Morgunblaðið - 12.05.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.05.1963, Blaðsíða 13
Sunnudagur 12. maí 1963 MORCIINBLAÐIÐ 13 Skipherra . vikið frá HINN 27. desember 1937 birti ’Alþýðublaðið, stuðningsblað þá- verandi samsteypustjórnar Al- þýðuflokks og Framsóknar, und- ir forsseti Hermanns Jónassonar, sem jafnframt var dómsmála- ráðherra, svohljóðandi grein: „Einari M. Einarssyni skipherra vikiö frá skip- stjórn um stundarsakir. Skipherranum var tilkynnt brottvikningin um borö í Ægi í nótt. Hann hefur fariö óvarlega og þrír hœstaréttardómar hafa gengiö á móti honum, segir forsœtisráöh. Einari M. Einarssyni, skip- herra, var í ftótt vikið um stund- arsakir frá skipstjórn á varð- skipinu Ægi. Fór skipið síðan út í morgun og var með það Jóhann P. Jóns- son, skipherra. „Skipherrann hefur fariö óvarlega,“ segir forsœtisráö- herra. Alþýðublaðið náði í morgun tali af forsætisráðherra og spurði hann um ástæðuna fyrir brottvikningu E.M.E. Forsætisráðherra svaraði: „Einar M. Einarsson hefur fengið frí um stundarsakir, en heldur launum sínum, og Jó- hann P. Jónsson hefur aðeins verið fenginn til að fara út með skipið í þetta sinn. Ástæðan fyrir þessu er sú,“ sagði forsætisráöherra ennfrem- ur, „að álitið er, að Einar M. Einarsson hafi farið nokkuð ó- varlega við töku togara, og má benda á það, að nýlega hafa þrír hæstaréttardómar gengið á móti honum.“ * Rekinn að næturlagi Síðan heldur Alþýðublaðs- greinin áfram: „Alþýðublaðið hafði í morgun tal af Einari M. Einarssyni og spurði hann um, hvort honum væru kunnar ástæðurnar fyrir þessari breytingu. v „Engin tilkynning fyrr en t nótt,“ segir skipherrann. Eiqar M. Einarsson svaraði: „Mér er ekki kunnugk um þær ástæður, sem liggja til gruyid- vallar þessari ákvörðun, enda voru engar ástæður tilgreindar um leið og mér var vikið frá. Ég vissi ekkert um þetta fyrr en í gærkvöldi, að Jóhann P. Jónsson skipherra hringdi til mín og kvaðst hafa fengið skipun um að fara út með skipið, én þar sem ég hafði enga tilkynningu fengið um þetta, sagði ég hon- um, að ég myndi, ef skipið ætti að fara, mæta um borð. Fór ég þá samstundis um borð í skipið, og mætti ég þar Jó- hanni P. Jónssyni; endurtók hann, að hann hefði fengið skip- un um að fara með skipið, en ég Xieitaði að afhenda lyklana fyrr en ég hefði fengið skriflega til- kynhingu um það frá ráðuneyt- inu, að mér væri vikið frá. Var síðan margsinnis sent heim til forsætisráðherra og í nótt fékk ég loks skriflega til- kynningu um brottvikningu mina um borð í skipið.“ — Höfðuð þér skipun fyrir embættinu? „Já; ég var 10. apríl í vor skip- aður skipherra til 6 ára.“ Kröfur útlend- inga réðu úrslitum Frá upphafi var ekki um að villast, að reynt var að draga dul á hina raunverulegu ástæðu til frávikningar Einars M. Ein- arssonar. Það varð þó enn ljós- ara síðar. Einar fékk sem sé aldrei að taka við starfi sínu á ný, eins og Hermann Jónasson gaf í skyn í samtali sínu við Al- þýðublaðið. í stað þéss hélt skip- ODINN Bjarni: Tappinn skal í byssuna. ViS láfum Hunl sjá um þetta Þessi teiknimynd birtist í Xímanum laugardaginn 4. þ. m. Samkvæmt henni telur Xíminn það vera árásarefni, að ekki sé skotið fyrr en í síðustu lög. Hins vegar segir blaðið. að „hér þýði ekki að sakast við Bretana“, þó að brezkur skipherra gangi á bak orða sinna og fremji réttar- brot gagnvart íslandL REYKJAVÍKURBRÉF herrann fullu kaupi allan ráðn- ingartímann, eða tæplega 5% ár eftir að honum var vikið frá störfum. Sú skýring Hermanns Jónas- sonar, að þrír hæstaréttardómar hefðu gengið á móti Einari fær ekki staðizt. Ef þrjár togaratök- ur Einars voru svo fráleitar, að þær réttlættu frávikningu, átti valdsstjórnin að sjálfsögðu ekki að höfða mál á svo hæpnum grundvelli. Hæstaréttardómarnir þrír gengu þess vegna ekki fyrst og fremst á móti Einari, heldur þeim, sem málin hafði höfðað, en það var sjálf valdsstjórnin og æðsti maður hennar var Her- mann Jónasson. Hér hlýtur því annað og afdrifaríkara að hafa ráðið úrslitum. Öllum kunnug- um ber saman um, að það hafi einkum verið fyrir kröfur er- lendra aðila, sem Einari M. Ein- arssyni var vikið frá. Einiirð eða undanlátssemi? Hermann Jónasson er hygginn maður og hann skortir ekki ein- urð, þegar hann telur mikið Vlð liggja. Það sést ekki sízt á samn- ingunum um laxveiðiréttindi í Grímsá, sem Hermann gerði þrisvar: 1941, 1953 og 1958, ætíð rétt áður en hann bjóst við að hverfa úr ríkissfjórn. Síðasta samningsgerðin var með þeim hætti, að samningur, sem átti að falla úr gildi árið 1963 var strax á árinu 1958 framlengdur til 1972! Geri aðrir betur. Slíkt ger- ir enginn ókjarkaður. Einurð og kjark skorti hins- vegar áberandi, þegar Einar M. Einarsson var sviptur skipherra- starfinu. Fyrst sýnist hafa átt að telja hann með góðu til að hverfa úr starfi. Síðan er látið í veðri vaka, að hann eigi einun^s að taka sér hvíld urm stundarsakir. Þetta er auðsjáanlega gert í því skyni að komast hjá að skýra frá því um hvað sé í raun og veru að ræða og hverjar orsakir liggi til þesS. Skýringarnar, sem fram eru bornar fá ekki staðizt, og skipherrann látinn halda fullu kaupi allan ráðingartímann, — í 5Yz ár, til að forða því að til málareksturs komi, þannig að málið e.t.v. skýrist betur en áð- ur. Enginn dómur skal á það lagð- ur, hvort rétt hafi verið að víkja Einari M. Einarssyni frá eða ekki. En ekki er kunnugt, að nokkur annar íslenzkur ráð- herra hafi sýnt erlendum tog- araskipstjórum svipaða undan- látssemi og Hermann’ Jónasson gerði að þessu sinni. Framsóknar menn hafa þrátt fyrir þetta vafa laust með réttu treyst Her- manni Jónassyni betur en nokkr- Laugard. 11. maí um öðrum úr sínum hópi til dómsmálastjórnar og þar með yfirráða landhelgisgæzlunnar. — Víst er um það, að Hermann hefur eins og þetta dæmi sýnir viljað láta gæta fyllstu varúðar í landhelgisgæzlunni, þegar hann hefur sjálfur verið yfir- maður hennar. Hann hefur að sjálfsögðu gert sér grein fyrir, að verkefnið er ekki fyrst og fremst að efna til sjóorustu við landhelgisbrjóta heldur hindra afbrot þeirra. Breyttar aðstæður Við landhelgisgæzlu eru nú sem víðar mjög breyttar aðstæð- ur frá því, sem áður var. Haf- flöturinn, sem gæta skal, er orð- inn miklu meiri en fyrr, og get- ur stundum hagkð .svo. til, að erfitt sé um staðarákvarðanir. Til þeirra eru þó nú ýmis tæki, sem áður þekktust ekki." Enn skortir að vísú á, að við höfum nógu mörg stór skip til gæzl unnar og hefur þar þó orðið mikil framför, bæði með til- komu Óðins og flugvélarinnar. Um skeið voru öll gæzluskipin gangminni en hraðskreiðir tog- arar, sem gátu auðveldlega siglt þau af sér. Þá var meiri ástæða en ella til að reyna að stöðva togara með skotum.. Aður fyrri var tafsamt og erfitt að hafa beint samband við land. Nú geta menn auðveldlega talast við milli skipa, milli skipa og lands og landa í milli. — Af þessu leiðir, að oft er með bein- um forftölum hægt að fá því framgengt, að landhelgisbrjótur láti af mótþróa eða flótta, án þess að til ítrustu valdbeitingar þurfi að koma. Þarf ekki um að ræða, hvort hyggilegra sé, að reyna fyrst til þrautar að ná sökudólg án kúlnaskota eða grípa fyrr en í síðustu lög til valdbeitingar, sem auðveldlega getur haft í för ,með sér manns- bana eins eða fleiri. Beiting vopnavalds er enginn gamanleik- ur, allra sízt á hafi úti. Það fer eftir öðru, að þeir sem háværast- ir þykjasit friðarsinnar og messa „gegn-her-í-landi“ eru ákafastir í að ísland beiti sínu vopna- valdi, svo mikið sem það er, gegn útlendingum, sem grunaðir eru um afbrot. Brezk herskip á vettvang Svo sem fram kom í yfirliti, sem birtist í Morgunblaðinu nú í vikunni, um töku erlendra landhelgisbrjóta síðustu tvö ár- in, hefur það stundum borið við, að brezk herskip hafa komið á vettvang. Stjórnarandstæðingar hafa nú skrökvað því upp, að þetta hafi orðið vegna ein- hverra leynisamninga milli brezku og íslenzku ríkisstjórn- anna. Slíkt er með öllu tilhæfu- laust. Engir slíkir samningar hafa nokkru sinni verið gerðir né til mála komið að gera þá. Hingað til hefur Islendingum hinsvegar siður en svo reynzt ó- hagur að þessari tilkomu brezkra herskipa. Yfirmenn þeirra hafa stundum með eigin mælingum staðreynt, að mælingar hinna ís- lenzku varðskipsmanna voru réttar. Þar með hafa undan- brögð landhelgisbrjótanna orðið að engu. Hinir brezku skipherr- ar hafa og átt hlut að því að telja landsmenn sína á að láta að réttum lögum, án þess að til ítrustu valdbeitingar þyrfti að koma. Hvorttveggja hefur orðið til þess að gera landhelgisbrjót- unum örðugra fyrir um að róg- bera íslenzka landhelgisgæzlu og íslenzkt réttarfar í heimalandi sínu eftir á, en alkunnugt er, að þeir hafa lengi freistazt til slíks í því skyni að reyna að gera sína eigin sök minni. Með því að fara svo að hafa íslendingar ekki af- salað rétti sínum, heldur styrkt stöðu sína í augum allra sann- gjarnra marína innanlands sem utan. Auðvitað hafa íslenzku varðskipin engu að síður ætíð verið reiðubúin til að beita valdi, ef annað dygði ekki. Taka Southella loknum nokkrum orðaskiptum var gerð aðför að togaranum, sem hafði sett á fulla fer til hafs. Var þá haft talsamband við tog- araskipstjórann í loftskeytastöð yarðskipsins og honum settir úr- slitakostir um að nema strax staðar og halda uppgefinni stefnu til Seyðisfjarðar. Hann sinnti því ekki og hélt áfram til hafs. Varðskipið setti þá fyrst upp stöðvunarmerki, skaut síðan þremur' lausum skotum og loks tveimur kúluskotum fyrir fram- an togarann. Eftir það tilkynnti skipstjóri togarans, að hann mundi fara að fyrirskipun varð- skipsins um að halda til hafnar, sneri við og hélt til Seyðisfjarð- ar. „Hér þýðir ekki að sakast við við Bretana46 Þetta dæmi sýnir, hversu frá- leitt það er, sem stendur í Tím- anum 8. maí sl.: „Bretar eru ekki verri dreng- ir en við, þegar þannig stendur á, að landi er í nauðum stadd- ur fjarri heimahögum og þarfn-. ast hjálpar. Engum heilvita manni gat blandazt hugur um, að skipherrann á „Palliser" 1961 Gott dæmi þessa er taka brezka togarans Southella út af Austfjörðum 5. ágúst 1961. Þá barst varðskipinu Þór skeyti frá gæzluvélinni Rán um, að hún hefði staðið brezka togara að landhelgisveiðum, enda fylgdi vélin togaranum stöðugt eftir, unz Þór kom á vettvang. Eftir nokkurn eltingaleik tókst hon um að stöðva ogarann. Óskaði þá togaraskipstjórinn eftir að að gerðum yrði frestað, unz brezka freigátan HMS Duncan kæmi á vettvang. Var sætzt á það af hálfu varðskipsins Þór, þar sem líklegt þótti að það mundi greiða fyrir handtökunni, eins og segir í skýrslu íslenzku landhelgis gæzlunnar. Duncan kom síðan i vettvang. Þá kom yfirmaður það an um borð í Þór, kynnti sér alla málavexti en kvaðst ekki geta skipað togaranum að fylgj varðskipinu til hafnar. Hinsvegar óskaðL skipherrann á Duncan eftir því að beðið yrði frekari aðgerða, unz togarinn hefði fengið fyrirmæli frá út gerðarfélagi sínu. Þegar ekkert hafði gerzt næstu þrjár klukku- stundirnar, tilkynnti Þór, að lengur yrði ekki beðið, og að af teldi sig 'tilneyddan að hjálpa John Smith við flóttann sam- kvæmt sígildandi kjörorði Breta: „Right or wrong —• my country“.“ Þannig getur enginn skrifað annar en sá, sem vanur er for- réttindum sér til handa, og þekk ir hvorki gildi laga né loforða. — Skipherrann á Duncan taldi sig að vísu ekki hafa vald til að skipa Southella að fylgja varð- skipinu til hafnar. En þegar eng- inn árangur varð af því að leita til útgerðarfélagsins, lét Dvm- can það að sjálfsögðu afskipta- laust, að íslenzka varðskipið beitti valdi til að knýja togar- ann til hlýðni. Um hitt er ekki að villast, að skipherrann á Þór styrkti íslenzka réttargæzlu og tiltrú til hennar með því að bíða þess að Duncan kæmi á vett- vang og gefa Bretunum kost á því að hafa samband við hús- bændur sína úti í Englandi. Hins sama hlutu menn að vænta að verða mundi um Mil- wood og Palliser. Sá, sem þar brást var skipherrann á Palliser, sem var ekki vaxinn þeim vanda, er hann lenti í. Svo kem- ur Tíminn og segir: „Hér þýðir ekki að sakast við Bretana“. A réttarbrot að skapa rétt? Enn segir í hinni sömu Tíma- grein, þegar talað er um ís- lenzka ráðherra: „Þeim gat aldrei i alvöru dott- ið í hug, að brezk yfirvöld mundu framselja togaraskipstjór- ann af þeirri einföldu ástæðu, að brezk lög eins og hliðstæð ís- lenzk lög heimila slíkt ekki“. Þetta er sagt í íslenzku blaði, þó að staðreyndirnar séu þær, að John Smith kemst um borð í Pall iser þvert ofan í gefin loforð hins brezka skipherra, sem með atferli sínu á beinan þátt í að forða honum undan löglegri handtöku íslenzkra yfirvalda. Með þessu gengur hinn brezki skipherra ekki einungis á gefið loforð, heldur fremur augljóst réttarbrot gagnvart ísénzka rík- inu. Brezka ríkisstjórnin ber á- byrgð á þessu réttarbroti. Það er á grundvelli þess ástands, sem þannig skapaðist, að John Smith nýtur „friðhelgi“ í Bretlandi. Ef brezka stjórnin getur ekki fram- selt John Smith eftir brezkum lögum eða knúið hann til að koma hingað og standa fyrir rétti, hlýtur hún því fremur að bæta fyrir réttarbrotið og benda á, með hverjum öðrum hætti það sé unnt en þeim, sem einfaldast- ur er, að knýja John Smith til að bera ábyrgð gerða sinnsu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.