Morgunblaðið - 09.05.1963, Page 14

Morgunblaðið - 09.05.1963, Page 14
MOnCTlTSBI. 4 Ð1Ð Fimmtudagur 9. maí 1963 Vt Áhrifa Eddukvœða gœtir í pólskum skáidskap — segir frú Halina Kowalska FRÚ HALINA Kowalska, sendi- ráðunautur Pólverja hér á landi, er á förum eftir fjögurra ára dvöl á íslandi. Frú Kowalska á hér orð ið marga vini og talar ágæta ís- lenzku. Hún fer nú heim til Pól- lands, eftir 6% árs fjarveru, því hingað kom hún beint frá Sví- Þjóð. — Það er bæði með söknuði og gleði að ég fer nú. Mér þykir gott að koma heim, en líka leitt að kveðja hér, sagði frú Kow- alska, er fréttamaður blaðsins átti tal við hana í tilefni af brott för hennar. — Það var gott tæki- færi sem mér veittist að fá að koma hingað. Mér hefur líkað vel, ég hefi eignast góða vini og getað ferðast um þetta fallega land, m.a. farið með Esju kring- um land og ekið víða um lands- byggðina í bíl. Frú Kowalska hefur víða verið og unnið störf á alþjóða vett- vangi, t.d. í París og London skömmu eftir heimsstyrjöldina. Árið 1954 starfaði hún í eitt ár við Vopnahlésnefndina í Koreu, en í henni áttu sæti Pólverjar, Tékkar, Svíar og Svisslendingar. Og árið 1956, þegar Eftirlitsnefnd in var stofnuð í Indokína með Ind verjum, Kanadamönnum og Pól verjum, þá starfaði frú Kow- alska sem fulltrúi hjá hinni sam eiginlegu framkvæmdastjórn en indverski áðalfulltrúinn var fram kvæmdastjóri. Aðailstöðvarnar voru í Hanoi, en þar eð fundar höld voru í öllum löndum, fékk hún gott tækifæri til að ferðast til Cambodiu, Laos og Vietnam og skoðaði m.a. hið fræga þúsund ára gamla hof í Ankorvat. Kveðst hún hafa notið þess mjög. Sonur okkar MAGNÚS ÞORSTEINN HELGASON lézt í Reykjavík 6. þ.m. — Jarðarförin ákveðin síðar. Lára Tómasdóttir, Helgi Ketilsson, ísafirði. SIGURÐUR HJALMARSSON stýrimaður, Havdrupvej 128, Kaupmannahöfn, lézt 4. þessa mánaðar. Bodine Hjálmarsson, böm, barnabörn og bræður. Maðurinn minn HÖRÐUR ÓLASON andaðist 20. f.m. í Borgarsjúkrahúsinu. Útförin hefur farið fram. Ásta Thorarensen. Faðir okkar EINAR LÁRUSSON málarameistari, sem andaðist í Landsspítalanum 5. þessa mán. verður jarðsunginn í Fossvogskirkju mánudaginn 13. maí kL 1,30 e.h. Fyrir hönd vandamanna. Lárus Einarsson, Haraldur Einarsson, Bragi Einarsson. Útför TÓMASAR HALLGRÍMSSONAR hreppstjóra, frá Grímsstöðum í Álftaneshreppi, fer fram frá Fossvogskirkju næstkomandi laugardag kl. 10,30. — Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Systkinin og fóstursystkin. Maðurinn minn ÁRNI GUNNLAUGSSON járnsmíðameistari, Laugavegi 71, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. maí kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Margrét Jónsdóttir. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR Öldugötu 41, Aðstandendur. Þakka auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður míns ODDS ÍVARSSONAR fyrrv. póstmeistara. Guðni ívar Oddson. Halina Kowalska hefur því kynnzt ýmsum ólíkum þjóðum. — Við verðum öll að lifa hhð við hlið, og í friði, segir hún. Ég hefi hitt margt fólk, sem ekki hefur sömu þjóðfélagsskoðanir og ég, en við getum samt notið mann legra samskipta. Og þannig verð ur það að vera milli þjóða. Það er t.d. höfuðskilyrði fyrir okkur Pólverja, sem urðum fyrir svo miklum skakkaföllum í stríðinu, að fá frið til að byggja upp og vinna upp það sem fór forgörð- um. Ekki er að vísu hægt að bæta mannslífin, en það er hægt að byggja upp og bæta hag þeirra sem lifa. Og fólk kærir sig ekki um að hagur þess breytist eftir 100 ár eða á himnum. Það vill fá að njóta gæða lífsins nú, og til þess verður það að fá frið. Viðskipti undirstöðusamskipti. Sendiherra Pólverja á íslandi hefur aðsetur í Osló, en frú Hal- ina Kowalska hefur verið sendi- ráðunautur hér á íslandi. Auk þess er hér sérstök viðskiptadeild sendiráðsins, og verða þau starfs svið nú sameinuð. — Við leggjum mikla áherzlu á að viðskipti milli landanna þró- ist. Það eru rmdirstöðusamskipti, eins og ávallt er, segir frú Kow- alska. Enda fara viðskiptin stöð- ugt vaxandi á báðar hliðar. Eg get auðvitað ekki svarað fyrir íslendinga, en við erum ánægðir með viðskiptin. — Á öðrum sviðum eiga þess- ar þjóðir einnig nokkuð sameigin legt, t.d. í menningarlegu tilliti, og viljum fyrir okkar leyti leggja áherzlu á menningarkynningu með því að sýna kvikmyndir frá Póllandi, fá hingað góða fyrirles- ara o. s. frv. Bæði í Póllandi og á Islandi eru starfandi félög í þvl augnamiði. Ekki er hér svigrúm til að fara út í þetta nánar, en þess má geta að pólsku róman- tízku skáldin á 19. öldinni, þeir Slowacki og Lelewel, urðu fyrir miklum áhrifum af Eddukvæðun um og það hefur vakið áhuga pólskra menntamanna á íslandi. Og mér fannst skemmtilegt, þeg ar vinur minn fann á fornbóka- sölu íslenzka þýðingu á bók pólska rithöfundarins Sienkie- wicz „Quo Vadis“ og smásögu eft ir sama höfund. En þessar bækur voru gefnar út á íslandi þegar árin 1910 og 1912. Þessar bækur fékk ég og sendi til bókasafns í Varsjá. Talið berzt nú, eins og ætíð er íslendingur ræðir við annan, að veðurfari, og í þessu tilfelli að veðri í Póllandi. Frú Kowalska segir að veturinn í Póllandi hafi verið óvenjlega kaldur, frost far ið niður í 43 stig á Celsíus á sum um stöðum, en á sumrin verður hitinn allt upp í 30—35 stig. — En veður er mjög kyrrt og svo erum við vön þessum hitabreyt- ingum og klæðum þær af okkur, segir hún. Það verða því nokkur viðbrigði fyrir hana að koma heim. Það er á henni að heyra að henni þyki húshiti á íslandi óþarf lega mikill, þó hún kjósi helzt ekki mjög kalda vetur og ekki mjög sólrík sumur. T + Allt IMeytendasamtakaniia Frelsi ríki um lokunar- tíma sölubúða Blaðinu hefir borizt bréf frá srtjórn Neytendasamtakanna og fjallar það um lokunartíma sölu- búða. Bréf þetta skrifaði stjórn samtakanna borgarráði hinn 4. febr. s.I. í upphafi þaikikar stjórnin borgarráði að tiHögur þær, um lokunartáma sölubúða .sem lagð- ar voru fraan á fundi þess 4. des. s.l. skyldu sendar neytendasam- tökunum til umsagnar og fagnar því að mál þetta skuli innan tið- ar leyst með hagsmuni allra borg arbúa fyrir augum. í bréfinu seg ir m.a. Það er borgarstjórnar einnar að setja slíka reglugerð, sem á að vera eins rúm og frjálsleg og frekast er unnt, þannig að regl urnar auðveldi borgurunum við- skipti og vöruval, er torveldi ekki. Ennfremur segir: Stjórn Neytendasamftakanna er tillögoinum samþykk í öllum I þeim atriðum, þar sem þær miða að rýmkun og auknu frjálsræði, en andvíig þeim að því leyti, sem þær takmarka þjóniustu við neyt endur að nokkru marki umfram það, sem ahnenningsheill sann- anlega krefur. Þá gieriir stjórn samtakanna nokkrar athugasemdir við ein- staka Mði liði tillagnanna og segir: Þess misgkilnings hefir oft orðið vart af hálfu verzlunar- fóiks — enda að honum stuðlað af ýrnsra hálfu — að breytingar á gildandi reglum til rýmkunar táknuðu lengdan vinnutíma aí- greiðslufólks almennt, og hefir þetta án efa verið mgög til að tefja lausn málsins. Er það hrein vantrú á eigin samtakamætti, að breytingum á afgreiðslutímum fylgdi nokkur kjaraskerðing fyr- ir verzlunarfólk. Þá segir í bréfinu að ekki verði fallizt á að nauðsyn beri til að takmarka að neinu leyti, hvaða vörur megi selja út um sölu- op verzlana. Ennfremur er þvi mótmælt að lokunartími að kvöldi verði færður fram til kl. 22.00 í stað 23.30. sem nú gildir Þá er farið fram á að heimilt verði að selja mjólk í hyrnum í öllum matvöruverzlunum svo og út um söluop. Ennfremur segir: í heild sinni verður að vara við því að setja reglur og höml- ur, sem almemiingi er ekki Ijós þörf eða nauðsyn á, enda skapar það virðingarleysi fyrir lögum og reglum. Það er og skoðun vor, að leiðin til að ná siðferðislegum trúarlegum og uppeldislegum ár- angri í borgarlífinu, liggi ekki í gegnum reglugerð um lokunar- tíma verzlana. Stjórn Neytendasamtakanna endar bróf sibt með því að vænta þess að samtökin verði höfð með í náðum, er endanlega verði gen.g ið frá reglugerð um afgreiðslu- tírna sölulbúða. Vörður og vinarkveðjur Mý bók eftir Snæbjörn Jónsson ÚT er komin hjá Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar ný bók eftir Snæbjörn Jónsson. Ber hún heitið Vörður og vinarkveðj ur og er úrval úr greinum Snæ- bjamar. Hefur dr. Finnur Sig- mundsson landsbókavörður val- ið efnið í samráði við höfund, en Tómas Guðmundsson, skáld, rit- ar formála. Alls eru 32 ritgerðir í bókinni og skiptast í tvo hluta. Nefnist hinn fyrrri Vörður með fram veginum og er greinar ýmislegs eflnis, svo sem um bókmenntir, bókaútgáfu og bókaverzlun o.fl. í síðari hlutanum Vinarkveðjum, eru minningargreinar um ýmsa lártna vini höfundarins, en hann er sem kuimnugit er þekktur fyrir hispursleysi og snjailar mannlýs- ingar í slíkum greinum. Aftan á kápu bókarinnar seg- ir m.a.: „Til hennar (útgáfu bók arinnar) er öðru fremur stofnað í þakkar skyni við höfundinn fyrir þann skerf, sem hann hef- ur lagt til íslenzkrar bókagerðar og bókmenningar á langri ævi. En einnig mátti sán mikils nauð- syn þess, að almenningur fengi greiðari aðgang en verið hefur að hinum merku og margvís- legu ritstörfum Snæbjarnar Jóns sonar. Þorri ritgerða hans er á við og dreif í blöðum og táma- rituim. En vegna þess hvers eöiis Snæbjörn Jónsson margar þessará ritgerða eru, hlýt ur fyrir þeim að liggja að verða aafnað í bækur. Fer vel á því að það starf sé hafið, meðan höf- undarins nýtur enn við. Bókin er 198 bls. á stærð. Hún er prentuð og bundin í Prent- smiðjunni Hólum, en Tórrnaj Tómasson hefur gert káputeikn- ingu. Er frágangur allur hinn snotraisti, en einikar látiaus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.