Morgunblaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 7
Laugardagur 27. apríl 1963 MOPCrvar 4D jB 7 Jónas Pétursson alþing ismaður: 'Á ALÞINGI, því er nú er að Ijaka, lagði Björn Pálsson fram trt. við framl.ráðslögin, þar sem gert er ráð fyrir að í hlut bænda L mi 25% af verðmæti fram- leiðsluaukningar, sem verður í landbúnaði til viðbótar kaupi bóndans. Á sama hátt skal minni tframleiðsla verka þ. e. 25% af framleiðslurýrnununni verka til frádráttar kaupi bóndans. Þessi brt. var send til umsagnar nokkr um aðilum af landbún.nefnd n.d. Framleiðsluráð svaraði á þá lund, að þar sem lögin í heild væru í endurskoðun hjá nefnd frá Stéttarsambandinu og Bún- sðarfél. ísl. tæki það ekki af- stöðu til þessara till. sérstaklega, meðan lögin í heild væru í at- ihugun. í þess-u fólst í raun og veru það, að framleiðsluráð ósk- aði eftir að ALþingi fjallaði ekki um máiið á þessu stigi. Búnaðar- þing tók málið til meðferðar, þar sem málið var sent Búnaðarfél. íslands. í umsögn þess segir m.a. ,,Búnaðarþ. telur að frumv. þetta fjalli um mjög þýðingarmikinn þátt verðlagsmálanna og stefni í rétta átt, þó ýms önnur atriði þurfi jafnframt breytinga við.“ En jafnframt gerði Búnaðanþ. þó verulegar orðalags- og efnis- breytingar á frv. Björns. Nefnd- arhluti neytenda í verðlagsnefnd, sendi einnig umsögn. Þar segir m. a. „Sexmannanefnd hefur fylgt þeirri reglu að ákveða af- wrðamagn viðmiðunarbúsins (vísi ■tölubúsins) í sem nánustu sam- ræmi við heildarframleiðslu land 'búnaðarins á hverjum tíma og fjölda bænda í landinu. Með því þar næst að ákveða „laun bónd- ans“ með hliðsjón af árstekjum annarra „vinnandi stétta“ fyrir liðið ár og hækka þau að auki fyrir óorðnum launabreytingum, fá þeir sinn hluta af heildar- framleiðsluaukningu alls þjóð- félagsins.“ Ennfremur segir: „Verði frumvarpið að lögum, er samstarfsgrundvöllur neyt- enda og bænda um verðlagn- ingima fallinn og lögin þar með óvirk, því óhugsandi er að full- trúar neytenda, þ. e. annarra vinnandi stétta taki þátt í störf- um í sex manna nefnd, eftir að lögboðið hefir verið að gagnaðili skuli njóta meiri réttar en um- bjóðendur þeirra.... Samstarfið í sex manna nefnd hefir dregið mjög úr andúð og kriti milli bænda og annarra stétta. Það hefir tryggt landbún- aðinum fast og hækkandi verð- lag og útrýmt undirboðum og spákaupmennsku með búvöru. Virðist því á öðru frekar þörf en að rjúfa það samstarf í fullri óvissu um hvað við kann að taka.“ Þessi umsögn mun síðar í þessari grein verða tekin til athugnar. A öndverðu þingi I vetur átti sæti um skeið Björn Þórarinsson, bóndL Við ræddum þá allnáið um framleiðsluráðslögin og vor- um einhuga um breytingu, sem gera þyrfti á þeim um það að aukin framleiðni í landbúnaði kæmi bæði framleiðendum og neytendum til góða. Það varð að ráði að við sendum hugmynd okkar til nefndar þeirrar, er þá var að hefja endurskoðun lag- anna og flytja málið ekki á því Stigi á Alþingi. Björn Þórarins- son kom aftur inn í AJþingi í marz. Þá var frumv. Björns Páls sonar komið fram. En þar sem það var mjög á aðra lund en við höfðum hugsað málið, flutt- Um við hreytingartillögu á þing- skjali 475 við frumvarp Björns Pálss, svohljóðandi: Meginmál 1. gr. orðist svo: „Söluverð landbúnaðarvara á innlendum markaði skal miðast við það að heildartekjur þeirra er landbúnað stunda (kaup bónd ans) verði í sem nánustu sam- ræmi við tekjur annarra vinn- andi stétta. Nú breytist fram- leiðni (meira eða minni hag- kvæmni í rekstri) landbúnaðar- ins (vísitölubúsins) frá því sem v^r í síðasta verðgrundvelli, þegar nýr verðgrundvöllur er ákveðinn, og skal þá sú breyt- ing verka að hálfu á verðlagið." Sá munur er á þessari breyt- ingartillögu og frumvarpi Björns Pálssonar, að hann talar um framleiðsluaukningu eða rýrnun, án tillits til þess hvort henni fylgir meiri eða minni hag- kvæmni. Rétt er það að yfirleitt fylgir aukinni framleiðslu ódýr- ari framleiðsla eða minnkaðri Jónas Pétursson framleiðslu dýrari vara, en það þarf ekki endilega að vera. Þess vegna er ekki eðlilegt að sá möguleiki sé fyrir hendi að bændur geti bætt hag sinn með aukinni framleiðslu án betri rekstrar, né heldur hitt að bænd- ur eigi að missa í af kaupi, ef framleiðsla minnkar, ef hún er ekki þess vegna óhagkvæmari. Þessir annmarkar eru ekki fyrir hendi samkvæmt breytingartil- lögu okkar Björns Þórarinsson- ar. Hitt er svo rétt, að það er ekki einfalt mál að ákveða fram- leiðnina frá ári til árs og má vera að sá grundvöllur er þar verður byggt á hljóti að byggjast á samkomulagi að einhverju leyti. Rökin fyrir því að setja þetta ákvæði um framleiðnina í fram- leiðsluráðslögin eru þessi: Eins Og ákvæði framleiðslu- ráðslaganna eru nú, kemur vinn- ingur af aukinni framleiðni í bú- skap — auknum afköstum vegna hagnýtari vinnubragða — fram sem lækkun á verði landbúnaðar vörunnar, þ. e. fellur allur í hlut þjóðarheildarinnar, neytendanna. Með þessu er slæfð sú hvöt, er bændastéttin sem heild hefir til bættra framleiðsluhátta. Þessi þáttur framleiðsluráðslaganna er vottur ofskipulagningar og bygg- ir ekki á trúnni á einstakling- inn. Öll okkar löggjöf þgrf að mótast af því að örva sjálfs- 'bjargarhvötina. Hver bóndi á að njóta árangurs af hagsýni sinni og atorku, án þess að verða sér þess meðvitandi um leið að hann sé aðeins að ná hlut frá stéttar- bróður sem lakar gengur. I umsögn fulltrúa neytenda í verðlagsnefnd kemur fxam að þeir telja að með þeim reglum, er fylgt hefir verið við ákvörð- un á kaupi bóndans, fái bændur sinn hluta af heildarframleiðslu- aukningu þjóðarinnar. Um þetta má mjög deila. Launatekjur við- miðunarstéttanna fara að vísu nokkuð eftir því hvernig þjóðar- búskapurinn gengur, en þar er þó ekki órofa samband á milli. Kaupgjaldsbarátta er háð og ber stundum árangur án þess að aukning þjóðartekna sé höfuð- orsök. Aukning þjóðartekna get- ur lika orðið meiri en hækkun kaupgjaldsins. Enn er svo þess að geta að vitað er að um þessar mundir á sér stað mikil yfirborg- un á vinnumarkaði, sem erfitt mun að fá nokkrar skýrslur um. Vegna þess skipulags, sem er á verðlagningu landbúnaðarvara, hlýtur kaup bóndans að miðast við launatekjur annarra stétta. Algengast er að laun séu ekki miðuð við hvort betur eða verr er imnið. Á því þarf að verða breyting, enda mjög uppi raddir um það um þessár mundir. Og að sú breyting verði á þjóð- hagslega hagkvæman hátt hvað bændur sem heild snertir, miðar breytingartillaga okkar Björns Þórarinssonar. Það er mjög mik- ill misskilningur, að með þeirri brevtingu sé hlutur neytendans gerður verri. Mjög sterkar líkur og raunar vissa er fyrir því, að bændur auki framleiðni land- búnaðarins örar þegar til ein- ihvers er að vinna með því. Sízt ætti það að vera verra fyrir kaupanda, þótt hann fengi mjólk ina 20 aurum ódýrari lítrann, að bóndin hefði jafnframt bætt hag sinn um 20 aura, ef þessir 20 aurar í hlut bóndans eru að- eins árangur þess að hann lagði sig meira fram við hagkvæman búrekstur, af því að sú fyrir- höfn og það álag tryggði honum •þennan arð. Þetta er það, sem mjög líklegt er að gerist, ef sú breyting verður gerð á fram- leiðsluráðslögunum, sem við Björn í Kílakoti leggjum til. Það er örari framleiðniaukning í landbúnaði, til hagsbóta fyrir þjóðarheildina, bændur og neyt- endur. Fulltrúar neytenda í sex manna nefnd segja, að með lög- festingu á frumvarpi Björns Pálssonar sé samstarfsgrundvöll- ur rofinn og með því sé gagn- aðila (þ. e. bændum) tryggður meiri réttur en umbjóðendum þeirra. Ég hefi áður bent á hvað athugavert sé við tillögu Björns. Og þess verður að vænta að af- staða fulltr. neytenda í sex m. nefnd sé önnur við brtt. á þskj. 475. En þó kemur fram í þessum ummælum þeirra misskilningur ó eðii málsins. Benda má t. d. á að það er ólíkt meiri áhætta að taka kaup sitt út úr eigin atvinnurekstri, heldur en að taka það hjá atvinnurekenda, þar sem kaupþegi ber ekki á- byrgð. Kaupið kemur yfirleitt síðar til skila hjá bændum. En aðalskilyrðið er jafnvægisákvæð ið, þar sem arðsvoninni fylgir einnig á sama hátt minni arður, ef hagkvæmni minnkar. Þessi hótunartónn, sem er í um sögn neytendafulltrúanna, er því jafn órökrænn, sem hann er ó- viðfeldinn og óheppilegur. Þá segja sömu fulltrúar einn- ig, að samstarfið í sex manna nefnd hafi bætt sambúð bænda og neytenda og tryggt landbún- aðium fast og hækkandi verðlag. Meðal bænda eru deildar mein- ingar. um gagnsemi verðlags- ■ákvæða laganna. Meirihluti þeirra mun þó telja að þau hafi reynzt landbúnaðinum hagfelld og vill styðjast áfram í höfuð- dráttum við það kerfi er gilt hefir. En rétt er að benda á að fulltrúar neytenda eru allir bú- settir Reykvíkingar og má því ætla að þær ,,lífrænu“ hugmynd- ir, sem þeir gera sér um afkomu landbúnaðarins séu fyrst og fremst mótaðar af þeim svip er þeir sjá á helztu mjólkurfram- leiðsluhéruðunum. Hitt er raun- ar jafn nauðsynlegt og skylt að kynnast búskapnum um allt land af eigin sjón. Tölvisin er góð, en betri ef hún styðst við yfirsýn um lífið sjálft. Víst er að sú hugsun og tilfinning er að baki liggur þessari tilvitnun hér að framan frá neytendafulltrú- unum, er nokkuð önnur en margra bænda. En sízt má gleym ast að starf neytendafulltrúanna í sex manna nefnd er til þess að tryggja. rekstrargrundvöll land- búnaðarins, ásamt með fulltrú- um framleiðenda. Framh. á bls. 12 RENAULT UMU ÚT RENAULT R-8 sem er bíll framtíðarinnar. ★ Diskahemlar á öllum 4 hjólum (sá fyrsti í heimi í þessum verðflokki), en diskahemlar eru tvisvar sinnum öruggari og f jórum sinnum léttari í notk- un og endast muu betur og auk þess einfaldari og ódýrari í endurnýjun. ★ 4ra cyl. 48 ha. toppventlavél með 5 höfuðlegum, sem gerir gang vélarinnar þýðan og hljóðlausan og endinguna meiri. ★ Innsiglað vatnskerfi, sem er öruggt í allt að 40° frosti. Tveggja ára ábyrgð á kerfinu. ★ Kraftmikil vatnsmiðstöð, sem gefur þægilegan stofuhita um allan bílinn þegar í stað, og heitt loft á framrúðu og hliðarrúður. ★ Innbyggt loftræstingarkerfi, sem heldur ávallt hreinu og fersku lofti í bílnum. ★ Stór farangursgcymsla. ★ Þægileg og handliæg hilla fyrir yfirhafnir. ★ Sér geymsla fyrir varahjól. ★ Kraftmikið 12 volta rafkerfi. ★ Sérstök stöðuljós á brettum auk stefnuljósa. ★ RENAULT R-8 er 4ra dyra með sérstökum barnaöryggislæsingum á afturhurðum, ★ Renault bifreiðarnar hafa reynzt afburðavel hér á landi. Allir þekkja endingu Rcnault 1946. Fyrsta sendingin af Renault R-8 seldist upp á svipstundu. — 1 ★ Önnur sending kom m/s Vatnajökli 22. þ. m. VERÐ ÞEIRRA BIFREIÐA, AÐEINS KR. 144 ÞÚSUND Eigum örfáa bíla úr þessari sendingu, sem enn er óráðstafað. Viðgerðarverkstæði er í rúmgóðum húsa- kynnum að Grensásvegi 18. — Varahluta- birgðir fyrirliggjandi. Lítið inn í RENAULT bílabúðina Lækjargötu 4. — Sýningarbílar á staðuum. Colúmbus hf. Símar 22118 og 22116. miT ER RÍTTI Bíllim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.