Morgunblaðið - 09.05.1963, Side 10
10
MORGVNBLAÐID
Fimmtudagur 9. maí 1963
* _____________
A sögustaðsiMm Borg á ivsyrum
er risiö myndarlegt prestshús
BORG á Mýrum. Það nafn er
í eyrum íslendinga miklu
meira en nafn á prestssetri.
Staðurinn er hluti af sögu
þjóðarinnar og nafnið eitt fel-
ur í sér svo ótal margt sem
er íslendingum dýrmætt.
Þangað kom einn helzti land-
námsmaður íslands um 990,
og þar ólst upp og bjó æfi-
langt ein helzta sögupersóna
íslendingasagna, Egill Skalla.
grímsson, og síðan niðjar hans
fram eftir öldum. Á Borg
byrjaði Snorri Sturluson bú-
skap sinn og talið sennilegt
að þar hafi hann ritað Egils-
sögu. Ekki er hér rúm til að
rekja þessa kunnu sögu nán-
ar. Sá ljómi sem nafnið Borg
á Mýrum hefur yfir sér nær
út fyrir landssteinana og ekki
er ótítt að erlendir menn telji
aðalmarkmið með ferð sinni
til íslands að koma að sögu-
staðnum Borg. Finnst þeim
sem þar hafa búið að undan-
förnu ekki laust við að stað-
urinn sé stærri í vitund Norð-
manna en heimafólks og að
þeir hafi gert sér tíðara um
hann. Kannski er það vegna
þess að íslendingar hafa veigr
að sér við að koma þar, held-
ur viljað eiga staðinn í huga
sér, vitað sem er að honum
hefur lítill sómi verið sýndur.
Nú hefur þó nýlega verið
nokkuð úr bætt. Er prests-
setrið var byggt upp eftir
bruna árið 1959 var það látið
njóta staðarins og byggt þar
glæsilegt íbúðarhús, sem
presturinn er nýfluttur í. Á
það vel við, því Borg á ekki
síður sína sögu sem kirkju-
staður. Kirkja hefur verið á
Borg frá því tveimur áfum
eftir að kristni var lögtekin.
Þar var Kjartan Ólafsson frá
Hjarðarholti grafinn árið
1002. „Þorsteinn Egilsson
hafði gera látit kirkju at
Borg. Hann flutti lík Kjart-
ans heim með sér, ok var
Kjartan at Borg grafinn. Þá
var kirkja nývígð ok í hvíta-
váðum“, segir í Laxdælu. Hafa
verið munnmæli um hvar
leiði hans er í kirkjugarðin-
ofaniborinni, heimreið að
steinhúsi með mjög háu risi,
ca 8 m. háu, og bílnum lagt á
bílastæðinu bak við. Þá kem-
ur í ljós að bílskúr með sama
lagi og húsið er tengdur því
með álmu, sem í er þvotta-
hús og geymsla. Þegar inn er
komið er húsið rúmgott, 126
ferm. að stærð, 3 stórar stof-
ur og eldihús á hæðinni og 5
lítil svefnherbergi og bað í
risi.
Prestshjónin, sr. Leo Júlíus-
son og frú Anna Sigurðardótt-
ir fluttu í nýja húsið fyrir
jól í vetur. — Þetta hús er
mjög til sóma, segir sr. Leo.
Það er mikið atriði að hér á
Borg sé myndarlegur staður
og við höfum fengið að njóta
þess. Eftir að gamla prests-
setrið brann, vildu ýmsir láta
flytja prestshúsið niður í
Borgarnes. Bjarni Benedikts-
son, kirkjumálaráðherra, var
því fylgjandi að reisa hér
aftur. Sama sinnis var fólkið
í sveitinni og ég var einnig
á móti því að prestssetrið
yrði flutt héðan. Alþingi
veitti 300 þús. kr. á ári sem
sérveitingu til hússins og húsa
meistari ríkisins lagði mikla
alúð við að fá hér fallegt
hús. Yfirleitt sýndu allir,
starfsmenn í ráðuneytinu og
aðrir sem um málið fjölluðu,
sérstaka vinsemd varðandi
uppbygginguna. Byrjað var á
bygginguni vorið 1961 og er
nú verið að ljúka henni, var
anddyrið málað fyrir fáum
dögum.
FAGURT HEIM AÐ LÍTA.
Bænnn á Borg stendur fyrir
minni Borgarvogs á sólríkum
og hlýlegum stað undir
fallegri klettaborg. Þaðan er
útsýni fagurt. Borgarneskaup.
tún blasir við á Digranesi
handan vogarins og sunnan
Borgarfjarðar tindótt Skarðs-
heiðin og Hafnarfjallið, hlíð-
bratt og skriðurunnið. Nú er
talsvert annað að koma í hlað
á Borg en verið hefur undan-
farin ár. Ekið er eftir nýrri
Á SAMA HÓLNUM SÍÐAN Á
LANDNÁMS TÍÐ
Presturinn segir mér að
telja megi víst að nýja húsið
standi á sama stað og hús
Skallagríms forðum og yfir-
leitt hafi bæjarhúsin ávallt
staðið þarna á sama stað. Sé
talið að bæjarhóllinn hafi
þannig smáhlaðizt upp. Þegar
grafið var fyrir nýja húsinu,
hafi verið komið niður á 15
m. langan skála. Hann kveðst
vel muna, að þegar heyhlaða
var við bæinn, þá hafi verið
öskulög í gólfinu sem greini-
lega sáust ef stungið var nið-
ur skóflu þar. En öskuhaug-
urinn er fyrir norðaustan hús-
ið.
Sunnan við nýja húsið stend
ur enn hluti af gamla hús-
inu, en það mun eiga að rífa
fljótlega. Þetta var önnur af
tveimur viðbyggingum við
gamla húsið, sem var flult að
Borg árið 1903 frá Kóranesi
og lét sf. Einar Friðgeirsson
reisa það. í því húsi mun for-
seti íslands, Ásgeir Ásgeirs-
son, fæddur. Það hús brann
á Borg í febrúarmánuði 1959.
Prestshjónin með börn sín. T-dið frá vinstri: frú Anna Sigurðardóttir, Jónína, 7 ára, Sigurður
Örn, 5 ára og sr. Leo Júlíusson
Landið
okkar
í stofunni á Borg eru nú ein-
göngu ný húsgögn, sem sýna
að prestsfjölskyldan hefur
orðiðað byrja alveg að nýju
að byggja upp sitt heimili eft-
ir brunann. Þar er þó gamall
kínverskur vasi, handmálað-
ur með þykku og upp-
hleyptu bláu og rauðu
mynstri. Hann fannst heill í
rústunum og þó þyrfti að láta
hann liggja í vítissóda til að
hreinsa hann, létu litirnir sig
ekki.
— Já, við misstum allt sem
við áttum og það var eigin-
lega allt óvátryggt, segir sr.
Leo. Þar fór t.d. stórt bóka-
safn. Við urðum að byrja al-
veg að nýju, fyrst að fá aftur
fatnað og alla nauðsynlega
smáhluti, sem maður tekur
ekki eftir að séu nokkurs
virði meðan þeir eru til, og
síðan húsgögn og annað
stærra. En það eru smámun-
ir þegar enginn verður fyrir
slysi. Maður á hvort sem er al-
drei neitt, hefur það aðeins
að láni stutta stund.
— Hvar hafið þið búið
þessi ár?
— Við höfum verið á flæk-
ingi, vorum nokkra mánuði í
Reykjavík og síðast í Staf-
holti. Við fluttum 7—8 sinn-
um og erum fjarska fegin að
vera nú komin í þetta góða
hús.
— Það er ekki búið hér, sé
ég er, þar sem útihúsin eru
horfin?
— Nei, það er ekkert bú.
Jörðin sjálf er lítil bújörð. En
sjálfsagt verður athugað bet-
ur hvað gera skal síðar meir.
Útihúsin voru rifin, til að fá
betra rými fyrir íbúðarhúsið,
því það var þröngt hér á hóln
um. Áður var til gömul, léleg
hlaða og 14 kúa fjós frá því
árið 1948.
MINNISMERKI í EGILS-
GARÐI.
— Hefur fleira tekið breyt-
ingum hér nýlega?
— Ja, þegar ég kom hér
árið 1946, stóð kirkjan fyrir
framan húsið. En hún var
færð í heilu lagi og var að
því mikil staðarprýði. Eins
var þarna langur grjótgarð-
ur, sem var fjarlægður. Þegar
brann, var kominn allsnotur
garður fyrir framan húsið,
Egilsgarður. f honum var
falleg grasflöt og blóm og tré,
stærstu hrislurnar sjást enn.
Ég var búinn að rækta hann
í áratug, en hann fór alveg í
brunanum og eftir það, eink-
um af ágangi skepna meðan
enginn var hér á staðnum. Við
byrjuðum svolítið aftur í vor
að rækta garð. Eins hefur
komið til tals að setja niður
skógarplöntur hér uppi í Borg
inni. Áður fyrr veitti alþingi
styrk til garðsins, en hann er
nú fallinn niður.
Áform hafa verið um að
Framhald a bls. 15.
Prestssetrið á Borg. Myndin er tekin ofan úr Borginni,
Hörpusilki er framleitt úr
plastþeytu, sem gefur því
óviðjafnanlega eiginleika.
í Hörpusilki er að finna
sameinaða alla kosti
gúmmímálningarinnar,
olíumálningarinnar og olíu
plastmálningarinnar.
Hörpusilki er framleitt
í 20 standard litum.