Morgunblaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. apríl 1963 MORC.ViynL 4 ÐIÐ 3 éstæðulaust að leyna þjóðinni því, að það er orðið mikið og þungt áhyggjuefni, að Framsókn- larflokkurinn skuli orðinn svo háður eða samrunninn kommún- istum, að annan daginn lætur höfuðblað hans beint og óbeint eð því liggja að reka beri varnar liðið úr landi og sumir framá- onenn flokksins eru beinlínis opin berlega meðlimir í félögum ,,her- námsandistæðinga", sem hafa að höfuðmarkmiði að segja ísland úr NATO. Er það því fram að því barnaleg bjartsýni að treysta Framsókn til að standa vörð um eamstarf íslands við frelsisunn- endi þjóðir, ef flokkurinn á völd ein undir að svíkja þann göfuga málstað. Allt fyrir völdin Hvaða vit er yfirleitt í allri pólitík Framsóknarflokksins síð- ustu misserin, baráttu þeirra fyrir eð brjóta niður viðreisnina, enda þótt • þeir viti, að þá tekur við elgjör glundroði, fjandskapur gegn sættunum við Breta, flótt- inn frá fyrri málstað í því skyni eð eiga samleið með kommúnist- um varðandi Efnahagsbandalagið, andstaðan gegn landvörnunum ©g NATO, ef ekki er verið að undirbúa valdatöku á „bezta kjarasamning", þ.e.a.s. þau beztu Ikjör, sem kommúnistar skammta. En samningur og völd kosti hvað sem kosta vill. Ég held, að þessa rás viðburð- enna stöðvi ekkert nema einbeitt andstaða innan fylkinga Fram- sóknar, sem láti slíka auðsveipni við kommúnista varða fráhvarfi frá Framsóknarflokknum. Mót- spyrna þess fjölda í Framsókn, sem veit, að undir styrkleika frels isunnandi þjóða eiga Islendingar þjóðfrelsi sitt og öll hin helgustu xnannréttindi, sem margir vilja heldur verja með lífi sínu en lifa án, þarf að magnast, rísa upp og taka í taumana. Bregðist þeir líka, þá verðum við hinir að láta okk- ur skiljast, að fækki lýðræðis- flokkunum á íslandi úr þremur í tvo, þyngjast skyldur okkar við íettjörðina að sama skapi. Og hér ekal ekki dugað eða drepist. Hér skal dugað, en ekki drepist. Ég játa manna fúsastur, að margir þeirra ágætismanna, sem ekipa þinglið Framsóknar eru fjarri því að vera kommúnistar. >eir hafa aðeins fylgt sínum for- ingjum og látið ánetjast, en vilja fegnir losna úr vistinni. En hér duga engir frómir ásetningar. Hér verða menn að taka af skarið, xninnugir þess, að of seint er að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í. En annars verða Framsóknar- menn að gera upp sitt dæmi sjálf ir. Reikni þeir skakkt, munum við reikna dæmið fyrir þá og taka ef þeim kjósendurna, því íslend- ingar vilja ekki verða hjáleiga Moskvu. Foringjar Framsóknarflokksins ekulu fá að sanna það, að vilji þeir ekki halda utanrikismálum iþjóðarinnar utan og ofan við svað einnar eigin valdastreitu, þá end- er það með því, að þeim verður ejálfum haldið utan og neðan við íslenzk stjórnmál, að öðru leyti en því, að einhverjir þeirra verða undirdeild í þeirri undir- deild frá Moskvu, sem hér starf- ar. Framsókn óttaslegin Af öllu því, er ég nú hefi nefnt ©g mörgu fleiru, stafar það, að eljórnarandstaðan hefir misst kjarkinn. Kommúnistar reyna þó enn að halda sig við sama hey- garðshornið, í trausti þess að enn eigi Rússar ítök og úrhrök á ís- landi. Framsókn aftur á móti er uppgefin, enda þótt enn sé reynt eð bera sig borginmannlega. Að þetta sé rétt, að Framsókn treyst- ist ekki til að berjast til sigurs gegn viðreisninni, má af mörgu marka, en þó hygg ég af engu eins og ritum þeirra og ræðum um Efnahagsbandalagið. Skal ég nú víkja nokkru nánar að því, því að enda þótt flestir telji nú tnálið úr sögunni í fyrirsjáanlegri framtíð, skiptir það engu máli um vítavert athæfi Framsóknar. Fyrirlitlegt athæfi Fyrir nokkrum mánuðum gerð- usit þau athyglisverðu tíðindi í íslenzkum stjórnmálum, að Fram- sókn snögglega tók upp nýtt bar- áttumál og þokaði því smátt og smátt fram fyrir öll hin eldri. Á ég hér, svo sem allir munu skilja, við afstöðuna til Efna- hagsbandalagsins og tilraunir Framsóknarflokksins til að skapa ágreining milli sín og stjórnar- flokkanna um þetta viðkvæma mál og færa þar með kosninga- baráttuna yfir á vettvang utan- ríkismálanna. Nú játa ég að sönnu, að Fram- sókn hefir áður gerzt ber að slíku glapræði, svo sem 1956, er hún ákvað að reka varnarliðið úr landi, en féll svo frá því fyrir fébætur, eða svo annað dæmi sé nefnt, þegar Framsóknarflokkur- inn var nærri búinn að eyðileggja vígstöðu íslendinga í landhelgismálinu, til þess eins að missa ekki bægifót kommúnist- anna undan hásæti Hermanns Jófiassonar. Og enn eru um þetta fleiri dæmi. En þrátt fyrir þessa fortíð Framsóknarflokksins vilja menn helzt ekki trúa því, að Framsóknarmenn leiki nú enn sama gráa leikinn og leita því að einhverri eðlilegri skýringu á athæfi þeirra. Við skulum taka þátt í þessari leit. Þegar Framsóknarfloikkurinn rauf samstöðuna lá þetta fyrir: 1. Allir lýðræðisflokkarnir voru á einu máli um, að yrði stofnað til víðtæks efnahags- bandalags innan Evrópu — en um það hvort svo yrði, gætu ís- lendingar engu ráðið — myndi íslendingum það mikið hags- munamál að verða aðnjótandi þeirra fríðinda, sem fylgdu tengsl um við það í einu eða öðru formi. 2. Að þessi fríðindi gætu ís- lendingar þó ekki keypt því verði að heimila erlendum þjóð- um beinan eða óbeinan aðgang að fiskveiðilandhelginni né held- ur frjálsan rétt til fjárfestingar eða atvinnu. 3. Að af þessari veiku að- stöðu íslendinga leiddi, að lýð- ræðisflokkarnir yrðu að forðast allan ágreining um málið, svo að þeir spilltu ekki málstað þjóð- arinnar. Það var einmitt sameiginlegur skilningur stjórnarflokkanna og Framsóknar á mikilvægi máls- ins og nauðsyn á einingu lýð- ræðisflokkanna, sem því olli, að þrátt fyrir allan ágreining um innanríkismálin, tóku allir þrír flokkarnir, á frumstígi málsins, höndum saman um að freista þess að tryggja hagsmuni fslend- inga með sameiginlegu átaki. Því er það, að þrátt fyrir flekkaða fórtíð Framsóknar fyllt ust menn undrun er flokkur- urinn allt í einu skar sig út úr, afneitaði fortíð sinni, fór með bein ósannindi um skoðanir og af stöðu stjórnarflokkanna til máls ins, en hóf síðan ádeilur og bein- ar árásir á þá út af þessum upp- lognu sökum. Og nú spyrja menn: Hvers vegna gerir Framsókn þetta? Hvernig stendur á því, að Framsókn skuli allt í einu i upp- hafi kosningabaráttunnar bera þetta vandmeðfarna utanríkis- mál á kosningabálið? Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hefir nú í útvarpsræðu frá Alþingi hi»n 18. þm. sannað, svart á hvítu, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir allt frá öndverðu kveðið skýrt á um það, að hann myndi aldrei undirgangast neina þá kosti í þessu máli, sem þjóðinni gæft reynst skaðlegir. Er engu þar við bætandi. Skjöldur okkar er hreinn, enda hefir Sjálfstæðis- flokkurinn fyrr og síðar verið oddviti í frelsisbaráttu þjóðar- innar og jafnan vökulu auga verið á verði og gætt þess, að engum haldist uppi að fara gá- lauslega með fjöregg þjóðarinn- ar. Á?eit ég að í þessum efnum nýt ur Sjálfstæðisflokkurinn lang- mests trausts íslenzku stjórnmála flokkanna, trausts, sem nær langt út yfir flokksfylgið. Frá því sjónarmiði er með öllu óþarft að fara um þetta mál fieiri orðum. Þó skal það gert, vegna þess að öll hegðun Fram- sóknarflokksins í því er stórlega vítaverð og er fullkomlega mak- legt, að honum sé refsað fyrir athæfið með því að afhjúpa hann, úr því friðurinn hvort eð er, er farinn út um þúfur. Út af fyrir sig ber það hvorki vott mikillar ábyrgðartilfinning- ar né skynsemi og ekki heldur um góðan ásetning að gera upp á milli tveggja kosta áður upp- lýst er, hvað felst í hvorum um sig. En þetta er það, sem Fram- sókn hefir gert og afsakar sig með því, að aukaaðild verði banabiti íslendinga og því komi tollaleiðin ein til greina. Ég staðhæfi að þetta sé sagt gegn betri vitund, meðan enginn veit til fulls hvað í aukaaðild felst, og sé ekkert annað en kosn- ingablekking. Framsókn viti enn ekki fremur en aðrir, hvað auka aðild sé og vilji því í raun og veru rétt eins og stjórnarflokk- arnir fá úr því skorið áður en valið er. Andstaðan svona út í bláinn sé ekkert nema veikvona tilraun til að skapa sér sérstöðu í kosningunum sem einskonar líf vörður þjóðfrelstfcins. Leiddir fyrir rétt Það yrði of langt að telja hér upp öll þau rök, er sýna og sanna, að Framsóknarflokkurinn talar nú algjörlega gegn betri vitund í þessu máli. Þess er held ur ekki þörf vegna þess að skjal- fest er traust Framsóknarmanna á þeirri aukaaðild, sem þeir nú látast fordæma. Við skulum setja rétt og leiða vitni: Fyrstur mætir formaður flokks ins, Eysteinn Jónsson. Áminntur um sannsögli, aðspurður um álit hans á aukaaðild og aðþrengdur viðurkennir hann, að á ráð- stefnu Frjálsrar Menningar, sem haldin var í Reykjavík 27. janú- ar í fyrra, hafi hann mænt von- arauga til þessarar aukaaðildar, samkvæmt 238. gr. Rómarsáttmál ans og lýst sínum allra innsta manni með j>essum orðum.: „Ég vil ekki trúa því, að þetta mál liggi að lokum þannig fyrir , að um tvennt verði að ræða fyrir íslend- inga: að ganga undir ákvæði í þessum efnum, sem er ó- mögulegt fyrir litla þjóð að ganga undir, eða hrekjast al- veg úr öllum tengslum við þessi lönd. Ég held þvert á móti, að 238. grein í Rómar- sáttmálanum sé sett þar inn til þess að þau lönd þurfi ekki að slitna úr tengslum, sem ekki geta gengið inn á grund vallaratriði Rómarsamnings- ins.“ Þetta er vitnisburður Eysteins Jónssonar. í fyrra setur hann allt sitt traust á aukaaðildina samkvæmt 238. gr. Rómarsátt- málans. Nú afneitar hann þeim djöfli og ákærir þá fyrir landráð, sem rétt aðeins vilja athuga bet- ur þetta átrúnaðargoð Eysteins frá í fyrra, áður en þeir varpa því fyrir róða og slást að nýju í för með Eysteini, sem nú öslar í þveröfuga átt, í leit að kjör- fylgi. Án efa er óþarft að leiða fleiri vitni um óheilindi Framsóknar úr því framburður formannsins er svona ótvíræður. Samt þykir rétt að lofa ritara flokksins, Helga Bergs, fram- kvæmdarstjóra, að segja sina skoðun. Hann vitnaði á sömu sam- kundu og formaðurinn, á þessa leið: „Ef til vill liggur lausn þessa vanda falin í Rómarsátt málanum sjálfum. Samkvæmt 238. grein hans er einmitt gert ráð fyrir því, að þjóðir, sem ekki treystust til að taka á sig skuldbindingar sáttmál- ans, en vilja tengja viðskipta- lif sitt bandalaginu, geti gert sérsamninga við það. ... En ætti ég að lýsa skoðun j minni á því, eins og hún er á þessu stigi málsins, væri hún á'þá leið, að okkur bæri að bíða, a.m.k. þangað til sýnt þykir, að samningar Breta og Dana við bandalagið tækjust og Norðmenn hafa sótt um aðild eða tengsl, og þegar svo væri komið að óbreyttum öðr um ástæðum, þá bæri okkur að kanna möguleika á samn- ingi um tengsl samkvæmt 238. greininni." Formanni og ritara Framsókn- arflokksins ber þannig ekkert á milli. Báðir setja allt sitt traust á aukaaðildina, samkvæmt 238. gr. Rómarsáttmálans. Loks er rétt, að Tíminn sé dreginn fyrir dómstólinn. Hann vitnaði í fyrra á þessa leið: „Hinu er svo ekki að neita, að því geta fylgt verulegar torfærur, ef við höfum ekkert samstarf og engin tengsl við bandalagið. Jafnvel þótt við reiknum með því, að vina- þjóðir okkar, sem eru í banda laginu, beiti okkur ekki við- skiptaþvingunum, ættum við samt á hættu að dragast út úr þeirri eðlilegu þróun, sem nú er að verða á samstarfi vest- rænna þjóða. Þess vegna er eðlilegt, að við leitum eftir að hafa gott samstarf við banda lagið, t.d. með því að tengj- ast við það á þann hátt, sem bandalagssáttmálinn ætlast 4il, að hægt sé fyrir þær þjóð- ir, sem ekki telja sig hafa aðstöðu til að verða beinir að- ilar. Þetta er sú leið, sem Grikkir hafa valið og Svíar og Svisslendingar og Austur- ríkismenn ætla sér að fara.“ Eins og öllum er kunnugt, er það aukaaðildin sem allar þess- ar þjóðir hafa kosið sér. Formaðurinn, ritarinn, blaðið. Allt einn hósíannasöngur til lofs þeirri aukaaðild, sem þrenning- in nú fordæmir. Hér þarf því ekki frekar vitn- anna við. Það er sannað með eigin orðum þessara manna, að þeir hafa haft tröllatrú á aukaaðild sam- kvæmt 238. gr. Rómarsamnings ins, og byggt allar sínar vonir á henni, enda þótt þeir hafi ekki fremur en stjórnmálaflokk- arnir kveðið upp .úr um, hvort rétt væri á því stigi málsins að velja endanlega aukaaðild, en hafna öllum öðrum leiðum, sem heldur ekki þá fremur en nú var rétt að gera, meðan málið liggur ekki ljósara fyrir. Staðnir að sök. — Dæmum þá En, segja menn, er þá ekki hugsanlegt, að Framsókn hafi snúist gegn aukaaðildinni vegna einhverra nýrra upplýsinga í málinu. Nei, um aukaaðild vit- um við ekkert meira í dag en við vissum, þegar Framsókn var að vitna um ágæti hennar 27. janúar. En enda þótt menn vildu gera hlut Framsóknar sem beztan og reyndu því að gera því skóna, að nýjar upplýsingar hefðu kom- ið fram, sem tefldu aukaaðild- inni úr leik, sjá menn, er þeir hugleiða málið, að um ekkert slíkt getur verið að ræða, bein- linis vegna þess að ef Framsókn í raun og veru hefði snúist gegn aukaaðildinni af nýjum málefna- legum ástæðum, hlaut flokkur- inn að gera ráð fyrir að auðið myndi að sannfæra stjórnarflokk ana og þá auðvitað freistað þess, en haldið samfylgd á meðan. Þannig hlaut sérhver samvizku- samur aðili, sem skildi nauð- syn einingarinnar, að halda á málinu. Þetta gerði Framsóknarflokk- urinn ekki einfaldlega vegna þess að ekkert nýtt hafði fram komið, en auk þess var tilgang- urinn ekki lengur sá, að skapa samstöðu, heldur þvert á móti rjúfa samstöðu, til þess að reyna að skapa sjálfum sér sérstöðu í þeirri fölsku von að með því bætti hann vígstöðu sína í kosn- ingunum, á kostnað þjóðarhags- muna. Það er þannig óumdeilanleg staðreynd, að hér liggur fyrir ásetningssynd. Fyrir þetta er tH- gangslaust að þræta. Óðavonleysið veldur. Fyrir því spyrja nú margir kjósendur Framsóknar: Hvernig stendur á því, að for- ingjar okkar leika okkur svona grátt? Hvað er það, sem því veldur, að þeir skuli hætta á að ganga svona algjörlega í berhögg við fortíð sína, sannleikann og þörf þjóðarinnar fyrir heiðarlegt sam starf lýðræðisflokkanna í máli, sem, þegar þessi afbrot voru framin, var ætlað að verða myndi eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar? Og þannig spyrja fleri en Framsóknarkjósendur. Þannig spyr þjóðin. Við þessú er ekki _ til nema eitt svar, Þetta: Framsóknarflokkurinn er lang þreyttur á valda- og áhrifaleys- inu. Hann óttast auk þess um framtíðina, takist honum ekki að rjúfa fimm ára einangrunina. Honum er orðið ljóst, að þjóðin fagnar þeim straumhvörfum, sem viðreisnarstjórnin hefur valdið á mörgum þýðingarmestu sviðum þjóðlífsins. Hann gerir sér grein fyrir því, að óðum vex skilningur þjóðarinnar á því, að það sé ekki viðreisnarstjórnin, heldur sú verð litla vinstri-stjórnar-króna, sem hún tók við, sem valdi hinum ó- hugnanlegu verðhækkunum, sem á eru orðnar. Hann veit, að þegar svo er komið, er vonlaust að berj ast lengur gegn sjálfri viðreisn- inni. Það er þegar þessi sannleikur rennur upp fyrir Framsóknar- mönnum, að þeir missa jafnvæg- ið og dómgreindina. Ekkert skal ógert látið, er aukið geti fylgi þeirra, í þeirri von að þeim takist að þrengja sér inn í stjórn- ina með Sjálfstæðis. og Alþýðu- flokknum. Fyrir því skulu nú lín ur þeirra lagðar, þar sem lík- legast sé til fanga og því beitt, sem þeir rauðu helzt gleypi. Frá þeim geti verið liðs að vænta, en einskis frá stjórnarliðinu. Sama sé hvaðan gott kemur og þá aldrei of dýru verði keypt. Um þetta er aðeins tvennt að segja. Fyrst það, að varlega skyldi Framsókn treysta því, að henni bættust fleiri atkvæði frá þeim rauðu, jafnvel þótt ginið yrði við tálbeitunni, en sem jafngildi þeim atkvæðamissi vitiborinna Framsóknarkjósenda, sem ekki vilja þola foringjunum önnur eins bellibrögð og þeir nú hafa reynt að beita. Hitt annað er, að í þessu ótút- lega áhættuspili Framsóknarleið- toganna felst játning þeirra og uppgjöf og fullkomið vonleysi um að geta ráðið niðurlögum við- reisnarinnar, sem þeir þó hafa vanvirt og hlaðið óhróðri svo út yfir tekur. Ég endurtek. Það dregur ekkert úr sök Fram sóknar að nú er svo komið að telja má nokkurn veginn víst að þetta mál sé úr sögunni um fyrir sjáanlega framtíð a.m.k. í sama eða svipuðu formi og áður var ætlað. Ég læt menn um að velja þessu atferli Framsóknar heiti. í máli sem vel gat orðið eitt hið af- drifaríkasta sem að dyrum þjóð- arinnar hefir borið árum eða áratugum saman og lagði því þungar skyldur á herðar öllum lýðræðisöflum þjóðarinnar, rýfur Framsókn samstarf lýðræðisflokk anna að tilefnislausu og fer með helber ósannindi um eigin skoð- anir í málinu, en ber síðan á hina lýðræðisflokkana, sem þeir voru og í hjarta sínu eru sam- mála hrein landráð. Þetta athæfi á sér ekki mörg fordæmi í stjóm- málasögu íslendinga. Svo er fyrir þakkandi. í hverju felst viðreisnin? Ég ætla þá í sem stytztu máli að lýsa viðreisnarstefnunni í efnahags- og fjármálum og jafn- framt að sýna fram á hvílík vá er fyrir dyrum, ef horfið væri frá viðreisnarstefnunni og tekÍD Framih. á bls. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.