Morgunblaðið - 17.05.1963, Side 10

Morgunblaðið - 17.05.1963, Side 10
1U m o p c r v rt r 4 n i b Fostudagtir 17. maí 1963 SKRIFSTOFUSTARF Skrifstofustúlkur Viljum ráða nokkrar ungar stúlkur til skrifstofustarfa strax. Nokkur vélritunar- kunnátta er nauðsynleg. Nánari upplýs- ingar gefur Starfsmannahald SÍS, Sam- bandshúsinu. STARFSMANNAHALD i/orur Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó Straumnes Nesvegi 33. IMý sending Sumarkjólar Skólavörðustíg 17 — Sími 12990. Selfoss nágrenni Námskeið í snyrtingu verður haldið á Selfossi 18. til 19. maí. Kennt verður meðferð og notkun á snyrtivörum, allar nánari upplýsingar og móttaka pantana í Bókabúð K.Á. og verzluninni Austur- vegi 65. Bifreiðaleigan Hjól hf. Leigjum eftirtaldar bifreiðar án ökumanns. COMMER COB STATION SINGER VOUGE HILLMAN SUPER MINX Eingöngu nýir bílar. IIJÓL H.F. Hverfisgötu 82 — Sími 16370. Ódýrasta fáanleg vegg- og loftklæðning er HARDTEX kostar nú eftir nýja verðlækkun aðeins kr. 20,83 pr. ferm. — Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. MARS TRADING COMPANY H.F. Klapparstíg 20. — Sími 17373. Stúlka eða kona óskast til afgreiðslu eða eldhúsvinnu. Sími 16908. AIXT MEÐ Eðvald Bóasson óðalsbóndi í IXIittedal EIMSKIP A næstunni ferma skip vor til Islands, sem hér segir: NEW YORK: Dettifoss 14—19. maí. Selfoss 3.—7. júní. KAUPMANNAHÖFN: Skip um 24- maí. Gullfoss 6.—8. júní. LEITH: Tröllafoss um 23. maí. Gullfoss 10. júní- ROTTERDAM: Dettifoss 6.—7. júní. HAMBURG: Tröllafoss 17.—21. maí- Dettifoss 9.—12. júní. ANTWERPEN: .....foss um miðjan júní. HULL: Hegra 18- maí. Tröllafoss 21.—25. maí. GAUTABORG: Skip um 27. maí. VENTSPILS: Lagarfoss um 30. maí- GDYNIA: Lagarfoss um 28. maá. FINNLAND: Bakkafoss (Hamina) 17. maí. Lagarfoss (Turku) 2. júní- Vér áskiljum oss rétt til að breyta auglýsri áætlun, ef nauðsyn krefur. Góðfúslega athugið „ð geyma auglýsinguna. hf. eimskipafélag ISLANDS Eðvald Bóasson, óðalsbóndi á Dhal-Nordre í Nittedal, Noregi, er fæddur og uppalinn í Reyðar- firði, sonur þeirra merkishjóna, Sigurbjargar Halldórsdóttur og Bóasar Bóassonar, er lengst af bjuggu á Stuðlum í Reyðarfirði. Eðvald Bóasson la^ik búnaðar- námi frá Hvanneyrarskóla 1913 og sama ár fer hann til fram- haldsnáms í Noregi. Auk þess sem Eðvald lagði sérstaka rækt við sauðfjárrækt- arnám og skrifaði bók á norsku um sauðfjárrækt, þá lauk hann almennu búfræðikandidatsprófi frá Búnaðarháskólanum að Ási árið 1917. Vegna stríðsorsaka og ófriðar í heiminum, þá atvikaðist það þannig, að hann komst ekki heim til sins föðurlands að loknu námi til starfa, sem hann hafði ætlað sér, heldur réðst sem sauðfjár- ræktarráðnunautur í Valresfylki í Noregi nokkur ár. Það var kornrækt og síðar svína- og hænsnarækt, sem bónd inn á Dhal lagði sig mest fram við, og er nú svo komið, að bú hanns er þekkt viðs vegar um Norðurlönd fyrir góðan afurða- stofn og myndarbrag í hvívetna, er að þessum búnaðargreinum lýtur. Hefur hann m.a. oft hlotið verðlaun og aðrar opinberar við- urkenningar fyrir bústofn, frá- gang á afurðum, slátrun á alifugl um og fleiru er viðvíkur nefnd- um búskap. Það var fyrst árið 1938 að framleiðsla hans hlaut I. verðlaun á almennri sýningu, en síðan aftur t.d. árin 1959, 1961 og 1962. Þrátt fyrir að það hafa orðið forlög Eðvalds Bóassonar að dvelja fjarri sínu föðurlandi, þá hefur hann ætíð verið góður ís- lendingur og leitast við að verða lengri og skemmri tíma við störf á hans myndarlega búi, sérstak* lega áður en þeir hafa farið út i erfiðara framhaldsnám í Noregi og hefur hann á einn og annan hátt stutt og stuðlað að námi landa sinna meðan þeir hafa dvalið meðal Norðmanna. Norsk- ir bændur hafa einnig oft sinni* heiðrað þennan íslenzka bónda fyrir forustustörf og nýjungar; þeir telja hann réttilega braut- ryðjanda á ýmsum sviðum I fyrrnefndum búgreinum. Nú, þegar Dhal-Nordre er orðið stórbýli bæði í ræktun, bygging- um og almennum búnaðar-„kúl- túr“, innan húss sem utan, þó er það mild tilfinning og vist stolt, sem grípur um sig meðal ferða- langa frá Fróni- að sjá íslenzkan fána blakta við hún I vorblíð- unni, sem tákn þess, að hér hef- ur góður drengur og iðjusöm hönd lyft grettistaki, við oft erf- iðar aðstæður, s.s. í síðasta ófrið, sem lék þetta heimili hart, eins og svo mörg önnur norsk á þeim árum. Nú, þegar Eðvald Bóasson er 70 ára, þá hefur hans yngsti son- ur og nafni tekið við búforráð- um á Dhal, enda þegar fengið góða og dýrmæta reynslu í starfi með föður sínum á uppvaxtarár- unum. Aðrir tveir synir þeirra Dhal-hjóna eru: Tryggvi, sem nú er verzlunarskipaútgerðarmaður, og Snorri, rafmagnsiðnfræðing- ur. Allir eru þeir bræður orðnir fjölskyldumenn og hefur afmæl- isbarninu og konu hans hlotnazt 10 elskuleg barnabörn við þessi merku tímamót, er hlakka til að sjá „Sögueyjuna" og eru stolt af landinu hans afa síns frá íslandL Kona Eðvalds Bóassonar er frú Signe, fædd Knudsen, ættuð öðr- um þræði frá kaupmanna- og bændafólki úr Þrándarlögum 1 Noregi. landi og þjóð til sóma. Margir ungir íslendingar hafa dvalið Skipstjóri óskast Skipstjóri óskast sem meðeignarmaður að 70—80 tonna bát, með blökk og sjálfleitandi mælir. Þyrfti að vera vanur síldveiðum. Mjög hagstæð kjör. Uppl. gefur Landssamband ísl. útvegsmanna. Árið 1948 kom þessi norsk-ís- lenzka fjölskylda í heimsókn til íslands — heimilisfaðirinn eftir 35 ára útivist frá föðurlandi. „Ég vissi að framfarir voru óskiljan- lega miklar á íslandi," sagði Eð- vald Bóasson þá með stoltum hreim, „en að ég gæti glaðst yfir svo stórfenglegum framförum, sem raun ber vitni, því óraði mig ekki fyrir.“ Ættingjar og vinir á íslandl senda afmælisbarninu beztu ósk- ir og þökk fyrir það sem liðið er. Við vonumst eftir að komandi fjölskyldur, ættaðar frá Eðvaldi Bóassyni frá Stuðlum í Reyðar- firði, eigi eftir að styrkja bræðra lag þessara tveggja frændþjóða á ókomnum árum. Sú tilviljun, að afmælisdagur íslenzka bóndans i Noregi ber upp á 17. maí, þjóð- hátíðardag Norðmanna, verður hér tákn þess manns er kominn er útaf norrænum stofni en á sin tvö föðurlönd. — ebm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.