Morgunblaðið - 14.05.1963, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.05.1963, Qupperneq 4
20 MORCVNBLABIB Þriðjudagur 14. maí 1963 Tilkynning frá Stýrimanna- félagi íslands Framhaldsaðalfundur verður haldinn í dag þriðju- daginn 14. maí að Bárugötu 11, uppi, kl. 20,30. DAGSKRÁ: Reikningar félagsins fyrir árið 1962. Stjórnarkjör — Önnur mál. Fjölmennið. Stjórnin. Mauðungaruppboð það sem auglýst var í 11., 12. og 14. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1963 á efri hœð húseignarinnar nr. 27 við Smáratún í Keflavík, eign Ara Sigurðssonar fer fram að kröfu uppboðsbeiðenda á eigninni sjálfri miðvikudaginn 22. maí 1963 kl. 3 e.h. Bæjarfógetinn í Keflavík. Afgreiðslumaður óskast í varahlutaverzlun vora. Unglingur 16—18 ára kemur til greina. — Framtíðaratvinna. — Upplýsingar á skrifstofunni í dag kl. 5—-7. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16. Jörð á suðurlandi til sölu Jörðin er mjög vel hýst. Nýlegt íbúðarhús. Fjós og hlaða úr steinsteypu. Ræktað tún ca. 30 ha. — Sími og rafmagn. — Upplýsingar gefur: ÁRNI GRÉTAR FINNSSON, hdl. Strandgötu 25. — Hafnarfirði. — Sími 50771. Sendiferðir - innheimta Vantar pilt eða stúlku til sendiferða og innheimtu- starfa. Eldri maður kemur einnig til greina. — Upplýsingar á skrifstofu okkar. Nathan & Olsen hf. Sildveiðar — Skipstjórar Aflasaell skipstjóri óskast á ca. 200 lesta nýtt skip, sem verður tilbúið í haust. Sameign án framlags kemur til greina eigi úrvalsmaður í hlut. Listhaf- endur sendi nöfn sín til afgr. Mbl. fyrir 23. maí n.k. merkt: „Þagmælsku heitið — 5925“. NYKOMIQ Karlmannaskór Sandalar i karlmanna, telpna og drengja. Ódýrir og góðir. SKÓVERZLUN * PÉT'URS A N DRÉSSQN Aj Ragnar Jóhannesson cand. mag. 50 ára ÞAÐ er reyndar óþarfi að kynna „rjóh“, því að þann knáa, sí- glaða mann þekkir þjóðin af verkum hans nú þegar, enda er það svo, að þegar ég hugsa til hans á þessum tímamótum, kemst ég jafnskjótt í sólskins- skap. Fyrir bragðið verð ég — annarra vegna — að bregða upp svipmynd af samferðamanni, vini og dáðadreng. Ragnar Jóhannesson er fædd- ur í Búðardal í Dalasýslu. For- eldrar hans voru Jóhannes Jóns- son skósmiður, en hann var raunar lengst verzlunarmaður þar, og kona hans, Guðrún Hall- dórsdóttir frá Arnardal við ísa- fjarðardjúp. Stúdent varð Ragn- ar frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1934, settist þegar í nor- rænudeild háskólans og lauk þaðan kandídatsprófi fimm ár- um síðar. Ragnar tók mikinn þátt í fé- lagslífi háskólans, t. d. í Stúd- entaráði og formaður þess um skeið og í stjóm Stúdentafél. Reykjavíkur. Og það hafa þeir Fyrir- liggjandi Teak 3—514 íet, 2x4—6” Yang 2x6” Oregon pine 3t4x5 *4” Brenni 2 og 2*4” Abachi 1*4” Mahogni 2” Birki 2, 2*4 og 3” Eikarspónn 1. flokks Teakspónn 1. flokks Harðpiastplötur. Væntanlegt í næstu viku: 1, 1*4 og 2” Pá!l Þorgeirsson l44tgavegi 22. — Sími 16412. menn sagt mér, sem voru með honum í háskólanum, að hann hafi verið með skemmtilegustu, ef ekki manna skemmtilegast- ur, af þeim, sem voru honum þar samtíða. Þegar náminu var lokið, tók Ragnar að sér ýmis störf, en var eðlilega fyrst og fremst eftirsóttur til ýmissa rit- starfa, og má gjarnan minna á, að hann starfaði fyrir Fálkann, Alþýðublaðið og útvarpið á þess- um tírna,, en síðan var hann hér á Akranesi skólastjóri Gagn- fræðaskólans í tólf ár eða frá 1947—59. Þótt ég vildi gjarnan telja upp sitt af hverju af því, sem Ragn- ar hefir verið fenginn til að gera um ævina, til að gleðja vini og aðra, því að oft hefir verið til hans leitað í þeim efnum, get ég vitanlega ekki verið þekktur fyrir að gera slíkar kröfur til rúms Morgunblaðsins. Ragnar hefir nefnilega verið liðtækur á svo mörgum sviðum, og svo margir leitað til hans, að ég þekki engan, sem hefir verið eins eftirsóttur að því leyti. En ég kemst ekki hjá því að geta um fáein af þeim trúnaðar- störfum, sem honum voru falin — meðan hann dvaldist á Akra- nesi. Hann var t.d. formaður Stúdentafélags Akraness 1947— 51, og aftur var hann formaður Stúdentafélags Miðvesturlands 1953—55, og síðan á ný 1957— 58, en loks var hann formaður Alþýðuflokksfélags Akraness 1959—60. Enn má geta þess, að hann var formaður Rotaryklúbbs Akraness 1952—53. Jafnframt öllu þessu var hann beðinn að hafa á hendi ritstjórn ýmissa tímarita og blaða, sem voru gef- in út hér og víðar og hann bryddaði upp á ýmsum nýjung- um af því tagi í bæjarfélaginu, sem hér væri alltof langt upp að telja. Barnabækur hefir hann skrifað margar, leikrit einnig, og ekki veit ég tölu á þeim skemmtiþáttum eftir hann, sem útvarpið hefir birt og bæði ég 1. aðrir verið þakklátir fyrir. Hann hefir einnig unnið við þýðingar, t.d. My Fair Lady og þótt margir „standi í ströngu“ í því efni, verður það ekki sagt um Ragnar, því að allt leikur þetta í höndum hans — og væri kannske réttara að segja, að það leiki honum á tungu. Það liggur í augum uppi af því, sem ég hefi verið að telja hér upp, að „rjóh“ hefir komið víða við og snortið marga strengi, bæði viðkvæma og sterka, og kem ég þá einmitt að því, sem ég tel eiginlega aðal- atriði þessara orða. Ragnar kenndi börnum mínum á sínum tíma og hann ávann sér ást þeirra og virðingu. Eins hefir hann orðið ógleymanlegur okk- ur, sem höfum sent honum börn okkar til uppfræðslu. Honum er svo lagið að vekja og gleðja barnssálina, blása lífsanda i námsgreinarnar og opna nýja heima, sem börn þurfa að kynn- ast. Ég nefni aðeins eitt dæmi — í meðförum hans tók mannkyns- sagan á sig ævintýrablæ, svo að nemendurnir gleymdu stund og stað. Kynni okkar Ragnars voru mest á sviði Rotary-klúbbsins, þar sem hann starfaði af lífi og sál, svo sem í mörgum öðrum félögum. Var hann burðarásinn í skemmtanalífinu hjá okkur i R. A. og nefni ég hér aðeins eitt sýnishorn, svo að menn megi sannfærast. Og það er táknrænt að hann yrkir þarna undir lag- inu „Vormenn íslands": Látum ríg og fjandskap falla, félagsskapar glæðum yl, bætum fús hvern brest og galla, bræðra vorra hugsun til. Einvöld gæzka alls, sem lifir, efli starfiö, hlúi þvi, breiði heill og ástúð yfir allra þjóða Rotary. Stríð og úlfúð heiminn hryggja, hefta þroskann, spzlla sið, frelsisþrá og félagshyggja fastar þarf- að spyrna við. Léttir böli heiftar hafta, 1. jóðni ;tríð og vopnabrak. Sýndu í verki kærleiks krafta, karlmennskunnar Grettistak. En ég þekki Ragnar fyrir fleira en -líka „herhvöt", því að ég hefi átt því láni að fagna að vera ferðafélagi hans í langferð suður um lönd. í ferðalögum kynnist maður einna bezt, og þar kynntist ég líka mannkostum Ragnars bctur en áður. Ég vissi, þegar haldið var ð heiman, að hann var á^ætisdrengur, en ég vissi ekki, hve mikið ljúfmenni hann var, fyrri en í þessari ferð. Tækifærisrc- Ragnars eru alkunnar, bæði hér á Akranesi og annars staðar, en aldrei mun honum takast betur upp, en þeg- ar ..„nn tal. fyrir minni kvenna. Ég er viss um, að kona hans, Ragna Jónsdóttir, eigi þar sinn þátt, því að hún er kven- kostur bezti og manni sínum frábærlega samhent. .ið sjálfsögðu gæti ég haldið lengi áfram skrifum um Ragnar, því að nn á slíkt skilið, en hér ræður rúmið, h—.ær „lokin” renna upp. Þess vegna verð ég að láta staðar numið, og eru þeir áreiðanh _ . fleiri . ég, sem harma það. En Ragnar á —arga fleiri, stóra heiðursdaga fram- undan, og þeir gefa okkur og vinum hans kærkomin tækifæri til þess að þakka honum alla skemmtun, tryggð og vináttu. Og honum, konu og börnum óska ég góðs gengis um langa fra-ntíð. 3. Þ. THRIGE FÓLKSLYFTUR Einkaumboð fyrir THOMAS B. THRIGE, Odense Tæknideild sími 1-16-20. LUDVIG STORR Útvegum hinar velþekktu thrige-fólkslyftur af öllum stærðum, með eða án SÖFNUNARKERFIS. Leitið tilboða og tæknilegra upplýsinga. Höfum sérfræðing £ lyftu- tækni, sem veitir alla tækni- lega aðstoð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.