Morgunblaðið - 30.04.1963, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 30. apríl 1963
MORGVNBLAÐ1Ð
13
Framh. af fyrri síðu.
tiim og aflinn verið orðinn 300
kassar, þegar Óðinn birtist, en þá
etrax verið höggvið á trollið og
eiglt burtu.
Georg Stephen, háseti, er 26
ára gamall, kvæntur og á tvö
börn. Hann kvaðst nú koma í
fyrsta skiptið til Reykjavíkur og
yona að það yrði hið síðiasta.
Hann sagði að Milwood hefði
ekki verið að veiðum innan land-
helginnar, en skipstjórinn hefði
eiglt í burtu vegna hótana Þórax-
ins Björnssonar “við hann árið
1961, er hann var á Þór.
Stephen sagði, að hann hefði
verið í brúnni þegar skipin rák-
■ust saman. Það hefði verið Óðinn
eem sigldi á Milwood, sem hefði
hallazt mjög við áreksturinn.
Hann kvaðst ekki hafa óttazt, að
itogaranum mundi hvolfa, en þó
hefði honum samt dottið björg-
unarbáturinn í hug, konan og
börnin.
„Ég var í brúnni, þegar Pall-
isermenn komu yiir til okkar
Robert Duff, háseti
— flóttatilraun vonlaus —
með commander Hunt í farar-
broddi. Hann reyndi mikið til
þess að telja Smith skipstjóra
á að fara til hafnar með varð-
skipinu og sat einsamall með
honum í káetu hans í 4 klukku-
stundir, en al'lt án árangurs“,
sagði Stephens.
Stephen hélt því fast fram, að
varðskipið hefði reynt að sigla
togarann í kaf, en kvaðst ekki
vita skýringu á því, hvers vegna
ekki var skotið á hann, nema þá
helzt, að Óðinsmenn hafi ekki
viljað skjóta á varnarlausa menn.
„Skipstjórinn skipaði öllum frá
borði, en vegna þess að léttbát-
urinn var fullhlaðinn urðum við
tveir eftir. Þeir ætluðu að sækja
okkur í næstu ferð, en þá vildum
við ekki fara. Við vorum einir
togaramanna í skipinu einn
eólarhring,“ sagði Stephen.
Þá átti Morgunblaðið viðtal
við enn einn af áhöfn skipsins,
sem ekki vildi láta nafn sitt
uppi, og sagði hann, að togara-
menn hefðu haft grun um að
Smith, skipstjóri, hyggði á flótta
þegar hann fór yfir í Juniper,"
Bnginn okkar var viðstaddur,
þegar hann bað um flutning um
borð í Juniper, við vissum hvað
hann ætlaði sér, en við erum
ekki vissir um að skipherrann
á Palliser hafi grunað hver til-
gangurinn var og við þögðum.“
Georg Stephen, háseti
— reyndu aö sigla okkur í kaf —
■■
MHWW
Hin nýkjörna miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins hélt
fyrsta fund sinn í gær í Sjálf-
stæðishúsinu. Var myndin hér
að ofan tekin við það tæki-
færi. Sitjandi talið frá vinstri:
Magnús Jónsson alþingismað-
ur, Ingólfur Jónsson landbún-
aðarráðherra, Ólafur Thors
forsætisráðherra, Bjarni Bene-
diktsson dómsmálaráðherra,
formaður fiokksins, Gunnar
Thoroddsen fjármálaráðherra,
varaformaður, Pétur Ottesen
og Kristín Sigurðardtótir for-
maður Landssambands Sjálf-
stæðiskvenna. Standandi, tal-
ið frá vinstri: Gunnar Helga-
son formaður Verkalýðsráðs
Sjálfstæðisflokksins, Jóhann
Hafstein alþingismaður, Sig-
urður Bjarnason ritstjóri, Þór
Viihjálmsson formaður Sam-
bands ungra Sjálfstæðismanna
og Birgir Kjaran alþingismað-
ur .
Ljósm. Mbl. Ól. K. M.
BíU veltur með átta
manns í Mirútafírði
Stað í Hrútafirði, 29. april.
ÞAÐ SLYS varð hér rétt fyrir
utan Stað í dag, að Volkswagen-
„rúgbrauð“ kastaðist út af veg-
inum, þegar bíllinn lenti í lausa-
möl í slæmri beygju. Bíllinn fór
heila veltu og kom niður á hjól-
unum. í bílnum voru átta manns,
og mun það flest hafa slasazt
m.eira eða minna. Læknir var
sóttur á Hvammstnga, og flutti
hann þrennt með sér í sjúkra-
hús.
Bíllinn er með Rey'kj avíkurnúm
eri ,en var að kom,a frá Akureyri.
Hann skemmdist töluvert. Fólík-
ið, seim ekki þurfti að fara í
sjúkralhús, komst leiðar sinnar
suður með fóiiki í hópferðalagi.
— M. G.
4 ára drertg-
ur fyrir bíl
UMFER.ÐARSLYS var uim kl.
12,30 í gærdag á Miklubraut,
skamimit austan við benzínstöð
Slhell. Þar varð 4 ára drengur,
Óskar Thorberg Traustason,
Hvassaleiti 30, fyrir bifreið og
slasaðist allmikið .
Böifreiðin var á iieið austur
Miklubraut, þegar Óskar Itli tók
sig út úr barnahópi við götuna
og hljóp út á hana, en varð þá
fyrir bifreiðinni.
Óskar var þegar fluttur á
Slysavarðistofuna. Hann er lær-
brotinn og hlaut höfuðáverka.
Milwood í
þorskostríði
við Færeyjar
DANSKA blaðið Politiken
skýrir frá því í gær og á
sunnudag að togarinn Mil-
wood sé þekktur úr „þorska-
stríði" við Færeyjar. Þegar
danska herskipið Niels Etobe-
sen kom að brezka togaran-
um Red Crusader að veiðum
innan landlhelgi Færeyja fyrix
nokkru, var Milwood næsta
skip. Red Crusader komst
undan eftir að hafa orðið fyrir
skoti danska herskipsins og
naut aðstoðar brezka flotans
til að sigla til Skotlands. í
réttarihjöldum út af málinu
var skipstjórinn á Milwood
aðal'vitni félaga sins á Red
Crusader.
ÞÓRARINN Björnsson, skip- pétur SigurSsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar og Þórarinn
herra á Óðni, samsinnti því að Björnsson, skipherra, í brúnni á Óðni, rétt eftir að skipin
þetta hefði verið langt stríð, lögðu að bryggju í gærkvöldi. (Ljósm. Sv. Þorm.)
Hunt skipherra kom
skipstjóranum undan
þegar fréttamenn flykktust að
honum í brúnni um leið og
Óðinn lagðist að bryggju í
Reykjavík. En hann hafði þá
ekki hallað sér í 60 tíma að
sögn eins af skipsmönnum
hans og reyndar enginn af yf-
irmönnum á Óðni. Fyrsta
spurningin, sem fyrir hann
var lögð var: — Skaut Hunt
skipherra á Palliser skipstjór
anum á Milwood undan vilj-
andi?
Þórarinn kvað engann vafa
á því. Skipherrarnir Þórarinn
og Hunt voru búnir að koma
sér saman um hvaða aðferðir
yrðu við hafðar, er varðskips
menn tækju togarann. Skyldi
Hunt skipherra fara yfir í
togarann, og láta togaramenn
fara frá borði, nema skip-
stjórann, sem yrði í brúnni,
áður en bátur varðskips-
manna legði að. Helgi Hall-
varðsson, fyrsti stýrimaður,
fór á báti varðskipsins yfir í
togarann, eftir að togaramenn
yfirgáfu skipið. En þegar varð
skipsmenn komu um borð,
urðu þeir þess áskynja að
skipstjórinn var horfinn.
Höfðu þeir séð að bátur Hunts
skipherra fór yfir í togarann
Juniper, sem var þarna
skammt frá, en vissu ekki að
skipstjóranum á togaranum
var þannig komið undan.
— Skipherrann á Pallisex
gaf þá skýringu að hann hefði
ekkert ráðið við skipstjórann.
Hann hefði verið alveg óður,
jafnvel hótað að kasta sér í
sjóinn, sagði Þórarinn. Hunt
skipherra gerði margar tilraun
ir til að korna fyrir hann viit-
inu, það vissuim við og sáum
hann fara margar ferðir yfir
í togarann til þeas. Hann átti
í erfiðum aðstæðum. Hann
vildi a'lit fyrir okkur gera. En
hann er þarna til að hjálpa
sánum mönnum.
— En eftir að hann var
búinn að fá skipstjórann yfir
á sitt skip, afhenti hann ykk-
ur hann ekki?
— Nei, hann kvaðst eklki i
geta framselt hann án skip-
unar sinna yfirmanna.
— Virtust skipsmenn togar-
ans fylgja sínum skipstjóra í
þessu?
— Það fóru ekki nema 3
yfir í togarann, og tveir voru
þar fyrir. Hinir fylgdu hon-
um.
— Hann reyndi að sigla
viljandi á ykkur, togaraskip-
stjórinn?
— Já, við sigldum samhliða
þegar hann beygði sikyndi-
lega á sttjórnborða. Við
stoppuðum og bökkuðum og
afturhlutinn á honum lenti á
stefninu hjá okkur. Það var
nokkuð harður árekstur, eyði-
lagðist bátadekkið hjá bon-
um og kom gat hjá okkur,
þar kom sjór inn, því við
sigldum á móti öldunni. En
það sakaði ekki, því við böfð /
um vatnsþétt skilrúm. j
— Þeir eru n-okkuð erfiðir 1
þessir Aberdeenkarlar, sagði l
Þórarinn að lokum.