Morgunblaðið - 12.05.1963, Page 24

Morgunblaðið - 12.05.1963, Page 24
Stórfelldar breytingar á starfs- háttum Leikfélags Reykjavíkur Stál- skipa- smioi í Kópavogi HAFIN er smíði 25—30 tonna l stálskips hjá nýju fyrirtæki í Kópavogi, Stálskipasmiðjunni h.f., sem var stofnað fyrir um ári síðan af Ólafi H. Jónssyni, Þóri Guðjónssyni og Jóni Sig- urðssyni. Þetta er fyrsta verkefni fyrirtaekisins og er skipið selt suður til Hafna. Fjórir til fimm menn vinna við smíði skipsins og hófst vinnan fyrir um tveim vikum. Áætlað er að smiðinni ljúki á 3 mánuðum. Skipið er fram byggt. Stálskipasmiðjan h.f. getur smíðað .allt að 220 tonna stál- skip innanhúss, frambyggð,- og 200 tonna, afturbyggð. I Teikningar að hinu nýja skipi gerði Ólafur H. Jónsson og er það allt úr stáli með 5 vatnsþéttum hólfum og er ströngustu íslenzkum kröfum fylgt við gerð skipsins. Myndin var tekin í gær af hinu nýja skipi. Við það eru starfsmenn fyrirtækisins. Ljósm.: Ól. K. M. Brezkt herskip með slasaðan Belga í GÆR var brezika herskipið Malcolm væntanlegit til Nes- kaupstaðar með slasaðan mann af beligiskum togara. Bkki gat blaðið í gær aflað sér annarra upplýsinga um málið, en að sjúkrahúslæknirinn í Neskaup- stað hafði verið beðinn að gera að sárum manrnsinis, sem mun vera illa slasaður á hendi. Á FRAMHALDSAÐALFUNDI Leikfélags Reykjavíkur, sem haidinn var í gær, lagði laga- nefnd félagsins fram tillögur um breytingar á lögum L. R. Fela Tvö skip með síld AKRANESI, 11. maí. — Sffld barst hingað í morgun, 550 tunn- ur af tveimur bátum, Höfrung- ur n., sá aifllalhærTÍ, hafði 300 tunnur og Sigunfari 250. Heilda hþorsk afl i nn í gær var 30 tonn atf fjórum bátum. Siig- urður og Sigrún voru jöín með 10 tonn hvor. — Oddur. tillögur þessar í sér mjög miklar breytingar á rekstri félagsins. Gert er ráð fyrir að ráðinn verði leikhússtjóri til þriggja ára í senn, en undanfarið hefur gjaid- keri félagsstjórnar jafnframt verið framkvæmdastjóri og ann- azt dáglegan rekstur. Einnig verð ur nú skipad fimm manna leik- húsráð, þar sem m.a. verður verður enn fulltrúi skipaður af þorgarstjóra. Leita skal samþykkis leikhús- ráðs um ýms framkvæmdaatriði svo sem fastráðningu leikara og annars starfsfólks. Er þetta í fyrsta sinn sem gert er ráð fyrir því í lögum félagsins að leikarar verði fastráðnir. Er þlaðið fór í prentun var fundinum ekki lokið og því ekki fullvíst um endalok þessa máls. Hagstæður verzl- unarjöfnuður VERZLUNARJÖFNUÐUR ' við útlönd er á tímabilinu jan-marz 1963 hagstæður um 66,6 millj. króna, en var á sama tíma árið áður hagstæður um 191,9 millj. kr. Heildarútflutningur janúar -marz nam 913,7 millj. kr. en innflutningur á sama tíma 847 millj. kr. í marzmánuði voru fluttar út vörur fyrir 282,8 millj. en innflutningur nam 300,9 millj. krónur. Síldarsala | til Svíþjóðar 1 Samkvæmt fréttum frá Gauta-i borg hefur nú verið gengið frá 0 ramma-samningum um sölu á 1 síld til Svíþjóðar af framleiðslu V komandi vertíðar bæði af hálfu ú íslendinga og Norðmanna. Hins! vegar hafa ekki ennþá tekizt I samningar milli Svía og Fær-1 eyinga um síldarkaup. Samið / verður síðar um endanlegt magn 1 innan ramma samninganna. I Gert er ráð fyrir aukinni sölu n á saltsíld frá íslandi miðað við I fyrra árs samninga, en að salaw sérverkaðrar síldar verði svipuð u og áður. íslendingar fá nokkra 1 verðhækkun bæði á saltsíld og V sérverkaðri síld. Hins vegarfl hafa Norðmenn samið um lækk 7 un á herpinótarsaltsíld um 31 norskar krónur á tunnuna, en V hækka verðið á reknetasíld um 7 4 norskar krónur á tunnu frá I fyrra árs verði. V tlpphitun og einangrun húsa Erindi a veguun byggingaþjónustu AÍ NÆSTKOMANDI miðvikudags- kvöld verður haldin fyrsti al- menni fræðslufundurinn í Reykja vik á vegum byggingaþjónustu A.Í., en slíkur fundir hafa verið haldnir á hennar vegum vlða út um land á undanförnum árum. Upphitun og einangrun er eitt af þeim þýðingarmestu atriðum, sem sérstakléga þarf að v-nda til í hverju húsi. Þess vegna hef- ur byggingaþjónusta A.í. Fengið sérfræðinga á þessu sviði til að fræða almenning um þetta efni á almennum fundum, þar sem fólki er jafnframt gefinn kostur á að gera fyrirspurnir. Eins og áður segir verður fyrsti almenni fundurinn hér 1 Reykjavík á miðvikudagskvöld- ið kemur í fundarsal bygginga- þjónustunnar að Laugavegi 16A. Öllum er heimill ókeypis að- gangur meðan húsrúm leyíir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.