Morgunblaðið - 21.05.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.05.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 21. maí 1963 MORCVNBL4ÐIÐ 3 V lliilwood ekki enn úr haldi f GÆR var kveðinn npp úr- Bkurður í Sakadómi Reykja- víkur, þess efnis, að togarinn Milwood, frá Aberdeen, yrði enn um sinn í haldi. 1 réttinum í gær var lögð fram orðsending brezka ut- anríkisráðherrans til sendi- herra íslands í Lundúnum, sl. föstudag. Er Mbl. hafði tal af Hákoni Guðmundssyni, hæstaréttar- ritara í gær, skýrði hann svo frá, að Hæstarétti hefði ekki enn borizt nein gögn varð- andi Milwood-málið. Kvað hann þeirra þó vera að vænta á næstunni. Aitfiríki hjá Sel- fosslögreglunni ALLMIKIÐ annriki var hjá Iögreglunni á Selfossi um s.l. helgi. Mikil umferð var á vegum eystra, og þurfti lögreglan að hafa afskipti af 10-20 bílstjór- um fyrir of hraðan akstur. Árekstur varð nálægt Núp- um í Ölfusi á sunnudagsmorgun. Skullu þar saman jeppi og fólks- bíll, og skemmdist sá síðarnefndi talsvert. Engin meiðsli urðu á fólki. Á sunnudagskvöld valt bíll ná- lægt Skíðaskálanum í Hveradöl- um. Þetta var ný Renaultbifreið á suðurleið. Kona, sem sat við stýri, missti vald á bílnum, þeg- ar hún sveigði út á brún, til þess að hleypa bíl fram úr, og lenti þar í lausamöl. Hentist bíllinn út af veginum, valt og skemmd- ist verulega. Engan sakaði. Aðfaranótt suunudags urðu nokkur áflog í félagsheimilinu Aratungu, og var einn t.d. nef- brotinn. Ryskingar urðu og við söluskála undir Ingólfsfjalli. Stærsti ufsi dreginn á stöng Á LAUGARDAGINN vann Loftur Guðmund-sson, rit- höfundur, það afrek að draga stærsta ufsa, sem veiddur hef ur verið á stöng í heiminum, að því sem bezt er vitað. Nokkrir sjóstangaveiðimenn fóru út fré Sandigerði á trillu- báti s.l. laugardag, og var Loftur í hópi þeirra. Fyrir suinnan Sandgerði festi Lotft- ur í ufsanum og barðist lengi við að draga hann. Nokikur alda var, sem gerði honum erfiðara fyrir. Þegar utfsinn hafði verið innbyrtur og veg- inn, kom í ljós, að hann vó um 30 pund. Loftur var með fknm feta veiðistöng úr trefjagleri (gler fiber) og 40 punda línu. Veið- arfærin voru úr verzlunimni Bport . Verið er að sækja uim al- þjóðlega staðfestingu á þessu meti. Lítt miðar enn í Genf um gagnkvæmar tollalækkanir Bandaríkin hafna miðlunarfilEögu Erhards Genf, 20. mai NTB Á ráðstefnu þeirri, sem haldin er nú í Genf um tollamál ríkj- anna beggja vegna Atlantshafs- ins, hefur lítt miðað í samkomu- lagsátt. Síðasti fundur þessarar Bíll brennur á Þingvall avegi SKÖMMU eftir hádegi á sunnudag kom upp eldur í Buick fólksbifreið, sem var á leið aust- ur Þingvallaveg. í bílnum voru hjón. Segist maðurinn hafa orð- ið var við smávegis sviðalykt, en ekki veitt henni athygli í fyrstu. Þegar bíllinn var staddur rétt fyrir vestan Kárastaði, urðu hjónin þess vör, að kviknað var í honum. Eldurinn magnaðist skjótt, og er gat kom á benzín- geyminn, varð ekki við neitt ráðið. Brann bíllinn mikið og er talinn ónýtur. Líklegt þykir, að kviknað hafi í út frá rafmagni. ráðstefnu, sem haldin er á veg- um GATT, verður á fimmtudag. í dag lögðu fulltrúar Efnahgs- bandalags Evrópu fram tillögur, sem miða áttu að því að brúa það bil, sem ríkt hefur. Flutn- ingsmaður og aðafrumkvöðull að tillögunum var Ludwg Erhard, efnahagsmálaráðherra V-Þýzka- lands. Bandarísku fulltrúarnir á ráð- stefnunni höfnuðu tillögunum nær þegar í stað, og töldu þær ekki þess eðlis, að á þeim væri að byggja frekari samkomulags- umleitanir. Tollalækkanir þær, sem nú er verið að reyna að semja um, eru hluti af gagnkvæmum lækkun- um, sem ætlunin er að komið verði í framkvæmd. Sérstök lög- gjöf, sett fyrir tilstilli Kennedys, Bandaríkjaforseta, hefur að geyma heimild til mikilla lækk- Bíllina að brenna á ÞingvailavegL (Ljósm. Þórir Hersveinsson). ana innflutningstolla vestan hafs. Megintilgangur GATT-fundar- ins nú, er að reyna að fá komið á samkomulagi, er verði grund- völlur endanlegra samninga á næsta ári. Tillögur Bandaríkjamanna hafa verið í þá átt, að samið verði um allt að því 50% tolla- lækkanir á flestum sviðum. Hafa fulltrúar Bandaríkjanna í Genf talið nauðsynlegt að samið verði um starfshætti, áður en viðræð- um lýkur nú í vikunni. Stjórnmálafréttaritarar voru þeirrar skoðunar í kvöld, að mjög lítið hefði miðað í sam- komulagsátt, þá fimm daga, sem viðræður hafa nú staðið í Genf. Raunhæft samkomulag hefur að- eins náðst um lækkanir tolla á tei og nokkrum hitabeltisjurtum, en þær lækkanir eiga að ná fram að ganga á þessu ári. Þetta sam- komulag þarf þó að staðfesta á lokafundinum á fimmtudag. Fulltrúar Efnahagshandalags- ins hafa lýst því yfir, að þeir geti ekki fallizt á tillögur banda. rísku fulltrúanna. Myndi það koma harðast niður á löndum bandalagsins. Benda þeir á í því sambandi, að tollar ríkjanna sex séu yfirleitt 25—30%, en tollar í Bandarikjunum allt frá 0—80%. Vilja þeir að tollar, sem eru á- líka háir hjá báðum, skuli lækk- aðir þannig, að lækkanir haldist í hendur. Um aðrar tollalækk- anir verði samið um sérstaklega, síðar. Viðskiptamálaráðherra Norð- manna, O. C. Gundersen, hélt ræðu á ráðstefnunni í dag. Vakti hann máls á nokkrum atriðum, sem hann taldi þýðingarmikil fyrir Norðmenn. Sagði hann fisk- og fiskafurðir svo þungar á met- unum í utanríkisviðskiptum Norðmanna, að sjötti hluti gjald- eyristekna landsmanna byggðist á útflutningi þeirra vara. Sagði hann þessar vörur nú sæta all- háum innflutningstollum víða, en þé tolla yrði að lækka, ætti hlutur Norðmanna í frjálsari við- skiptum að nó fram að ganga. ST/VKSTEII\IAR Hrakspárnrr orðnar aðhlátursefni Svo er nú komið fyrir kreppu- og samdráttarspámönnum stjóm- arandstöðunnar, að hrakspár þeirra fyrir viðreisnarráðstöfun- um rikisstjómarinnar eru aðeins orðnar mönnum aðhlátursefni. Þegar viðreisnarráðstafanirnar voru lagðar fyrir Alþingi í febrú ar 1960, lét aðalmálgagn stjóm- arandstöðunnar t. d. þessa skemmtilegu „speki“ frá sér fara: „Það er sama uppi á teningn- um þar, eins og í öðru því, er ríkisstjórain hyggst gera. Það á að reyra hinn almtnna borgara við klafann, en hinir fáu og stóru þurfa ekkert að bera og völd þeirra og áhrif í efnahags- og atvinnulifi þjóðarinnar á að stórauka. Það ber allt að sama brunni: Það á að skipta þjóðinni í þá, sem eiga, og þá, sem ekki eiga“! (Tíminn, 9. febr. 1960). Hjúkrunar þörf? Um svo ofstækisfullan mál- flutning sem hér að framan var lýst eiga þessi vel mæltu orð vel við: „Ég held, að þeir menn, sem láta sér til hugar koma, að nokk- ur ríkisstjóm skapi að yfirlögðu ráði kreppu til þess að geta rýrt afkomu almennings á meðan hún situr að völdum, sé í því ástandi andlega, að þeir þurfi annarrar hjúkrunar við en þeirrar, sem hægt er að veita í svona umræð- um“. Þessi réttmætu áfellisorð lét helzti talsmaður hinnar ábyrgð- arlausu stjóraarandstöðu fram- sóknarmanna og kommúnista nú, Eysteinn Jónsson sér um munn fara á Alþingi eitt sinn, er hann sat sjálfur í ráðherrastóli, sbr. Alþingistíðindi, D, bls. 124. Er vonandi, að kjósendur veiti honum sjálfum og öðrum kreppu- postulum stjómarandstöðunnar þá hjúkrun á kjördegi, sem flest- ir munu sammála um, að þeim sé full þörf á. Kattarþvottur framsóknar Undanfama daga hafa fram- sóknarleiðtogarnir gert sér sér- stakt far um að þvo af sér það kommúnistaorð, sem þeir hafa á sig fengið eftir 7 ára samfellda kommúnistaþjónkun sína. Hafa þeir m. a. birt flokksmönnum í málgagni sínu þau óvæntu tíð- indi, að kommúnistar séu komm- únistar, sem ekki skal dregið í efa, að mörgum framsóknar- mönnum komi nokkuð á óvart eftir þá miklu kærleika, sem leið- togar þeirra hafa sýnt kommún- istaforingjunum á undanförnum árum. Um þessa kærleiksríku sambúð þarf ekki vitnisburð Morgunblaðsins. Orð og athafnir framsóknarleiðtoganna sjálfra á undanförnum árum tala þar sínu máU, og nýlega hefur ritstjóri „Þjóðviljans“ gefið þessa grein- argóðu lýsingu á undirgefni fram sóknarleiðtoganna við kommún- ista: „Framsóknarflokkurinn hefur verið í stjórnarsamvinnu við Al- þýðubandaiagið í nærri þrjú ár án þess að setja nokkur þau skil- yrði, sem Tíminn talar um. Sið- an hefur Framsóknarflokkurinn hafa mjög nána samvinnu við Al- þýðubandaiagið á þingi og utan þess, flutt með því sameiginleg frumvörp og tillögur, kosið með því í nefndir og ráð og svo fram- vegis, og aldrei hefur einn ein- asti ráðamaður Framsóknar- flokksins orðað nokkur þau skil- yrði, sem nú er flíkað í Tíman- um. Nú síðast I. maí kvaðst Fram sókn styðja kröfugöngu verka- lýðsfélaganna, enn sem fyrr án þess að setja nokkur skilyrði“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.