Morgunblaðið - 30.04.1963, Blaðsíða 15
Þriðjudasur 30. apríl 1963
MORCVNULAÐIO
13
Kjartan Sæmundsson
KARTAN SÆMUNDSSON,
iorstjóri KRON, er kvaddur
hinztu kveðju í dag, maður sem
lítið lét yfir sér á opinberum
vettvangi, vann störf sín í kyrr-
þey, en skilaði áreiðanlega meira
og merkilegra dagsverki en marg
ir þeir sem meira er hossað. Og
þó hvarf hann frá því í blóma
lífsins. Kannski er fátt tákn-
rænna um líf hans en einmitt
lát hans, mitt í önn hinna dag-
legu skyldustarfa. Fáa menn hef
ég vitað ganga jafnheila og ó-
skipta til starfa í þjónustu ann-
arra. Flestum sínum vökustund-
um, og sennilega fleiri en góðu
hófi gegndi, varði hann til að
hugsa um hag fyrirtækisins, sem
hann veitti forstöðu, lagði nótt
við dag þegar því var að skipta,
taldi enga fyrirhöfn eftir sér, ef
verða mátti til framdráttar þeirri
hugsjón, sem hann helgaði líf
sitt, hugsjón samhjálpar og þjón
ustu við aðra. Munu aðrir dóm-
bærari en ég um dagsverk Kjart-
ans í viðskiptalífi Reykjavíkur,
en það hef ég fyrir satt, að fáa
hafði hanri átt sína jafningja í
dugnaði, lipurð, sanngirni og rétt
6ýni.
Kynni okkar urðu því miður
svipul- Ég hitti hann aðeins
nokkrum sinnum á heimili hans
síðasta árið sem hann lifði, en
þeir fundir urðu mér hugstæðir
fyrir marga hluti.
Kjartan var í dagfari maður
dulur og fáskiptinn, þó ekki
leyndi sér hjartahlýjan og alúð-
in, þegar við hann var rætt.
Hann kom ókunnugum svo fyrir
sjónir, að hann væri feiminn eða
einrænn. En í hópi góðra vina
var sem hans innri maður leyst-
ist úr læðingi, hann varð hrókur
alls fagnaðar, fróður og skemmti
legur, kunni kynstrin öll af góð-
um sögum, bæði úr starfi sínu og
ferðalögum erlendis. Hann hafði
víða farið og m.a. dvalizt alllengi
í Bandaríkjunum, og virtist sú
dvöl hafa orðið honum sérstak-
lega minnisstæð. Mér er í minni
hve gaman hann hafði af því að
segja sögur af La Guardia, borg-
arstjóra í New York, og ein-
hvern veginn fékk ég á tilfinn-
inguna, að þar hefði hann fundið
sína beztu fyrirmynd um dugnað
skyldurækni og ósérhlífni, þó
skapgerð hins ítalska fjörmanns
væri að vísu harla ólík skapferli
hins íslenzka alvörumanns.
Samverustundirnar á heimili
Kjartans eru meðal ánægjuleg-
ustu endurminninga minna, enda
voru þau hjónin sérlega samhent
um að gera gestaboð sín sann-
kallaða fagnaðarfundi.
>að er fátítt á íslandi, að
menn, sem eitthrvað kveður að,
eignist ekki óvildarmenn, og var
Kjartan einn þeirra lánsmanna,
sem enginn bar kala til. Ég hef
aldrei vitað nokkurn mann mæla
styggðaryrði í hans garð, en hins
vegar hef ég orðið vitni að því,
að menn, er héldu sig vera and-
stæðinga hans, gerbreyttu um
skoðun eftir kynni af- honum.
Hann var maður algerlega ó-
pólitískur, mat hvert mál á eigin
forsendum og lét engin hefð-
bundin viðhorf raslca niðurstöð-
um sínum. Hann stjórnaði fyrir-
tæki, sem almennt er talið vera
í andstöðu við reykvíska kaup-
menn, en ég verð að játa, að ég
hef hvergi fyrirhitt rökfastari oe
einlægari málsvara íslenzkra
kaupmanna né snjallari skil-
greinanda þeirra lögmála sem
eiga og verða að ráða frjálsu við-
skiptalífi. Þannig sameinaði
Kjartan með sérstæðum hætti
hugsjón samhjálpar og þjónustu
annars vegar og raunhæft mat
á staðreyndum lífsins hins veg-
ar. Af þeim sökum varð hann svo
farsæll í starfi sínu sem raun
ber vitni, og kunna aðrir meiri
sögu af því.
Kjartan var ákaflega heima-
kær maður og átti sínar beztu
stundir á vistlegu heimili þeirra
hjóna, þegar hann unni sér hvíld
ar frá hinum umfangsmiklu og
tímafreku skyldustörfum. Kvænt
ur var hann Ástu Bjarnadóttur
frá Húsavík og áttu þau fjórar
dætur, sem enn eru í bernsku,
og einn son, uppkominn, sem er
giftur og tveggja barna faðir.
Er sár harmur kveðin að þeim
og öldruðum föður hans, sem bjó
hjá þeim hjónum. Sendi ég þeim
að endingu einlægar samúðar-
kveðjur í vitund þess, að engin
orð megna að græða sárin sem
fráfall þessa góða drengs og ást-
ríka heimilisföður hefur skilið
eftir í hjörtum ástvina hans og
raunar allra, sem kynntust hon-
um.
Sigurður A. Magnússon.
Röskan sendisveinn
vantar nú þegar.
Stúlka óskast
til starfa í brauðgerðarhúsi.
JÓN SÍMONARSON H.F.
Bræðraborgarstíg 16.
Útgerðamenn
Ungur maður vill taka 90—130 lesta skip, með
sjálfleitara og kraftblökk á næstkomandi síldarver-
tíð, eða strax eftir vetrarvertíð. — Hefur verið
sl. sumur á góðu síldveiðiskipi með kraftblökk og
sjálfleitara. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 9. maí
merkt: „Aflavon — x — 6603“.
Ú tboð
Tilboð óskast um allmikið magn af stálpípum og
suðubelgjum til hitaveituframkvæmda. Útboðslýs-
inga má vitja á skrifstofu vora, Vonarstræti 8.
Innkaupastofnun Reykjavikurborgar.
Félag íslenzkra
bifreiðaeigenda
Höfum flutt skrifstofu vora í Bolholt 4
(bak við Shell við Lækjarhvamm), 3 h.
til vinstri, sími 33614.
Stúlka vön afgreiðslu
óskast í vefnaðarvörubúð strax.
Þorsteinsbúð
Reykjavík.
Sendisveinn
getur fengið vinnu fyrir hádegi nú þegar.
Lárus G. Lúdvígsson skéversl.
Símar 13882 og 17645.
Stúlka
ekki yngri en 18 ára, óskast til afgreiðslustarfa í
synrtivöruverzlun. Upplýsingar í verzluninni
Óculus, Austurstræti 7 milli kl. 5—6 í dag.
Jörð til sölu
Jörðin Kleifar í Kaldbaksvík í Strandasýslu er til
sölu. Jörðinni fylgir silungsveiðiá og vatn. —
Nánari upplýsingar gefa:
Eigandi jarðarinnar, Jósteinn Guðmundsson,
Kleifum og
Sveinn Finnsson, hdl. sími 22234, Reykjavík.
íyrirliggjandi á eftirtöldum stærðum:
520x13 4 strl kr. 585,00
560x13 4 — — 647,00
590x13 4 — — 710,00
640x13 4 — — 822,00
670x13 4 — — 834,00
520x14 4 — — 647,00
560x14 4 — 710,00
590x14 4 — — 759,00
750x14 6 — — 822,00
520x15 4 — ...... — 660,00
560x15 4 — — 747,00
590x15 4 — — 809,00
590x15 4 strl. tubeless
590x15 4 — tubeless hvítar hliðar
590x15 4 — hvítar hliðar
640x15 4 — ...........
640x15 4 —. tubeless ...
710x15 6 — ...........
700/760x15 6 strl.........
500/520x16 4 — .......
550/590x16 4 — .......
600x16 4 — .......
650/670x15 4 — .......
650/670x16 6 — .......
kr. 921,00
— 1074,00
— 958,00
— 876,00
— 983,00
— 1394,00
— 722,00
— 847,00
— 884,00
— 996,00
— 1158,00
FORD DIESELVÉLAR
3, 4 og 6 strokka til fsetningar Mikil verðlækkun.
í hin margvíslegustu tæki. Leitið nánari upplýsinga
C||§>UMBDÐIÐ KB.KRI5UÁNSS0N H.F.
SUÐURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00
Athugið verðið. — Gæðin eru alkunn.
Gunnar Ásgeírsson hf.
Suðurlandsbraut 16.
Sími 35205.
TRE11EB0RG
þegar um hjólbarða er að ræða
TREUEBORG HJÓLBARÐAR