Morgunblaðið - 12.05.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.05.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 12. maí 1963 MORCVNBL 4 f) I Ð Sr. Bjarní Sigurðsson, IViosfelli: VON Júlíus sér, að púströrið er i'est víö fjöðrina með snærisspotta. Skoðun og endurskoðun BIFREIÐASKOÐUN stendur nú sem hsest í Reykjavík, og brugðu blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins sér fyrir skömmu í heimsókn til Bifreiðaeftirlitsins við Borgar tún. Hittum við að máli föstu starfsmennina tvo, Júlíus Bernburg og Ágúst Korne- líus, sem ásamt 2—3 aðstoð- armönnum vinna að skoðun- inni. Júlíus er rétt i þessu að líta á sendiferðabifreið af ár- gerð 1946, sem ekki er í sem allra beztu lagi. — Hvað er að sjá þetta, segir Júlíus, púströrið er hnýtt með snæri við fjöðrina, afturrúðuna vantar, og engin aurbretti eru á bílnum. Hann hlýtur að ausa aur og leðju yfir vegfarendur. — Bílstjórinn á kajinske efnalaug, segir ljósmyndar- inn. — í>að ér enginn vandi að skvetta á vegfarendur, þótt maður hafi aurbretti á bílun- um, svarar Júlíus. — Fékk þessi skoðun? spyrj um við Júlíus þegar eigandi sendibílsins er farinn. — Nei, hann verður að láta gera við ýmislegt og koma aftur eftir nokkra daga til end urskoðunar. — Eru margir gerðir aftur- reka? — Já, já, sumir eru hér með annan fótinn allt árið. Eru bílar oft kyrrsettir og tekin af þeim númerin? — Ekki mjög oft. Það er slæm.t að þurfa að taka bíla af mönnum. Við skiljum það, að margir eiga erfitt með að vera bíllausir, þótt ekki sé nema nokkra daga. Hins veg- ar ber.svo við, að við neyð- umst til að kyrrsetja bíla, ef við teljum þá alls óhæfa til aksturs. — Hvaða lagfæringa krefj- ist þið helzt á bifreiðunum? spyrjum við Ágúst. — Þær eru nú margskonar, segir Ágúst, en einna algeng- ast er, að eitthvað sé athuga- vert við hemla og ljós. Það hefur komið fyrir, að menn hafi mætt hér á algerlega bremsulausum bílum. Þá er nú ekki um annað að gera ,en að taka þá úr umferð. — Halda menn, að þið at- hugið ekki hemlana? — Ég get ekki ímyndað mér neitt um hvað þeir menn halda, sem akajim á hemlalausum bílum, svarar ÁgÚSt. Nú streyma bílar að til skoðunar, svo að við kveðj- um og höldum brott. Ágúst athugar, hvort allt sé Þ A Ð er athyglisvert við marga texta kirkjuársins, hve sterk von birtist í boðskap þeirra. Þennan drottins dag er það fyrirheitið um, að heilagur andi muni send- ur söfnuðinum. Og vitaskuld er það svo, að vongleði kristinnar trúar kemur hvarvetna fram í hinum heilögu ritningum, einn- ig í lífsskoðun þeirra, sem rækja trúna í hugsun og starfi. „Mitt á hryggðar dimmum degi / dýr- legt oss hún kveikir Ijós, / mitt í neyð á vorum vegi / vaxa lætur gleðirós." A lífsleiðinni erum vér sífellt að velkjast milli vonar og ótta, þessara tveggja skauta, sem segja má, að togist á um lífs- hamingju vora og örlög. Horf vonarinnar við framtíðinni er jákvætt, hún veitir djörfung og gleði og þrek, hún blæs krafti í trú vora; horf óttans, kvíðans við framtíðinni er neikvætt og sýgur úr trú vorri allan merg, ef hann fær að grafa um sig og vinna sín spjöll. Vitanlega er mönnum nauðsyn að gefa því gaum, sem fram undan er, að þeir fljóti ekki sof- andi að feigðarósi. Hin kristna INiorrænt þfóðdansamót TUTTUGASTA þjóðdansmót Norðurlanda (20. nordiske bygde tmgdomssbevne) verður haldið í Osló 28.—20. júnií í sumar. Hitt- ast Þar flokkar frá öllum Norð- uriöndum. Slíik mót eru haldin é þriggja ára fresti til skiptis í höfuðborgum þeirra landa, sem eru aðilar að norrænu þjóðdansa- aamtökunum. ísland mun nú í fyrsta sinn taika þátt í þessu móti, þar sem Þjóðdansafélagi Reykjavíkur hef ir borist boð frá vinafélagi sínu Leikarringen í Bondeungdoms- laget, að senda 35 manna flokk til þátttöku í mótinu. Verður- þetta gagnheimsókn, en 38 manna flokkur frá Leikarringen voru gestir Þjóðdansafélagisins sumar- ið 1959. Fyrirhugaðar eru miklar sýn- ingar meðan á mótinu stendur. Hefst það með setningarhátið í ráðhúsi Oslóborgar föstudaginn 28. júmí. Verða útisýningar í borg inni, á íjþróttaleikvanginum í Jordal Amfi og úti á Bygdöy, sem er byggðasafn Osióborgar, einnig verður farið'í skrúðgöngu um götur borgarinnar í þjóðbún- ingum og sýning verður í ráð- húsinu. bílar í happdrætti Sjálfstæðisflokksíns Kaupið miða í tima Að þessu móti loknu verður farið til Bodö, sem er 1300 km leið frá Osló. Þar verður halaið norskt mót 5.—7. júlí. í tilefni af þessari ferð hefir Þjóðdansa- félag Reykjavíkur ráðist í að kotma upp gömlum íslenzku-m búningum, sem ekiki hafa verið í notkun áratu-gum saman og suimir eru ennþá eldri. Eru það félagar úr sýningarflokki félags- ins, sem vinna mikið að þessu starfi í tómstundavinnu i sam- ráði við stjórn félagsins og njóta einnig aðstoðar frá Þjóðminja- safni íslands. Á vorsýningu Þjóðdansafélags Reykjavíkur í Háskólabíói 19. þ.m. koma þessir búningar fram í fyrsta sinn, þar sem hluti af Noregssýningunni verður þá synd ur. Keflavík SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kefla- víkur, heldur fund í Sjálfstæðis- húsinu, Keflavík, þriðjudaginn 14. maí kl. 20,30. von er ekki heldur blind, hún er síýökul, hún er leitandi, hald- andi dauðahaldi í handleiðslu drottins. Það er líka lífsnauðsyn farsælu hamingjulífi, að vér mörkum framtíðina merki trúar og vonar, að vér göngum fram í þeirri trú að það sé yfir oss vakað. Hvað sem vér tökum oss fyrir hendur, hversu smátt og auvirði- legt, sem það kann að sýnast, kemur vonin til eins og ómiss- andi orkugjafi. Móðirin gætir barns síns og hjúkrar því, bónd- inn gengur út að sá, sjómaður- inn rær til fiskjar, smiðurinn heflar fjöl sína, skrifarinn ritar blað sitt og öll eiga þau sam- merkt um það, að við hlið þeim stendur góður engill vonarinnar og leysir starfsorku þéirra úr læðingi. Um öll störf vor og breytni leikur sú hugsun, að betur sé unnið en óunnið, að þáð sé ó- maksins vert að gjöra það, sem rétt er, að vorri innstu þreyju sé bezt þjónað með því að sækja að settu marki. Vér tökum oss verkfæri í hönd, vér tökumst verkefni á hendur, af því að’ það er vænlegt að trúa því og vona það, að eitthvað gott muni af því hljótast. Sýn vor inn í fram- tíðina, hvort sem hún nær langt eða skammt, knýr oss til að hefj- ast handa, — þetta að vér eigum oss von um árangur. Þvílík er sú von, sem vér hrærumst í dag- lega; hún er svo samgróin eðli voru, að vér veitum henni ekki fremur athygli en andrúmsloft- inu í kring gn þó er hún svo nauðsynleg lífi voru sem líkam- anum andardráttur. En mannkynið á sér líka aðra von, háleita og göfuga, sem mætti varpa ljóma gleði og ham- ingju á hverja andrá lífs vors, því að hin kristna von er ekki einvörðungu bundin framtíð- inni, heldur hlýtur og að orka með meginkrafti á lífsviðhorf vort hverja stund. En svo vítt getur hún horft hin kristna von, að sjái um heima alla. Sú von hjálpræðisins á sér raunar ekki óverðugra endimark en eilífðina sjálfa: „Og röddin hin innri, hið eilífa mál, / það aldregi bregzt hinni vonandi sál.“ Á bautasteinum fornaldar eru algengustu táknmyndirnar kuln- aður kyndill eða brostin súla, merki þess, að allt sé um garð gengið. En á gröfum kristinna manna breytist þetta, þar rís krossinn, fyrr á öldum einatt akk^rið líka, merki vonarinnar. Þetta eru tákn eilífs lífs. Það leikur ekki á tveimur tungum, að margir þeir, sem skírzt hafa til kristinnar trúar, líta svo á, að líf þeirra kulni út fyrir fullt og allt, við líkams- dauðann, lífsmeiður þeirra bresti endanlega. Kaldri krumlu efnis- hyggjunnar hefir því miður tekizt að kremja svo mörg mann anna hjörtu, að í augum sumra manna er gröfin hinzta endi- mark í bráð og lengd. Von þeirra er öll bundin við tímanlega hluti. Oft er það þó svo, að í volki áranna skolast af mönnum steigurlæti formúlunnar svo að þeir geta játað: „Og ég .finn aft- ur andans fögru dyr / og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr.“ í ljósi upprisutrúarinnar og ófölskvaðs guðstrausts er krist- inn maður jafnan vonglaður, hve kalt sem er umhverfið og dimmt. Vér reynum því af veikum mætti að horfa til takmarksins „í gegnum Jesú helgast hjarta." Og hvað sem helsprengjuótta og bölsýnis barlómi líður, fölksv- ast ekki sú von vor, að skapar- anum takist tilraun sín með manninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.