Morgunblaðið - 21.05.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.05.1963, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 21. maí 1963 M O R C V /V B 1. 4 n I Ð 13 'Samtalið við Ólaf Thors Framhald af bls. 1. uðu sér að svíkja þetta loforð nokkrum mánuðum eftir að það var gefið? Og er einn einasti ís- lendingur, samherji eða andstæð ingur, sem í hjarta sínu trúir þvi, að leiðtogar þessara flokka gangi nú fram fyrir kjósendur og biðji um traust þeirra, ef tilgangurinn væri sá að nota traustið til að svíkja þjóð sína í tryggðum, af- sala frumburðarrétti íslendinga og afhenda stórum og voldugum þjóðum jafnrétti til að hagnýta landhelgi okkar og aðrar auð- lindir? Það er ekki einn einasti lýð- ræðissinni á þessu landi sem trú- ir þessum svika- og landráða- áburði. Menn eru tregir til að ætla öðrum það, sem þeir sjálfir mundu undir engum kringum- stæðum fremja. Og enginn lýð- ræðissinni mundi fást til að vinna slík níðingsverk. Ég vil aðeins bæta því við, að enda þótt við séum ýmsu vanir af hendi Framsóknarleiðtoganna, þá hef ég tilAneigingu til að ætla, að þetta eiturvopn slíðri þeir fyrr en síðar, vegna þess að þeir hljóta nú þegar að finna þá and- úð og kulda, sem slík málfærsla hvarvetna mætir. Óyndisúrræði Framsóknarforingjanna — En hvað teljir þér þá að hafi valdið því, að þeir hófu þessa baráttu? ■— Mér finnst tvennt koma til greina. Annað er að leiðtogar Framsóknarflokksins hafi tekið þá ákvörðun að miða alla kosn- ingabaráttu sína við það að vinna fylgi frá rauðliðum. Þeir hafi gert sér grein fyrir því, að fylgi sitt gætu þeir ekki aukið á kostn að stjórnarflokkanna. Þess vegna reyni þeir að falla rauðliðunum sem bezt í geð, enda er það stað- reynd, sem allir tala um, að erfitt sé alla jafna að átta sig á, hvort menn séu að lesa Tímann eða Þjóðviljann. Sjálfsagt er eitthvað til í þessari skýringu, en þó held ég að annað valdi þar meiru um. Setjum okkur snöggvast í spor Framsóknarleiðtoganna. Renn- um augunum yfir stjórnmálaþró- unina frá því vinstri stjórnin tók við og fram á þennan dag. Mér dettur ekki í hug, að Framsókn- arleiðtogarnir játi ótilneyddir að allan þennan tíma hafi þeir ver- ið á eilífum flótta og hraktir vígi úr vígi. En mér dettur enn síður í hug að þeir skilji þetta ekki. Og það er þegar þeir hafa verið hraktir úr síðasta víginu, að þeir grípa til þess óyndisúrræðis að færa kosningabaráttuna yfir á vettvang utanríkismálanna, sverja fyrir sína eigin fortíð, en bera á fyrri samherja í utanrík- ismálum, þ.ea.s. hina lýðræðis- flokkana, hrein landráð. — Þér minntust á undanhald Frimsóknarmanna í kosninga- baraitunni? — Já, v ð skulum aðeins líta dálítið nánar á það. Að sjálf- sögðu yrði of langt mál að rekja hér þá sögu alla, en ætli nægi ekki að minna á þetta: Það var ekki lítið sem til stóð, þegar vinstri stjórnin tók við völdum sællar minningar. Allt átti að gera í senn, greiða skuldir, lækka skatta, leggja verðbólguna að velli, o.s.frv., o.s.frv., að því ó- gleymdu, sem hvað mest áherzla var lögð á, að ganga þannig frá Sjálfstæðisflokknum að hann eetti sér' aldrei viðreisnarvon. Allir vita hvernig fór og allir muna, að þá var svo komið, að enginn spurði hvað stjórnin ætti eftir að efna, heldur hvað hún ætti eftir að svíkja. Það er auð- vitað ekki sigurstranglegt fyrir Framsóknarmenn að bera þetta saman við feril Viðreisnarstjórn- arinnar. Menn vita líka, að þegar Við- reisnarstj órnin tók við völdum, stóðum við á barmi glötunar og gátum daglega átt von á því að lenda í algjörum greiðsluþrotum út á við. Við skulum ekki fara að rekja þá sögu, hún er öllum í fersku minni. Sjálf straum- hvörfin í efnahagsmálunum báru fyrr og ríkulegar ávöxt en björt- ustu vonir stóðu til, enda lagðist þá hvort tveggja á sömu sveif- ina, góðærið og heilbrigð stefna. „Veldur hver á heldur" — Það var líka góðæri á tím- um vinstri stjórnarinnar? — Já, það er rétt, en veldur hver á heldur. Það er eins um þjóðir og einstaklinga, að það er ekki einhlítt að fá mikið fé handa á milli. Sá sem er óreiðu- maður, eyðir öllu og sóar. Ráð- deildarmaðurinn greiðir skuldir, safnar í kornhlöðuna og undir- býr nýja framtíð. Það var í þess- um efnum, sem skildi á milli feigs og ófeigs, vinstri stjórnar- innar og Viðreisnarstjórnarinn- ar. En þetta er bara önnur hliðin á málinu. Hin er öll hin gagn- merka löggjöf, sem Viðreisnar- stjórnin hefur borið gæfu til að setja og markar djúp spor á flest- um sviðum þjóðlífsins. Skyldi það ekki vera nær sanni, sem viti borinn maður sagði við mig nýlega: „Engin stjórn hefur borið gæfu til að verða jafn mörgum að liði sem þessi stjórn.“ — Ekki eru nú stjórnarand- stæðingar þeirrar skoðunar. — Nei, þeir hafa í lengstu lög reynt að neita þessum stað- reyndum, en hafa þó smátt og smátt orðið að hopa. Þrautseig- astir voru Framsóknarmenn, sem kunnugt er, við að kenna Við- reisnarstjórninni um verðbólg- una. Nú liggur það orðið ljóst fyrir, að Viðreisnarstjórnin lét óvilhalla, útlenda og innlenda sérfræðinga, meta vinstri krón- una. Dómur þeirra féll í ársbyrj- un 1960 og töldu þeir verðgildi hennar ekki vera meira en svo, að 40—42 íslenzkar krónur þyrfti til að jafngilda einum Banda- ríkjadollar. Ríkisstjórnin vildi meta krónuna sem hæst, og á- kvað því að 38 krónur skyldu vera í dollarnum, svo að aug- ljóst væri, að það væri vinstri stjórnin en ekki Viðreisnar- stjórnin, sem ábyrgð bæri á þeim verðhækkunum, sem af þessu hlutu að leiða. Þar með voru stjórnarandstæðingar reknir úr síðasta víginu, því auðvitað skilja allir, að það er við þann að sakast, sem verðfelldi krón- una, en ekki hinn, sem viður- kenndi verðfallið, þ.e.a.s. það er vinstri stjórnin, en ekki viðreisn- arstjórnin, sem verðhækkunum olli. — En hvað um gengisfelling- una í ágúst 1961? — Seinni gengisfellingin er af sömu rótum runnin. Sum- arið 1961 rauf Samband ísl- enzkra samvinnufélaga samstarf við Vinnuveitendasamband ís- lands og gerði sérsamning við kommúnista, og námu kaup- hækkanirnar 13-19%. Augljóst er að sjávarútvegurinn gat ekki risið undir slíkum kauphækk- unum ofan á aflaleysi og verð- fáll 1960 og lélega vetrarvertíð 1961. Þess vegna var þessi kaup- hækkunarsamningur í rauninni samningur um nýja verðfellingu krónunnar. Rétt er að minna á, að Sambands-kaupfélögin gengu fremst í flokki um að heimta, að þessar kauphækkanir kæmu inn í verðlagið og sönnuðu með því, að þau gátu ekki risið undir kauphækkunum Sambandsins, nema með því að leggja bagg- ana yfir á bök almennings. Ég sagði, gengu fremst; það kann að orka tvímælis, því Samband- ið sjálft krafðist þá algjörs af- náms alls verðlagseftirlits til þess þannig að geta lagt alla kauphækkunina ofan á vöruverð ið þegar því sýnist. Það er, þegar einnig þetta liggur alveg ljóst fyrir, sem Framsóknarmenn grípa til ör- væntingafullra umræðna um utanríkismál. — En hvað er framundan? Stórverkefni framundan — Ef stjórnarflokkarnir vinna sigur, þá mun haldið áfram sömu viðreisnarstefnunni. Auð- vitað höfum við fyrirætlanir um stórhuga framkvæmdir; menn þekkja orðið framkvæmdaáætl- unina og það, sem fyrirhugað er að gera. Það eru stór verkefni. En menn þurfa þó ekki að ótt- ast, að stjórnaflokkarnir hafi það ekki hugfast að sígandi lukka er bezt. — En hvað, ef hinir flokk- arnir fengju „stöðvunravald"? — Ég ætla að svara þessu óbeint. Hugsum okkur að stjórn- arandstæðingar fengju völdin. Og hugsum okkur að þeir fram- kvæmdu kjarnann í þeirri stefnu sem þeir daglega boða. Þeir mundu lækka vexti, hækka af- urðaútlánin og afnema binding- arákvæðin, þ.e.a.s. minnka sparnað og auka útlán. Afleið- ingin af þessu er óumflýjanlega sú, að þetta aukna fé leitar á gjaldeyrissjóðina. Og ef á annað borð fer að halla á þá sveifina, þá minnka þeir og eyðast jafn- vel miklu fyrr en menn gera sér grein fyrir. Og þá gætum við fyrr en varir staðið í sömu sporum og fyrir viðreisn, þ.e.a.s. það mundi verða gjaldeyrisskort ur, síðan innflutningshöft, vöru- skortur og svartur markaður, sem leitt gæti til skömmtunar. Þá erum við aftur seztir neðst á óæðri bekk, sem vanskilaþjóð, sem hvergi hefir lánstraust. Ég mundi ségja, að það ástand sem skapaðist, ef viðreisnarflokk- arnir verða ekki einráðir, gæti verið einhvers staðar á milli þess, sem nú er, og þessa. — En hefur Sjálfstæðisflokk- urinn aldrei borið ábyrgð á haftakerfi? — Ekki er því að neita. Játa ég mína meðábyrgð, þótt ekki ætti ég sæti í þeirri stjórn, er til þess örþrifaráðs greip. Og við höfum oftar neyðzt til að fallast á það, sem við höfum verið andvígir, en þá alltaf til að forða því, sem verra var. Við vissum alltaf að skömmtunin var kvalræði, en reynslan varð þó enn viðurstyggilegri en hug- boðið. Héðan af orðar enginn skömmtun held ég, fyrr en þá allt er komið í rúst vegna nýs haftakerfis. — Það væri þá helzt Framsóknarmenn, þeir eru mikið gefnir fyrir að ráða fyrir aðra, líka hvað fer í þá og á. Oft sagði ég við Eystein Jónsson, „þegar við vorum á freigátunni" og mér þótti hann helzt til djarftækur til buddu skattþegn- anna: „Þú lætur þér ekki nægja að taka fé af skattþegn- unum, þegar ríkissjóður er fjár- þurfi, þér er það eitt nóg að hindra að menn hafi svo rúm fjárráð að þeir þurfi ekkert til ríkisvaldsins að sækja:“ Ef til vill var þetta nokkuð sterkt að orði kveðið, en þó er það ein- mitt þetta, tilhneigingin til að taka völdin af öðrum, láta sækja til sín, gefa „ívilnanir" og þá ekki sízt sínum skjólstæð- ingum, sem í alltof ríkum mæli hefur einkennt alla stjórnmála- starfsemi Eysteins Jónssonar En annars hef ég svo sem verið á freigátunni með flestum „strandkapteinum", á um þá ýmsar góðar endurminningar, en vildi þó fæsta þeirra „munstra" aftur, þótt ég ætti kost á því. En það mega menn vita, að enda þótt íslenzkir stjórnmálamenn kveði í opinberum umræðum oft upp sleggjudóma hver yfir öðr- um, öllum til tjóns og lítils sóma, sem það gera, þá er mikil bót í máli, að undir niðri eru þeir flestir mátar. Annars væri held- ur ekki fyrir „fjandann sjálfan“ að eyða langri ævi í íslenzkt stjórnmálaþras, enda þótt flestir nærist á því að telja sjálfum sér trú um, að þeir og flokkur þeirra sé í þjónustu göfugri, feg- urri hugsjóna en aðrir, sjái í senn stærri draumsýnir og raunhæf- ari úrlausnir en hinir. Bezt að starfa í Viðreisnarstjórninni — Hvað mörgum stjórnum hafið þér átt sæti í? — Það man ég ekki, enda skipt ir það engu höfuðmáli. — í hvaða stjórn hefir yður fallið bezt að vinna? Og hvers vegna? — Viðreisnarstjóminni. Það er margt, sem því veldur, og þá ekki sízt, að þrátt fyrir ólíkar grundvallarskoðanir viðreisnar- flokkanna hefur okkur tekizt að vinna saman af heilum hug að framkvæmd stjórnarstefnunnar og öðru því, sem við hverju sinni töldum þjóðinni fyrir beztu. Við höfum verið hreinskilnir hvor við annan og báðir hreinskilnir við þjóðina, alltaf sagt henni rétt frá því, sem framundan var, eft- ir því sem við bezt vissum. Og einhvern veginn finnst mér að heppnin, gæfan, blessunin eða hvað menn vilja kalla það, hafi farsælt störf okkar, og fyrir það er ég þakklátari en orð fá lýst. Vátryggingarfélagið flytur í nýtt hús- nœði á 10 ára afmœli rélagsins VÁTRYGGINGARFÉEAGIÐ flutti í gær í nýtt og skemmti- legt húsnæði í Borgartúni 1 og heldur með því upp á 10 ára afmæli. Hið nýja húsnæði er á annarri hæð, um 315 ferm. að stærð og úr gluggum fagurt út- sýni út yfir ytri höfnina. For- stöðumenn fyrirtækisins buðu fréttamönnum að skoða hið nýja húsnæði og veittu þeim eftirfar- andi upplýsingar um fyrirtækið. í FEBRÚARMÁNUÐi 1953 ákváðu tvö gamalþekkt trygg- ingafélög að sameina rekstur sinn í eitt stórt félag og ásamt nokkr- um athafnamönnum stofnuðu þau Vátryggingafélagið h.f. Félög þessi, Carl D. Tulinius & Co., h.f., og Trolle & Rothe h.f., eru meðal elztu tryggingafélaga þessa lands, Trolle & Rothe h.f., stofnað árið 1910 og hefur það um áratuga skeið haft á hendi hér á landi aðalumboð fyrir Lloyd’s í London og hefur enn. í fyrstu stjórn félagsins áttu sæti: Carl Finsen, framkv.stj., Friðþjófur O. Johnson, framkv. stj., Árni Kristjánsson, framkv.- stj., Ólafur Georgsson, fram- kv.stj., Bergur G. Gíslason, stór- kaupm. Þess má minnast, að Carl Fin- sen, sem var fyrsti stjórnarfor- maður félagsins, var einnig fyrsti maður hér á landi, sem gerði vátryggingastarfsemi að ævistarfi sínu. Við stofnun félagsins var strax byggt á traustum grunni, þar sem tvö félög í fullum gangi samein- uðust og afhentu því alla beina tryggingarstarfsemi sína, enda urðu viðskpti félagsins þegar á fyrsta ári all mikil, voru t. d. gefin út á árinu 7160 skírteini og námu iðgjaldatekjur rúmum 5 milljónum króna. Iðgjaldatekj- ur hafa síðan vaxið ár frá ári og eru nú margfaldar miðað við fyrsta árið. Vátryggingafélagið h.f., hefur frá stofnun verið til húsa að Klapparstíg 26, hér í bæ. Fljótt varð þó sýnt, að þröngt yrði þar um starfsemi félagsins og snemma kom því fram hugmynd um byggingu eigin húsnæðis, sem betur mætti þjóna þörfum þess og kröfum vegna aukinnar starf- semi. Fyrir nokkru var hafinn undirbúningur að framkvæmd þessarar áætlunar með þeim ár- angri, að nú í dag opnar félagið skrifstofur sínar í nýju, og glæsi- legu og vel skipulögðu húsnæði. Arkitekt að byggingu hússins og allri innréttingu er Gunnar Hansson, en um smíði hússins hefur séð Jón Hannesson, bygg- ingameistari. Opið i hádeginn Félagið er 10 ára um þessar mundir, stofnað í febrúar 1953, sem fyrr er sagt og heldur þvl upp á áratugs afmæli sitt með flutningi í hið skemmtilega hús- næði að Borgartúni 1. Með til- komu þessa nýja húsnæðis og meira hagræðis á störfum vill félagið leggja áherzlu á þá von og ósk að geta í framtíðinni veitt sínum gömlu, nýju og verðandi viðskiptavinum meiri • og betri þjónustu. Sem einn þátt i þvl verður tekið upp það nýmæli I rekstri félagsins, að hafa opið í hádeginu, þannig að vinnandi menn geti notað matartíma sinn til að sinna málefnum sínum gagnvart félaginu. Ennfremur verður nú tekin upp sú nýlunda að færa sérstaka spjaldskrá öku- Framhald á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.