta ári viðreisnarinn-
ar, var svo komið á miðju næsta
ári þ.e.a.s. 1961, að þjóðin var
byrjuð að safna sér gjaldyeris-
sjóðum og sparifé landsmanna
hafði stóraukist. Voru menn þá
sammála um að vel horfði.
En þegar hér var komið, gerðu
kommúnistar og Framsókn sam-
særi gegn krónunni og tókst að
fella hana að nýju. Og nú er það
óumdeilanlegur sannleikur, að af
leiðingin af þessari verðföllnu og
af sömu aðilum aftur verðfelldu
vinstri krónu eru nær allar þær
verðhækkanir, sem stjóroarand-
stæðingar eru að reyna að festa
á viðreisnarstjómina, en sjálfir
hafa valdið og bera alla ábyrgð á.
Heilsteypt samvinna.
Mikil afköst
Sjálf viðreisnin hefir nú þegar
ínftnið hvern stórsigurinn af öðr-
um svo sem bezt sézt á því, að
í stað 216 millj. króna gjaldeyris
skuldar íslenzkra banka, þegar
viðreisnin hófst, er nú kotnin 1192
millj. króna inneign og að jafn-
framt hefir sparifé landsmanna
aukist úr 1824 milljónum í nóv-
ember 1959 í 3655 milljónir í lok
síðasta mánaðar. Er ísland nú að
nýju komið í tölu skilaþjóða og
standa því nú erlendar fjárhirzl-
ur aftur opnar, sem vinstri stjóm
ar óreiðan áður hafði sett siag-
brand fyrir.
Samfara þessu hefir viðreisn-
arstjómin verið viðbragðsharðari,
athafnameiri og farsælli í fram-
kvæmd og löggjöf en dæmi eru
til um íslenzka ríkisstjóm. Þykir
mér rétt að staldra við og rök-
styðja þessa staðhæfingu. Má þar
til margt nefna og varðandi laga-
setningu m. a. þetta:
Lög um dómsmálastörf, lög-
reglustjórn o. fl., lög um lands-
dóm, lög um ráðherraábyrgð, lög
um meðferð opinberra mála, lög
um hæstarétt, lög um rikisfang-
elsi, lög um héraðsfangelsi, lög
um almannavarnir, lög um þjóð-
skrá og almannaskráníngu, sveit-
arstjórnarlög, lög um launajöfnuð
kvenna, lög um byggingarsjóð
ríkisins, lög um aðstoð við van-
gefið fólk, lög um aðstoð fatlaðra,
lög um læknaskipan, lög um at-
vinnubótasjóð, lög um verka-
mannabústaði, lög um Bjargráða
sjóð, lög um tekjustofna sveitar-
félaga, lög um ríkisábyrgðir, lög
um lækkun aðflutningsgjalda,
lög um tekju- og eignarskatt, lög
um sameiginlega innheimtu opin-
berra gjalda, lög um kjarasamn-
inga opinberra starfsmanna, lög
um stofnlánadeild sjávarútvegs-
ins, lög um stofnlánadeild land-
búnaðarins, lög um lausaskuldir
bænda, lög um ábúð jarða, lög
um Verzlunarbanka íslands, lög
um Samvinnubanka íslands, —
margvísleg önnur löggjöf um
banka og peningamál, lög um
heimild ríkisstjórnarinnar til að
taka framkvæmdarlán, lög um
Iðnaðarmálastofnun íslands, lög
um byggingar í sveitum, lög um
Handritastofnun íslands, lög um
listasafn ríkisins, lög um lánasjóð
íslenzkra námsmanna, lög um
heymarleysingjaskóla, lög um
jarðhitasjóð og jarðboranir, erfða
lög, lög um lífeyrissjóð sjómanna,
lög um freðfiskseftirlit, lög um
Fiskveiðasjóð íslands, lög um
verðlagsráð sjávarútvegsins, lög
um Fiskimálasjóð, lög um síldar
útvegsnefnd, lög um aflatrygg-
ingarsjóð sjávarútvegsins, lög um
verzlunarmál og verðlagsmál, lög
um tollvörugeymslu, lög um sáon
einingu Áfengis- og tóbaksverzl-
unar rikisins, lög um iðnlánasjóð,
lög um bændaskóla, siglingalög,
sjómannalög, lög um byggingar-
sjóð aldraðs fólks, lög um lög-
reglumenn, lög um tónlistarskóla,
lög um aðstoð við kaupstaði og
kauptún vegna landakaupa, lyf-
sölulög, lög um heimild til þess
að afhenda þjóðkirkju íslands
Skálholtsstað, lög um atmennings
bókasöfn, lög um Kennaraskóla
fslands, lög um Tækniskóla fs-
lands, lög um lífeyrissjóð starfs-
manna ríkisins, lög um tollskrá.
Er þá ónefnd sjálf viðreisnar-
löggjöfin frá 1860, þ.á.m.: lög um
efnahagsmál, lög um söluskatt,
lög um jöfnunarsjóð sveitarfé-
laga, lög um skipan innflutnings-
og gjáldeyrismála, >ög um tekju-
skatt og eignarskatt, lög um út-
svör, lög um almannatryggingar.
Skal hér staðar numið, þótt
margt sé ótalið. Mun mörgum
þykja nóg komið, en mésr þótti
rétt, að upptalningin sýndi, að
ekki hafa menn setið með hend-
ur í skauti að jafnaði. Treysti
ég mér ekki að kveða á um,
hvað merkast sé í þessari lög-
gjöf, enda munu um það skiptar
skoðanir. Flestir mundu þó fyrst
nefna viðreisnarlöggjöfina frá
1960. En sé litið yfir farinn veg,
munu menn hvað mest fagna
hinni róttæku breytingu á trygg-
ingarlöggjöfinni. Efast ég um, að
almenningur hafi gert sér grein
fyrir, að nú greiða tryggingarnar
4 krónur í stað hverrax einnar
fyrir viðreisn. Tel ég víst, að
aldrei fyrr hafi nokkur þjóð
á jafn stuttum tíma gert hlut-
fallslega svipað því eins stórt átak
til þess að jafna milli manna og
sjá borgið rétti þess þurfandi,
sem við höfum gert. Er það þjóð
okkar til mikils sónva.
Þá fagnar margur því, að at-
vinnutekjur almennings hafa nú
verið gerðar sem næst skattfrjáls
ar, og þá einnig þvi, að búið er
að umbylta og moka út ýmsum
skaðlegum, karlægum ólögum og
ósiðum á sviði fjármálastjórnar
ríkisins, og er þar nú ósambæri-
lega þrifalegra um að litast.
Þá minni ég á hinar geysimiklu
fyrirgreiðskir til handa öllum at-
vinnurekstri landsmanna, jafnt
til sjávar sem sveita. Hefir þar
hver fengið sitt og þá ekki bænd-
ur sízt. Á ég þar við, að nú hefir
með ríkisábyrgðinni verið afþeim
létt þungum áhyggjum vegna
stöðugrar óvissu um verðlag út-
flutningsvöru þeirra, en þá
skyldu höfðu Framsóknarmenn
algjörlega vanrækt alla sína
valdatið, alveg á sama hátt og
stjórn þeirra skildi við sjóði land
búnaðarins algjörlega gjaldþrota,
en nú eru þeir með risaátaki svo
myndarlega reistir við, að eftir 12
ár munu stofnsjóðir þeirra nema
5000 milljónum króna og þá
munu þeir bærir um að lána ár-
lega út 150 milljónir króna af
eigin fé.
Margir minnast þakklátum
huga mikillar fjáröflunar til út-
lána til húsabygginga og öll fagn-
ar þjóðin hinu endurheimta verzl
unarfrelsi, er nú er á boðstólum
mikið úrval og gnægð beztu vöru
á frjálsum markaði, í stað vöru-
skorts, svartamarkaðs og biðraða
áður.
Landhelgin —
mál málanna
En það málið, sem hvað mesta
athygli hefir vakið, ekki aðeins
hérlendis, heldur og erlendis, er
1 án efa hinn mikli sigur í land-
helgismáiinu, er ríkisstjórn ís-
lands tókst að leysa fiskveiðadeil
una við Breta, sem ekki aðeins
ógnaði lífi og eignum Islendinga,
heldur var af hálfu kommúnista
beinlínis til þess ætluð að slíta
ísland úr vestrænum tengslum og
henda því síðan í fang Rússa.
Stóðu þær ráðagerðir miklu
dýpra en almenningur gerði sér
grein fyrir. Myndi án efa mörg-
um Framsóknarmanninum bregða
í brún, ef hann fengi rétta inn-
sýn í þetta mikla mál og öðlað-
ist þar með nokkru gleggri skiln
ing á því út í hvaða foraðsfen
foringjar Framsóknar láta komm
únista leiða sig, þegar völd þeirra
eru í veði.
Tel ég eftir atvikum rétt að víkja
nokkru nánar að þessu stórmáli,
m. a. vegna ummæla stjórnar-
andstæðinga við eldhúsumræð-
urnar síðustu dagana.
Fá mól hafa verið ofar á baugi
í íslenzkum stjórnmálum allt frá
fyrri Genfarráðstefnunni, vorið
1956, og þar til það var endanlega
leyst í marzmánuði í fyrra en
landhelgismáiið. Og raunar má
segja, að allt frá því að fyrsta
og stærsta sporið var stigið —
stóri sigurinn var unninn — í
þessu einu hinu stærsta velferð-
armáli íslands með lokun fjarða
og flóa og útfærslu i 4mílurvorið
1952, hafi varla nokkurt mál
gagntekið svo hugi íslenzku þjóð-
arinnar sem einmitt landheigis-
málið, enda þjóðin alltaf viður-
kennt sannleiksgildi þess kjör-
orðs, sem Sjálfstæðisflokkurinn í
öndverðu skráði á gunnfána sinn:
„landhelgi eða Landauðn".
Forysta
S j álfstæðismanna
Stefna Sjálfstæðisflokksins hef-
ir alltaf verið bein í þessu máli,
og forysta hans í því óbrigðul.
Við höfum sýnt í verki, að enda
þótt við metum og virðuim vel
frelsisunnandi samstarfs- og vina
þjóðir okkar, þá höfum við með
einurð haldið fast á rétti okkar
litlu þjóðar, þegar og þar sem
hann hefir rekist á hagsmuni
hinna voldugu, stóru þjóða. Við
höfum viljað, að íslendingar
sýndu einurð án ofsa, kurteisi án
fleðuháttar. Þegar þeim ráðum
hefir verið fylgt, hefir íslandi
vel farnast, ella ekki. Það sézt
bezt á því, að 1952 létu allar þjóð-
ir sitja við mótmælin ein, án
aðgerða, þegar undan er skilið
löndunarbann brezkra útgerðar-
manna á ísvörðum fiski. En eftir
samskonar aðgerðir 1958, sem
búið var að ryðja brautina fyrir
og því áttu að reynast miklu með
færilegri, vorum við beittir vopna
valdi, enda höfðum við þá neitað
að ræða mál okkar við gagnaðila.
Höfðu ráð okkar Sjálfstæðis-
manna þá verið að engu höfð.
Svikamylla kommúnista
Þessi styrjöld úti fyrir strönd-
um íslands, sem færði svo mikla
hættu yfir líf og eignir íslend-
inga, að einstakt lán var að ekki
dró til stórra tíðinda, hófst i sept
ember 1958. Hún var, eins og svo
margt illt, arfur, sem núverandi
stjórn síðar tók við af vinstri
stjórninni og afleiðing þeirra
vinnubragða, sem sú stjóm við-
hafði undir forystu kommúnista.
Þeirra ráðagerðir hafa frá önd-
verðu gtaðið djúpt og byggðust
á hollustunni við Moskva. Þeim
skildist vel, að eins og útfærsla
landhelginnar var lífsnauðsyn ís-
lendingum, áttu Bretar þar mik-
illa og gagnstæðra hagsmuna að
gæta. Ekkert mál var því eins
vel fallið til að kynda ófriðarbál
milli þessara varnarbandalags-
bræðra og vinaþjóða eins og ein-
mitt landhelgismálið. Telja
mátti víst, að Bretar sýndu and-
stöðu. Og því ónærgætnari sem
framkoma okkar gagnvart þeim
yrði, því skærara myndi ófriðar-
eldurinn loga. Við íslendingar
myndum aldrei gefa okkur, bein-
línis vegna þess að við börðumst
fyrir lífsviðurværi okkar, fyrir fá
tæka mannsins einasta lambi.
Bretar myndu heldur aldrei slaka
til, því hvað sem hagsmununum
liði, sem þó voru miklir, myndu
þeir aldrei láta kotríkið kúga
heimsveldið. Að því hlyti svo að
koma, að styrjöldin á hafinu
leiddi til slysa. Þá mundu ís-
lendingar fyllast réttlátri reiði,
ofsa og hatri, sem óhjákvæmilega
endaði með því, að við segðum
okkur úr varnarbandalagi vest-
rænna þjóða.
Lokaleikurinn í þessari svika-
myllu kommúnista átti svo að
vera sá, að íslendingar vísuðu
varnarliðinu úr landi, en fælu
síðan Rússum að verja landhelg-
ina.
Þetta er skiljanlegt frá sjónar-
hóli kommúnista séð.
Framsókn guggnaði
En Framsóknarflokkurinn?
„Hvað réði hans gerðum“ spyrja
menn.
Svarið er: Þetta sama. Þetta
eina. Þetta, sem alltof oft ræður
alltof miklu hjá Framsókn: Völd-
in. Þegar kommúnistar hótuðu að
rjúfa stjórnina, fengu þeir ekki
ráðið öllum aðgerðum í landhelg-
ismálinu, gugnaði Framsókn. Og
þegar út í foraðið var komið,
var ganað áfram. Að vísu gerði
forsætisráðherrann, Hermann Jón
asson, Atlantshafsbandalaginu og
þá fyrst og fremst Bretum sátta-
boð og bauð margföld þau hlunn
indi, sem við að lokum þurítum
að ganga inn á, en alltfóríólestri,
svo að áfram dró til fulls fjand-
skapar, sem endaði með her-
hlaupi Breta að ströndum ís-
lands. Sannreyndi þá Hermann
Jónasson, að hægara hafði verið
að vekja upp ófriðardrauginn en
að kveða hann niður aftur.
Föst tök stjórnarinnar
Þegar núverandi srt.jóro tók við
völdum, var henni ljóst, að eitt
hennar erfiðasta viðfangsefni
yrði að létta af sér þessum iila
arfi og freista þess að koma á
sættum milli íslendinga og Breta.
Andstæðingar okkar munu hafa
talið, að þessar illdeilur myndu
verða banabiti okkar, nema arm-
að yrði fyrra til. Þeir létu einskis
ófreistað til að loka öllum 9átta-
dyrum og mögnuðu til svo mikils
andróðurs, að fá' dæmi eru til.
Mátti þá ekki milli sjá hvor
deildin dugði betur, kommúnist-
ar eða Framsóknarflokkurinn.
Daglega bárust stjórninni áskor-
anir úr öllum áttum, sumar frá
voldugum félagasamtökum, aðrar
frá innstu dala hreppsnefndum
o.s.frv., þar sem stjóminni var
stranglega bannað að ræða land-
helgismálið við Breta, hvað þá
sæ-ttast.
Samningar væru svik, hvemig
sem þeir væru o.s.frv. Jafnframt
höfðu þjóðkunnir menni uppi
hótanir um ofbeldi og myndi Al-
þingi götunnar sýna stjórninni
í tvo heima, ef hún hyggðist
nota þjóðkjörinn þingmeirihluta
til að ráða málinu löglega til
lykta.
Að sjálfstögðu hafði stjómin
allt að engu. Hún gerði sér ljóst,
að þessi mikli blandaði kór, upp-
æstur af áróðri kommúnista, vissi
ekkert hvað hann söng — mót-
mælti, án þess að hafa hugmynd
um hverju hann var að mótmæla.
Og vitaskuld höfðu hótanir þær
þau ein áhrif að herða stjórnina
til einbeittrar ákvörðunar um að
fara sínu fram, hvað sem slíkt
fólk raulaði og tautaði.
Stjórnin tók því upp viðræður
við Breta um málið, þegar hún
taldi timabært, hélt fast og vel
á málstað íslendinga og náði að
lokum samkomulagi, sem íslend-
ingum var svo hagstætt, að ótrú-
legt má teljast.
Mennimir, sem 1958 sjálfir
höfðu boðið Bretum mikil boð,
sem Bretar þó höfnuðu, stóðu
höggdofa, þegar þeir heyrðu
hvað okkur hafði tekizt.
Þeir buðu Bretum afnot allra
ytri 6 mílnanna, sem eru 20500
ferkílómetrar, í 3 ár allt árið,
allsstaðar og alltaf, einungis ef
Bretar fengjust til að viðurkenna
12 mílurnar að þessum þrem ár-
um liðnum. En okkur tókst hin9
vegar að fá Breta til að sætta sig
við að fá aðeins heimild til
þriggja ára afnota af sem svarar
5500 ferkílómetra svæði. Og það,
sem meira var og andstæðing-
unum þótti svo lýgilegt, að þeir
ætluðu ekki að trúa sínum eigin
eyrum, — Bretar féllust jafn-
framt á að afhenda okkur strax
nýtt friðunarsvæði utan tólf
mílnaxma, nokkurn veginn jafn
stórt, eða 5065 kílmetra að stærð,
og ekki aðeins til þriggja ára,
heldur um alla framtíð.
Var þó sættin okkur enn hag-
stæðari en þessar tölur sýna. Bar
margt til, sem óþarft er að rekja
hér.
Stórsigur
stjórnarflokkanna
Með þessum sættuim hafði fs-
land unnið margþættan sigur.
Varðandi sjálfa landhelgina voru
ákvæði samningsins okkur ósam-
bærilega miklu hagstæðari en taf
arlaus og skilmálalaus viður-
kenning 12 mílnanna. En auk þess
hafði nú tekizt að tengja að nýju
gömul bönd samúðar og gagn-
kvæmrar vináttu milli íslendinga
og Breta og með því verið vikið
frá vörum þjóðarinnar og alls
hins frelsisunnandi heims hinum
beizka bikar fjörráða koimmún-
istanna.
Margir erlendir stjórnmála-
menn, vinveittir íslandi, hafa lát-
ið í Ijósi undrun yfir því, að ís-
lendingum skykii takast að ná
þessum sáttum og er það að von-
um. Þykir mörgum með öllu
óskiljanlegt, að íslendingar
skyldu kaupa þær því einu verði,
að heita því að lúta þeim lög-
málum, sem allar menningarþjóð-
ir telja sér 9kylt að fylgja og
sem þeim er mest nauðsyn á, sem
minnstar eru, en það er að leita
alþjóðadóms um lögmæti nýrrar
útfæralu landhelginnar. En þessa
yfirlýsingu gáfu Íslendingar,
jafnframt því sem þeir lýstu yfir,
að þeir myndu halda áfram bar-
áttunni fyrir stækkaðri land-
helgi, eftir öllum löglegum Ieið-
um.
Höfðu fslendingar áður gert
samskonar boð er ríkisstjórn
Steingríms Steinþórssonar, en í
henni áttu þeir Hermann Jónas-
son og Eysteinn Jónsson sæti,
árið 1953 bauð Bretum að vísa
landhelgisdeilunni til alþjóðadóm
stólsins í Haag. Hefir og enginn
íslendingur lýst betur nauðsyn
íslendinga og raunar allra smá-
þjóða á því, að deilur yrðu út-
kljáðar fyrir alþjóðadómstóli, en
ekki með ofbeldi, en einmitt Ól-
afur Jóhannesson, varaformaður
Framsóknarflokksins.
Ég hefi talið rétt að rifja þessa
sögu upp í fáum stórum dráttum
vegna þess að stjórnarandstaðan,
sem varð orðfall, missti glæpinn,
þegar það rann upp fyrir henni
hversu þeir samningar, sem við-
reisnarstjórnin náði við Breta,
voru ósambærilega miklu hag-
stæðari en þeir höfðu sjálfir boð-
ið Bretum, er nú byrjuð að bæra
á sér í trausti þess, að gleymsk-
an sé farin að breiða hjúp sinn
yfir ótrúlegan sigur viðreisnar-
stjómarinnar í þessu mikla vel-
ferðarmáli þjóðarinnar.
Jafnframt gerir stjómarandstað
an leik að því að spana Breta upp
til nýrrar sóknar með því að þrá-
stagast á þvi, að viðreisnarflokk-
amir munu reiðubúnir að fram-
lengja fríðindin, aðeins ef Bret-
ar vilja láta svo lítið að orða
það.
Sýnir þetta enn sem fyrr hið
algjöra ábyrgðarleysi þessara
manna, sem þó að þessu sinni
vonandi reynist ekki þjóðhættu-
legt, því hvorki munu Bretar
telja ser sæma að ámálga slíkt,
né heldur munu viðreisnarflokk-
arnir framlengja fríðindin um svo
mikið sem einn dag.
Stefnuleysi Framsóknar
áhyggjuefni
öll síðari ára saga Framsóknar
j í landhelgismálinu sýnir hvar
flokkurinn er á vegi staödur. Er