Morgunblaðið - 09.05.1963, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 9. maí 1963
England — Brazilía 1-1
LANDSLEIKURINN milli Eng-
lands og Brazilíu, sem fram fór
á Wembley-leikvanginum í Lond
on í gær, endaði með jafntefli:
1-1. í hálfleik var staðan 1-0 fyr
ir Brazilíu.
$%%%%%%%%%%%
Bridge
%%%%%%%%%%%%
NÝLEGA var efnt til skoðana-
könnunar um hverjir væru beztu
bridgespilararnir á íslandi. Náði
könnum þessi til meðlima Bridge
félags Reykjavíkur, Bridgefélags
kvenna og Tafl- og Bridgeklúbbs
ins. Úrslit urðu þessi:
1. Lárus Karlsson
2. Þorgeir Sigurðsson
3. Hjalti Elíasson
4. Þórir Sigurðsson
5. Gunnar Guðmundsson
6. Jóhann Jónsson
Áður hefur verið getið hér í
blaðinu, hverjir skipa sveit þá,
sem keppa mun á Evrópumót-
inu, sem fram fer í Baden-Baden
í júlí n.k. Nú hefur verið ákveð-
ið að Guðlaugur Guðmundsson
verði fyrirliði og fararstjóri
sveitarinnar.
Heimsmeistarakeppnin fer fram
í Hotel Billia, St. Vincent á Ítalíu
dagana 15.—23. júní n.k.
Sænsku meistarakeppninni er
lokið og sigraði sveit frá Stokk-
hólmi, sem er þannig skipuð:
Anulf, Wohlin, Christensson,
Zachrisson, Karlgren og Molin.
Enska bridgesambandið hefur
ákveðið að 6 sveitir skuli keppa
um réttinn til á keppa á Evrópu-
mótinu. Mun keppnin fara fram
3.—24. maí n.k.
ítölsku meistarakeppninni er
lokið og sigraði hin fræga sveit,
sem kennd er við fyrirliðann,
Perroux. Auk hans eru í sveit-
inni: Avarelli, Belladonna,
Chiaradia, D,Alelio, Forquet og
Carozzo. Þessi sveit mun keppa
fyrir Ítalíu á heimsmeistara-
keppninni, sem fram fer í júní.
Mikil bridgekeppni hefur verið
ákveðin 5.—9. júní n.k. í Hotel
Ville Bellevue í Júgóslavíu. Er
hér um að ræða tvímennings og
sveitakeppnir, sem eru öllum
opnar. Er reieknað með mikilli
þátttöku m. a. frá Austurríki,
Þýzkalandi, Ítalíu og fleiri lönd-
um.
Brazilíumenn settu mark sitt
á 18. mínútu og var það á mjög
óvenjulegan hátt. Vinstri útherj
inn, Jose Pepé, tók fríspark um
30 metra frá markinu og sendi
knöttinn inn í markteiginn og
hafði enski markvörðurinn næg-
an tíma til að grípa knöttinn, en
virtist misreikna fjarlægðina og
knötturinn datt í vinstra horn
marksins.
Enska liðinu tókst ekki að
jafna fyrr en 6 mínútur voru til
leilksloka, og var þar hægri út
herjinn, Bryan Douglas, að verki,
eftir góða sendingu frá fyrirliða
enska liðsins og hægri bakverði,
Jimmy Armfield.
Hinn frægi leikmaður, Pelé,
var ekki með, þar eð hann lénli
í bílslysi í Hamborg sl. mánu-
dag, ásamt framverðinum, Zito,
sem einnig slasaðist og gat held
ur ekki leikið í gær.
Áhorfendur voru 92.000 og þar
á meðal um 80 íslendingar.
Sinnep með molakaffinu
Á MELAVELLINUM í Reykja-
vík er rekin einhver óhentug-
asta, en jafnframt ein nauðsyn-
legasta veitingastofa höfuðborg-
arinnar.
Gegn köldum vallargestum
þykir að vonum gott að geta
haldið við líftórunum með heit-
um molasopa eða jafnvel pylsu
jmeð sinnepi. Augljóst er, að
í kulda og stormi (eins og undan-
farið) hefur þessi þjónusta átt
sinn þátt í lífsviðhaldi hinna
óhraustari íþróttaunnenda.
Þetta er allt gott og blessað,
en einn stór galli er á gjöf Njarð-
ar. Veitingasala þessi er til húsa
í skúr, sem rúmar um 20 manns
með góðu móti. Aðeins einar dyr
eru og þær þröngar. Menn geta
ímyndað sér handaganginn, þeg-
ar hundruð áhorfenda flykkj-
ast samtímis að veitingasölunni
í von um viðurgjörning. Að vísu
eru þrír gluggar á hressingar-
skála þessum, sem að jafnaði er
afgreitt um. En í kulda og mold-
roki er óforsvaranlegt að opna
gluggana og öll þjónusta fer
fram innan dyra.
f leikhléi nær þessi frumstæði
sjónleikur hámarki sínu. Börn og
fullorðnir troðast, stympast og
velta um „salarkynnin" en kaffi,
Rvíkur mótið
Staðan í Reykjavíkurmót-
inu er nú þessi:
Valur .. 4 3-1-0 7:3 7 st.
4 2-1-1 10:7 5 -
3 1-0-2 6:6 2 -
3 0-0-3 0:7 0 -
Næstu leikir fara fram n.k.
sunnudag kl. 2 og keppa þá
Valur og Fram og n.k. mánu
dagskvöld kl. 8 og mætast þá
KR og Þróttur.
pylsur og tilheyrandi sinnep eru
í hershöndum og algjör tilviljun
ef meginhluti veitinganna lend-
ir á réttum stað.
Þessi lýsing hér að framan er
að vísu ófögur og jafnvel ótrú-
leg, en ég veit, að hundruð vall-
argesta kannast við hana af eig-
in raun.
Það er íþróttafélag Reykja-
víkur, sem stendur fyrir veit-
ingasölunni og er illskiljanlegt,
að jafn virkt og myndarlega rek-
in samtök láti þetta viðgangast.
„Vallargestur með vnnepi“.
Sænsifa liðið Hellas keppir í kvöld við íslandsmeistarana
Fram. Verður án efa skemmtilegt að sjá hvemig Svíunum
tekst á móti Fram, sem er sterkasta liðið okkar í dag.
íslandsmótið 23. maí
Þróttur
KR ...
Fram
FRÉTZT HEFUR, að íslandsmót
ið í knattspyrnu hefjist 23. maí
n.k., (Uppstigningardagur) og
fara þá fram 3 leikir í I. deild.
Fram mætir Akureyri á Laugar-
dalsvellinum. kl. 16 og KR kepp
ir við Akurnesinga, einnig á
Laugardalsvellinum, kl. 20,38.
Valur sækir nýliðana í I. deild
heim og keppir við Keflvíkinga í
Keflavík kl. 16.
Án efa verður keppnin mjög
hörð, jöfn og spennandi, ef tekið
er tillit til leikja þeirra, sem þeg
Forsala
aðgöngumiða
FORSALA aðgöngumiða að leik
Úrvalsins við Hellas nk. laugar
dag á Keflavíkurflugvelli er haf
in. Miðar eru seldir í bókaverzl
unum Lárusar Blöndal í Vestur-
veri og við Skólavörðustíg og í
bókaverzlun Olivers Steins í
Hafnarfirði.
^Úr leik Vais og KR í Reykjavíkurmótinu, þar sem Valur sigraði með þremur mörkum
einu. Myndin sýnir, er Gunnar Guðmannsson skoraði eina mark KR, úr hornspyrnu.
gegn
ar bafa farið fram. Eins og áður I landsmótinu Ijúki 1, september.
verður spiluð tvöföld umferð í Keppni í öðrum flokkum hefst
I. deild og er fyrirhugað að ís- I í byrjun næsta mánaðar.
Iðnverkamenn
Viljum ráða lagtækan iðnverkamann, sem gæti
tekið að sér bílakstur ásamt annarri vinnu.
Nýja Blikksmiðjan
Höfðatúni 6 ekki svarað í síma.
Skrifstofuhúsnæði óskast
2—3 skrifstofuherbergi í miðbænum óskast til leigu
nú þegar, eða síðar á þessu ári. Tilboð með upp-
lýsingum sendist afgr. Mbl. fyrir 14. maí, merkt:
„Skrifstofuhúsnæði — 6960“.
Kaupfélagsstjórastaða
við Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis
er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 20. maí n.k. Um-
sóknir sendist Ragnari Ólafssyni hrl.
Laugavegi 18, Reykjavík.
Stjórn Kaupfélags Reykjavíkur
og nágrennis.
— Bezf oð augtýsa i Morgunblaðinu —