Morgunblaðið - 14.05.1963, Qupperneq 16
107. tbl. — Þriðjudagur 14. maí 1963
SGÖGIH
STERKog
stílh'reTisí
POt-A’Rsc—
VIÐREISNIN" HEFUR GERT
LAUNÞEGA VINNUÞRÆLA
##
1 •*
N Vðt þa% nú skártj
í mófruhdriindunurn
/
bdt-3 VXtlnu
JÍ tetJ ðustur i Síbtríu
Þa V&ri miiur
<?<L minníta kosii ðd
Yihni fyrir
rnálsUbihn
Spjöll á vegum á Austuriandi
Blautir en óskemmdir vegir fyrir norðan
AÐFARANÓTT sunnudags og
fram á dag rigndi mikið á Aust-
ur- og Norðurlandi og urðu spjöll
á vegum austanlands og norð-
austan, en vegirnir á Norður-
landi eru óskemmdir, en blautir.
Ástandið er sérlega slaemt á
Héraði, því ekki ér hægt að
koma tækjum eftir vegunum þar
til að gera við, að því er Helgi
Hallgrímsson hjá Vegagerðinni
tjáði blaðinu. Vegirnir voru
mjög blautir fyrir og þoldu illa
þessa viðbótarrigningu. Klaki er
í jörðu og vatnið sígur því hægt
niður.
Skriður á vegi
Vegirnir niður á firðina urðu
ekki eins illa úti. En aurskriða
féll á veginn skammt frá Eski-
fjarðarkauptúni og skemmdi
hann. í gær var viðgerð hafin.
Þá féll snjóskriða á Oddsskarðs
veginn og lokaði honum. í gær-
morgun var verið að skoða skriðu
fallið og búizt við að hægt yrði
að hefjast handa um að ryðja
veginn síðdegis. Allir fjallvegir
eystra eru opnir að undantekn-
um vegunum um Fjarðarheiði og
Oddsskarð.
Norðanlands eru vegir blautir
og linir, en engin spjöll urðu á
þeim, að því er Snæbjörn Jónas-
son verkfræðingur tjáði blaðinu.
Eru þungatakmarkanir þær, sem
settar voru í vegina þegar aur-
bleytan var mest í vor, enn í
gildi og verður þeim ekki aflétt
fyrr en þornar, til að forða veg-
unum frá skemmdum. En spáð
er að brátt fari að þorna.
Áhafnir frá Eim-
ship fara utan
f GÆR fóru 16 manns af áhöfn
Guiilfoiss utan með flugvól frá
Flugfélagi íslands. Þetta voru
10 hásetar og 6 úr þjónustuliði
skipsins. Gullfoss á sem kunnugt
er að leggja af stað heim 8. júní.
í fyrri viku fór áhöfnin á
Bakkafossi, nýja skipinu, £Lug-
leiðis txl Kaupmannahafnar.
Lagði Bakkafoss úr höfn s.l. laug
ardag áleiðis til Finnlands, en
þaðan kemur skipið heim ag
fyrst að Austfjörðum.
Endurtók
mótmæli
MBL. ræddi í gær við Henrik
Sv, Björnsson, ambassador
íslands í London, og innti
hann eftir því, hvort hann
hefði haft eitthvað nýtt fram
að færa, er hann ræddi við
utanríkisráðherra Breta, Lord
Home, sl. föstudag.
Ambassadorinn svaraði því
til, að hann hefði aðeins ítrek
að fyrri yfirlýsingar, er gefn-
ar hefðu verið vegna Mil-
woodmálsins.
Hefði utanríkisráðlherrann
veitt þeim móttöku, en að
öðru leyti kvaðst ambassador
inn ekki hafa frá neir.u því
að skýra, er varpað gæti nýju
ljósi á málið.
Utanríkisráðuneytið hefuri
tekið fram, að erindi ambassa
dorsins hafi ekki verið ann-
að, en taka enn í þann streng,
er áður hefur verið tekið, svo
sem frá hefur verið skýrt, í
fréttum.
Systkinin Kristgeir Sigurgeirsson og Katla (Ljósm.: Sv.Þ.)
Þrír strákar kveiktu í fötum 8 ára drengs
Brunagatið á buxum
Kristgeirs
ÁTTA ára drengur, Kristgeir
Sigurgeirsson, og fjögurra
ára systir hans, Katla, urðu
fyrir árás þriggja drengja á
aldrinum 13—14 ára um kl. 4
sl. laugardag. Hugðust þeir
kveikja í fötum Kötlu litlu, en
henni tókst að kornast undan
því bróðir hennar réðst að
drengjunumi Þeir lögðu Krist
geir á jörðina og kveiktu í
buxum hans. Drengirnir þrír
komust undan eftir að hafa
framið ódæðið.
Morgunblaðið talaði í gær
við Kristgeir litla og sagðist
honum svo frá um atburðinn,
að þau systkini hefðu verið
að leika sér fyrir utan húsið
þar sem þau eiga heima, Álfta
mýri 28.
Þá hefðu komið þar að
þeim þrír strákar á aldrinum
13—14 ára, að því er hann
heldur, og talað um að kveikja
í systur hans og gert sig lík-
lega til þess.
Kristgeir segist hafa hlaup-
ið að þeim til varnar systur
sinni og ráðizt á einn þeirra
og á meðan hefði V.atla systir
hans notað tækifærið og forð-
að sér burtu.
Strákarnir hefðu þá tekið
hann og skellt á jörðina og
haldið honum þannig liggj-
andi á bakinu. Þeir hefðu
svo kveikt á eldspýtum og
reynt að kveikja í buxna-
skálminni, en það hefði ekki
tekizt.
Þá hefðu strákarnir tekið
það ráð að kveikja á nokkr-
um eldspýtum í einu og setja
svo logandi í eldstpýtustokk-
inn, sem þeir hefðu lagt á
hægri buxnaskálmina rétt við
hnéð.
Svo hefði stokkurinn fuðr-
að upp og blossinn kveikt í
buxunum. Þá hefðu strák-
arnir hlaupið burtu.
Kristgeir sagðist hafa reynt
að slökkva eldinn, strax og
hann varð laus við strákana.
Brann í gegn um buxurnar og
einnig í gegn um nærbuxurn-
ar og inn í skinn, sem roðnaði
upp af hitanum.
Það, sem forðaði Kristgeiri
frá enn meiri bruna, var að
gallabuxur hans höfðu verið
bættar um hnén, svo og nær-
buxurnar, þannig að eldurinn
varð að fara í gegnum fer-
falt efnið a.m.k.
Kristgeir segir, að strákarn-
ir hefðu kallað hvern annan
nöfnunum Gunni, Bjössi og
Botti. Einn þeirra hefði verið
rauðhærður en hinir Ijóshærð
ir. Þeir hefðu farið í áttina
að Hlíðunum, tveir þeirra
verið með reiðhjól og reitt
þann þriðja.
Kvaðst Kristgeir hafa heyrt
þá vera að tala um að hann
væri sá fimmti, sem þeir hefðu
kveikt í.
Loks sagði Kristgeir litli,
að stúlka, 17—18 ára, hefði
komið þarna að og hlaupið á
eftir strákunum og náð tveim-
ur þeirra, sem hún hefði sleg-
ið utan undir fyrir tiltækið.
Rannsóknarlögreglan hefur
nú mál þetta til meðferðar og
eru það eindregin tilmæli
hennar, að allir þeir, sem
gætu gefið upplýsingar um
málið, gefi sig fram hið
fyrsta, svo og allir foreldrar,
sem eigi börn, sem hafi orðið
fyrir slíkum árásum.
x