Morgunblaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 8
8
MORCVNBL AÐIÐ
Laugardagur 27. apríl 1963
Skipulögð
forheimskun
UM fátt hefur meira verið
Tætt á opinberum vettvangi
að undanfömu en rannsóknar
starfsemi í þágu íslenzkra at-
vinnuvega. í biöðum hafa
hirzt margar greinar um mál
þessi og útvarpið hefur helg-
að því allmikinn tíma, m. a.
verið um það fjallað í erinda-
flokknum um tækni og verk-
menningu.
Flestir eru á einu máli um
það, að á þessari miklu öld
tækni og sérhæfingar sé rann
sóknarstarfsemi á hinum
ýmsu sviðum sá grundvöllur,
sem reisa beri á i atvinnulífi
landsmanna.
Flestir virðast sammála um,
að hér sé um að ræða mál,
sem vanrækt hafi verið hér
á landi.
Brjóstvitið er ekki lengur
talinn sá öruggi vegvísir, sem
það hingað til hefur verið í
þessum efnum. En á sama
tíma og það þykir óráð að
ætla sér að reisa ný fyrirtæki
eða byggja upp nýjar atvinnu
greinar án undangenginna
rannsókna, sem stefnan sé síð
an byggð á, — þá er ein teg-
und rannsókna, sem enn virð-
ist ekki eiga upp á pallborðið
hjá stórum hópi manna. Það
eru rannsóknir á þjóðfélaginu
sjálfu, ekki sízt á sviði efna-
hagsmála.
Hér er stór hópur manna,
sem telur sér það vænlegast
til fylgisöflunar að telja
brjóstvitið öruggasta vegvísi
til lausnar þjó$féla£svanda-
málum. Málgögn þeirra tala
í miklum fyrirlitningartón
um „hagspekinga", „útreikn-
inga“ og fleira í þeim dúr.
Ýmsir stjórnmálamenn, sem
vilja láta taka mark á sér,
hafa haft uppi svipuð um-
mæli. Einar Olgeirsson sagði
t. d. í þingræðu eitt sinn, er
efnahagsmái voru til um-
ræðu: „Það er venjulega vá
fyrir dyrum hjá almenningi,
þegar ríkisstjórn fer að boða
rannsókn sérfræðinga til þess
að finna traustan efnahags-
grundvöll“. Karl Guðjónsson
talaði og í útvarpsumræðun-
um á dögunum í fyrirlitning-
artón um „ummæli ráðu-
nauta, doktora og hátitla-
manna“, sem hann taldi greini
lega hina verstu menn.
Vafalaust er þetta gert í
þeim tilgangi að telja fólki
trú um, að vandamál þjóð-
félagsins séu hin auðveldustu
úrlausnar, sem hver meðai-
greindur maður geti leyst.
Það eru einkum tvö dag-
blöð, sem hafa gert sig sek
íim það ábyrgðarleysi, sem
hér hefur verið gert að um-
talsefni, þ. e. Þjóðviljinn og
Tíminn. Afstaða þessara
tveggja blaða er þeim mun
undarlegri, þegar þess er
gætt, að þau telja sig mikla
og örugga málsvara fyrir
aukinni rannsóknarstarfsemi
á öðrum sviðum þjóðlifsins.
Sennilega hefur engin ríkis-
stjórn á íslandi notfært sér
eins mikið rannsóknir og álit
sérfræðinga eins og núver-
andi ríkisstjórn. Hún hefur
haft færustu menn í þjónustu
sinni, bæði innlenda og út-
lenda. Ríkisstjórninni hefur
verið það ljóst, að þjóðfélag-
ið er orðið svo flókið og
margþætt, að sérfræðikunn-
áttu er þörf til að rannsaka
og benda á leiðir til úrlausn-
ar flóknustu vandamálunum.
Þessar staðreyndir hafa
farið í taugarnar á brjóstvits-
dýrkendunum í Tímanum og
Þjóðviljanum. Þeir, sem stýrt
hafa pennanum þar, hafa ann
aðhvort ekki gert sér grein
fyrir þróun þjóðfélagsins eða
þeir eru vísvitandi að halda
úppi hættulega ábyrgðarlaus-
um áróðri. Þeir virðast á skipu
legan hátt reyna að draga úr
virðingu manna og trausti á
hagfræðivísindum, enda þótt
vitað sé, að efnahagslífið
gengur eftir vissum lögmál-
um, sem nauðsynlegt er að
kunna skil á.
Þessi iðja dregur úr trausti
manna á hlutlægum rann-
sóknum á þjóðfélagsvanda-
málunum, sem síðan sé unnt
að byggja ákvarðanir á. Þessa
iðju mætti kalla skipulagða
forheimskun.
— BÍG.
Séð yfir fundarsalinn í Beethovenhalle
Ungir menn í NATO-ríkj-
unum bindast samtökum
Frá ráðstefnu ungra stjórnmála-
manna i Bonn
DAGANA 17. — 23. marz s.l.
var haldin í Bonn ráðstefna
ungra stjórnmálamanna frá
Atlantshafsríkjunum. Ráð-
stefna þessi var hin þriðja
í röðinni slíkra ráðstefna og
er fyrirhugað að halda þær
framvegis á tveggja ára
fresti. Á þessari ráðstefnu
var samþykkt að stofna form
leg samtök ungra stjórnmála
manna frá ríkjum Atlants-
hafsbandalagsins.
Frá íslandi sóttu ráðstefn-
una fimm fulltrúar, þeir Guð
mundur H. Garðarsson, við-
skiptafræðingur, Heimir
Hannesson, lögfræðingur, Jó
hannes Sölvason, stjórnar-
ráðsfulltrúi, Stefnir Helga-
son, stórkaupmaður og Birg-
ir ísl. Gunnarsson, hdl.
Fyrsta ráðstefna þessarar teg-
undar var haldin í París árið
1958. Önnur ráðstefnan var hald-
in í Washington 1960 Og sú
þriðja nú í Bonn. A ráðstefn-
unni 1960 var samþykkt að beina
því til ungra stjórnmálamanna í
hinum einstöku Nato-ríkjum, að
þeir stofnuðu með sér samtök,
hver í sínu heimalandi. Svo hef-
ur nú verið gert í flestum lönd-
unum og m. a. hér á íslandi, þar
Dr. Lubke, forseti Vestur-Þýzkalands, ávarpar þátttakendur ráðstefnunnar.
sem er Varðberg, félag áhuga-
manna um vestræna samvinnu.
Þessi félög verða síðan aðilar að
þeim samtökum, sem ákveðið var
að stofna nú í Bonn.
!Næsta ráðstefna í London
Ráðgert er, að samtökin haldi
síðan aðalþing á tveggja ára
fresti og er hið næsta fyrirhug-
að í London. Á ráðstefnum þess-
um verður rætt um starfsemi
ungra stjórnmálamanna í Atlants
'hafsbandalagslöndunum og skipzt
á skoðunum um leiðir til að
vinna fylgi hugsjónum Atlants-
hafsbandalagsins. Þá munu og
rædd þar ýmis vandamál, sem
'bandalagið á við að stríða, og
hin ýmsu vandamál, sem uppi
eru á hverjum tíma á sviði al-
þjóða stjórnmála. Þá munu enn-
fremur rædd skipulagsmál þess-
ara samtaka og þeim kosin
stjórn, er fari með málefni sam-
takanna á milli þinga.
Ráðstefnuna í Bonn sóttu rúm-
lega 100 fulltrúar fná öllum ríkj-
um Atlantshafsbandalagsins. —
Fóru fundarhöldin fram í glæsi-
legum salarkynnum Bethoven-
'halle á Rínarbökkum. Forseti
ráðstefnunnar var fulltnii frá
'Ítalíu, Angelo Bernasola að
nafni. Eftir að setningarfundur
hafði verið haldinn, var ráð-
'stefnunni skipt upp í 5 nefndir,
er hver fjölluðu um sinn mála-
'flokk Og störfuðu nefndirnar í
tvo daga. Að meginefni fjölluðu
nefndirnar um eftirtalin verk-
efni: Stjórnmálalega stöðu Atl-
antshafsbandalagsins í framtíð-
inni. Aðstoð Atlantshafsbanda-
lagsins við vanþróuð ríki. Við-
horfið til Sovétríkjanna og Kína.
Skipulag og starfsemi samtaka
ungra stjórnmálamanna í ríkjum
Atlantshafsbandalagsins.
I
Margar ályktanir samþykktar
Þessi efni voru tekin til ítar-
legrar meðferðar í nefndunum
og þar undirbúnar ályktanir, er
ráðstefnan lét frá sér fara, en
þær voru samþykktar á alls-
nerjarfundi, sem haldinn var síð-
asta dag. ráðstefnunnar. Ekki
• gefst hér tóm til að rekja efni
'ályktananna, en allmiklar um-
ræður urðu um þær og skiptar
skoðanir, enda þarna fulltrúar
frá ólíkum löndum og frá hinum
ýmsu stjórnmálaflokkum. Var
eftirtektarvert, að skoðanir
manna skiptust ekki síður eftir
stjórnmálaflokkum en löndum.
’Sósíaldemokratar héldu t. d.
mjög saman og mótuðu sameigin
lega skoðanir sínar á hinum
ýmsu málaflokkum. Urðu um-
ræðurnar oft fjörugar o.g
skemmtilegar.
Fulltrúar á ráðstefnunni fengu
tækifæri til að heimsækja eða
hlýða á ýmsa merka, þýzka
stjórnmálamenn. Fulltrúar hinna
þriggja stjórnmálaflokka, sem
stærstir eru í Vestur-Þýzkalandi
ávörpuðu ráðstefnuna. Það voru
þeir Ernst Chemmer, ráðherra
frá kristilega demókrataflokkn-
um, Ollenhauar, form. sósíal-
demokr ataflokksins og Erioh.
'Mende, formaður frjálsra demo-
krata. Þá heimsótti ráðstefnán
dr. Lútoke, forseta Vestur-Þýzka-
lands, í emtoættisbústað hans og
þar hélt forsetinn erindi um
samstarf Atlantshafsþjóðanna,
Kynnisferð til Köln
Ambassador íslands í Bonn,
Magnús Magnússon og frú hans
höfðu kvöldverðarboð inni fyrir
íslenzku fulltrúana meðan dval-
izt var í Bonn. Þá var farið í
kynnisferðalag til Köln, sem er
skammt frá Bonn og dvalizt þar
í einn dag. Þar fengu þátttak-
endur tækifæri til að skoða hina
sögufrægu borg, m. a. hina frægu
dómkirkju og heimsækja ýmsar
menningarmiðstöðvar þar eins
og óperuna.
Eins og fyrr segir voru al-
mennar umræður um hinar ein-
stöku ályktanir síðasta dag ráð-
■stefnunnar. Að þeim loknum fór
fram stjórnarkjör, en þá hafði
verið samþykkt að stofna ofan-
greind samtök og settar reglur
til bráðabirgða um fyrsta stjórn-
arkjörið. Kosin var 9 manna
'stjórn (Bureau) og 15 manna
framkvæmdanefnd (Exeoutiva
Committee). ísland fékk einn
fulltrúa í framkvæmdanefndina
og samkvæmt samhljóða tilnefn-
ingu allra íslenzku fulltrúanna
Var Heimir Hannesson, formað-
Ur Varðbergs, kjörinn í fram-
kvæmdanefndina.
Boðið til Berlínar
Er ráðstefnunni hafði verið
formlega slitið, var þátttakend-
Um boðið í tveggja daga ferð til
Berlínar. Þar tók m. a. á móti
'hópnum Willy Brandt, borgar-
'stjóri Vestur-Berlínar, og héLt
hann stutta ræðu í móttöku í
'ráðhúsi V-Berlínar. Borgarstjór-
inn kom manni fyrir sjónir sera
mjög kröftugur og geislandi per-
Framhald á bls. 6