Morgunblaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 13
Laugardagur 27. apríl 1963
MOKCVISBL 4ÐIÐ
13
Leikfélagið Sfðkkur:
Sjónvarpstækið
Höfundur: Arnold Ridley.
Leikstjóri: Sævar Helgason.
LEIKFÉL. Stakkur frumsýndi
laugard. 20. þ. m. leikritið Sjón-
varpstækið, gamanleik í þrem
þáttum eftir Arnold Ridley.
Leikurinn gerist í Englandi á
fyrstu árum sjónvarpsins þar í
landi og segir á gamansaman
hátt frá þeim vandamálum og
röskun á heimilislífi, sem eitt
sjónvarpstæki veldur.
Sýningin tókst að mörgu leyti
mjög vel, þó eflaust megi ýmis-
legt að henni finna, ef farið væri
í sparðatíning, eða ef miðað er
við leiksýningar þar sem út-
lærðir atvinnuleikarar eru að
Verki.
Svavar Helgason, ungur Kefl-
víkingur, setti leikinn á svið.
Sævar lauk prófi frá Leikskóla
Þjóðleikhússins 1959 og hefur
áður unnið við leikstjórn hjá
Leikhúsi æskunnar og Mennta-
skólanum á Akureyri.
Leikstjórn Sævars er mis-
fellulítil, þó verður að skrifast
á hans reikning, hve fyrsti þátt-
ur gekk hægt, svo og ýmsar
staðsetningar, sem orka tví-
mælis.
Haukur Ingason fer með aðal-
hlutverk leiksins, Jim Norton.
Haukur er maður sviðsvanur,
hefur um árabil verið einn af
aðalleikkröftum Leikfélags Isa-
fjarðar. Hlutverkið er mikið að
vöxtum og vandasamt, og er
leikur Hauks yfirleitt góður, en
þó beztur í 2. þætti, og gerir
hann þá margt stórvel.
Erna Sigurbevgsdóttir leikur
eiginkonuna Jill Norton. Leikur
hennar er hikandi fyrst framan
af, en er á leið varð leikurinn
öruggari og betri.
Helgi S. Jónsson fer með
hlutverk Henry Rignolds, „upp-
gjafa“ kaupsýsiumanns. Helgi
skapaði mjög sérkennilega og
skemmtilega „týpu“, var gervi
hans sérstakiega gott og leikur-
inn með ágætum, en kunnáttan
maetti vera betri.
Guðmunda Sumarliðadóttir,
sem frú Adams, komst mjög vel
frá hlutverkinu, var aðsópsmikil,
en þó í hófi og skildi eftir í hug-
um manna eftirminnilega per-
sónu.
Erla Sigurbergsdóttir leikur
Sylviu Rignold. Erla er ung að
árum, og er mér ekki kunnugt
um hvort hún hefur áður leikið,
en ekki varð annars vart í leik
hennar, en þar færi sviðssöm
leikkona.
Sævar Helgason leikur unn-
ustu Sylviu, Lester Harrington.
Er leikur Sævars öruggur og
góður.
Sverrir Jóhannsson leikur M.
Parkinson. — Skapar Sverrir
skemmtilega persónu, þó hiut-
verkið sé ekki stórt.
Jónína Kristjánsdóttir leikur
frú Rignold, lítið hlutverk, en
þokkalega af hendi leyst
Leiktjöld gerði Sigfús Krist-
jánsson, voru þau vel og smekk-
lega unnin. — Lýsingu sviðsins
var mjög ábótavant, en von-
andi stendur það til bóta.
Ég vil að lokum hvetja Suð-
umesjamenn til að sjá sýning-
una„ því að á þann hátt styðja
þeir bezt menningarviðleitni
þess unga fólks, sem að leiklist-
arstarfsemi starfar, hér í Kefla-
vík og Njarðvík, við hin erfið-
ustu skilyrði. A.K.S.
Lausn ítaka af
ALÞINGI hefur samþykkt svo-
hljóðandi ályktun samkvæmt til-
lögu Jónasar G. Rafnar og Magn
úsar Jónssonar: „Alþingi ályktar
að skora á ríkisstjórnina að láta
taka saman skrá um þinglýst
ítök, sem talið er að fallið hafi
úr gildi vegna þess, að ítaks-
rétti hafi ekki verið lýst fyrir
héraðsdómara eftir áskorun í
Lögbirtingarblaði þar um, sam-
kvæmt 4. Og 5. gr. laga nr.
113/1952, um lausn ítaka af jörð-
um, og athuga síðan, hvort á-
stæða sé til sérstakra ráðstafana
í því skyni að rétta hlut þeirra,
SLÖKKVILIÐSMENN berjast
við eld, sem kom upp í olíu-
bifreið, er valt á Washington
brú, Rhode Island, fyrir
skömmu. Áður en bifreiðin
valt hafði hún rekizt á aðra
olíubifreið, en hin síðarnefnda
komst af slysstaðnum áður en
eldurinn kom upp. Árekstur-
inn varð á þeim tíma dags,
sem umferðin er mest á
brúnni og varð mikið um-
ferðaöngþveiti vegna hans.
— (AP).
ÞETTA GERDIST
ALÞINGI
Ríkisstjórnin flytur frumvarp á Al-
þingi um aðstoð rikisins við kaup-
staði og kauptún vegna landa-
kaupa (5).
Upplýst á Alþingi að brú yfir Ölfusá
hjá Óseyrarnesi kœtaði allt að 60
millj. kr. (7).
Komið er fram á alþingi frumvarp
um að leggja niður prestskosning-
ar (12).
Frumvörp um landshöfn í Kefla-
vík og Njarðvík og um landshöfn á
Rifi á Snæfellsnesi samþykkt sem lög
írá Alþingi.
Ríkisstjórnin leggur fram nýtt frum-
varp til höfundarlaga (13).
Stjómarfrumvarp til nýrra loft-
ferðalaga fyrir Alþingi (14).
Ríkisstjómin leggur fyrir Alþingi
frumvarp til laga um almannatrygg-
ingar (14).
Ríkisstjórnin leggur fram á Alþingi
frumvarp sem felur f sér stórhækkað
framlag ríkisins til almenningsbóka-
safna (20).
Alþingi samþykkir að veita allmörg
«m útlendingum, sem hér dvelja, ís-
lenzkan ríkisborgararétt (22).
Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp
á Alþingi þess efnis, að Síldarverk-
smiðjur ríkisins verði þátttakandi í
útgerðarfélagi á Siglufirði (23).
Ríkisstjórnin leggur fram frum-
varp um Tækniskóla íslands (23).
Ríkisstjórnin l^ggur fram frumvarp
iim að kennaraskólinn fái að braut-
®krá stúdenta (23).
Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp
um að einkaréttur Ferðaskrifstofu
ríkisins til móttöku erlendra ferða-
jnanna falli niður (26),
Ríkisstjórnin leggur fram á Alþingi
frumvarp um nýja tollskrá. Lækkun
tolla nemur um 100 millj. kr. (28).
VEÐUR OG FÆRÐ
Fjarðarheiði rudd (5).
Blanda lokar Langadalsvegi (5).
Snjólaust er nú um allt land nema
á háfjöllum (12).
Akuryrkjustörf hafin hér á landi
i marz vegna þess, hve blíð veðráttan
er (14).
Lögreglan í Reykjavík tekur fjölda
ólöglegra bíla úr umferð (14).
Allir aðalfjallavegir landsins færir
bílum nema Siglufjarðar&karð (27).
ÚTGERÐIN
Víðir n 1 Garði fékk 76,4 lestir í
þorskanót (5).
Gullfaxi frá Norðfirði fær 25 lestir
i þorskanót (6).
Togarinn Freyr landar hér 240 lest-
um al fiski eftir 17 daga veiði-
ferð (7).
Keflavíkurbátar öfluðu 5655 lestir
i janúar og febrúar (7).
Eyjabátar fá góðan afla í net og á
færi (8),
Reykjavíkurbátar afla 160 lestir á
6 dögum (10).
Haukur landar yfir 300 lestum í
Reykjavík (13).
Loðna veidd af hafnargarðinum i
Keflavík (15).
Sumargotsíld vestan Reykjaness
(17).
Óhemjuafli Ólafsvíkurbáta (20).
Vestmannaeyjabátar afla vel (26).
Góður afli á Vesturlandi, lélegur
norðan lands og austan (28).
BÓKMENNTIR OG LISTIR
„Tehús ágústmánans**, eftir John
Patrick sýnt á Akureyri (2).-
Jón S. Jónsson semur kantötu við
Þrymskviðu (5).
„Dagblað" nefnist ný skáldsaga eftir
Baldur Óskarsson (6).
Bandariska söngkonan Sylvia Stahl-
man syngur með Sinfóníuhljómsveii-
inni (6).
íslenzk listsýning í Gautaborg (6).
Ósvaldur Knudsen sýnir íslenzkar
kvikmyndir, sem hann hefir tekið
(8).
Tékkneski söngvarinn Jíri Koutný
syngur hér (10).
Leikfélag Menntaskólanis sýnir
„Kappar og vopn“ eftir Bernard
Shaw (10).
Leikfélag Reykjavikur sýnir Eðlis-
fræðinganna eftir Friedrich Dúrren-
matt. Leikstjóri Lárus Pálsson (12).
Skáldsagan „Músin sem læðist*'
eftir Guðberg Bergsson kemur út á
spænsku (13).
Háskóli íslands gengst fyrir sumar-
námskeiði í íslenzkri tungu og bók-
menntum (14).
Nýtt tímarit, Leikhúsmál hefur
göngu sína (17).
Sjónleikurinn „Tengdapabbi** sýnd-
ur 1 Ólafsfirði (17).
16. sinfónía Bandaríkjamannsins
Henri Dixon Cowell, tileinkuð Vil-
hjálmi Stefánssyni, flutt í Reykja-
vík (19).
Atli Heimir Sveinsson stjórnar tón-
smíð á hljómleikum Musica Nova (21).
Nýtt tímarit, Blað lögmanna, hefur
göngu sína (23).
Kári Eiríksson, listmálari, selur mál
verk fyrir á 4. hundrað þús. á sýn-
ingu í Reykjavík (26).
Haldin hér kynning á þýzkum list-
um og bókmenntum (28).
Kvennakór SVFÍ og Karlakór Kefla-
víkur halda hljómleika (28).
Útgáfa Landnámu á verkum Gunn-
ars Gunnarssonar lokið (29).
Þjóðleikhúsið sýnir sjónleikinn And
orra eftir Max Frisch (29).
Sigurður Björnsso.i óperusöngvari
heldur hér söngskemmtun (29).
MENN OG LISTIR
Afhjúpuð stytta af dr. Birni Sig-
urðssyni á Keldum (5).
Fræðslustjórar Drammen og Kaup-
mannahafnar ræða skólamál I Reykja
vík (3).
12 íslendingar hljóta vísindastyrki
NATO (9).
• Dr. Carlo Schmid, 1. varaforseti
sambandsþingsins í Bonn, flytur fyrir-
lestur hér (13).
Paul D. Buie tekur við yfirstjórn
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli
(17).
Loftleiðir fá sjö flugfreyjur frá
Luxemborg (21).
íslenzkur maður, Guðmundur Helga
son, bjargast, er norskt flutningaskip,
sem hann var á, ferst (22).
Hlynur Sigtryggsson, deildarstjóri
Veðurstofunnar á Keflavíkurflugvelli,
eini umsækjandinn um embætti veður
stofustjóra (22).
Forseti íslands hefir þegið boð um
að fara i opinbera heimsókn til Bret-
lands (26).
FRAMKVÆMDIR.
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins
verður fyrsta stofnunin I Keldna-
holti (3).
10. þús. lesta vatnsgeymir steyptur
í Reykjavík (7).
Verzlunarbanki íslands opnar úti-
bú í Keflavík (9).
Hiti reynist í nýrri borholu við
Húsavík en ekki vatn (12).
40—50 menn vinna nú við lands-
hafnargerð í Þorlákshöfn (12).
Skipulagt nýtt 350 manna hverfl i
Laugarási (13).
Nýjar og fullkomnar skurðstofur
teknar i notkun í Landakotspítala
(14).
Hestamannafélagið Fákur opnar
nýtt félagsheimili (16).
Yfirbygging á 150 lesta bát smíðuð
í Keflavík og flutt til Vestmannaeyja
(16).
Landsbankinn opnar útibú 1 Kefla-
vík og Grindavík (16).
Stórt niðursuðufyrirtæki stofnað 1
Reykjavík (16).
Nýtt stálskip, Hannes Hafstein EA
345, kemur til Dalvíkur. Eigandi Egill
Júlíusson, útgerðarmaður (17).
Borgarráð samþykkir að Reykjavík-
urborg byggi 168 íbúðir (19).
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykk
ir að breikka norðurhluta Lækjar-
götu á næsta ári (22).
íslenzkir plastbátar reyndir á
Reykjavíkurhöfn (22).
Hafin er undirbúningur að lagn-
ingu hitaveitu í nýja Háaleitishverfið
í Reykjavík (22).
Nýr golfvöllur tilbúinn í Reykja-
vík í vor (23).
Ísafjarðarbíó fær nýjar kvikmynda-
vélar (23).
Stjórn Eimskipafélagsins ákveður
að kaupa nýtt flutningaskip (27).
Lokið við byggingu 137 íbúða í
Kópavogi (28).
Nýtt Renault-verkstæði opnað hér
(30).
Nýtt veitingahús, Tröð, tekur til
starfa í Reykjavík (31).
SLYSFARIR OG SKAÐAR
Bifreið steypist 70 m. niður í gljúf-
ur á Fagradalsvegi. Ökumaðurinn
kastaði sér út úr bílnum og slapp
ómeiddur (1).
Sprenging varð I báti á Seyðisfirði.
Eigandi hans, Ari Bogason, slasaðist
illa (2).
Þyrla frá vamarliðinu nauðlendir við
Hafnarfjörð (2).
Guðmar Ragnarsson, Egilsstaðakaup
túni, fékk stein í höfuðið á slysstað
á Fagradal og slasaðist nokkuð (2).
Brú yfir á utarlega í Eldhrauni
brotnar undan mjólkurbil (3).
Háseti á v.b. Náttfara á Akranesi féll
niður í lest og slasaðist (5).
Færeyskur togari leitar hafnar á Ak
ureyri með lestina hálffulla af sjó
(5).
Tveir bílar stórskemmast í árekstri
á Hringbraut (5).
Ssesíminn slitinn til austurs og
vesturs (8).
Eins árs drengur, Samúel Kristinn
Samúelsson, Fossvogsbletti 39, bíður
bana í bílslysi (10, 12).
Miklar skemmdir urðu á húsinu að
Holtsgötu 9 1 eldsvoða (12).
Viðgerðarverkstæði við Kaldbaks-
götu á Akureyri brennur. Meðal þess,
sem þar eyðilagðist var bíll (12).
Eldur kemur upp í fólksbíl frá
Akranesi og brann hann á skammri
stundu (12).
Ölvaður ökumaður gereyðileggur bíl
sinn í árekstri (13).
Vélbáturinn Guðný ÍS 266 strandar
við utanvert Arnarnes, en náðist aft-
ur á flot lítið skemmdur (13).
Bíll fer í loftköstum útaf Keflavík-
urvegi (13).
Slasaður skólapiltur fluttur með
þyrlu frá Skíðaskálanum í Hveradöl-
um til Reykjavíkur (14).
Mikil sprenging í vinnusal Rafveit-
unnar í Hafnarfirði (15).
Þriggja ára drengur, Þorsteinn
Berg, týndist frá bænum Giljahlíð í
Borgarfirði og varð úti (15, 16).
Mánafoss sigldi brezkan fiskibát í
kaf við Hull (15).
Harkalegur árekstur á Reykjanes-
braut (17).
Þrítugan mann, Sigurð Ingvarsson,
Skipholti 10, tekur út af togara og
drukknar (17).
Tveir ungir flugmenn, Stefán Magn-
ússon og Þórður Úlfarsson, farast með
lítilli flugvél á leið til íslands frá
USA (19—22).
Tugmilljóna tjón, er kviknar í M.S.
Gullfossi í Kaupmannahöfn (19).
Eldur í skálanum við Grábrók í
Borgarfirði (21).
Véibáturinn Máni frá Skagaströnd
strandar, en losnar aftur út óskemmd
ur (21).
Þrjár bifreiðir stórskemmast í á-
rekstri (22).
Annar hreyfill Gljáfaxa, flugvélar
FÍ, bilar í Grænlandi (22).
Vélbáturinn Erlingur H frá Vest-
mannaeyjum sekkur. Tveir menn far-
ast af bátnum, Guðni Friðriksson,
vélstjóri og Samúel Ingvason, háseti
(23).
Miklar skemmdir í Rafgeymaverk-
smiðjunni Pólum i eldi (2Í).
Menn slasast og þrír bilar skemm-
ast i bílaárekstrum (26).
Hestamenn urðu fyrir áföllum (26).
Kýr drepast af raflosti á Hofi í
Vatnsdal (26).
Gamli bærinn á Gih í Svartárdal i
Húnavatnssýslu brennur (26).
7 ára drengur, Jóhann Ólafsson, Kárs
nesbraut 25, Kópavogi, ferst i bíl-
slysi (27).
Vélbáturinn Glaður VE 270 rekst á
hafnargarðinn í Eyjum og skemmist
allmikið (28).
Miklar jarðhræringar norður af ts-
landi. Varð landsskjálfta vart vfða
um land og á nokkrum stöðum á
Norðurlandi urðu allmiklar skemmd-
ir og menn slösuðust þó ekki alvar-
lega (28—31).
FÉLAGSMÁL
Ríkisstjómin leggur fram nýjar til-
lögur í kjaramálum opinberra starfs-
manna (1).
Sr. Andrés Ólafsson endurkjörinn
formaður Sjálfstæðisfélags Stranda-
sýslu (1).
Atli Ágústsson endurkjörinn for-
maður Verkstjórafélags Reykjavíkur
(3).
Sigurður M. Þorsteinsson endur-
kjörinn formaður Flugbjörgunarsveit-
arinnar (3).
Guðjón Sv. Sigurðsson endurkjör-
inn formaður Iðju, félags verksmiðju-
fólks í Reykjavík (5).
Ellert B. Schram kjorinn formaður
Stúdentaráðs Háskóla íslands (5).
Samkomulag um 28 launaflokka
ríkisstarfsmanna (5).
Ferðaskrifstofur i Reykjavík stofna
með sér samtök (5).
Óskar Hallgrímsson endurkjörinn
(5).
formaður Félags íslenzkra rafvirkja
Bónusgreiðslur gefast vel hjá íshús-
félagi ísfirðinga (7).
Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu,
endurkjörinn formaður Búnaðarfélags
íslands (8).
Sveinn Björnsson, verkfræðingur,
kosinn formaður Bandalags háskóla-
manna (8).
Ákvæðisvinna tekinn upp við há-
spennulagningu (8).
Bréfberar deiia við póstmeiatara
(8).