Morgunblaðið - 09.05.1963, Side 8

Morgunblaðið - 09.05.1963, Side 8
8 MORCVISBL 4B1B Fimmtudagur 9. maí 1963 i Halldór Kiljan Laxness kom heim með Selfossi frá meginlandinu á þriðjudag, en hann fór utan á fund Mat- væla- og landbúnaðarstofnun ar Sameinuðu þjóðanna í Róm í símtali við fréttamann í gær sagði hann: — Ég fór á FAO-ráðstefnu í marz, kallaður þangað með ýmsum góðum mönnum og mér betri mönnum, af for- stjóra FAO, dr. Sen. Þetta var ákaflega þörf ráðstefna, kölluð saman til að setja sam an nokkurs konar ávarp ríkls- stjórna heimsins og almenn- ings, nokkurs konar hvatn- ingarávarp til að styðja FAO í baráttunni gegn hungri. Samtökin eru með sérstakt á- tak til þess að sinna þörfum þessa hungraða fólks, en um Frú Auður og dæturnar tóku á móti Halldóri Kiljan við skipshlið. Kiljan að skrifa um menn og skoðanir og ijúka við leikrit helmingur jarðarbúa hefur ekki að eta. Sjálfur fundur- inn stóð aðeins í einn dag, en bæði á undan og eftir voru fyrirlestrahöld og ræður í út- varpi og sjónvarpi. Tilgang- urinn var að kalla saman alla þá krafta, sem líklegir eru til að geta stuðlað að því að þetta ástand megi batna. Eftir þetta var ég nokkra daga í Róm og kom svo til Svíþjóðar um páskana. Þar var ég í um % mánuð og síð- an 3—4 daga í Danmörku. — Við fréttum frá Svífþjóð að þér hefðuð lokið við nýtt 1 leikrit og væruð að skrifa endurminningabók. — Ég er búinn með upp- kast að leikriti, en ekki búinn að ganga frá því. Og endur- minningabók? Ja, ég hefi verið að sýsla með lýsingu á ýmsum mönnum og skoðun- um. En ég á eftir að vinna i heilmikið að því ennþá. Þetta er slitringslegt enn, ekki búið að ganga frá öllum köflunum. . Ég býst við að dunda við þetta öðrum þræði í sumar. k Þessi bók verður sjálfsagt gef- í in út þegar þar að kemur, en 7 ekki er búið að ákveða það ennþá. , — Eru þetta þættir um ís- lenzkt fólk? — Eiginlega kemur lítið fyrir af íslenzku fólki. Þó eru þar nokkrir menn íslenzkir. \ — Eruð þér að vinna við fleiru en leikritinu og þessari þók um menn og málefni? 1, — Maður er alltaf með ein hver ósköp á prjónunum, allt- af að puða svona og undirbúa eitthvað, brjóta heilann um \ hvernig maður eigi að snúa sér í þessu. En það er tak- 1 markað sem einn maður kemst 1 yfir að vinna. Einyrki að , basla út af fyrir sig, það geng- I ur ekki mikið undan honum. — Fenguð þér ekki góða 1 ferð heim? I — Jú, jú, ég var í Þýzka- landi nokkra daga og fann 1 þar ágætt skip, Selfoss, sem i ég kom með frá Hamborg. 1 — Ræða Jóhanns Framhald af bls. 1. ▼egar aðeins tæplega 20.4 millj. kr. umreiknað til núverandi gengis. Á þetta minnti Jóhann Hafstein í ræðu sinni vegna þess, hve framsóknarmenn halda því mjög á lofti í kosningaáróðri sínum, að núverandi stjórnar- flokkar hafi beinlinis veitzt að landbúnaðinum með stefnu sinni. Nú eru að koma til fram- kvæmda mjög verulegar lækkan- ir á landbúnaðarverkfærum, dráttarvélum og öðrum tækjum, sem miklu máli skipta fyrir landbúnaðinn í landinu. Dráttar- vél, sem áður kostaði 70 þús. kr. með venjulegum búnaði, kostar nú 60.2 þús. kr. Dráttarvél með fullkomnari búnaði, sem áður kostaði 97.9 þús. kr., kostar nú 85 þús. kr. Stærri dráttarvél með enn fullkomnari búnaði, sem áður kostaði 126.2 þús. kr., kostar nú 105 þús. kr. Hliðstæð- ar lækkanir hafa orðið á öðrum tækjum og varahlutum. Á" Framsóknarmenn hrekja móðuharðindaáróðurinn 1 ræðu sinni vék Jóhann Hafstein að höfuðatriðunum í á- róðri framsóknarleiðtoganna gegn viðreisnarstjórninni og stefnu hennar. Vitnaði hann m.a. til þingræðu Karls Kristjánsson- ar í nóvember 1960, þar sem hann kallaði viðreisnarráðstafan- ir ríkisstjórnarinnar „móðuharð- indi af mannavöldum“. Síðan sagði Jóhann m.a.: „En það er mikil kaldhæðni örlaganna, að mönnum, sem tala um móðuharðindi af manna- völdum í þjóðfélaginu, skuli vera svarað í töluvert öðrum tón af þeirra eigin flokksmönnum og úr þeirra eigin byggðarlagi. En 23. ágúst sl. birti Tíminn heila blaðsíðu með myndum um á- standið í Húsavík, þar sem Karl Kristjánsson á heima. Hér er um að ræða viðtal við Ingimund Jónsson, bæjarfulltrúa Fram- sóknarflokksins á Húsavík, en áður en viðtalið hefst, er svo- hljóðandi inngangur: „Engum, sem keraur til Húsa- víkur getur blandazt um það hugur, að þar er bær í örum vexti. Um allan bæinn eru hús í smíðum, ýmist langt komin eða stutt. Slíkt er ólýginn mæli- kvarði á ástandið í byggðarlög- um. Hvað er það, sem veldur stækk un Húsavíkur? Enginn flytti þangað, ef þar væri doði yfir atvinnulífi, ef atvinnuleysi væri það eina, sem upp á væri að bjóða, ef þar væri dauður bær. Nei, þá væri vist ekki verið að byggja á Húsavík, heldur væri þá hin hliðin uppi á teningnum, þá flyttist fólkið frá en ekki til Húsavíkur. Það, sem veldur, er, að á Húsa vík er nú atvinnulíf með mikl- um blóma". Og í viðtalinu segir bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins: „Jú, það stendur margt til, þetta er mjög ört vaxandi bær, mikil vinna og mörg hús í smíð- um“. Hér er verið að lýsa ástand- inu, eins og það raunverulega er víðast hvar um landið, og er það verðugt svar til móðuharðinda- manna. En, eins og ég sagði, Húsavík er ekkert einsdæmi. Þegar blað- að er í Tímanum kringum þessa Húsavíkurgrein frá því í ágúst- mánuði á sl. sumri, er hver grein in á fætur annarri úr sjávar- þorpum og kauptúnum, og þar er alls staðar sama sagan“. if Sparifjáraukningin 123% síðan 1958 Frá árslokum 1958, þegar Vinstri stjórnin fór frá og þar til í árslok 1962, hefur sparifjár- aukning í bönkum og sparisjóð- um numið 123.2%, eða meira en tvöfaldast. Spariféð var í árslok 1958 1 milljarður 578 milljónir, en í árslok 1962 3 milljarðar 522 milljónir, og hafði þá vaxið um 1 milljarð 944 milljónir. A sama tíma og spariféð hefur aukizt um 123.2% hefur vísitala fram- færslukostnaðar hækkað um 30%, þ.e. framfærslukostnaður meðalfjölskyldu hefur ekki auk- izt nema sem nemur fjórðungi af sparifjáraukningunni. Sé mið- að við vísitöluvöru og þjónustu, hefur hún hækkað um 40%, eða um þriðjung af aukningu spari- fjárins. Þrátt fyrir það, að sparifjár- aukning landsmanna hefur þann- ig aldrei verið jafn gífurlega mikil og í tíð núverandi ríkis- stjórnar, hika framsóknarmenn ekki við að halda því fram í áróðri sínum og lýsa því yfir á nýafstöðnu flokksingi sínu, að spariféð hafi „ekki vaxið telj- andi meira að krónutölu en nem- ur verðfalli gjaldmiðilsins"! 1 þessu sambandi ber einnig að hafa í huga, að í lok stjórnar- tímabils vinstri stjórnarinnar, var hér Orðin algjör gjaldeyris- þurrð, gjaldeyrisskortur. Menn urðu því að kaupa vörur og gjaldeyri á svörtum markaði. Þeir, sem þurftu að kaupa t. d. dollara á svörtum markaði, urðu þannig að greiða allt að 50 kr. fyrir 1 dollara. í slíkum við- skiptum var krónan því raun- verulega enn verðminni en hún er í dag skráð á réttu gengi gagn vart erlendri mynt. ÍC Almenningur taki þátt í atvinnurekstrinum Jóhann Hafstein vék nokkuð að þeim þætti í kosningaáróðri framsóknarmanna, að fyrir stjórnarflokkunum vakti að inn- leiða mátt auðvaldsins „stór- kapitalismans“ með því að leyfa erlendu fjármagni að leika laus- um hala hér á landi, eins og þeir orða það. Þá sagði hann m. a.: „Það er enginn „stórkapital- ismi“, sem stefnt er að. Stofnun almenningshlutafé- laga er hugmynd Sjálstæðis- manna um, að gera allan al- menning að beinum þátttak- anda í atvinnurekstrinum, stjórn fyrirtækja og starfsemi. Þetta er sama hugsunin og vakti fyrir íslendingum á sínum tíma, þeg- ar Eimskipafélag íslands var stofnað, óskabarn þjóðarinnar, sem reist var ekki síður á hin- um minnstu fjárframlögum en hinum meiri. Hversu langt það á í land, að hér verði komið upp almenningshlutafélögum í þess- um tilgangi skal ég ekki segja um, en hinu vil ég lýsa sem minni skoðun, að ég tel ekki að vænta verulegs árangurs á þessu sviði nema samfara því, að hér verði komið upp almennum og opnum verðbréfamarkaði, eins ög gert er ráð fyrir í lögunum um Seðlabanka íslands. Almenn- ingur getur ekki notað fjár- muni sína, sparifé eða annað fé, sem aflast á hverjum tíma til þess að skapa sér aðild og þátt- töku í atvinnufyrirtækjum með kaupum hlutabréfa, nema menn eigi þess öruggan kost síðar að geta selt slík bréf á opnum verð- bréfamarkaði hverju sinni sem slíks gerist þörf fyrir viðkom- andi aðila, jafnframt því, sem slík almenningshlutabréf verða yfirleitt að bera arð eigi minni en almennir sparifjárvextir eru, þó að sá arður hljóti að sjálf- sögðu að vera meiri breytingum háður meiri eða minni, eftir því hvernig atvinnureksturinn geng- ur. ÍC Framsókn vildi samvinnu við erlenda aðila um stóriðju Þá minnti Jóhann Hafstein í þessu sambandi á fyrri afstöðu framsóknarmanna til hagnýting- ar erlends fjármagns til upp- byggingar stóriðju í landinu: „Það er vitað mál, að innan Framsóknarflokksins hefur ver- i hjá mörgum aðilum mikill áhugi á því, að stefna að stóriðju hér á íslandi og þá með þeim hætti, að tekin væri upp sam- vinna við erlenda aðila. Og ég held, að það sé rétt, að menn eins og Hermann Jónasson og Vilhjálmur Þór hafi báðir stuðl- að að því, að unnið væri að slík- um athugunum“. ÍC Raforkan undirstaða stóriðju Árið 1961 skipaði Bjarni Benediktsson iðnaðarmálaráð- herra nefnd til þess að kanna möguleika og skilyrði til þess, að hér yrði komið upp stóriðju. Hefur nefnd þessi síðan unnið mikið starf og unnið að athug- un málsins í samráði við bæði erlenda, einkum svissneska, og innlenda sérfræðinga. Grundvöll ur stóriðjunnar er að sjálfsögðu stórkostlegar raforkuvirkjanir í miklu stærri stíl en við íslend- ingar höfum enn virkjað fall- vötn okkar. Hefur aðallega verið unnið að athugunum tveggja virkjunarmöguleika, v i r k j u n Þjórsár við Búrfell o>g Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum. Mundu virkj- anir þær, sem um yrði að ræða, kosta 12—14 hundruð milljónir króna, og aluminiumverksmiðja sennilega svipaða upphæð. Hef- ur ávallt verið gengið út frá þeirri forsendu, að íslendingar einir ættu virkjanirnar, en sam- vinna yrði höfð við erlenda tækni og fjármagn um það að koma upp aluminiumverksmiðj- unni, sem yrði hins vegar eign íslendinga einna síðar eftir nán- ara samkomulagi. Síðar var stóriðjunefnd falið að kanna nánar möguleika þess að koma upp kísilgúrverksmið.iu við Mývatn til þess að vinna úr botnleðjunni i Mývatni, en Rann sóknarráð ríkisins hafði áður unnið að þessu máli. Hefur verið höfð náin samvinna við hollenzk fyrirtæki um möguleika þessarar framkvæmdar, einkum vegna þeirra nýjunga í tækní, sem um er að ræða á þessu sviði fyrir okkur íslendin.ga. Hér er um mikilvægt mál að ræða, sem þýðingarmikið er, að komist í framkvæmd. Má telja vafalaust, að fjárhagslega geti íslendingar einir komið upp slíkri verk- smiðju, en sjálfsagt væri okkur að því mikið hagræði og öryggi að njóta samvinnu við erlenda aðilá, bæði um tæknihlið máls- ins og ekki síður um markaðs- öflun erlendis, þar sem um er að ræða harða samkeppni við fjár- sterka erlenda aðila. it Undirbúum fjölþættara atvinnulíf „Að mínum dómi“, sagði Jó- hann Hafstein, „er mikil fásinna að hræða fólk á slíkri samvinnu íslendinga og erlendra aðila. Ætti \>kkur íslendingum ekki að vera neitt að vanbúnaði að búa svo um hnútana, að við höldum fyllilega okkar hlut, eins og frændur vorir Norðmenn vissu- löga hafa gert í svipaðri sam- vinnu við uppbyggingu atvinnu- lífs hjá sér á undanförnum ára- tugum. Það er mikið skaðræði, þegar verið er að blekkja fólk á því, að með slíkum ráðagerðum sé að því stefnt að láta erlent fjármagn leika lausum hala hér á landi“. Að lokinni ræðu Jóhanns Haf- stein tóku til máls þeir Jón Pálmason, Thorolf Smith og Þor- steinn Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.